

Mælirinn er fullur, segir viðburðahaldari sem veit ekki hvort hann geti haldið tónleika í Hörpu á morgun í ljósi yfirvofandi samkomutakmarkana. Emmsjé Gauti segir Þorláksmessutónleika sína öruggasta staðinn til að vera á í vikunni.
Í gærkvöldi fór í loftið jólaútgáfa af Blindum bakstri þar sem Eva Laufey fær til sín skemmtilega gesti næstu tvö sunnudagskvöld.
„Þetta er hringur pabba míns heitins og það eru sirka þrjár vikur síðan ég uppgötvaði að hann væri týndur,“ segir Íris Björk Tanya í samtali við Vísi.
Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona og Stefán Magnússon gítarleikari njóta lífsins um hátíðarnar á Kostaríka með börnum sínum og vinum. Þar skín sólin og greinilegt að hjónin eru að njóta í tætlur.
Ævintýramennirnir Hilmar Ingimundarson og Rafn Emilsson gerðu sér lítið fyrir og klifruðu upp einn frægasta klifurvegg í heimi en þeir sigruðu hinn sögufræga El-Capitan vegg í Bandaríkjunum.
Hverjum er ekki sama um fréttir? Förum nú yfir það sem máli skiptir: Hollywood-árið. Þar skiptust sannarlega á skin og skúrir.
Carlos Marin, meðlimur sönghópsins Il Divo, er látinn 53 ára að aldri eftir baráttu við Covid-19. Hann veiktist mjög af veirunni fyrir tveimur vikum og þurfti að leggjast inn á gjörgæslu í öndunarvél þar sem hann lést síðan.
Stjörnuparið Móeiður Lárusdóttir, bloggari og áhrifavaldur, og Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu, eiga von á sínu öðru barni. Þetta tilkynntu þau um á Instagram í dag.
Nýja kvikmyndin um köngulóarmanninn, Spider-Man: No Way Home, kom sér í þriðja sæti yfir mest sóttu forsýningu á kvikmynd allra tíma. Kórónuveirufaraldurinn virðist ekki ætla að stöðva aðdáendur köngulóarmannsins í að berja hetjuna augum í kvikmyndahúsum.
Hversu vel fylgist þú með fréttum og líðandi stund? Taktu þátt í Fréttakvissi sem kemur út á laugardögum á Vísi.
Björgvin Halldórsson heldur sína árlegu jólatónleika á laugardag, Jólagestir Björgvins. Tónleikarnir fara fram klukkan 17 og 20 í Laugardalshöll og verða einnig sýndir í streymi.
Rekstur og húsakostur Hótel Flatey á Breiðafirði er nú til sölu, alls 678,3 fermetrar.
Áhrifavaldarnir Sunneva Einarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir reyna fyrir sér í hinum ýmsu störfum víðs vegar um Ísland í þáttunum #Samstarf á Stöð 2.
Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir verður seint talin vera stjörnukokkur. Hún er nú samt að fara af stað með matreiðsluþætti þann 23. desember á Stöð 2.
Fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson gaf á dögunum út bókina Þú þarft ekki að vera svona mikill aumingi og ræddi Sindri Sindrason við Mána um bókina í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær.
Verzlanahöllinn hélt upp á eins árs afmælið í gær. Meðal þeirra sem glöddu viðstadda var upprennandi söngstjarnan Prins Nutella, eða Baldvin Tómas Sólmunarson,en hann mun stíga á svið meðJólagestumBjörgvins næsta laugardag.
„Það sem sló mig strax í upphafi hvað það var lítil aðstoð sem fjölskyldum er veitt í svona aðstæðum. Þarna gerist atvik sem að breytir öllu í lífi fjölskyldu og aðstandenda og ekki síst breytir öllu mínu lífi,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Shannon tvíburarnir, fyrrverandi kærustur stofnanda Playboy, bera hann þungum sökum í viðtali sem birtist í gær. Þær saka hann meðal annars um að hafa neytt þær til að sofa saman.
Inga sá Góa fyrst þegar hann birtist í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni árið 2003. Hún fékk númerið hans hjá sameiginlegum vini og fóru þau að skiptast á SMS-skilaboðum. Þegar þau ákváðu loks að hittast hafði Gói aldrei litið Ingu augum, en féll þó fyrir henni í gegnum símann þegar hann heyrði að hún kynni að meta slátur og saltkjöt.
Tónskáldið og píanistinn Sævar Jóhannsson semur og útsetur tónlistina fyrir Skugga-Svein sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í janúar 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Leikfélaginu.
Í gær kom út nýjasti þátturinn af hlaðvarpi FM95BLÖ og það í mynd.
Jólaauglýsingar verða alltaf stærri og stærri og fyrir mörgum eru þær mikilvægur hluti af jólahaldinu.
Söngvakeppnin snýr aftur á RÚV í febrúar og mars og þá verður valið framlag Íslands í Eurovision sem haldin verður í Torino á Ítalíu í maí. Alls voru 158 lög send inn í Söngvakeppnina í ár.
Söngkonan Elísabet Ormslev og Sindri Þór Kárason hljóðvinnslumaður eignuðust dreng 11. desember. Elísabet birti nokkrar myndir af frumburðinum á samfélagsmiðlum í gær.
Nekt, grímur, vopn og svipur koma fyrir í nýju tónlistarmyndbandi fyrirsætunnar og tónlistarkonunnar, Örnu Báru Karlsdóttur.
Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, og kærastan hans og sálfræðingurinn Hildur Skúldóttir efndu til giskkeppni á Instagram í dag í tilefni þess að yngri sonur þeirra var skírður.
Fyrir rúmlega þremur árum varð verkfræðingurinn Mark Rober mjög reiður þegar þjófar stálu pakka sem stóð fyrir utan heimili hans.
Stórfyrirtæki um heim allan leggja töluvert upp úr því að gefa út og framleiða jólaauglýsingar.
Grínistinn Bylgja Babýlons hafnaði í þriðja sæti á lista Rotunda Comedy Club í Skotlandi yfir bestu grínistana árið 2021.
Síðastliðið ár hefur Örlygur S. Sigurjónsson, fararstjóri og leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands, tínt átta þúsund andlitsgrímur í náttúrunni og á götum Reykjavíkurborgar. Hann segir að tínslan hafi byrjað þegar það angaraði hann að sjá alltaf grímur í runna á leið sinni í vinnuna og hafi síðan undið upp á sig.