Sport Stórmeistaramótið í beinni: Útsláttarkeppnin á næsta leiti Riðlakeppni Stórmeistaramótsins í Counter-Strike lýkur í kvöld. Þrír leikir eru á dagskrá og í ljós kemur hvaða lið það verða sem komast áfram í útsláttarkeppnina. NOCCO Dusty og Þórsarar tryggðu sig áfram í þriðju umferð og Saga, FH og Aurora tryggðu sig áfram í síðustu viku. Rafíþróttir 12.3.2024 19:15 Miðjumaður Liverpool gaf út sjálfshjálparbók Wataru Endō, miðjumaður Liverpool og japanska landsliðsins í knattspyrnu, er margt til lista lagt. Ásamt því að spila með einu besta knattspyrnuliði þá gaf hann út sjálfshjálparbók undir lok síðasta árs. Enski boltinn 12.3.2024 18:30 Alex Freyr mættur heim í Fram Alex Freyr Elísson er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt Fram. Hann skrifar undir samning út leiktíðina 2025. Íslenski boltinn 12.3.2024 17:45 Sarri sagði upp hjá Lazio Maurizio Sarri er hættur sem knattspyrnustjóri Lazio, viku eftir að ítalska liðið féll úr leik gegn Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 12.3.2024 17:00 Sá besti í heimi tapaði ótrúlega óvænt: „Þetta er klikkað“ Serbinn Novak Djokovic, besti tennisspilari heims, tapaði með ótrúlega óvæntum hætti í þriðju umferð á Indian Wells mótinu í tennis í dag. Sport 12.3.2024 16:30 Þremur sparkað úr landsliðinu fyrir hómófóbíu Ralf Rangnick, þjálfari karlalandsliðs Austurríkis í fótbolta, ákvað að skilja þrjá leikmenn eftir utan hóps fyrir vináttulandsleiki síðar í þessum mánuði. Ástæðan er sú að þeir sungu hómófóbíska söngva í síðasta mánuði. Fótbolti 12.3.2024 16:00 Pétur riftir við Blika og íhugar að hætta Framherjinn hávaxni Pétur Theodór Árnason er á batavegi eftir að hafa meiðst í hné enn einu sinni, en hefur rift samningi sínum við knattspyrnudeild Breiðabliks og íhugar að hætta. Íslenski boltinn 12.3.2024 15:31 Víkingurinn mætir Messi Pablo Punyed, miðjumaður Íslands- og bikarmeistara Víkings í fótbolta, hefur verið valinn í nýjasta landsliðshóp El Salvador. Fótbolti 12.3.2024 15:01 Afmælisbarnið og Óskarssynir á fyrstu æfingunni í Aþenu Íslenska karlalandsliðið í handbolta er mætt til Aþenu þar sem það mætir Grikklandi í tveimur vináttulandsleikjum. Handbolti 12.3.2024 14:30 Pavel í veikindaleyfi Pavel Ermolinskij er kominn í veikindaleyfi frá störfum sínum sem þjálfari Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta. Körfubolti 12.3.2024 13:58 Benitez rekinn eftir skelfilegt gengi Spænski knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hefur verið rekinn úr starfi hjá spænska efstudeildarfélaginu Celta Vigo. Fótbolti 12.3.2024 13:34 Strákarnir okkar í efsta styrkleikaflokki Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM 2026 þann 21. mars næstkomandi. Handbolti 12.3.2024 13:01 Krefst ellefu milljarða króna í skaðabætur Felipe Massa, fyrrverandi ökuþór í Formúlu 1 mótaröðinni, hefur stefnt Alþjóða akstursíþróttasambandinu (FIA), Formúlu 1 og Bernie Ecclestone fyrrverandi framkvæmdastjóra mótaraðarinnar og krefst því sem nemur rúmum ellefu milljörðum íslenskra króna í skaðabætur vegna skaða sem hann, sem ökuþór Ferrari árið 2008, kveðst hafa hlotið vegna Crashgate hneykslismálsins svokallaða. Formúla 1 12.3.2024 12:30 Sturlun á leikmannamarkaði NFL-deildarinnar Leikmannamarkaðurinn opnaði í NFL-deildinni í gær og sjaldan eða aldrei hafa jafn margar stjörnur skipt um félag á einum degi. Sport 12.3.2024 12:01 Adam Sandler sá Chelsea vinna Newcastle Chelsea fékk góðan stuðning úr stúkunni þegar liðið vann Newcastle United í gær, meðal annars frá einum þekktasta leikara heims. Enski boltinn 12.3.2024 11:31 Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna. Fótbolti 12.3.2024 11:01 Reiðir Brentford-menn gerðu aðsúg að dómaranum sem rak Havertz ekki út af Leikmenn Brentford voru afar ósáttir við Rob Jones, dómara viðureignarinnar gegn Arsenal, og hópuðust að honum í leikmannagöngunum eftir leikinn. Enski boltinn 12.3.2024 10:31 TF Besta á suðrænar slóðir: Ekki vildu allir fara um borð Hver á fætur öðrum pakka meistaraflokkar íslenskra félagsliða í fótbolta niður í töskur og halda út fyrir landssteinana í æfingaferðir fyrir komandi tímabil. Ekki fara þó öll lið Bestu deildar kvenna erlendis í æfingaferðir fyrir komandi tímabil. Einu liði hentaði ekki að fara núna, öðru stóð það til boða en ákvað að fara ekki. Þau sem fara þó út halda til Spánar. Íslenski boltinn 12.3.2024 10:00 Ólétt Sandra fagnaði stórum titli Sandra Erlingsdóttir varð um helgina þýskur bikarmeistari í handbolta, með TuS Metzingen, og er aðeins önnur íslenska handboltakonan til að afreka það. Handbolti 12.3.2024 09:46 Littler svarar fyrir sig: „Hver leikur við mig er bikarúrslitaleikur“ Luke Littler hefur svarað Ricardo Pietreczko sem gagnrýndi strákinn eftir leik á Opna belgíska mótinu í pílukasti og sagði hann hrokafullan. Sport 12.3.2024 09:31 „Ég gat labbað og þá getur maður hlaupið“ Alexander Petersson gat varla gengið, vegna ökklameiðsla, dagana fyrir bikarúrslitaleikinn í handbolta um helgina. Hann lét það ekki stöðva sig og stóð uppi sem sigurvegari með liði Vals. Handbolti 12.3.2024 09:00 „Ef hann væri að spila í dag værum við að tala um hann eins og Trae Young“ Nei eða Já var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var meðal annars farið yfir hversu sigurstrangleg Bandaríkin eru á Ólympíuleikunum 2024 og hvort Allen Iversson hafi verið ofmetinn leikmaður. Körfubolti 12.3.2024 08:32 Aron stefnir á þjálfun | Mætir með klippur á æfingar og lætur menn heyra það Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, sér fyrir sér að fara út í þjálfun eftir að knattspyrnuferlinum lýkur. Samherjar hans vilja aftur á móti meina að hann yrði erfiður þjálfari. Íslenski boltinn 12.3.2024 08:01 Hrósar Oliver fyrir að brotna ekki og dæma ekki víti á City Kyle Walker, fyrirliði Manchester City, hrósaði Michael Oliver, dómara viðureignarinnar gegn Liverpool, fyrir að dæma ekki vítaspyrnu á Jérémy Doku þegar hann sparkaði í Alexis Mac Allister undir lok leiks. Enski boltinn 12.3.2024 07:30 Dagskráin í dag: Allt eða ekkert í Meistaradeild Evrópu Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við komumst að því hvaða lið fara í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Þá er fjöldi leikja í Subway-deild kvenna í körfubolta á dagskrá. Sport 12.3.2024 06:00 Sextíu og tveir í bann fyrir að ljúga til um aldur Knattspyrnusamband Kamerún, Fecafoot, hefur sett 62 leikmenn í bann fyrir að ljúga til um aldur. Fótbolti 11.3.2024 23:01 Sektaður um nærri fjórtán milljónir króna fyrir að gera „peningamerki“ Rudy Gobert, leikmaður Minnesota Timberwolves, fékk heldur betur að borga fyrir að gera „peningamerki“ með fingrunum í tapi liðsins gegn Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta um liðna helgi. Körfubolti 11.3.2024 22:30 Chelsea nálgast efri hluta töflunnar Chelsea nálgast efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur á Newcastle United á Brúnni í Lundúnum. Enski boltinn 11.3.2024 22:00 „Vorum flatir, andlausir og þetta var gjörsamlega til háborinnar skammar“ Höttur steinlá gegn Keflavík á útivelli 110-71. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var langt frá því að vera sáttur út í sitt lið eftir 39 stiga tap. Sport 11.3.2024 21:26 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Höttur 110-71 | Sjóðandi heitir heimamenn pökkuðu gestunum saman Keflavík sópaði gólfið með Hetti frá Egilsstöðum þegar liðin mættust í Subway-deild karla í körfubolta í leik sem var ítrekað frestað vegna skorts á heitu vatni í kjölfar eldgoss á Reykjanesskaga. Körfubolti 11.3.2024 20:50 « ‹ 325 326 327 328 329 330 331 332 333 … 334 ›
Stórmeistaramótið í beinni: Útsláttarkeppnin á næsta leiti Riðlakeppni Stórmeistaramótsins í Counter-Strike lýkur í kvöld. Þrír leikir eru á dagskrá og í ljós kemur hvaða lið það verða sem komast áfram í útsláttarkeppnina. NOCCO Dusty og Þórsarar tryggðu sig áfram í þriðju umferð og Saga, FH og Aurora tryggðu sig áfram í síðustu viku. Rafíþróttir 12.3.2024 19:15
Miðjumaður Liverpool gaf út sjálfshjálparbók Wataru Endō, miðjumaður Liverpool og japanska landsliðsins í knattspyrnu, er margt til lista lagt. Ásamt því að spila með einu besta knattspyrnuliði þá gaf hann út sjálfshjálparbók undir lok síðasta árs. Enski boltinn 12.3.2024 18:30
Alex Freyr mættur heim í Fram Alex Freyr Elísson er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt Fram. Hann skrifar undir samning út leiktíðina 2025. Íslenski boltinn 12.3.2024 17:45
Sarri sagði upp hjá Lazio Maurizio Sarri er hættur sem knattspyrnustjóri Lazio, viku eftir að ítalska liðið féll úr leik gegn Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 12.3.2024 17:00
Sá besti í heimi tapaði ótrúlega óvænt: „Þetta er klikkað“ Serbinn Novak Djokovic, besti tennisspilari heims, tapaði með ótrúlega óvæntum hætti í þriðju umferð á Indian Wells mótinu í tennis í dag. Sport 12.3.2024 16:30
Þremur sparkað úr landsliðinu fyrir hómófóbíu Ralf Rangnick, þjálfari karlalandsliðs Austurríkis í fótbolta, ákvað að skilja þrjá leikmenn eftir utan hóps fyrir vináttulandsleiki síðar í þessum mánuði. Ástæðan er sú að þeir sungu hómófóbíska söngva í síðasta mánuði. Fótbolti 12.3.2024 16:00
Pétur riftir við Blika og íhugar að hætta Framherjinn hávaxni Pétur Theodór Árnason er á batavegi eftir að hafa meiðst í hné enn einu sinni, en hefur rift samningi sínum við knattspyrnudeild Breiðabliks og íhugar að hætta. Íslenski boltinn 12.3.2024 15:31
Víkingurinn mætir Messi Pablo Punyed, miðjumaður Íslands- og bikarmeistara Víkings í fótbolta, hefur verið valinn í nýjasta landsliðshóp El Salvador. Fótbolti 12.3.2024 15:01
Afmælisbarnið og Óskarssynir á fyrstu æfingunni í Aþenu Íslenska karlalandsliðið í handbolta er mætt til Aþenu þar sem það mætir Grikklandi í tveimur vináttulandsleikjum. Handbolti 12.3.2024 14:30
Pavel í veikindaleyfi Pavel Ermolinskij er kominn í veikindaleyfi frá störfum sínum sem þjálfari Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta. Körfubolti 12.3.2024 13:58
Benitez rekinn eftir skelfilegt gengi Spænski knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hefur verið rekinn úr starfi hjá spænska efstudeildarfélaginu Celta Vigo. Fótbolti 12.3.2024 13:34
Strákarnir okkar í efsta styrkleikaflokki Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM 2026 þann 21. mars næstkomandi. Handbolti 12.3.2024 13:01
Krefst ellefu milljarða króna í skaðabætur Felipe Massa, fyrrverandi ökuþór í Formúlu 1 mótaröðinni, hefur stefnt Alþjóða akstursíþróttasambandinu (FIA), Formúlu 1 og Bernie Ecclestone fyrrverandi framkvæmdastjóra mótaraðarinnar og krefst því sem nemur rúmum ellefu milljörðum íslenskra króna í skaðabætur vegna skaða sem hann, sem ökuþór Ferrari árið 2008, kveðst hafa hlotið vegna Crashgate hneykslismálsins svokallaða. Formúla 1 12.3.2024 12:30
Sturlun á leikmannamarkaði NFL-deildarinnar Leikmannamarkaðurinn opnaði í NFL-deildinni í gær og sjaldan eða aldrei hafa jafn margar stjörnur skipt um félag á einum degi. Sport 12.3.2024 12:01
Adam Sandler sá Chelsea vinna Newcastle Chelsea fékk góðan stuðning úr stúkunni þegar liðið vann Newcastle United í gær, meðal annars frá einum þekktasta leikara heims. Enski boltinn 12.3.2024 11:31
Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna. Fótbolti 12.3.2024 11:01
Reiðir Brentford-menn gerðu aðsúg að dómaranum sem rak Havertz ekki út af Leikmenn Brentford voru afar ósáttir við Rob Jones, dómara viðureignarinnar gegn Arsenal, og hópuðust að honum í leikmannagöngunum eftir leikinn. Enski boltinn 12.3.2024 10:31
TF Besta á suðrænar slóðir: Ekki vildu allir fara um borð Hver á fætur öðrum pakka meistaraflokkar íslenskra félagsliða í fótbolta niður í töskur og halda út fyrir landssteinana í æfingaferðir fyrir komandi tímabil. Ekki fara þó öll lið Bestu deildar kvenna erlendis í æfingaferðir fyrir komandi tímabil. Einu liði hentaði ekki að fara núna, öðru stóð það til boða en ákvað að fara ekki. Þau sem fara þó út halda til Spánar. Íslenski boltinn 12.3.2024 10:00
Ólétt Sandra fagnaði stórum titli Sandra Erlingsdóttir varð um helgina þýskur bikarmeistari í handbolta, með TuS Metzingen, og er aðeins önnur íslenska handboltakonan til að afreka það. Handbolti 12.3.2024 09:46
Littler svarar fyrir sig: „Hver leikur við mig er bikarúrslitaleikur“ Luke Littler hefur svarað Ricardo Pietreczko sem gagnrýndi strákinn eftir leik á Opna belgíska mótinu í pílukasti og sagði hann hrokafullan. Sport 12.3.2024 09:31
„Ég gat labbað og þá getur maður hlaupið“ Alexander Petersson gat varla gengið, vegna ökklameiðsla, dagana fyrir bikarúrslitaleikinn í handbolta um helgina. Hann lét það ekki stöðva sig og stóð uppi sem sigurvegari með liði Vals. Handbolti 12.3.2024 09:00
„Ef hann væri að spila í dag værum við að tala um hann eins og Trae Young“ Nei eða Já var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var meðal annars farið yfir hversu sigurstrangleg Bandaríkin eru á Ólympíuleikunum 2024 og hvort Allen Iversson hafi verið ofmetinn leikmaður. Körfubolti 12.3.2024 08:32
Aron stefnir á þjálfun | Mætir með klippur á æfingar og lætur menn heyra það Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, sér fyrir sér að fara út í þjálfun eftir að knattspyrnuferlinum lýkur. Samherjar hans vilja aftur á móti meina að hann yrði erfiður þjálfari. Íslenski boltinn 12.3.2024 08:01
Hrósar Oliver fyrir að brotna ekki og dæma ekki víti á City Kyle Walker, fyrirliði Manchester City, hrósaði Michael Oliver, dómara viðureignarinnar gegn Liverpool, fyrir að dæma ekki vítaspyrnu á Jérémy Doku þegar hann sparkaði í Alexis Mac Allister undir lok leiks. Enski boltinn 12.3.2024 07:30
Dagskráin í dag: Allt eða ekkert í Meistaradeild Evrópu Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við komumst að því hvaða lið fara í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Þá er fjöldi leikja í Subway-deild kvenna í körfubolta á dagskrá. Sport 12.3.2024 06:00
Sextíu og tveir í bann fyrir að ljúga til um aldur Knattspyrnusamband Kamerún, Fecafoot, hefur sett 62 leikmenn í bann fyrir að ljúga til um aldur. Fótbolti 11.3.2024 23:01
Sektaður um nærri fjórtán milljónir króna fyrir að gera „peningamerki“ Rudy Gobert, leikmaður Minnesota Timberwolves, fékk heldur betur að borga fyrir að gera „peningamerki“ með fingrunum í tapi liðsins gegn Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta um liðna helgi. Körfubolti 11.3.2024 22:30
Chelsea nálgast efri hluta töflunnar Chelsea nálgast efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur á Newcastle United á Brúnni í Lundúnum. Enski boltinn 11.3.2024 22:00
„Vorum flatir, andlausir og þetta var gjörsamlega til háborinnar skammar“ Höttur steinlá gegn Keflavík á útivelli 110-71. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var langt frá því að vera sáttur út í sitt lið eftir 39 stiga tap. Sport 11.3.2024 21:26
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Höttur 110-71 | Sjóðandi heitir heimamenn pökkuðu gestunum saman Keflavík sópaði gólfið með Hetti frá Egilsstöðum þegar liðin mættust í Subway-deild karla í körfubolta í leik sem var ítrekað frestað vegna skorts á heitu vatni í kjölfar eldgoss á Reykjanesskaga. Körfubolti 11.3.2024 20:50