Viðskipti erlent Kreppan leikur Finna grátt Finnar upplifa nú mestu niðursveiflu í efnahagslífi sínu síðan að kreppan þar hófst á síðasta ári. Samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu Finnlands dróst efnahagslíf landsins saman um 11,6% í júlí miðað við sama mánuð í fyrra. Viðskipti erlent 7.10.2009 14:49 Alcoa: Reiknað með minnsta ársfjórðungstapi ársins Bandaríski álrisinn Alcoa birtir uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung í dag eftir lokun markaða vestan hafs. Sérfræðingar reikna með minnsta ársfjórðungstapi ársins hjá Alco að þessu sinni að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni. Viðskipti erlent 7.10.2009 13:29 Gætu tapað hundruðum milljarða á nýrri löggjöf í Lettlandi Sænskir og danskir bankar gætu tapað hundruðum milljarða kr. ef áform stjórnvalda í Lettlandi um nýja löggjöf fyrir íbúðaeigendur þar í landi verður að veruleika. Löggjöfin, sem nú er til umræðu á lettneska þinginu gengur út á að takmarka mjög möguleika bankanna á að fá íbúðalán sín endurgreidd. Viðskipti erlent 7.10.2009 10:22 Enska kirkjan til varnar vogunarsjóðum Leiðtogar kirkjunnar í Englandi hafa komið vogunarsjóðum til varnar og vilja ekki að um of sé þrengt að sjóðunum með reglugerðum og lögum. Þetta sjónarmið kemur fram tæplega hálfum mánuði eftir að kirkjan líki fjármálahverfinu The City við víxlarana í musterinu í biblíunni. Viðskipti erlent 7.10.2009 08:40 Fleiri uppsagnir hjá British Airways Breska flugfélagið British Airways boðar uppsagnir enn á ný. Í þetta sinn var tilkynnt að 1.700 flugliðar, það er að segja starfsfólk í farþegarými, ættu von á bréfinu. Viðskipti erlent 7.10.2009 07:12 Breska fjármálaeftirlitið: Vill harðari reglur vegna íslenska bankahrunsins Stjórnarformaður breska fjármálaeftirlitsins (FSA), Lord Turner, vill koma á fót nefnd sem hefur vald til þess að taka fram fyrir hendurnar á eftirlitsaðilum einstakra ríkja í þeim tilgangi að vernda þjóðir fyrir bankahruni eins og gerðist á Íslandi á síðasta ári. Viðskipti erlent 6.10.2009 22:42 Heimsmarkaðsverð á gulli slær nýtt met Heimsmarkaðsverð á gulli sló nýtt met í dag þegar únsan fór í 1038 dollara á markaðinum í New York. Fyrra verðmet var sett í mars í fyrra þegar únsan náði 1033,90 dollurum. Viðskipti erlent 6.10.2009 14:45 Cimber Sterling sparar lakkið og lendir í vandræðum Flugfélagið Cimber Sterling hefur ítrekað lent í því á alþjóðaflugvöllum að fá ekki afgreitt eldsneyti á vélar sínar þar sem þær eru enn merktar í litum og með nafni hins gjaldþrota Sterling flugfélags. „Það er ekki auðvelt að fljúga með nafn og lógó gjaldþrota flugfélags í meters háum stöfum á flugvélaskrokknum,“ segir í umfjöllun Jyllands Posten um málið. Viðskipti erlent 6.10.2009 11:03 Fékk innheimtubréf fyrir skuld upp á 0,00 krónur Norska útvarpsmanninum Kim Nygård brá heldur í brún þegar hann fékk skilaboð frá símafyrirtækinu NetCom um að farsíma hans hefði verið lokað vegna ógreidds reiknings frá árinu 2007. Þegar hann fékk svo innheimtukröfuna frá fyrirtækinu hljóðaði hún upp á 0,00 kr. Viðskipti erlent 6.10.2009 09:27 Kreppan herjar á Dani, skuldir og gjaldþrot aukast Danmörk verður hart úti í fjármálakreppu heimsins. Skuldir hins opinbera aukast hröðum skrefum sem og gjaldþrotum hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Þá hefur fjöldi nauðungaruppboða sjaldan verið meiri. Viðskipti erlent 6.10.2009 09:08 Ástralar hækka stýrivexti Ástralar hafa hækkað stýrivexti um úr 3% í 3,25% og eru þeir þar með fyrsta ríkið af stærstu 20 iðnríkjum heims til þess að bregðast með þessum hætti við bata í alheimshagkerfinu. Viðskipti erlent 6.10.2009 07:51 Bresk bæjarfélög fá 20 milljarða fyrir áramót Bresk bæjar- og sveitarfélög munu fá 100 milljónir punda, eða um 20 milljarða kr., úr þrotabúum íslensku bankanna fyrir áramót. Af þessari upphæð eru 70 milljónir punda eða um 14 milljarðar kr. þegar komnar í hús. Viðskipti erlent 5.10.2009 15:17 Stórbankinn RBS rambaði á barmi gjaldþrots fyrir ári Staða stórbankans Royal Bank of Scotland (RBS) var mun verri en áður var talið fyrir ári síðan þegar bresk stjórnvöld komu bankanum til bjargar. RBS rambaði á barmi gjaldþrots og mátti litlu muna að hann færi á hliðina. Viðskipti erlent 5.10.2009 13:48 Hlutabréf hafa hækkað of mikið, of snemma og of hratt Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, auknefndur Dr. Doom, segir að hlutabréf á mörkuðum heimsins hafi hækkað of mikið, of snemma og of hratt. Af þeim sökum telur hann að þessir markaðir muni taka dýfu niður á við á yfirstandandi ársfjórðungi eða fyrsta ársfjórðung á næsta ári. Viðskipti erlent 5.10.2009 13:15 Dæmi um persónulega harmleiki vegna Icesave Talsmaður sparifjáreigenda í Hollandi segir dæmi um persónulega harmleiki vegna tapaðs fjár af Icesave reikningum. Viðskipti erlent 5.10.2009 12:07 Aurum ræðir við Landsbankann um skuldbreytingu Aurum Holding á nú í viðræðum við Landsbankann um að breyta 20 milljón punda, eða 4 milljarða kr., skuld félagsins við bankann í hlutafé. Baugur átti 37,8% í Aurum en PwC hefur tekið við stjórn þess hlutar fyrir hönd skilanefndar Landsbankans. Viðskipti erlent 5.10.2009 10:16 Fjárfestar lýsa trausti á Atlantic Petroleum Færeyska olíufélaginu Atlantic Petroleum hefur gengið vel í morgun að selja hluti í nýju hlutabréfaútboði til hluthafa sinna. Verðmæti hluta í félaginu hefur aukist um 20% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn frá því að opnað var fyrir viðskipti þar í morgun. Viðskipti erlent 5.10.2009 08:58 Berlusconi verður að borga 120 milljarða í sekt Fininvest, félag í eigu Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmt til að borga yfir 120 milljarða kr. í sekt. Sektin á Fininvest að greiða fyrrum keppinaut sínum, fjölmiðlafyrirtækinu CIR sem nú er gjaldþrota. Viðskipti erlent 5.10.2009 08:48 French Connection lokar öllum verslunum sínum í Japan French Connection, ein þekktasta tískuverslanakeðja Bretlands, hefur ákveðið að loka öllum verslununm sínum í Japan en þær eru 21 talsins. Með þessu ætlar stjórn keðjunnar að reyna að stemma stigu við miklu tapi sem er á rekstrinum. Viðskipti erlent 5.10.2009 08:22 Eigandi Legolands kaupir SeaWorld Eigandi Legolands og Madame Tussauds vaxmyndasafnsins er við það að kaupa eina af vinsælustu ferðamannastöðum Bandaríkjanna, en það eru skemmtigarðarnir SeaWorld og Busch Garden á Flórída. Viðskipti erlent 4.10.2009 17:28 Mike Shearwood ráðinn forstjóri Aurora Aurora Fashions hefur ráðið Mike Shearwood í stöðu forstjóra. Hann tekur við stöðunni af Derek Lovelock sem aftur er orðinn stjórnarformaður félagsins. Sem kunnugt er af fréttum er Aurora nú að stórum hluta í eigu Kaupþings og hefur verið það síðan í mars s.l. Meðeigendur Kaupþings eru fyrrum stjórnendur Mosaic Fashions. Viðskipti erlent 2.10.2009 13:54 Rússar halda áfram að kaupa hluti í Facebook Rússneskt fjárfestingafélag heldur áfram að kaupa hluti í Facebook, nú beint frá hluthöfum í þessari stærstu samskiptavefsíðu heimsins. Félagið, Digital Sky Technologies (DST), keypti í sumar hluti af núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Facebook fyrir 100 milljónir dollara eða um 12,5 milljarð kr. Viðskipti erlent 2.10.2009 10:12 Atvinnuleysi innan ESB ekki meira í yfir áratug Atvinnuleysi á evrusvæðinu innan ESB jókst úr 9,5% og í 9,6% í ágúst samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu sambandsins. Hefur atvinnuleysi ekki verið meira á svæðinu í yfir áratug. Viðskipti erlent 1.10.2009 11:05 Hertoginn af York opnaði Banque Havilland Andrew prins, Hertoginn af York, opnaði Banque Havilland formlega í Lúxemborg í dag. Bankinn hét áður Kaupthing Bank Luxembourg en Rowland fjölaskyldan festi kaup á honum eftir endurskipulagingu starfseminnar í kjölfar bankahrunsins s.l. haust. Viðskipti erlent 1.10.2009 10:56 Forbes: Milljarðamæringar tapa 37.000 milljörðum Forbes tímaritið hefur birt árlegan lista sinn yfir 400 ríkustu Bandaríkjamennina. Fram kemur að þessi hópur hefur tapað samtals 300 milljörðum dollara eða ríflega 37.000 milljörðum kr. á liðnu ári. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 27 árum þar sem ríkidæmi þessa hóps skreppur saman á milli ára. Viðskipti erlent 1.10.2009 10:11 Vilja að tékkneska ríkið taki á sig taprekstur CSA Fjármálafyrirtækið Unimex og leiguflugsfélagið Travel Service hafa lagt fram sameiginlegt tilboð í tékkneska ríkisflugfélagið Czech Airlines (CSA). Tilboðið er háð því að tékkneska ríkið taki á sig taprekstur CSA. Travel Service er í meirihlutaeigu Icelandair. Viðskipti erlent 1.10.2009 08:15 Traust eykst á evrópskum markaði Evrópski seðlabankinn mun lána 589 bönkum og fjármálafyrirtækjum á evrusvæðinu 75,2 milljarða evra, jafnvirði rúmra 13.700 milljarða króna, til næstu tólf mánaða. Viðskipti erlent 1.10.2009 05:00 Sænskir bankar kanna kókaínneyslu nýrra starfsmanna Sænsku bankarnir Nordea og SEB kanna með prófunum alla nýja starfsmenn sína til að sjá hvort þeir noti kókaín. Hjá Nordea fara allir sjálfkrafa í slíka prófun en hjá SEB er tekið tilviljanakennt úrtak meðal þessara starfsmanna. Viðskipti erlent 30.9.2009 14:08 Skartgripaveldi Faberge endurreist á netinu Tatiana Faberge, afkomandi hins fræga rússneska skartgripasmiðs Peter Carl í þrjá ættliði, ætlar að endurvekja hið forna skartgripaveldi að nýju. Sökum kreppunnar verður þó ekki farin hefðbundin leið með því að opna búðir með nafinu Faberge heldur verður notast við netið til að selja skartið. Viðskipti erlent 30.9.2009 10:19 Risademantur fannst í Suður-Afríku Risademantur fannst í vikunni í Cullinan námunni í Suður-Afríku en náman er þekkt fyrir að þar hafa stærstu demantar í heimi fundist. Þessi sem hér um ræðir er 507 karöt, eða 100 grömm, að stærð og er verðmæti hans áætlað vera rúmlega 12 milljarðar kr. Viðskipti erlent 30.9.2009 09:18 « ‹ 288 289 290 291 292 293 294 295 296 … 334 ›
Kreppan leikur Finna grátt Finnar upplifa nú mestu niðursveiflu í efnahagslífi sínu síðan að kreppan þar hófst á síðasta ári. Samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu Finnlands dróst efnahagslíf landsins saman um 11,6% í júlí miðað við sama mánuð í fyrra. Viðskipti erlent 7.10.2009 14:49
Alcoa: Reiknað með minnsta ársfjórðungstapi ársins Bandaríski álrisinn Alcoa birtir uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung í dag eftir lokun markaða vestan hafs. Sérfræðingar reikna með minnsta ársfjórðungstapi ársins hjá Alco að þessu sinni að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni. Viðskipti erlent 7.10.2009 13:29
Gætu tapað hundruðum milljarða á nýrri löggjöf í Lettlandi Sænskir og danskir bankar gætu tapað hundruðum milljarða kr. ef áform stjórnvalda í Lettlandi um nýja löggjöf fyrir íbúðaeigendur þar í landi verður að veruleika. Löggjöfin, sem nú er til umræðu á lettneska þinginu gengur út á að takmarka mjög möguleika bankanna á að fá íbúðalán sín endurgreidd. Viðskipti erlent 7.10.2009 10:22
Enska kirkjan til varnar vogunarsjóðum Leiðtogar kirkjunnar í Englandi hafa komið vogunarsjóðum til varnar og vilja ekki að um of sé þrengt að sjóðunum með reglugerðum og lögum. Þetta sjónarmið kemur fram tæplega hálfum mánuði eftir að kirkjan líki fjármálahverfinu The City við víxlarana í musterinu í biblíunni. Viðskipti erlent 7.10.2009 08:40
Fleiri uppsagnir hjá British Airways Breska flugfélagið British Airways boðar uppsagnir enn á ný. Í þetta sinn var tilkynnt að 1.700 flugliðar, það er að segja starfsfólk í farþegarými, ættu von á bréfinu. Viðskipti erlent 7.10.2009 07:12
Breska fjármálaeftirlitið: Vill harðari reglur vegna íslenska bankahrunsins Stjórnarformaður breska fjármálaeftirlitsins (FSA), Lord Turner, vill koma á fót nefnd sem hefur vald til þess að taka fram fyrir hendurnar á eftirlitsaðilum einstakra ríkja í þeim tilgangi að vernda þjóðir fyrir bankahruni eins og gerðist á Íslandi á síðasta ári. Viðskipti erlent 6.10.2009 22:42
Heimsmarkaðsverð á gulli slær nýtt met Heimsmarkaðsverð á gulli sló nýtt met í dag þegar únsan fór í 1038 dollara á markaðinum í New York. Fyrra verðmet var sett í mars í fyrra þegar únsan náði 1033,90 dollurum. Viðskipti erlent 6.10.2009 14:45
Cimber Sterling sparar lakkið og lendir í vandræðum Flugfélagið Cimber Sterling hefur ítrekað lent í því á alþjóðaflugvöllum að fá ekki afgreitt eldsneyti á vélar sínar þar sem þær eru enn merktar í litum og með nafni hins gjaldþrota Sterling flugfélags. „Það er ekki auðvelt að fljúga með nafn og lógó gjaldþrota flugfélags í meters háum stöfum á flugvélaskrokknum,“ segir í umfjöllun Jyllands Posten um málið. Viðskipti erlent 6.10.2009 11:03
Fékk innheimtubréf fyrir skuld upp á 0,00 krónur Norska útvarpsmanninum Kim Nygård brá heldur í brún þegar hann fékk skilaboð frá símafyrirtækinu NetCom um að farsíma hans hefði verið lokað vegna ógreidds reiknings frá árinu 2007. Þegar hann fékk svo innheimtukröfuna frá fyrirtækinu hljóðaði hún upp á 0,00 kr. Viðskipti erlent 6.10.2009 09:27
Kreppan herjar á Dani, skuldir og gjaldþrot aukast Danmörk verður hart úti í fjármálakreppu heimsins. Skuldir hins opinbera aukast hröðum skrefum sem og gjaldþrotum hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Þá hefur fjöldi nauðungaruppboða sjaldan verið meiri. Viðskipti erlent 6.10.2009 09:08
Ástralar hækka stýrivexti Ástralar hafa hækkað stýrivexti um úr 3% í 3,25% og eru þeir þar með fyrsta ríkið af stærstu 20 iðnríkjum heims til þess að bregðast með þessum hætti við bata í alheimshagkerfinu. Viðskipti erlent 6.10.2009 07:51
Bresk bæjarfélög fá 20 milljarða fyrir áramót Bresk bæjar- og sveitarfélög munu fá 100 milljónir punda, eða um 20 milljarða kr., úr þrotabúum íslensku bankanna fyrir áramót. Af þessari upphæð eru 70 milljónir punda eða um 14 milljarðar kr. þegar komnar í hús. Viðskipti erlent 5.10.2009 15:17
Stórbankinn RBS rambaði á barmi gjaldþrots fyrir ári Staða stórbankans Royal Bank of Scotland (RBS) var mun verri en áður var talið fyrir ári síðan þegar bresk stjórnvöld komu bankanum til bjargar. RBS rambaði á barmi gjaldþrots og mátti litlu muna að hann færi á hliðina. Viðskipti erlent 5.10.2009 13:48
Hlutabréf hafa hækkað of mikið, of snemma og of hratt Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, auknefndur Dr. Doom, segir að hlutabréf á mörkuðum heimsins hafi hækkað of mikið, of snemma og of hratt. Af þeim sökum telur hann að þessir markaðir muni taka dýfu niður á við á yfirstandandi ársfjórðungi eða fyrsta ársfjórðung á næsta ári. Viðskipti erlent 5.10.2009 13:15
Dæmi um persónulega harmleiki vegna Icesave Talsmaður sparifjáreigenda í Hollandi segir dæmi um persónulega harmleiki vegna tapaðs fjár af Icesave reikningum. Viðskipti erlent 5.10.2009 12:07
Aurum ræðir við Landsbankann um skuldbreytingu Aurum Holding á nú í viðræðum við Landsbankann um að breyta 20 milljón punda, eða 4 milljarða kr., skuld félagsins við bankann í hlutafé. Baugur átti 37,8% í Aurum en PwC hefur tekið við stjórn þess hlutar fyrir hönd skilanefndar Landsbankans. Viðskipti erlent 5.10.2009 10:16
Fjárfestar lýsa trausti á Atlantic Petroleum Færeyska olíufélaginu Atlantic Petroleum hefur gengið vel í morgun að selja hluti í nýju hlutabréfaútboði til hluthafa sinna. Verðmæti hluta í félaginu hefur aukist um 20% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn frá því að opnað var fyrir viðskipti þar í morgun. Viðskipti erlent 5.10.2009 08:58
Berlusconi verður að borga 120 milljarða í sekt Fininvest, félag í eigu Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmt til að borga yfir 120 milljarða kr. í sekt. Sektin á Fininvest að greiða fyrrum keppinaut sínum, fjölmiðlafyrirtækinu CIR sem nú er gjaldþrota. Viðskipti erlent 5.10.2009 08:48
French Connection lokar öllum verslunum sínum í Japan French Connection, ein þekktasta tískuverslanakeðja Bretlands, hefur ákveðið að loka öllum verslununm sínum í Japan en þær eru 21 talsins. Með þessu ætlar stjórn keðjunnar að reyna að stemma stigu við miklu tapi sem er á rekstrinum. Viðskipti erlent 5.10.2009 08:22
Eigandi Legolands kaupir SeaWorld Eigandi Legolands og Madame Tussauds vaxmyndasafnsins er við það að kaupa eina af vinsælustu ferðamannastöðum Bandaríkjanna, en það eru skemmtigarðarnir SeaWorld og Busch Garden á Flórída. Viðskipti erlent 4.10.2009 17:28
Mike Shearwood ráðinn forstjóri Aurora Aurora Fashions hefur ráðið Mike Shearwood í stöðu forstjóra. Hann tekur við stöðunni af Derek Lovelock sem aftur er orðinn stjórnarformaður félagsins. Sem kunnugt er af fréttum er Aurora nú að stórum hluta í eigu Kaupþings og hefur verið það síðan í mars s.l. Meðeigendur Kaupþings eru fyrrum stjórnendur Mosaic Fashions. Viðskipti erlent 2.10.2009 13:54
Rússar halda áfram að kaupa hluti í Facebook Rússneskt fjárfestingafélag heldur áfram að kaupa hluti í Facebook, nú beint frá hluthöfum í þessari stærstu samskiptavefsíðu heimsins. Félagið, Digital Sky Technologies (DST), keypti í sumar hluti af núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Facebook fyrir 100 milljónir dollara eða um 12,5 milljarð kr. Viðskipti erlent 2.10.2009 10:12
Atvinnuleysi innan ESB ekki meira í yfir áratug Atvinnuleysi á evrusvæðinu innan ESB jókst úr 9,5% og í 9,6% í ágúst samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu sambandsins. Hefur atvinnuleysi ekki verið meira á svæðinu í yfir áratug. Viðskipti erlent 1.10.2009 11:05
Hertoginn af York opnaði Banque Havilland Andrew prins, Hertoginn af York, opnaði Banque Havilland formlega í Lúxemborg í dag. Bankinn hét áður Kaupthing Bank Luxembourg en Rowland fjölaskyldan festi kaup á honum eftir endurskipulagingu starfseminnar í kjölfar bankahrunsins s.l. haust. Viðskipti erlent 1.10.2009 10:56
Forbes: Milljarðamæringar tapa 37.000 milljörðum Forbes tímaritið hefur birt árlegan lista sinn yfir 400 ríkustu Bandaríkjamennina. Fram kemur að þessi hópur hefur tapað samtals 300 milljörðum dollara eða ríflega 37.000 milljörðum kr. á liðnu ári. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 27 árum þar sem ríkidæmi þessa hóps skreppur saman á milli ára. Viðskipti erlent 1.10.2009 10:11
Vilja að tékkneska ríkið taki á sig taprekstur CSA Fjármálafyrirtækið Unimex og leiguflugsfélagið Travel Service hafa lagt fram sameiginlegt tilboð í tékkneska ríkisflugfélagið Czech Airlines (CSA). Tilboðið er háð því að tékkneska ríkið taki á sig taprekstur CSA. Travel Service er í meirihlutaeigu Icelandair. Viðskipti erlent 1.10.2009 08:15
Traust eykst á evrópskum markaði Evrópski seðlabankinn mun lána 589 bönkum og fjármálafyrirtækjum á evrusvæðinu 75,2 milljarða evra, jafnvirði rúmra 13.700 milljarða króna, til næstu tólf mánaða. Viðskipti erlent 1.10.2009 05:00
Sænskir bankar kanna kókaínneyslu nýrra starfsmanna Sænsku bankarnir Nordea og SEB kanna með prófunum alla nýja starfsmenn sína til að sjá hvort þeir noti kókaín. Hjá Nordea fara allir sjálfkrafa í slíka prófun en hjá SEB er tekið tilviljanakennt úrtak meðal þessara starfsmanna. Viðskipti erlent 30.9.2009 14:08
Skartgripaveldi Faberge endurreist á netinu Tatiana Faberge, afkomandi hins fræga rússneska skartgripasmiðs Peter Carl í þrjá ættliði, ætlar að endurvekja hið forna skartgripaveldi að nýju. Sökum kreppunnar verður þó ekki farin hefðbundin leið með því að opna búðir með nafinu Faberge heldur verður notast við netið til að selja skartið. Viðskipti erlent 30.9.2009 10:19
Risademantur fannst í Suður-Afríku Risademantur fannst í vikunni í Cullinan námunni í Suður-Afríku en náman er þekkt fyrir að þar hafa stærstu demantar í heimi fundist. Þessi sem hér um ræðir er 507 karöt, eða 100 grömm, að stærð og er verðmæti hans áætlað vera rúmlega 12 milljarðar kr. Viðskipti erlent 30.9.2009 09:18