Viðskipti innlent Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. Viðskipti innlent 31.3.2023 10:42 Hætta í kaffinu en bæta í partýið á Mikka ref Kaffivélarnar á kaffi- og vínbarnum Mikka ref þagna í dag. Halldór Laxness Halldórsson, einn eigenda staðsins, segir það ekki borga sig lengur að selja kaffi. Í staðinn verði bætt í partýið á vínbarnum með nýliðum í eigendahópnum. Viðskipti innlent 31.3.2023 10:24 Pálmi ráðinn til Árvakurs Pálmi Guðmundsson fjölmiðla- og rekstrarhagfræðingur hefur verið ráðinn forstöðumaður þróunarmála hjá Árvakri. Hann lét af störfum sem dagskrárstjóri Símans síðasta sumar en hann hafði þá gegnt stöðunni í fjölda ára. Viðskipti innlent 31.3.2023 07:47 Birta nýr markaðsstjóri Arctic Adventures Birta Ísólfsdóttir hefur verið ráðin til ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures, þar sem hún tekur við stöðu markaðsstjóra. Birta kemur til Arctic frá stafrænu markaðs- og auglýsingastofunni KIWI þar sem hún starfaði sem markaðsráðgjafi. Viðskipti innlent 31.3.2023 07:10 Hópuppsögn hjá Heimkaup Tuttugu og fjórum starfsmönnum Heimkaups var sagt upp í dag. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir uppsagnirnar vera fylgikvilla endurskipulagningar innan fyrirtækisins. Aldrei sé þó auðvelt að fara í uppsagnir. Viðskipti innlent 30.3.2023 22:51 Halldór Benjamín lætur af störfum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur ákveðið að láta af störfum. Hann mun taka við nýju starfi sem forstjóri Regins í sumar. Viðskipti innlent 30.3.2023 18:45 Dagmar Ýr tekur við af Jónu bæjarstjóra Dagmar Ýr Stefánsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Austurbrúar. Hún tekur við af Jónu Árnýju Þórðardóttur sem fer nú í starf bæjarstjóra í Fjarðabyggð. Viðskipti innlent 30.3.2023 17:05 Friðrik sækist ekki eftir endurkjöri Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna (BHM), mun ekki sækjast eftir endurkjöri þegar formannskjör bandalagsins fer fram í vor. Hann segist kveðja hlutverk sitt sáttur. Viðskipti innlent 30.3.2023 16:21 Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Ársfundur Seðlabanka Íslands fer fram í dag en um er að ræða 62. ársfundurinn í sögu bankans. Viðskipti innlent 30.3.2023 15:31 Arnar Már snýr aftur í framkvæmdastjórn Play Arnar Már Magnússon, flugstjóri og einn af stofnendum Play, mun senn taka aftur við sem framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs félagsins. Viðskipti innlent 30.3.2023 09:12 „Nýsköpun er kraftur“ Fjárfestahátíðin Norðanátt var haldin í annað sinn á Siglufirði í dag. Nýsköpunarfyrirtæki framtíðarinnar fengu tækifæri til að heilla fjárfesta og óvænt uppákoma tengd áfanga fyrirtækis sem kynnti á hátíðinni á síðasta ári vakti mikla lukku. Viðskipti innlent 29.3.2023 21:53 Gjaldþrot kom eiganda Eins og fætur toga í opna skjöldu Félagið Eins og fætur toga ehf., sem hefur sérhæft sig í göngugreiningu og sölu á hlaupaskóm og innleggjum, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og tveimur verslunum lokað. Eigandinn segir stöðuna sem upp er komin hafa komið sér í opna skjöldu. Skiptastjóri segist vonast til að geta selt reksturinn svo starfsemin geti haldið áfram. Viðskipti innlent 29.3.2023 14:21 Lyfjaval nú alfarið í eigu Orkunnar Orkan IS hefur keypt 42 prósenta hlut minnihlutaeigenda í Lyfjavali. Fyrir átti Orkan 58 prósenta hlut í Lyfjavali og með þessum kaupum eignast því Orkan Lyfjaval að fullu. Viðskipti innlent 29.3.2023 11:28 Karl og Haraldur til Terra Karl F. Thorarensen hefur verið ráðinn sem innkaupastjóri Terra umhverfisþjónustu og Haraldur Eyvinds Þrastarson forstöðumaður upplýsingatækni og stafrænnar vegferðar. Viðskipti innlent 29.3.2023 10:54 Arion hækkar vextina Arion banki hefur hækkað inn- og útlánsvexti bankans í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands í síðustu viku. Viðskipti innlent 29.3.2023 09:40 Origo segir skilið við Kauphöllina í lok næsta mánaðar Nasdaq Iceland hefur orðið við beiðni Origo um afskráningu í Kauphöll. Síðasti dagur viðskipta með bréf í félaginu verður 25. apríl. Viðskipti innlent 29.3.2023 07:52 „Mikil vonbrigði fyrir ferðaþjónustuna“ Ákvörðun þýska flugfélagsins Condor um að hætta við áætlanaflug til Akureyrar og Egilstaða í sumar er mikil vonbrigði fyrir ferðaþjónustuna að sögn framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla segir flugfélagið ekki taka neina sénsa en vonir eru bundnar við að hægt verði að taka þráðinn aftur upp á næsta ári. Viðskipti innlent 28.3.2023 18:43 Annar vorboði kominn til landsins Tveimur dögum eftir að sagt var frá því að lóan væri komin til landsins hefur annar vorboði gert vart við sig. Fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landsins í ár lagðist nefnilega við bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. Viðskipti innlent 28.3.2023 13:31 Verðbólgan vonandi toppað Fjármálaráðherra vonar að verðbólgan hafi náð hámarki. Ríkisstjórnin ætli að grípa til ráðstafana til að stuðla að lægra verðlagi sem sé talsvert verkefni. Viðskipti innlent 28.3.2023 13:28 Helga Hlín og Magnús ný inn í stjórn Rue de Net Hugbúnaðarfyrirtækið Rue de Net hefur fengið þau Helgu Hlín Hákonardóttur og Magnús Árnason til að taka sæti í þriggja manna stjórn félagsins við hlið Aðalsteins Valdimarssonar stjórnarformanns. Viðskipti innlent 28.3.2023 11:08 Ekkert verður af áætlunarflugi Condor til Akureyrar og Egilsstaða í ár Þýska flugfélagið Condor hefur tilkynnt að hætt hafi verið við áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða frá Frankfurt í Þýskalandi sem hefjast átti um miðjan maí og standa fram í október. Markaðssetning er sögð hafa farið of seint af stað. Viðskipti innlent 28.3.2023 09:53 Verðbólgan þokast niður Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59 prósent milli mánaða og fer verðbólgan á ársgrundvelli úr 10,2 prósent niður í 9,8 prósent. Viðskipti innlent 28.3.2023 09:04 Flýta vinnslu á Grænlandi eftir sjö milljarða lánsfjármögnun Auðlindafélagið Amaroq Minerals, sem heldur á víðtækum rannsóknar- og vinnsluheimildum á Grænlandi, hefur gengið frá sjö milljarða króna lánsfjármögnun. Fjármagnið verður nýtt til að hefja gullvinnslu í Nalunaq námunni fyrr en ella. Þá kannar félagið nú skráningu á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi. Viðskipti innlent 28.3.2023 07:46 Flestir þekkja MS og svo Apple Landsmenn nefna oftast vörumerki MS þegar þeir eru beðnir um að nefna það vörumerki úr sínu daglega lífi sem þeim dettur fyrst í hug. Næst á eftir koma bandarísku merkin Apple og Nike. Viðskipti innlent 27.3.2023 16:29 SaltPay verður Teya Til stendur að breyta nafni fjártæknifyrirtækisins SaltPay þar sem vörumerkið Teya verður tekið upp. Viðskipti innlent 27.3.2023 13:12 Ekki færri kaupsamningar síðan í janúar 2012 Alls voru 411 kaupsamningar gefnir út í janúar á landinu öllu og hafa ekki verið færri síðan í janúar 2012. Spáð er að hröð íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. Viðskipti innlent 27.3.2023 07:49 Blámi hlýtur hvatningarverðlaun SFS Þorsteinn Másson, framkvæmdastjóri Bláma, tók við Hvatningarverðlaunum SFS á ársfundi samtakanna í dag. Viðskipti innlent 24.3.2023 16:05 65 verkefni tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna Sextíu og fimm verkefni eru tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna fyrir árið 2022, en tilnefningarnar voru gerðar opinberar í dag. Viðskipti innlent 24.3.2023 13:31 Ný stjörn kjörin hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi Ný stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) var kjörin á aðalfundi samtakanna í dag. Auk formanns skipa nítján manns stjórnina. Viðskipti innlent 24.3.2023 11:02 446 milljóna hagnaður í fyrra Tekjur Lyfju á síðasta ári námu rúmum fimmtán milljörðum árið 2022. Þá jukust tekjur af vörusölu um níu prósent frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins nam 1.299 milljónum króna og var endanlegur hagnaður var 446 milljónir. Viðskipti innlent 24.3.2023 09:56 « ‹ 83 84 85 86 87 88 89 90 91 … 334 ›
Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. Viðskipti innlent 31.3.2023 10:42
Hætta í kaffinu en bæta í partýið á Mikka ref Kaffivélarnar á kaffi- og vínbarnum Mikka ref þagna í dag. Halldór Laxness Halldórsson, einn eigenda staðsins, segir það ekki borga sig lengur að selja kaffi. Í staðinn verði bætt í partýið á vínbarnum með nýliðum í eigendahópnum. Viðskipti innlent 31.3.2023 10:24
Pálmi ráðinn til Árvakurs Pálmi Guðmundsson fjölmiðla- og rekstrarhagfræðingur hefur verið ráðinn forstöðumaður þróunarmála hjá Árvakri. Hann lét af störfum sem dagskrárstjóri Símans síðasta sumar en hann hafði þá gegnt stöðunni í fjölda ára. Viðskipti innlent 31.3.2023 07:47
Birta nýr markaðsstjóri Arctic Adventures Birta Ísólfsdóttir hefur verið ráðin til ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures, þar sem hún tekur við stöðu markaðsstjóra. Birta kemur til Arctic frá stafrænu markaðs- og auglýsingastofunni KIWI þar sem hún starfaði sem markaðsráðgjafi. Viðskipti innlent 31.3.2023 07:10
Hópuppsögn hjá Heimkaup Tuttugu og fjórum starfsmönnum Heimkaups var sagt upp í dag. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir uppsagnirnar vera fylgikvilla endurskipulagningar innan fyrirtækisins. Aldrei sé þó auðvelt að fara í uppsagnir. Viðskipti innlent 30.3.2023 22:51
Halldór Benjamín lætur af störfum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur ákveðið að láta af störfum. Hann mun taka við nýju starfi sem forstjóri Regins í sumar. Viðskipti innlent 30.3.2023 18:45
Dagmar Ýr tekur við af Jónu bæjarstjóra Dagmar Ýr Stefánsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Austurbrúar. Hún tekur við af Jónu Árnýju Þórðardóttur sem fer nú í starf bæjarstjóra í Fjarðabyggð. Viðskipti innlent 30.3.2023 17:05
Friðrik sækist ekki eftir endurkjöri Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna (BHM), mun ekki sækjast eftir endurkjöri þegar formannskjör bandalagsins fer fram í vor. Hann segist kveðja hlutverk sitt sáttur. Viðskipti innlent 30.3.2023 16:21
Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Ársfundur Seðlabanka Íslands fer fram í dag en um er að ræða 62. ársfundurinn í sögu bankans. Viðskipti innlent 30.3.2023 15:31
Arnar Már snýr aftur í framkvæmdastjórn Play Arnar Már Magnússon, flugstjóri og einn af stofnendum Play, mun senn taka aftur við sem framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs félagsins. Viðskipti innlent 30.3.2023 09:12
„Nýsköpun er kraftur“ Fjárfestahátíðin Norðanátt var haldin í annað sinn á Siglufirði í dag. Nýsköpunarfyrirtæki framtíðarinnar fengu tækifæri til að heilla fjárfesta og óvænt uppákoma tengd áfanga fyrirtækis sem kynnti á hátíðinni á síðasta ári vakti mikla lukku. Viðskipti innlent 29.3.2023 21:53
Gjaldþrot kom eiganda Eins og fætur toga í opna skjöldu Félagið Eins og fætur toga ehf., sem hefur sérhæft sig í göngugreiningu og sölu á hlaupaskóm og innleggjum, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og tveimur verslunum lokað. Eigandinn segir stöðuna sem upp er komin hafa komið sér í opna skjöldu. Skiptastjóri segist vonast til að geta selt reksturinn svo starfsemin geti haldið áfram. Viðskipti innlent 29.3.2023 14:21
Lyfjaval nú alfarið í eigu Orkunnar Orkan IS hefur keypt 42 prósenta hlut minnihlutaeigenda í Lyfjavali. Fyrir átti Orkan 58 prósenta hlut í Lyfjavali og með þessum kaupum eignast því Orkan Lyfjaval að fullu. Viðskipti innlent 29.3.2023 11:28
Karl og Haraldur til Terra Karl F. Thorarensen hefur verið ráðinn sem innkaupastjóri Terra umhverfisþjónustu og Haraldur Eyvinds Þrastarson forstöðumaður upplýsingatækni og stafrænnar vegferðar. Viðskipti innlent 29.3.2023 10:54
Arion hækkar vextina Arion banki hefur hækkað inn- og útlánsvexti bankans í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands í síðustu viku. Viðskipti innlent 29.3.2023 09:40
Origo segir skilið við Kauphöllina í lok næsta mánaðar Nasdaq Iceland hefur orðið við beiðni Origo um afskráningu í Kauphöll. Síðasti dagur viðskipta með bréf í félaginu verður 25. apríl. Viðskipti innlent 29.3.2023 07:52
„Mikil vonbrigði fyrir ferðaþjónustuna“ Ákvörðun þýska flugfélagsins Condor um að hætta við áætlanaflug til Akureyrar og Egilstaða í sumar er mikil vonbrigði fyrir ferðaþjónustuna að sögn framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla segir flugfélagið ekki taka neina sénsa en vonir eru bundnar við að hægt verði að taka þráðinn aftur upp á næsta ári. Viðskipti innlent 28.3.2023 18:43
Annar vorboði kominn til landsins Tveimur dögum eftir að sagt var frá því að lóan væri komin til landsins hefur annar vorboði gert vart við sig. Fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landsins í ár lagðist nefnilega við bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. Viðskipti innlent 28.3.2023 13:31
Verðbólgan vonandi toppað Fjármálaráðherra vonar að verðbólgan hafi náð hámarki. Ríkisstjórnin ætli að grípa til ráðstafana til að stuðla að lægra verðlagi sem sé talsvert verkefni. Viðskipti innlent 28.3.2023 13:28
Helga Hlín og Magnús ný inn í stjórn Rue de Net Hugbúnaðarfyrirtækið Rue de Net hefur fengið þau Helgu Hlín Hákonardóttur og Magnús Árnason til að taka sæti í þriggja manna stjórn félagsins við hlið Aðalsteins Valdimarssonar stjórnarformanns. Viðskipti innlent 28.3.2023 11:08
Ekkert verður af áætlunarflugi Condor til Akureyrar og Egilsstaða í ár Þýska flugfélagið Condor hefur tilkynnt að hætt hafi verið við áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða frá Frankfurt í Þýskalandi sem hefjast átti um miðjan maí og standa fram í október. Markaðssetning er sögð hafa farið of seint af stað. Viðskipti innlent 28.3.2023 09:53
Verðbólgan þokast niður Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59 prósent milli mánaða og fer verðbólgan á ársgrundvelli úr 10,2 prósent niður í 9,8 prósent. Viðskipti innlent 28.3.2023 09:04
Flýta vinnslu á Grænlandi eftir sjö milljarða lánsfjármögnun Auðlindafélagið Amaroq Minerals, sem heldur á víðtækum rannsóknar- og vinnsluheimildum á Grænlandi, hefur gengið frá sjö milljarða króna lánsfjármögnun. Fjármagnið verður nýtt til að hefja gullvinnslu í Nalunaq námunni fyrr en ella. Þá kannar félagið nú skráningu á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi. Viðskipti innlent 28.3.2023 07:46
Flestir þekkja MS og svo Apple Landsmenn nefna oftast vörumerki MS þegar þeir eru beðnir um að nefna það vörumerki úr sínu daglega lífi sem þeim dettur fyrst í hug. Næst á eftir koma bandarísku merkin Apple og Nike. Viðskipti innlent 27.3.2023 16:29
SaltPay verður Teya Til stendur að breyta nafni fjártæknifyrirtækisins SaltPay þar sem vörumerkið Teya verður tekið upp. Viðskipti innlent 27.3.2023 13:12
Ekki færri kaupsamningar síðan í janúar 2012 Alls voru 411 kaupsamningar gefnir út í janúar á landinu öllu og hafa ekki verið færri síðan í janúar 2012. Spáð er að hröð íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. Viðskipti innlent 27.3.2023 07:49
Blámi hlýtur hvatningarverðlaun SFS Þorsteinn Másson, framkvæmdastjóri Bláma, tók við Hvatningarverðlaunum SFS á ársfundi samtakanna í dag. Viðskipti innlent 24.3.2023 16:05
65 verkefni tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna Sextíu og fimm verkefni eru tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna fyrir árið 2022, en tilnefningarnar voru gerðar opinberar í dag. Viðskipti innlent 24.3.2023 13:31
Ný stjörn kjörin hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi Ný stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) var kjörin á aðalfundi samtakanna í dag. Auk formanns skipa nítján manns stjórnina. Viðskipti innlent 24.3.2023 11:02
446 milljóna hagnaður í fyrra Tekjur Lyfju á síðasta ári námu rúmum fimmtán milljörðum árið 2022. Þá jukust tekjur af vörusölu um níu prósent frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins nam 1.299 milljónum króna og var endanlegur hagnaður var 446 milljónir. Viðskipti innlent 24.3.2023 09:56