Telja SKE hafa farið offari og hætta við kaupin Atli Ísleifsson skrifar 3. júní 2024 08:27 Stjórn Síldarvinnslunnar telur að gagnaöflun Samkeppniseftirlitsins vegna kaupnanna hafi verið farin að snúast um annað og meira en umrædd viðskipti. Gunnþór B. Ingvason er forstjóri Síldarvinnslunnar. Vísir/Arnar Stjórn Síldarvinnslunnar hefur samþykkt beiðni Samherja um að kaup félagsins á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood ehf. gangi til baka. Þetta kemur fram í tilkynningu Síldarvinnslunnar til Kauphallarinnar, en upphaflega var tilkynnt var um kaupin 26. september á síðasta ári með hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fram kemur að að mati stjórnar Síldarvinnslunnar hafi Samkeppniseftirlitið „farið offari við skoðun málsins“ og hafi gagnabeiðnir ekki verið í neinu samræmi við umgjörð viðskiptanna, sérstaklega í því ljósi að eingöngu sé um að ræða sölu afurða á erlendum mörkuðum. Því líti út fyrir að gagnaöflunin séu farin að snúast um annað og meira en umrædd viðskipti. „Síldarvinnslan hf. hefur afhent Samkeppniseftirlitinu öll gögn sem óskað hefur verið eftir og eru á forræði félagsins. Mikill vilji var til að klára þessi viðskipti enda aðdragandinn langur og ávinningur fyrir íslenskan sjávarútveg augljós. Ákvörðun stjórnar Síldarvinnslunnar hf. er tekin með hagsmuni félagsins í huga. Er það ekki síst vegna viðamikilla verkefna í kringum starfsemi Vísis ehf. í Grindavík en í liðinni viku hófst enn á ný eldgos í námunda við bæjarfélagið. Er það mat stjórnar Síldarvinnslunnar hf. að farsælast sé um þessar mundir að beina athygli og orku stjórnenda að brýnni verkefnum í bolfiskhluta starfseminnar. Þegar félagið sér fyrir endann á þeim verður unnt að taka fyrirkomulag sölu- og markaðsmála aftur til skoðunar. Það er einnig mat stjórnenda Síldarvinnslunnar hf. að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki þurfi að styrkja stöðu sína til að viðhalda samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi, þar sem hlutdeild Íslands er agnarsmá. Þessi munur hefur farið vaxandi undanfarið þar sem erlend sjávarútvegsfyrirtæki, sem eru í samkeppni við íslensku fyrirtækin á erlendum mörkuðum um sölu sjávarafurða, stækka stöðugt og auka umsvif sín. Sama gildir um einstaka kaupendur. Nauðsynlegt er fyrir íslenskan sjávarútveg í heild sinni að mæta þessum áskorunum erlendis með því að styrkja alþjóðleg sölufyrirtæki, sem geta keppt við þessa risa á grundvelli afhendingaröryggis, verðs og gæða,“ segir í tilkynningunni. 42,9 milljónir evra Á sínum tíma kom fram verðmæti Ice Fresh Seafood í viðskiptunum væri metið 42,9 milljónir evra sem jafngilti 1,76 sinnum bókfært virði eigin fjár þess hinn 31. desember 2022. „Viðskiptin felast annars vegar í kaupum á núverandi hlutum af Samherja hf. fyrir 10,7 milljónir evra, og hins vegar útgáfu nýs hlutafjár í Ice Fresh Seafood að fjárhæð 21,5 milljónir evra. Heildarvirði Ice Fresh Seafood verður 64,4 milljónir evra eftir hlutafjáraukninguna og fjárfesting Síldarvinnslunar nemur 32,2 milljónum evra. Samhliða þessum viðskiptum mun Ice Fresh Seafood ganga frá kaupum á eignarhlutum í erlendum sölufélögum sem fyrirtækið hefur átt í farsælu viðskiptasambandi við undanfarin ár,“ sagði í tilkynningunni um kaupin í september síðastliðinn. Síldarvinnslan Sjávarútvegur Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Mest lesið Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Síldarvinnslunnar til Kauphallarinnar, en upphaflega var tilkynnt var um kaupin 26. september á síðasta ári með hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fram kemur að að mati stjórnar Síldarvinnslunnar hafi Samkeppniseftirlitið „farið offari við skoðun málsins“ og hafi gagnabeiðnir ekki verið í neinu samræmi við umgjörð viðskiptanna, sérstaklega í því ljósi að eingöngu sé um að ræða sölu afurða á erlendum mörkuðum. Því líti út fyrir að gagnaöflunin séu farin að snúast um annað og meira en umrædd viðskipti. „Síldarvinnslan hf. hefur afhent Samkeppniseftirlitinu öll gögn sem óskað hefur verið eftir og eru á forræði félagsins. Mikill vilji var til að klára þessi viðskipti enda aðdragandinn langur og ávinningur fyrir íslenskan sjávarútveg augljós. Ákvörðun stjórnar Síldarvinnslunnar hf. er tekin með hagsmuni félagsins í huga. Er það ekki síst vegna viðamikilla verkefna í kringum starfsemi Vísis ehf. í Grindavík en í liðinni viku hófst enn á ný eldgos í námunda við bæjarfélagið. Er það mat stjórnar Síldarvinnslunnar hf. að farsælast sé um þessar mundir að beina athygli og orku stjórnenda að brýnni verkefnum í bolfiskhluta starfseminnar. Þegar félagið sér fyrir endann á þeim verður unnt að taka fyrirkomulag sölu- og markaðsmála aftur til skoðunar. Það er einnig mat stjórnenda Síldarvinnslunnar hf. að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki þurfi að styrkja stöðu sína til að viðhalda samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi, þar sem hlutdeild Íslands er agnarsmá. Þessi munur hefur farið vaxandi undanfarið þar sem erlend sjávarútvegsfyrirtæki, sem eru í samkeppni við íslensku fyrirtækin á erlendum mörkuðum um sölu sjávarafurða, stækka stöðugt og auka umsvif sín. Sama gildir um einstaka kaupendur. Nauðsynlegt er fyrir íslenskan sjávarútveg í heild sinni að mæta þessum áskorunum erlendis með því að styrkja alþjóðleg sölufyrirtæki, sem geta keppt við þessa risa á grundvelli afhendingaröryggis, verðs og gæða,“ segir í tilkynningunni. 42,9 milljónir evra Á sínum tíma kom fram verðmæti Ice Fresh Seafood í viðskiptunum væri metið 42,9 milljónir evra sem jafngilti 1,76 sinnum bókfært virði eigin fjár þess hinn 31. desember 2022. „Viðskiptin felast annars vegar í kaupum á núverandi hlutum af Samherja hf. fyrir 10,7 milljónir evra, og hins vegar útgáfu nýs hlutafjár í Ice Fresh Seafood að fjárhæð 21,5 milljónir evra. Heildarvirði Ice Fresh Seafood verður 64,4 milljónir evra eftir hlutafjáraukninguna og fjárfesting Síldarvinnslunar nemur 32,2 milljónum evra. Samhliða þessum viðskiptum mun Ice Fresh Seafood ganga frá kaupum á eignarhlutum í erlendum sölufélögum sem fyrirtækið hefur átt í farsælu viðskiptasambandi við undanfarin ár,“ sagði í tilkynningunni um kaupin í september síðastliðinn.
Síldarvinnslan Sjávarútvegur Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Mest lesið Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent