Hraða þarf endurskoðun útvarpslaga 13. júní 2004 00:01 Guðmundur Magnússon Álitsgerð umboðsmanns Alþingis um fréttavef Ríkisútvarpsins er rökrétt þegar tillit er tekið til þess lagagrundvallar sem starfsemi stofnunarinnar er reist á. Löggjafinn ætlar Ríkisútvarpinu eingöngu að annast útvarpsstarfsemi, það er að reka hljóðvarp og sjónvarp, en hvorki að halda úti blöðum, tímaritum, netmiðlum eða starfsemi af öðru tagi. Þá gera útvarpslög ekki ráð fyrir að stofnunin afli tekna með sölu auglýsinga á netinu.En um leið og þetta er viðurkennt verður að segjast að með þessu er Ríkisútvarpinu sniðinn þrengri stakkur en eðlilegt er um fjölmiðil. Tækninni fleygir fram og óskir og kröfur neytenda breytast ört. Fjölmiðlar verða að geta lagað sig að nýrri tækni og breyttum tíðaranda ef þeir eiga ekki að daga uppi. Netið er að vera mikilvægasti vettvangur fjölmiðlunar nútímans og miðlar sem ekki taka tillit til þeirrar staðreyndar munu eiga erfitt uppdráttar.Málið er þó ekki svo einfalt að nú þurfi einfaldlega að breyta lítillega orðalagi útvarpslaga og leyfa stofnuninni hömlulausa starfrækslu netmiðils. Ágreiningurinn um netmiðilinn ruv.is er aðeins ein birtingarmynd þess ósættis og skoðanamunar sem ríkir í þjóðfélaginu og á vettvangi fjölmiðlanna, sérstaklega um hlutverk og fjármögnun Ríkisútvarpsins. Þau mál hafa verið í brennidepli um nokkurt skeið og mögnuðust í tengslum við hin ólánlegu fjölmiðlalög ríkisstjórnarinnar.Væri Ríkisútvarpið ekki starfandi í dag er óhugsandi að nokkrum dytti í hug að vilja stofna það, a.m.k. ekki í núverandi mynd. En hefðin og sagan, sem um margt er glæsileg, hefur skapað stofnuninni svo öflugan stuðning meðal þjóðarinnar að ekki er í alvöru rætt um að leggja hana niður, þótt það væri helst í anda nútímasjónarmiða um frjálsa fjölmiðlun og mörk ríkisafskipta og einkarekstrar. Þess vegna er umræðan bundin við að finna leiðir til að láta Ríkisútvarpið starfa og njóta sín innan um sjálfstæða fjölmiðla einkaaðila - án þess að ríkisreksturinn skekki samkeppnina á markaðnum og geri öðrum miðlum lífið erfitt.Niðurstaða umboðsmanns er árétting um nauðsyn þess að taka útvarpslög í heild til endurskoðunar og marka framtíðarstefnu. Það yrði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra til mikils álitsauka ef henni tækist að koma þessu þjóðþrifamáli í þann farveg sem víðtæk sátt gæti skapast um. Það þarf að skapa frið um Ríkisútvarpið en slíkur friður getur ekki orðið meðan samkeppnisaðilar telja að lögbundin forréttindi stofnunarinnar komi í veg fyrir að þeir vaxi og dafni með eðlilegum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Magnússon Álitsgerð umboðsmanns Alþingis um fréttavef Ríkisútvarpsins er rökrétt þegar tillit er tekið til þess lagagrundvallar sem starfsemi stofnunarinnar er reist á. Löggjafinn ætlar Ríkisútvarpinu eingöngu að annast útvarpsstarfsemi, það er að reka hljóðvarp og sjónvarp, en hvorki að halda úti blöðum, tímaritum, netmiðlum eða starfsemi af öðru tagi. Þá gera útvarpslög ekki ráð fyrir að stofnunin afli tekna með sölu auglýsinga á netinu.En um leið og þetta er viðurkennt verður að segjast að með þessu er Ríkisútvarpinu sniðinn þrengri stakkur en eðlilegt er um fjölmiðil. Tækninni fleygir fram og óskir og kröfur neytenda breytast ört. Fjölmiðlar verða að geta lagað sig að nýrri tækni og breyttum tíðaranda ef þeir eiga ekki að daga uppi. Netið er að vera mikilvægasti vettvangur fjölmiðlunar nútímans og miðlar sem ekki taka tillit til þeirrar staðreyndar munu eiga erfitt uppdráttar.Málið er þó ekki svo einfalt að nú þurfi einfaldlega að breyta lítillega orðalagi útvarpslaga og leyfa stofnuninni hömlulausa starfrækslu netmiðils. Ágreiningurinn um netmiðilinn ruv.is er aðeins ein birtingarmynd þess ósættis og skoðanamunar sem ríkir í þjóðfélaginu og á vettvangi fjölmiðlanna, sérstaklega um hlutverk og fjármögnun Ríkisútvarpsins. Þau mál hafa verið í brennidepli um nokkurt skeið og mögnuðust í tengslum við hin ólánlegu fjölmiðlalög ríkisstjórnarinnar.Væri Ríkisútvarpið ekki starfandi í dag er óhugsandi að nokkrum dytti í hug að vilja stofna það, a.m.k. ekki í núverandi mynd. En hefðin og sagan, sem um margt er glæsileg, hefur skapað stofnuninni svo öflugan stuðning meðal þjóðarinnar að ekki er í alvöru rætt um að leggja hana niður, þótt það væri helst í anda nútímasjónarmiða um frjálsa fjölmiðlun og mörk ríkisafskipta og einkarekstrar. Þess vegna er umræðan bundin við að finna leiðir til að láta Ríkisútvarpið starfa og njóta sín innan um sjálfstæða fjölmiðla einkaaðila - án þess að ríkisreksturinn skekki samkeppnina á markaðnum og geri öðrum miðlum lífið erfitt.Niðurstaða umboðsmanns er árétting um nauðsyn þess að taka útvarpslög í heild til endurskoðunar og marka framtíðarstefnu. Það yrði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra til mikils álitsauka ef henni tækist að koma þessu þjóðþrifamáli í þann farveg sem víðtæk sátt gæti skapast um. Það þarf að skapa frið um Ríkisútvarpið en slíkur friður getur ekki orðið meðan samkeppnisaðilar telja að lögbundin forréttindi stofnunarinnar komi í veg fyrir að þeir vaxi og dafni með eðlilegum hætti.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun