Listamenn atvinnulífsins 15. júní 2004 00:01 Guðmundur MagnússonStundum er yfir því kvartað að íslensk stórfyrirtæki séu ekki nægilega rausnarleg við menningarlíf og vísindastarfsemi í landinu. Sagt er að þau ættu að verja meira fé til lista, mennta og rannsókna. Ekki skal dregið úr þýðingu þess að atvinnulífið sýni hinum svokölluðu skapandi iðkunum stuðning. Hinu mega menn aftur á móti ekki gleyma að verðmætasti stuðningur fyrirtækjanna við þjóðfélagið, þar á meðal andlega lífið og afþreyinguna, felst í þróttmiklum rekstri sem skapar vinnu og tekjur og ný tækifæri.Á sextíu ára afmæli lýðveldisins, þegar tungan, bókmenntirnar og fræðin, þjóðernið og sjálfstæðið eru í brennidepli, er að sama skapi hollt að hafa í huga að þjóðin nýtur ekki til fulls hins andlega, upplífgandi og táknræna, sem lofað er í ræðum og greinum á tyllidögum, nema efnahagslegar undirstöður þjóðlífsins séu traustar. Á afmæli lýðveldisins er ekki síður mikilvægt að láta hugann hvarfla til atvinnulífsins en menningar og sögu. Gæfa þjóðarinnar felst í því að okkur takist að fletta þetta tvennt saman með árangursríkum hætti.Svo er annað sem rétt er að viðurkenna. Sköpun á sér ekkert síður stað í viðskiptum og rekstri en listum og vísindum. Snjall kaupsýslumaður er á sinn hátt sambland af listamanni og vísindamanni. Nema hvað hann er ekki styrkþegi ríkissjóðs og kemur ekki til álita þegar menningarvitarnir úthluta verðlaunum og viðurkenningum.Varla er unnt að hugsa sér betri gjöf stórfyrirtækis til lands og þjóðar á lýðveldisafmælinu en kaup KB banka á danska fjárfestingarbankanum FIH sem tilkynnt var um í fyrradag. Upphæðirnar sem viðskiptin snúast um eru svimandi, jafnvel miðað við þær háu tölur sem við erum farin að venjast á því nýja ævintýraskeiði atvinnulífsins sem hér hefur staðið undanfarinn tæpan áratug. Enginn vafi er á því að heppnist þessi fjárfesting, eins og öll rök hníga að, er hún mikils háttar búhnykkur fyrir þjóðfélagið. Hún skapar Íslendingum atvinnu, ríkissjóði auknar tekjur, færir erlendan gjaldeyri inn í landið og stuðlar að efnahagslegri sveiflujöfnun gagnvart stóriðjuframkvæmdum í landinu. Ekki er síður mikilsvert hvernig hún mun auka þekkingu og reynslu íslenskra kaupsýslumanna, styrkja þá og búa undir enn frekari útrásir. En best er að hún er ekki einangraður atburður heldur þáttur í frjósamri ræktun sem borið hefur ríkulegan ávöxt á undanförnum árum.Einu sinni var talað um athafnaskáld. Þá var verið að vísa til framkvæmdamannanna sem ruddu nútímanum braut á Íslandi í upphafi síðustu aldar. Leiðtogar KB banka, kaupsýslumennirnir Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson, eru meðal eftirtektarverðustu athafnaskálda nútímans. Þeir hafa ekki aðeins stuðlað að framsókn í nafni bankans sem slíks heldur lyft grettistaki í viðskiptalífinu með stuðningi við sprotafyrirtæki og útrásar. Þeir hafa að mörgu leyti sameinað í viðskiptum sínum bestu kosti hugvitsmanna og skapandi listamanna. Kannski ættum við allt eins að nefna þá kauplistamenn eða kaupvísindamenn. Það er heppin þjóð sem á slíka syni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur MagnússonStundum er yfir því kvartað að íslensk stórfyrirtæki séu ekki nægilega rausnarleg við menningarlíf og vísindastarfsemi í landinu. Sagt er að þau ættu að verja meira fé til lista, mennta og rannsókna. Ekki skal dregið úr þýðingu þess að atvinnulífið sýni hinum svokölluðu skapandi iðkunum stuðning. Hinu mega menn aftur á móti ekki gleyma að verðmætasti stuðningur fyrirtækjanna við þjóðfélagið, þar á meðal andlega lífið og afþreyinguna, felst í þróttmiklum rekstri sem skapar vinnu og tekjur og ný tækifæri.Á sextíu ára afmæli lýðveldisins, þegar tungan, bókmenntirnar og fræðin, þjóðernið og sjálfstæðið eru í brennidepli, er að sama skapi hollt að hafa í huga að þjóðin nýtur ekki til fulls hins andlega, upplífgandi og táknræna, sem lofað er í ræðum og greinum á tyllidögum, nema efnahagslegar undirstöður þjóðlífsins séu traustar. Á afmæli lýðveldisins er ekki síður mikilvægt að láta hugann hvarfla til atvinnulífsins en menningar og sögu. Gæfa þjóðarinnar felst í því að okkur takist að fletta þetta tvennt saman með árangursríkum hætti.Svo er annað sem rétt er að viðurkenna. Sköpun á sér ekkert síður stað í viðskiptum og rekstri en listum og vísindum. Snjall kaupsýslumaður er á sinn hátt sambland af listamanni og vísindamanni. Nema hvað hann er ekki styrkþegi ríkissjóðs og kemur ekki til álita þegar menningarvitarnir úthluta verðlaunum og viðurkenningum.Varla er unnt að hugsa sér betri gjöf stórfyrirtækis til lands og þjóðar á lýðveldisafmælinu en kaup KB banka á danska fjárfestingarbankanum FIH sem tilkynnt var um í fyrradag. Upphæðirnar sem viðskiptin snúast um eru svimandi, jafnvel miðað við þær háu tölur sem við erum farin að venjast á því nýja ævintýraskeiði atvinnulífsins sem hér hefur staðið undanfarinn tæpan áratug. Enginn vafi er á því að heppnist þessi fjárfesting, eins og öll rök hníga að, er hún mikils háttar búhnykkur fyrir þjóðfélagið. Hún skapar Íslendingum atvinnu, ríkissjóði auknar tekjur, færir erlendan gjaldeyri inn í landið og stuðlar að efnahagslegri sveiflujöfnun gagnvart stóriðjuframkvæmdum í landinu. Ekki er síður mikilsvert hvernig hún mun auka þekkingu og reynslu íslenskra kaupsýslumanna, styrkja þá og búa undir enn frekari útrásir. En best er að hún er ekki einangraður atburður heldur þáttur í frjósamri ræktun sem borið hefur ríkulegan ávöxt á undanförnum árum.Einu sinni var talað um athafnaskáld. Þá var verið að vísa til framkvæmdamannanna sem ruddu nútímanum braut á Íslandi í upphafi síðustu aldar. Leiðtogar KB banka, kaupsýslumennirnir Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson, eru meðal eftirtektarverðustu athafnaskálda nútímans. Þeir hafa ekki aðeins stuðlað að framsókn í nafni bankans sem slíks heldur lyft grettistaki í viðskiptalífinu með stuðningi við sprotafyrirtæki og útrásar. Þeir hafa að mörgu leyti sameinað í viðskiptum sínum bestu kosti hugvitsmanna og skapandi listamanna. Kannski ættum við allt eins að nefna þá kauplistamenn eða kaupvísindamenn. Það er heppin þjóð sem á slíka syni.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun