Á að lækka skatta? 24. júní 2004 00:01 Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vistri Grænna og Friðbjörn Orri Ketilsson, framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins skiptast á skoðunum um hvort lækka eigi skatta. Katrín Jakobsdóttir: Svarið við þessari spurningu er já og nei. Skattar eiga að tryggja að hér sé rekin öflug grunnþjónusta sem standi öllum til boða, óháð efnahag. Æskilegt er að skattar séu þrepaskiptir; að skattar á lágtekjufólki séu lækkaðir, t.d. með lægri skattprósentu eða hærri skattleysismörkum, að millitekjufólk greiði svipaða skatta og nú og svo að á raunverulegt hátekjufólk sé lagður hátekjuskattur. Hér á landi er reyndar þrepaskipt kerfi; einstaklingar greiða tæplega 40% skatt af atvinnutekjum en hlutafélög 18% og svo er aðeins greiddur 10% skattur af fjármagnstekjum. Þetta kerfi býður upp á að þeir sem mest hafa á milli handanna (atvinnurekendur og fjármagnseigendur) greiða hlutfallslega minna en þeir sem minna hafa. Þessu þarf að breyta. Skattarnir eiga að standa undir samneyslunni og á móti eiga ekki að vera nein komugjöld í heilbrigðiskerfinu og engin skólagjöld í skólakerfinu. Skattar eru einfaldasta leiðin til að jafna aðstöðu manna og tryggja öllum góða menntun, góða heilbrigðisþjónustu, öflugt almannatryggingakerfi o.s.frv. Ég tel mannvænt að við stöndum öll undir slíku kerfi fyrir alla og tryggjum þar með jafnréttissamfélag þar sem hver einstaklingur fær frelsi til að njóta sín en er ekki hamlað af bágum efnahag eða bágri heilsu.Friðbjörn Orri Ketilsson: Í huga þeirra sem velja frelsi umfram þvinganir, og hvers konar nauðung, er rangt að þvinga aðra til að gera eitthvað sem þeir ekki sjálfir kjósa. Óverjandi er að þvinga frjálsa einstaklinga til að vinna marga mánuði á ári fyrir aðra en þá sjálfa. Miðað við skatthlutfall einstaklinga hér á landi þarf hver og einn að vinna frá áramótum fram til 7. júní fyrir ríkið en það sem eftir er ársins fyrir sjálfan sig. Rúmir 5 mánuðir fyrir ríkið og 7 fyrir einstaklinginn. Er þetta rétt? Er það verjandi að hóta fólki, sem aðeins vill njóta betra lífs í dag en í gær, refsingum á borð við eignaupptöku eða fangelsisvist ef það vinnur ekki allan þennan tíma fyrir ríkisvaldið? Hverjir eru vinstrimenn að stíga inn í líf annarra og krefja þá um eignir og peninga sjálfum sér og öðrum til handargagns? Réttara væri að hver og einn mundi sjálfur njóta ávaxta eigin erfiðis. Með þeim hætti hafa allir hvata til að gera sitt besta og hámarka með því hag sinn og allra annarra á sama tíma. Bakarinn sem vaknar um nætur til að baka brauð græðir á því en um leið njóta íbúarnir nýbakaðs brauðs að morgni. Skattur sem skerðir ávinning bakarans af bakstrinum veldur því að hann hefur minni hvata til þess að baka. Það getur jafnvel endað svo að skattur verði til þess að hann baki ekkert yfir höfuð þar sem það borgar sig ekki. Á þennan hátt letja skattar hagkerfið í heild og draga mjög úr framleiðni þess og þar með allri velferð íbúanna. Lækka ber skatta sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vistri Grænna og Friðbjörn Orri Ketilsson, framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins skiptast á skoðunum um hvort lækka eigi skatta. Katrín Jakobsdóttir: Svarið við þessari spurningu er já og nei. Skattar eiga að tryggja að hér sé rekin öflug grunnþjónusta sem standi öllum til boða, óháð efnahag. Æskilegt er að skattar séu þrepaskiptir; að skattar á lágtekjufólki séu lækkaðir, t.d. með lægri skattprósentu eða hærri skattleysismörkum, að millitekjufólk greiði svipaða skatta og nú og svo að á raunverulegt hátekjufólk sé lagður hátekjuskattur. Hér á landi er reyndar þrepaskipt kerfi; einstaklingar greiða tæplega 40% skatt af atvinnutekjum en hlutafélög 18% og svo er aðeins greiddur 10% skattur af fjármagnstekjum. Þetta kerfi býður upp á að þeir sem mest hafa á milli handanna (atvinnurekendur og fjármagnseigendur) greiða hlutfallslega minna en þeir sem minna hafa. Þessu þarf að breyta. Skattarnir eiga að standa undir samneyslunni og á móti eiga ekki að vera nein komugjöld í heilbrigðiskerfinu og engin skólagjöld í skólakerfinu. Skattar eru einfaldasta leiðin til að jafna aðstöðu manna og tryggja öllum góða menntun, góða heilbrigðisþjónustu, öflugt almannatryggingakerfi o.s.frv. Ég tel mannvænt að við stöndum öll undir slíku kerfi fyrir alla og tryggjum þar með jafnréttissamfélag þar sem hver einstaklingur fær frelsi til að njóta sín en er ekki hamlað af bágum efnahag eða bágri heilsu.Friðbjörn Orri Ketilsson: Í huga þeirra sem velja frelsi umfram þvinganir, og hvers konar nauðung, er rangt að þvinga aðra til að gera eitthvað sem þeir ekki sjálfir kjósa. Óverjandi er að þvinga frjálsa einstaklinga til að vinna marga mánuði á ári fyrir aðra en þá sjálfa. Miðað við skatthlutfall einstaklinga hér á landi þarf hver og einn að vinna frá áramótum fram til 7. júní fyrir ríkið en það sem eftir er ársins fyrir sjálfan sig. Rúmir 5 mánuðir fyrir ríkið og 7 fyrir einstaklinginn. Er þetta rétt? Er það verjandi að hóta fólki, sem aðeins vill njóta betra lífs í dag en í gær, refsingum á borð við eignaupptöku eða fangelsisvist ef það vinnur ekki allan þennan tíma fyrir ríkisvaldið? Hverjir eru vinstrimenn að stíga inn í líf annarra og krefja þá um eignir og peninga sjálfum sér og öðrum til handargagns? Réttara væri að hver og einn mundi sjálfur njóta ávaxta eigin erfiðis. Með þeim hætti hafa allir hvata til að gera sitt besta og hámarka með því hag sinn og allra annarra á sama tíma. Bakarinn sem vaknar um nætur til að baka brauð græðir á því en um leið njóta íbúarnir nýbakaðs brauðs að morgni. Skattur sem skerðir ávinning bakarans af bakstrinum veldur því að hann hefur minni hvata til þess að baka. Það getur jafnvel endað svo að skattur verði til þess að hann baki ekkert yfir höfuð þar sem það borgar sig ekki. Á þennan hátt letja skattar hagkerfið í heild og draga mjög úr framleiðni þess og þar með allri velferð íbúanna. Lækka ber skatta sem allra fyrst.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar