Virkar ríkisrekið skólakerfi? 8. júlí 2004 00:01 Skiptar skoðanir - Virkar ríkisrekið skólakerfi? Katrín Jakobsdóttir Íslenskt skólakerfi er dæmi um mjög gott opinbert kerfi. Sama hvar gripiðer niður, víða má sjá starf á heimsmælikvarða. Hins vegar hafa íslenskir frjálshyggjumenn rekið stanslausan áróður undanfarin ár fyrir nauðsyn þess að hleypa einkaaðilum inn í skólakerfið og gefið um leið í skyn að opinbera kerfið sé ófullnægjandi. Það sem þeir átta sig ekki á er að í opinberu kerfi er nóg pláss fyrir faglegt frelsi og frumkvæði. Um leið er fjárhagslegur grundvöllur kerfisins stöðugur og tryggt að allir eigi aðgang að jafngildum tækifærum til menntunar. Víða um heim eru menn að átta sig á kostum opinbers skólakerfis og nú snýst t.d. skólamálaumræða í Bandaríkjunum um nauðsyn þess að efla opinbera skóla. Haldbær rök hafa hins ekki verið færð fyrir nauðsyn þess að einkavæða skólakerfið, önnur en sömu klisjurnar um "einstaklingsframtakið" og notaðar eru í öllum öðrum málum. Nefna má ýmis dæmi úr íslensku skólakerfi sem sýna framþróun og grósku.Ýmsar frumrannsóknir í Háskóla Íslands, spennandi kennslunýjungar og einstaklingsmiðað nám í grunnskólum Reykjavíkur og mjög fjölbreyttar kennslustefnur í leikskólum um allt land þar sem sést kannski best hvernig faglegt frelsi blómstrar innan opinbera kerfisins.Friðbjörn Orri Ketilsson Alltaf má gott bæta en þeir sem þekkja íslenskt skólakerfi vita að það virkar. Án þess væri samfélag okkar allt annað. Það ætti vel flestum að vera ljóst af fréttaflutningi undanfarið af Háskóla Íslands að ríkisrekið skólakerfi er ekki vænlegt til árangurs. Biðlistar eru langir, nemendum er neitað um skólavist, harkalegar aðgangstakmarkanir eru viðhafðar, skorið er niður á ótrúlegustu stöðum og svo mætti lengi telja. Ástæðan fyrir þessum vandræðagangi er einföld - skólakerfið er ríkisrekið. Það er eðli ríkisreksturs að einkennast af sóun og annarlegum markmiðum sem oft beinast beinlínis gegn hagsmunum nemenda. Það eru nemendur sem eru viðskiptavinir skólans og því, ef allt væri eðlilegt, ætti skólanum að vera umhugað að gera sem best við viðskiptavini sína til að tryggja að þeir haldi viðskiptum sínum áfram við skólann. Ekki þarf langa rannsókn til að sjá að þessu er öfugt farið í ríkisreknu skólakerfi. Háskólanám kostar ekki mikla peninga ef horft er til væntra tekna þeirra sem ljúka námi. Eitt ár í viðskiptafræði kostar í dag 300 þúsund á meðan eitt ár í tannlæknanámi kostar 1,7 milljón króna. Einnig skal það haft í huga að við einkavæðingu lækkar kostnaður yfirleitt verulega vegna hagkvæmari reksturs og því gætu áðurnefndar tölur lækkað talsvert. Eðlilegt er hins vegar að nemendur greiði sjálfir fyrir nám sitt þar sem það mun koma þeim sjálfum einna best í framtíðinni. Óeðlilegt er að hafnarverkamaðurinn greiði fyrir háskólagöngu forstjórasonarins. Einnig má ljóst vera að tannlæknirinn er betur í stakk búinn til að greiða fyrir nám sitt en hafnarverkamaðurinn. Þegar lánað er fyrir háskólanámi er ekki spurt um núverandi efnahag heldur væntar tekjur að námi loknu því þá hefjast endurgreiðslur, háskólanám er því öllum boðlegt þó svo að réttir aðilar beri kostnaðinn. Einkavæða ber skólakerfið svo allir fái tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Skiptar skoðanir - Virkar ríkisrekið skólakerfi? Katrín Jakobsdóttir Íslenskt skólakerfi er dæmi um mjög gott opinbert kerfi. Sama hvar gripiðer niður, víða má sjá starf á heimsmælikvarða. Hins vegar hafa íslenskir frjálshyggjumenn rekið stanslausan áróður undanfarin ár fyrir nauðsyn þess að hleypa einkaaðilum inn í skólakerfið og gefið um leið í skyn að opinbera kerfið sé ófullnægjandi. Það sem þeir átta sig ekki á er að í opinberu kerfi er nóg pláss fyrir faglegt frelsi og frumkvæði. Um leið er fjárhagslegur grundvöllur kerfisins stöðugur og tryggt að allir eigi aðgang að jafngildum tækifærum til menntunar. Víða um heim eru menn að átta sig á kostum opinbers skólakerfis og nú snýst t.d. skólamálaumræða í Bandaríkjunum um nauðsyn þess að efla opinbera skóla. Haldbær rök hafa hins ekki verið færð fyrir nauðsyn þess að einkavæða skólakerfið, önnur en sömu klisjurnar um "einstaklingsframtakið" og notaðar eru í öllum öðrum málum. Nefna má ýmis dæmi úr íslensku skólakerfi sem sýna framþróun og grósku.Ýmsar frumrannsóknir í Háskóla Íslands, spennandi kennslunýjungar og einstaklingsmiðað nám í grunnskólum Reykjavíkur og mjög fjölbreyttar kennslustefnur í leikskólum um allt land þar sem sést kannski best hvernig faglegt frelsi blómstrar innan opinbera kerfisins.Friðbjörn Orri Ketilsson Alltaf má gott bæta en þeir sem þekkja íslenskt skólakerfi vita að það virkar. Án þess væri samfélag okkar allt annað. Það ætti vel flestum að vera ljóst af fréttaflutningi undanfarið af Háskóla Íslands að ríkisrekið skólakerfi er ekki vænlegt til árangurs. Biðlistar eru langir, nemendum er neitað um skólavist, harkalegar aðgangstakmarkanir eru viðhafðar, skorið er niður á ótrúlegustu stöðum og svo mætti lengi telja. Ástæðan fyrir þessum vandræðagangi er einföld - skólakerfið er ríkisrekið. Það er eðli ríkisreksturs að einkennast af sóun og annarlegum markmiðum sem oft beinast beinlínis gegn hagsmunum nemenda. Það eru nemendur sem eru viðskiptavinir skólans og því, ef allt væri eðlilegt, ætti skólanum að vera umhugað að gera sem best við viðskiptavini sína til að tryggja að þeir haldi viðskiptum sínum áfram við skólann. Ekki þarf langa rannsókn til að sjá að þessu er öfugt farið í ríkisreknu skólakerfi. Háskólanám kostar ekki mikla peninga ef horft er til væntra tekna þeirra sem ljúka námi. Eitt ár í viðskiptafræði kostar í dag 300 þúsund á meðan eitt ár í tannlæknanámi kostar 1,7 milljón króna. Einnig skal það haft í huga að við einkavæðingu lækkar kostnaður yfirleitt verulega vegna hagkvæmari reksturs og því gætu áðurnefndar tölur lækkað talsvert. Eðlilegt er hins vegar að nemendur greiði sjálfir fyrir nám sitt þar sem það mun koma þeim sjálfum einna best í framtíðinni. Óeðlilegt er að hafnarverkamaðurinn greiði fyrir háskólagöngu forstjórasonarins. Einnig má ljóst vera að tannlæknirinn er betur í stakk búinn til að greiða fyrir nám sitt en hafnarverkamaðurinn. Þegar lánað er fyrir háskólanámi er ekki spurt um núverandi efnahag heldur væntar tekjur að námi loknu því þá hefjast endurgreiðslur, háskólanám er því öllum boðlegt þó svo að réttir aðilar beri kostnaðinn. Einkavæða ber skólakerfið svo allir fái tækifæri.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar