Breytt viðhorf til varnarliðsins 12. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Nær helmingur þjóðarinnar virðist ekki deila áhyggjum af framtíð varnarliðsins í Keflavík með ríkisstjórninni. Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði um helgina og birtir í dag er tæplega helmingur kjósenda sáttur við að herinn fari úr landi. Rúmur meirihluti er hins vegar ósáttur við brottför hersins. Athygli vekur umtalsverður munur sem er á afstöðu karla og kvenna. Fyrirfram hefði mátt vænta þess að fleiri konur en karlar væru sáttar við brottför hersins en könnunin leiðir í ljós að þessu er öfugt farið. Ef miðað er við þá sem afstöðu tóku eru 54% karla sáttir við að herinn fari úr landi en aðeins um 41% kvenna. Það er einnig eftirtektarvert að meiri áhyggjur eru af brottför hersins úti á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður þessar vekja fleiri spurningar en þær svara um viðhorf þjóðarinnar til hersins og varna í landinu. Ástæða er til að velta því fyrir sér hvað lesa megi í ólík svör karla og kvenna annarsvegar og höfuðborgar og landsbyggðar hinsvegar. Ólíklegt verður að telja að konur séu orðnar herskárri eða meiri valkyrjur en áður. Og ekki blasir við hvers vegna landsbyggðarfólk ætti að hafa meiri áhyggjur af öryggi landsins og vörnum en fólk í þéttbýli. Líklegasta skýringin er að hér séu atvinnumálin að spila inn í svör fólks. Konur hafi meiri áhyggjur en karlar af atvinnuleysi og samdrætti sem lokun varnarstöðvarinnar hefði í för með sér. Sömu áhyggjur gætu skýrt viðhorfin á landsbyggðinni; þar eru atvinnumálin líklega oftar daglegt umhugsunarefni fólks en á höfuðborgarsvæðinu. Séu þetta réttar ályktanir af niðurstöðu skoðanakönnunarinnar er stór hluti þjóðarinnar farinn að líta á bandaríska herinn sem atvinnu- og afkomumál fremur en öryggisatriði. Það kemur ekki á óvart miðað við þá athygli sem atvinnumál Suðurnesjamanna hafa fengið í tengslum við umræður um fækkun í varnarliðinu og brottför F-15 orrustuþotnanna. Niðurstaða fundar Davíðs Oddssonar og George Bush Bandaríkjaforseta í Washington í síðustu viku var að því leyti vonbrigði að þar skýrðust ekki línur um framtíð varnarliðsins. Íslensk stjórnvöld hafa enga tryggingu fyrir óbreyttu ástandi í Keflavík og ekkert liggur fyrir um það hvað Bandaríkjamenn ætlast fyrir. Frá sjónarmiði þeirra, sem telja mikilvægt að bandaríska varnarliðið verði hér áfram, felst gagnið í fundinum í því að Íslendingar fá að minnsta kosti lengri umþóttunartíma og möguleiki virðist á því að finna nýjan flöt á áframhaldandi varnarsamstarfi þjóðanna. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að þeim fer fjölgandi sem ekki hafa sannfæringu fyrir því að bandaríski herinn hafi þýðingu fyrir varnir landsins og telja jafnframt að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af atvinnulífinu fari herinn á brott. Eftir sem áður er ósvarað þeirri spurningu hvernig við Íslendingar eigum að tryggja öryggi okkar og landvarnir til frambúðar. Réttmætt er að finna að því að stjórnvöld hafi ekki fyrir löngu hafið undirbúning að aðlögun að þeim breytingum á varnarsamstarfinu sem fyrirsjáanlegar hafa verið um árabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Nær helmingur þjóðarinnar virðist ekki deila áhyggjum af framtíð varnarliðsins í Keflavík með ríkisstjórninni. Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði um helgina og birtir í dag er tæplega helmingur kjósenda sáttur við að herinn fari úr landi. Rúmur meirihluti er hins vegar ósáttur við brottför hersins. Athygli vekur umtalsverður munur sem er á afstöðu karla og kvenna. Fyrirfram hefði mátt vænta þess að fleiri konur en karlar væru sáttar við brottför hersins en könnunin leiðir í ljós að þessu er öfugt farið. Ef miðað er við þá sem afstöðu tóku eru 54% karla sáttir við að herinn fari úr landi en aðeins um 41% kvenna. Það er einnig eftirtektarvert að meiri áhyggjur eru af brottför hersins úti á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður þessar vekja fleiri spurningar en þær svara um viðhorf þjóðarinnar til hersins og varna í landinu. Ástæða er til að velta því fyrir sér hvað lesa megi í ólík svör karla og kvenna annarsvegar og höfuðborgar og landsbyggðar hinsvegar. Ólíklegt verður að telja að konur séu orðnar herskárri eða meiri valkyrjur en áður. Og ekki blasir við hvers vegna landsbyggðarfólk ætti að hafa meiri áhyggjur af öryggi landsins og vörnum en fólk í þéttbýli. Líklegasta skýringin er að hér séu atvinnumálin að spila inn í svör fólks. Konur hafi meiri áhyggjur en karlar af atvinnuleysi og samdrætti sem lokun varnarstöðvarinnar hefði í för með sér. Sömu áhyggjur gætu skýrt viðhorfin á landsbyggðinni; þar eru atvinnumálin líklega oftar daglegt umhugsunarefni fólks en á höfuðborgarsvæðinu. Séu þetta réttar ályktanir af niðurstöðu skoðanakönnunarinnar er stór hluti þjóðarinnar farinn að líta á bandaríska herinn sem atvinnu- og afkomumál fremur en öryggisatriði. Það kemur ekki á óvart miðað við þá athygli sem atvinnumál Suðurnesjamanna hafa fengið í tengslum við umræður um fækkun í varnarliðinu og brottför F-15 orrustuþotnanna. Niðurstaða fundar Davíðs Oddssonar og George Bush Bandaríkjaforseta í Washington í síðustu viku var að því leyti vonbrigði að þar skýrðust ekki línur um framtíð varnarliðsins. Íslensk stjórnvöld hafa enga tryggingu fyrir óbreyttu ástandi í Keflavík og ekkert liggur fyrir um það hvað Bandaríkjamenn ætlast fyrir. Frá sjónarmiði þeirra, sem telja mikilvægt að bandaríska varnarliðið verði hér áfram, felst gagnið í fundinum í því að Íslendingar fá að minnsta kosti lengri umþóttunartíma og möguleiki virðist á því að finna nýjan flöt á áframhaldandi varnarsamstarfi þjóðanna. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að þeim fer fjölgandi sem ekki hafa sannfæringu fyrir því að bandaríski herinn hafi þýðingu fyrir varnir landsins og telja jafnframt að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af atvinnulífinu fari herinn á brott. Eftir sem áður er ósvarað þeirri spurningu hvernig við Íslendingar eigum að tryggja öryggi okkar og landvarnir til frambúðar. Réttmætt er að finna að því að stjórnvöld hafi ekki fyrir löngu hafið undirbúning að aðlögun að þeim breytingum á varnarsamstarfinu sem fyrirsjáanlegar hafa verið um árabil.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar