Rétt ákvörðun Ólafs Ragnars 28. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem tilkynnt var í gær, að staðfesta afnám fjölmiðlalaganna var réttmæt og skynsamleg. Með henni leggur forsetinn lóð sitt á vogarskál sáttar í samfélaginu eftir hörð átök undanfarinna mánuða. Nú skapast svigrúm og tími til að hefja málefnalega vinnu við að skoða leikreglur og lagaumhverfi á fjölmiðlamarkaði og ræða af yfirvegun og þekkingu um stjórnarskrána og stjórnskipanina. Hvort tveggja eru þýðingarmikil verkefni, þótt með afar ólíkum hætti sé. Því er ekki að neita að lögfræðilegur efi ríkir um réttmæti þess að fella úr gildi lög sem forseti Íslands hefur synjað staðfestingar og þannig kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu. En hér hlaut skynsemi að ráða niðurstöðunni, jafnt hjá Alþingi sem forseta, frekar en einstrengisleg bókstafstúlkun. Vont er hins vegar að að slík staða komi upp. Hún sýnir ásamt öðru nauðsyn þess að stjórnarskráin fái vandaða endurskoðun fyrir lok kjörtímabils núverandi ríkisstjórnar. Kveða þarf upp úr -- og ná víðtækri sátt -- um hvert eigi að vera hlutverk og vald forseta Íslands. Marka þarf stefnu um rétt alþingismanna og kjósenda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um stór ágreiningsefni. Ætti í því efni að horfa til fyrirmynda í stjórnarskrám nágrannaríkjanna. Ekkert sem gerst hefur á fjölmiðlamarkaði að undanförnu knýr beinlínis á um lagasetningu. Enginn vá er eða hefur verið fyrir dyrum. Þótt breitt eignarhald á fjölmiðlum sé æskilegt verður ekki með nokkurri sanngirni horft fram hjá því af fjölbreytni í fjölmiðlum hefur stóraukist hér á landi á undanförnum mánuðum. Stærstan þátt í því eiga þeir aðilar sem standa að fjölmiðlafyrirtækinu Norðurljósum, sem meðal annars er eigandi Fréttablaðsins. Án atbeina þeirra er ekki ósennilegt að hér væri aðeins eitt dagblað og ein sjónvarps- og útvarpsstöð sem burði hefði til að reka fréttastofu og innlenda dagskrárgerð. Stærsta brotlömin á fjölmiðlamarkaðinum er rekstur Ríkisútvarpsins sem með lögbundnum sérréttindum sínum skekkir og skaðar samkeppnisstöðu einkarekinna ljósvakamiðla. Um framtíð þess rekstrar þarf að nást víðtækt samkomulag. Almenn lagasetning um fjölmiðla kann einnig að vera skynsamleg í því skyni að skapa frið og sátt í þjóðfélaginu um þessa mikilvægu starfsemi. En slík lagasetning verður að taka mið af veruleika hins íslenska markaðar, fámennis þjóðarinnar og takmarkaðrar arðsvonar af fjölmiðlarekstri. Hún má ekki hindra nýsköpun í greininni, tæknilegar framfarir og rétt manna til að njóta stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsis. Mikilvægt er að málsmeðferðin á næstu mánuðum og misserum verði í anda þeirrar lýðræðishefðar, sem stundum er kölluð umræðustjórnmál, en ekki foringjatilskipana, sem þjóðin er búin að fá sig fullsadda af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem tilkynnt var í gær, að staðfesta afnám fjölmiðlalaganna var réttmæt og skynsamleg. Með henni leggur forsetinn lóð sitt á vogarskál sáttar í samfélaginu eftir hörð átök undanfarinna mánuða. Nú skapast svigrúm og tími til að hefja málefnalega vinnu við að skoða leikreglur og lagaumhverfi á fjölmiðlamarkaði og ræða af yfirvegun og þekkingu um stjórnarskrána og stjórnskipanina. Hvort tveggja eru þýðingarmikil verkefni, þótt með afar ólíkum hætti sé. Því er ekki að neita að lögfræðilegur efi ríkir um réttmæti þess að fella úr gildi lög sem forseti Íslands hefur synjað staðfestingar og þannig kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu. En hér hlaut skynsemi að ráða niðurstöðunni, jafnt hjá Alþingi sem forseta, frekar en einstrengisleg bókstafstúlkun. Vont er hins vegar að að slík staða komi upp. Hún sýnir ásamt öðru nauðsyn þess að stjórnarskráin fái vandaða endurskoðun fyrir lok kjörtímabils núverandi ríkisstjórnar. Kveða þarf upp úr -- og ná víðtækri sátt -- um hvert eigi að vera hlutverk og vald forseta Íslands. Marka þarf stefnu um rétt alþingismanna og kjósenda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um stór ágreiningsefni. Ætti í því efni að horfa til fyrirmynda í stjórnarskrám nágrannaríkjanna. Ekkert sem gerst hefur á fjölmiðlamarkaði að undanförnu knýr beinlínis á um lagasetningu. Enginn vá er eða hefur verið fyrir dyrum. Þótt breitt eignarhald á fjölmiðlum sé æskilegt verður ekki með nokkurri sanngirni horft fram hjá því af fjölbreytni í fjölmiðlum hefur stóraukist hér á landi á undanförnum mánuðum. Stærstan þátt í því eiga þeir aðilar sem standa að fjölmiðlafyrirtækinu Norðurljósum, sem meðal annars er eigandi Fréttablaðsins. Án atbeina þeirra er ekki ósennilegt að hér væri aðeins eitt dagblað og ein sjónvarps- og útvarpsstöð sem burði hefði til að reka fréttastofu og innlenda dagskrárgerð. Stærsta brotlömin á fjölmiðlamarkaðinum er rekstur Ríkisútvarpsins sem með lögbundnum sérréttindum sínum skekkir og skaðar samkeppnisstöðu einkarekinna ljósvakamiðla. Um framtíð þess rekstrar þarf að nást víðtækt samkomulag. Almenn lagasetning um fjölmiðla kann einnig að vera skynsamleg í því skyni að skapa frið og sátt í þjóðfélaginu um þessa mikilvægu starfsemi. En slík lagasetning verður að taka mið af veruleika hins íslenska markaðar, fámennis þjóðarinnar og takmarkaðrar arðsvonar af fjölmiðlarekstri. Hún má ekki hindra nýsköpun í greininni, tæknilegar framfarir og rétt manna til að njóta stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsis. Mikilvægt er að málsmeðferðin á næstu mánuðum og misserum verði í anda þeirrar lýðræðishefðar, sem stundum er kölluð umræðustjórnmál, en ekki foringjatilskipana, sem þjóðin er búin að fá sig fullsadda af.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun