Við þurfum ekki nýja ríkisútgerð 5. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Flest bendir til þess að ákvörðun stjórnenda Eimskipafélags Íslands nú um mánaðamótin að hætta strandsiglingum innanlands og flytja varninginn í staðinn landleiðina sé byggð á raunsæju mati á markaðsaðstæðum. Komi á daginn að svo er ekki munu lögmál samkeppni og frjálss markaðar innan tíðar sjá til þess aðrir fylli í skarðið sem myndast hefur. Áhyggjur landsbyggðarfólks af afleiðingum þessarar ákvörðunar eru skiljanlegar því breytingar af þessu tagi hafa óhjákvæmilega í för með sér röskun og óþægindi fyrir ýmsa í sjávarplássum landsins þegar til skemmri tíma er litið.Eitthvert tekjutap hafnarsjóða er einnig fyrirsjáanlegt. Í umræðum um málið á undanförnum dögum hefur helst verið rætt um áhrifin á þjóðvegakerfið. Efasemdir heyrast um að það sé fært um að annast þá miklu flutninga sem framundan eru, en Eimskip hefur árlega flutt um 140 þúsund tonn af varningi sjóðleiðina umhverfis landið. Mörgum finnst blóðugt að miklar opinberar fjárfestingar í hafnarmannvirkjum, sem meðal annars hafa verið réttlættar með vísan til strandflutninga skipafélaganna, nýtist nú illa. Við aðstæður sem þessar kemur ekki á óvart að stjórnlyndir þingmenn og sveitarstjórnarmenn krefjist þess að ríkisvaldið grípi á einhvern hátt í taumana. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, sagði í sjónvarpsviðtali í vikunni að ekki væri sjálfgefið að það væri einkamál fyrirtækja hvernig flutningum væri háttað. Stjórnvöld þyrftu að bregðast við þeirri nýju stöðu sem upp væri komin. Samflokksmaður hans, Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, hvatti til þess í Morgunblaðinu í gær að "samfélagið" tæki höndum saman um að koma á strandsiglingum að nýju, til dæmis með því að endurreisa Skipaútgerð ríkisins, sem lögð var niður 1992 eftir margra milljarða taprekstur. Ekki skal dregið í efa að viðbrögð þessara stjórnmálamanna og ýmissa annarra sem tekið hafa í sama streng byggjast á góðum hug þeirra til landsbyggðarinnar. En menn mega ekki horfa fram hjá staðreyndum. Í dag fara rúmlega 80% af öllum flutningum innanlands um þjóðvegina; Þróunin undanfarin ár hefur öll verið í átt til aukinna landflutninga; er skýrt dæmi um það ákvörðun Samskipa, helsta keppinautar Eimskipafélagsins, fyrir fjórum árum að hætta öllum strandsiglingum. Ástæðan fyrir þessari framvindu er krafa fólks og fyrirtækja um aukna og hraðari þjónustu. Svo dæmi séu tekin vill almenningur ekki bíða í viku eftir búslóð sem hægt er að fá samdægurs og verslanir vilja fá grænmeti, ávexti og aðra ferskvöru fljótt og örugglega til að geta boðið neytendum betri vöruval. Á 21. öld eru vikulegar skipakomur eins og hestaflutningar á fyrri öldum. Ísland er ekki lengur kyrrstöðuþjóðfélag heldur samfélag í stöðugri deiglu og framrás. Bætt lífskjör byggjast á því að þjóðin og athafnamenn hennar séu á hverjum tíma reiðubúnir til að laga sig að breyttum aðstæðum, eftirspurn og tækni. Án vilja og hæfni til slíkrar aðlögunar staðnar þjóðfélagið og lífskjörin versna. Hugmyndir um að stofna til nýrrar skipaútgerðar ríkisins eru fráleitar. Stuðningur við bætt vegakerfi í kjölfar breytts flutningamynsturs væri eðlilegri og nútímalegri viðbrögð stjórnmálamanna en tilraunir til að handstýra flutningaþróuninni. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að flutningafyrirtækin greiða stórfé í vegasjóð og ríkisvaldið hefur margvíslega möguleika til að haga skattlagningu sinni með tilliti til breyttra aðstæðna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Flest bendir til þess að ákvörðun stjórnenda Eimskipafélags Íslands nú um mánaðamótin að hætta strandsiglingum innanlands og flytja varninginn í staðinn landleiðina sé byggð á raunsæju mati á markaðsaðstæðum. Komi á daginn að svo er ekki munu lögmál samkeppni og frjálss markaðar innan tíðar sjá til þess aðrir fylli í skarðið sem myndast hefur. Áhyggjur landsbyggðarfólks af afleiðingum þessarar ákvörðunar eru skiljanlegar því breytingar af þessu tagi hafa óhjákvæmilega í för með sér röskun og óþægindi fyrir ýmsa í sjávarplássum landsins þegar til skemmri tíma er litið.Eitthvert tekjutap hafnarsjóða er einnig fyrirsjáanlegt. Í umræðum um málið á undanförnum dögum hefur helst verið rætt um áhrifin á þjóðvegakerfið. Efasemdir heyrast um að það sé fært um að annast þá miklu flutninga sem framundan eru, en Eimskip hefur árlega flutt um 140 þúsund tonn af varningi sjóðleiðina umhverfis landið. Mörgum finnst blóðugt að miklar opinberar fjárfestingar í hafnarmannvirkjum, sem meðal annars hafa verið réttlættar með vísan til strandflutninga skipafélaganna, nýtist nú illa. Við aðstæður sem þessar kemur ekki á óvart að stjórnlyndir þingmenn og sveitarstjórnarmenn krefjist þess að ríkisvaldið grípi á einhvern hátt í taumana. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, sagði í sjónvarpsviðtali í vikunni að ekki væri sjálfgefið að það væri einkamál fyrirtækja hvernig flutningum væri háttað. Stjórnvöld þyrftu að bregðast við þeirri nýju stöðu sem upp væri komin. Samflokksmaður hans, Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, hvatti til þess í Morgunblaðinu í gær að "samfélagið" tæki höndum saman um að koma á strandsiglingum að nýju, til dæmis með því að endurreisa Skipaútgerð ríkisins, sem lögð var niður 1992 eftir margra milljarða taprekstur. Ekki skal dregið í efa að viðbrögð þessara stjórnmálamanna og ýmissa annarra sem tekið hafa í sama streng byggjast á góðum hug þeirra til landsbyggðarinnar. En menn mega ekki horfa fram hjá staðreyndum. Í dag fara rúmlega 80% af öllum flutningum innanlands um þjóðvegina; Þróunin undanfarin ár hefur öll verið í átt til aukinna landflutninga; er skýrt dæmi um það ákvörðun Samskipa, helsta keppinautar Eimskipafélagsins, fyrir fjórum árum að hætta öllum strandsiglingum. Ástæðan fyrir þessari framvindu er krafa fólks og fyrirtækja um aukna og hraðari þjónustu. Svo dæmi séu tekin vill almenningur ekki bíða í viku eftir búslóð sem hægt er að fá samdægurs og verslanir vilja fá grænmeti, ávexti og aðra ferskvöru fljótt og örugglega til að geta boðið neytendum betri vöruval. Á 21. öld eru vikulegar skipakomur eins og hestaflutningar á fyrri öldum. Ísland er ekki lengur kyrrstöðuþjóðfélag heldur samfélag í stöðugri deiglu og framrás. Bætt lífskjör byggjast á því að þjóðin og athafnamenn hennar séu á hverjum tíma reiðubúnir til að laga sig að breyttum aðstæðum, eftirspurn og tækni. Án vilja og hæfni til slíkrar aðlögunar staðnar þjóðfélagið og lífskjörin versna. Hugmyndir um að stofna til nýrrar skipaútgerðar ríkisins eru fráleitar. Stuðningur við bætt vegakerfi í kjölfar breytts flutningamynsturs væri eðlilegri og nútímalegri viðbrögð stjórnmálamanna en tilraunir til að handstýra flutningaþróuninni. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að flutningafyrirtækin greiða stórfé í vegasjóð og ríkisvaldið hefur margvíslega möguleika til að haga skattlagningu sinni með tilliti til breyttra aðstæðna.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar