Við þurfum ekki nýja ríkisútgerð 5. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Flest bendir til þess að ákvörðun stjórnenda Eimskipafélags Íslands nú um mánaðamótin að hætta strandsiglingum innanlands og flytja varninginn í staðinn landleiðina sé byggð á raunsæju mati á markaðsaðstæðum. Komi á daginn að svo er ekki munu lögmál samkeppni og frjálss markaðar innan tíðar sjá til þess aðrir fylli í skarðið sem myndast hefur. Áhyggjur landsbyggðarfólks af afleiðingum þessarar ákvörðunar eru skiljanlegar því breytingar af þessu tagi hafa óhjákvæmilega í för með sér röskun og óþægindi fyrir ýmsa í sjávarplássum landsins þegar til skemmri tíma er litið.Eitthvert tekjutap hafnarsjóða er einnig fyrirsjáanlegt. Í umræðum um málið á undanförnum dögum hefur helst verið rætt um áhrifin á þjóðvegakerfið. Efasemdir heyrast um að það sé fært um að annast þá miklu flutninga sem framundan eru, en Eimskip hefur árlega flutt um 140 þúsund tonn af varningi sjóðleiðina umhverfis landið. Mörgum finnst blóðugt að miklar opinberar fjárfestingar í hafnarmannvirkjum, sem meðal annars hafa verið réttlættar með vísan til strandflutninga skipafélaganna, nýtist nú illa. Við aðstæður sem þessar kemur ekki á óvart að stjórnlyndir þingmenn og sveitarstjórnarmenn krefjist þess að ríkisvaldið grípi á einhvern hátt í taumana. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, sagði í sjónvarpsviðtali í vikunni að ekki væri sjálfgefið að það væri einkamál fyrirtækja hvernig flutningum væri háttað. Stjórnvöld þyrftu að bregðast við þeirri nýju stöðu sem upp væri komin. Samflokksmaður hans, Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, hvatti til þess í Morgunblaðinu í gær að "samfélagið" tæki höndum saman um að koma á strandsiglingum að nýju, til dæmis með því að endurreisa Skipaútgerð ríkisins, sem lögð var niður 1992 eftir margra milljarða taprekstur. Ekki skal dregið í efa að viðbrögð þessara stjórnmálamanna og ýmissa annarra sem tekið hafa í sama streng byggjast á góðum hug þeirra til landsbyggðarinnar. En menn mega ekki horfa fram hjá staðreyndum. Í dag fara rúmlega 80% af öllum flutningum innanlands um þjóðvegina; Þróunin undanfarin ár hefur öll verið í átt til aukinna landflutninga; er skýrt dæmi um það ákvörðun Samskipa, helsta keppinautar Eimskipafélagsins, fyrir fjórum árum að hætta öllum strandsiglingum. Ástæðan fyrir þessari framvindu er krafa fólks og fyrirtækja um aukna og hraðari þjónustu. Svo dæmi séu tekin vill almenningur ekki bíða í viku eftir búslóð sem hægt er að fá samdægurs og verslanir vilja fá grænmeti, ávexti og aðra ferskvöru fljótt og örugglega til að geta boðið neytendum betri vöruval. Á 21. öld eru vikulegar skipakomur eins og hestaflutningar á fyrri öldum. Ísland er ekki lengur kyrrstöðuþjóðfélag heldur samfélag í stöðugri deiglu og framrás. Bætt lífskjör byggjast á því að þjóðin og athafnamenn hennar séu á hverjum tíma reiðubúnir til að laga sig að breyttum aðstæðum, eftirspurn og tækni. Án vilja og hæfni til slíkrar aðlögunar staðnar þjóðfélagið og lífskjörin versna. Hugmyndir um að stofna til nýrrar skipaútgerðar ríkisins eru fráleitar. Stuðningur við bætt vegakerfi í kjölfar breytts flutningamynsturs væri eðlilegri og nútímalegri viðbrögð stjórnmálamanna en tilraunir til að handstýra flutningaþróuninni. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að flutningafyrirtækin greiða stórfé í vegasjóð og ríkisvaldið hefur margvíslega möguleika til að haga skattlagningu sinni með tilliti til breyttra aðstæðna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Flest bendir til þess að ákvörðun stjórnenda Eimskipafélags Íslands nú um mánaðamótin að hætta strandsiglingum innanlands og flytja varninginn í staðinn landleiðina sé byggð á raunsæju mati á markaðsaðstæðum. Komi á daginn að svo er ekki munu lögmál samkeppni og frjálss markaðar innan tíðar sjá til þess aðrir fylli í skarðið sem myndast hefur. Áhyggjur landsbyggðarfólks af afleiðingum þessarar ákvörðunar eru skiljanlegar því breytingar af þessu tagi hafa óhjákvæmilega í för með sér röskun og óþægindi fyrir ýmsa í sjávarplássum landsins þegar til skemmri tíma er litið.Eitthvert tekjutap hafnarsjóða er einnig fyrirsjáanlegt. Í umræðum um málið á undanförnum dögum hefur helst verið rætt um áhrifin á þjóðvegakerfið. Efasemdir heyrast um að það sé fært um að annast þá miklu flutninga sem framundan eru, en Eimskip hefur árlega flutt um 140 þúsund tonn af varningi sjóðleiðina umhverfis landið. Mörgum finnst blóðugt að miklar opinberar fjárfestingar í hafnarmannvirkjum, sem meðal annars hafa verið réttlættar með vísan til strandflutninga skipafélaganna, nýtist nú illa. Við aðstæður sem þessar kemur ekki á óvart að stjórnlyndir þingmenn og sveitarstjórnarmenn krefjist þess að ríkisvaldið grípi á einhvern hátt í taumana. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, sagði í sjónvarpsviðtali í vikunni að ekki væri sjálfgefið að það væri einkamál fyrirtækja hvernig flutningum væri háttað. Stjórnvöld þyrftu að bregðast við þeirri nýju stöðu sem upp væri komin. Samflokksmaður hans, Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, hvatti til þess í Morgunblaðinu í gær að "samfélagið" tæki höndum saman um að koma á strandsiglingum að nýju, til dæmis með því að endurreisa Skipaútgerð ríkisins, sem lögð var niður 1992 eftir margra milljarða taprekstur. Ekki skal dregið í efa að viðbrögð þessara stjórnmálamanna og ýmissa annarra sem tekið hafa í sama streng byggjast á góðum hug þeirra til landsbyggðarinnar. En menn mega ekki horfa fram hjá staðreyndum. Í dag fara rúmlega 80% af öllum flutningum innanlands um þjóðvegina; Þróunin undanfarin ár hefur öll verið í átt til aukinna landflutninga; er skýrt dæmi um það ákvörðun Samskipa, helsta keppinautar Eimskipafélagsins, fyrir fjórum árum að hætta öllum strandsiglingum. Ástæðan fyrir þessari framvindu er krafa fólks og fyrirtækja um aukna og hraðari þjónustu. Svo dæmi séu tekin vill almenningur ekki bíða í viku eftir búslóð sem hægt er að fá samdægurs og verslanir vilja fá grænmeti, ávexti og aðra ferskvöru fljótt og örugglega til að geta boðið neytendum betri vöruval. Á 21. öld eru vikulegar skipakomur eins og hestaflutningar á fyrri öldum. Ísland er ekki lengur kyrrstöðuþjóðfélag heldur samfélag í stöðugri deiglu og framrás. Bætt lífskjör byggjast á því að þjóðin og athafnamenn hennar séu á hverjum tíma reiðubúnir til að laga sig að breyttum aðstæðum, eftirspurn og tækni. Án vilja og hæfni til slíkrar aðlögunar staðnar þjóðfélagið og lífskjörin versna. Hugmyndir um að stofna til nýrrar skipaútgerðar ríkisins eru fráleitar. Stuðningur við bætt vegakerfi í kjölfar breytts flutningamynsturs væri eðlilegri og nútímalegri viðbrögð stjórnmálamanna en tilraunir til að handstýra flutningaþróuninni. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að flutningafyrirtækin greiða stórfé í vegasjóð og ríkisvaldið hefur margvíslega möguleika til að haga skattlagningu sinni með tilliti til breyttra aðstæðna.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar