Stakkaskipti í atvinnulífinu 13. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Eftir velheppnaðar útrásir KB banka að undanförnu hlaut að koma að því að keppinautar hans á íslenskum markaði hugsuðu sér til hreyfings á mörkuðum utan landsteinanna. Fréttin í gær um "strandhögg" Íslandsbanka í Noregi kemur því í sjálfu sér ekki á óvart þótt ekki hafi verið vitað að sjónir stjórnenda bankans beindust að Kreditbanken á Sunnmæri. Virðist um skynsamlega og vel hugsaða fjárfestingu að ræða. Erlendar fjárfestingar bankanna og annarra íslenskra stórfyrirtækja eru til marks um þau stakkaskipti sem orðið hafa á þjóðarbúskap okkar Íslendinga á undanförnum árum. Landsframleiðslan hér á landi var löngum borin uppi af framleiðslu í sjávarútvegi, sem að auki skapaði meginhluta gjaldeyristekna landsmanna, en nú er uppspretta hvors tveggja miklu fjölbreyttari. Stafar hagvöxtur undanfarinna ára ekki síst af grósku í iðnaði og þjónustu. Hefur hlutur þeirra greina í útflutningstekjum jafnframt stóraukist. Fyrr á árum var hlutur sjávarútvegs í hagvexti og gjaldeyristekjum svo mikill að tímabundinn aflabrestur, verðfall á erlendum mörkuðum eða vinnudeilur útvegsmanna og sjómanna settu þjóðfélagið á annan endann. Verkföll í greininni voru talin ógna þjóðarhag og iðulega bundinn endi á þau með lagasetningu. Það er tímanna tákn - lýsandi fyrir minnkandi vægi sjávarútvegs í íslensku hagkerfi - þegar sjávarútvegsráðherra segir að ekki komi til greina að stöðva sjómannaverkfall með lagafyrirmælum - og meinar það! Staða sjávarútvegs á Íslandi á 20. öld er annars forvitnilegt rannsóknarefni. Litið var á útgerð og fiskvinnslu sömu augum og landbúnað á fyrri öldum - sem "undirstöðuatvinnuveg" þjóðarinnar. Þá höfðu menn í huga að hlutur hans í hagvexti og gjaldeyrissköpun var yfirgnæfandi miðað við aðrar atvinnugreinar. En á sama tíma var hagstjórn ráðamanna svo einkennilega háttað, aðallega vegna óraunhæfrar gengisskráningar, að drjúgur hluti sjávarútvegsfyrirtækja barðist í bökkum með að ná endum saman í rekstri og greinin í heild þurfti að þiggja ríflega styrki og niðurgreiðslur úr ríkissjóði. Sennilegt er að sjálf hugmyndin um að ein atvinnugrein öðrum fremur sé undirstaða efnahagslífsins, hugmynd sem rekja má til búauðgisstefnu 18. aldar, hafi ráðið miklu um það hve seint útvegurinn braust úr kerfi hafta, styrkja og millifærslusjóða. Eftir að kvótakerfið í sjávarútvegi breyttist úr því að vera eingöngu fiskveiðistjórnunarkerfi og varð að markaðskerfi snemma árs 1990 með lögum sem heimiluðu frjálst framsal aflaheimilda hefur greinin blómstrað sem aldrei fyrr - en nú á eigin forsendum. Sjávarútvegur er þróttmikil atvinnugrein en ekkert frekar "undirstaða" hagkerfis okkar en aðrir atvinnuvegir. Hann nýtur virðingar vegna sögu sinnar og framlags til hagsældar þjóðarinnar en verður að öðru leyti að starfa og keppa við aðrar greinar á jafnréttisgrundvelli. Það er eðlileg og heilbrigð þróun í þjóðfélagi sem vill hafa frjálsan markaðsbúskap að leiðarljósi efnahagsstarfseminnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Eftir velheppnaðar útrásir KB banka að undanförnu hlaut að koma að því að keppinautar hans á íslenskum markaði hugsuðu sér til hreyfings á mörkuðum utan landsteinanna. Fréttin í gær um "strandhögg" Íslandsbanka í Noregi kemur því í sjálfu sér ekki á óvart þótt ekki hafi verið vitað að sjónir stjórnenda bankans beindust að Kreditbanken á Sunnmæri. Virðist um skynsamlega og vel hugsaða fjárfestingu að ræða. Erlendar fjárfestingar bankanna og annarra íslenskra stórfyrirtækja eru til marks um þau stakkaskipti sem orðið hafa á þjóðarbúskap okkar Íslendinga á undanförnum árum. Landsframleiðslan hér á landi var löngum borin uppi af framleiðslu í sjávarútvegi, sem að auki skapaði meginhluta gjaldeyristekna landsmanna, en nú er uppspretta hvors tveggja miklu fjölbreyttari. Stafar hagvöxtur undanfarinna ára ekki síst af grósku í iðnaði og þjónustu. Hefur hlutur þeirra greina í útflutningstekjum jafnframt stóraukist. Fyrr á árum var hlutur sjávarútvegs í hagvexti og gjaldeyristekjum svo mikill að tímabundinn aflabrestur, verðfall á erlendum mörkuðum eða vinnudeilur útvegsmanna og sjómanna settu þjóðfélagið á annan endann. Verkföll í greininni voru talin ógna þjóðarhag og iðulega bundinn endi á þau með lagasetningu. Það er tímanna tákn - lýsandi fyrir minnkandi vægi sjávarútvegs í íslensku hagkerfi - þegar sjávarútvegsráðherra segir að ekki komi til greina að stöðva sjómannaverkfall með lagafyrirmælum - og meinar það! Staða sjávarútvegs á Íslandi á 20. öld er annars forvitnilegt rannsóknarefni. Litið var á útgerð og fiskvinnslu sömu augum og landbúnað á fyrri öldum - sem "undirstöðuatvinnuveg" þjóðarinnar. Þá höfðu menn í huga að hlutur hans í hagvexti og gjaldeyrissköpun var yfirgnæfandi miðað við aðrar atvinnugreinar. En á sama tíma var hagstjórn ráðamanna svo einkennilega háttað, aðallega vegna óraunhæfrar gengisskráningar, að drjúgur hluti sjávarútvegsfyrirtækja barðist í bökkum með að ná endum saman í rekstri og greinin í heild þurfti að þiggja ríflega styrki og niðurgreiðslur úr ríkissjóði. Sennilegt er að sjálf hugmyndin um að ein atvinnugrein öðrum fremur sé undirstaða efnahagslífsins, hugmynd sem rekja má til búauðgisstefnu 18. aldar, hafi ráðið miklu um það hve seint útvegurinn braust úr kerfi hafta, styrkja og millifærslusjóða. Eftir að kvótakerfið í sjávarútvegi breyttist úr því að vera eingöngu fiskveiðistjórnunarkerfi og varð að markaðskerfi snemma árs 1990 með lögum sem heimiluðu frjálst framsal aflaheimilda hefur greinin blómstrað sem aldrei fyrr - en nú á eigin forsendum. Sjávarútvegur er þróttmikil atvinnugrein en ekkert frekar "undirstaða" hagkerfis okkar en aðrir atvinnuvegir. Hann nýtur virðingar vegna sögu sinnar og framlags til hagsældar þjóðarinnar en verður að öðru leyti að starfa og keppa við aðrar greinar á jafnréttisgrundvelli. Það er eðlileg og heilbrigð þróun í þjóðfélagi sem vill hafa frjálsan markaðsbúskap að leiðarljósi efnahagsstarfseminnar.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun