Njálsbrenna hin síðari 13. október 2005 14:32 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ein áhrifaríkasta - og um leið einhver dapurlegasta - myndin sem dregin er upp í fornbókmenntum okkar er af brennunni á Bergþórshvoli, Njálsbrennu sem svo hefur verið kölluð. Þar lét fjöldi heimilismanna, börn, konur og karlar, lífið í hefndaratlögu fjölmenns flokks hatursfullra vígamanna. Öldum saman töldu Íslendingar að brennan hefði raunverulega orðið með þeim hætti sem lýst er í Njáls sögu. Fornleifafræðingar grófu jafnvel eftir brunarústum á staðnum á fyrri hluta síðustu aldar. Atburðurinn varð tákn um grimmd þjóðveldisaldar á kvöldvökum baðstofanna og í sögukennslu skólanna kynslóð fram af kynslóð. Í rauninni skiptir engu máli hvort Njálsbrenna er frásögn um atburð sem varð, tómur skáldskapur eða hvort hún byggir aðeins að hluta til á sannsögulegri fyrirmynd, sem er líklegast. Atburðurinn í listrænni endursögn eða sköpun höfundarins, hver sem hann var, er stöðug áminning um harðneskjuna, hefndarhuginn og hatrið í mannfélaginu. Um leið birtir hann okkur næsta ofurmannlegan kjark fólks sem gekk á móti ægilegum örlögum af reisn. Þetta er rifjað upp vegna þess að um helgina var Njálsbrenna sviðsett sem liður í dagskrá Töðugjalda á Hvolsvelli þar sem einnig er staðsett vinsælt sýningarhús, Njálusetur. Myndin af heitum, ógnandi logunum í sjónvarpsfréttum Stöðvar tvö í fyrrakvöld stuðaði fleiri en einn áhorfanda og vakti upp þá spurningu hvort íslensk ferða- og afþreyingarþjónusta sé á réttri leið þegar jafn harmsögulegur atburður verður tilefni skemmtiatriðis við leik, söng og fremur óheflaða eftiröpun vígaferla sögualdar. Fornbókmenntirnar eru vissulega sameign okkar allra og ritskýring þeirra og hagnýting eru engin einkaréttindi fræðimanna. Þær eru einmitt lifandi í samtímanum vegna þess hve almenningur hefur tekið miklu ástfóstri við þær öld fram af öld. En það þýðir ekki að engu skipti hvernig með þær er farið og hvernig þær eru kynntar. Þeir sem vilja hagnýta sér hinn sögulega arf þjóðarinnar mega ekki láta eins og óvitar sem róta eftir leikfangi í gullakistu. Það ætti að vera sjálfsagður virðingarvottur við forfeður okkar að umgangast menningararfinn af yfirvegun og vandvirkni og með sómatilfinningu að leiðarljósi. Það er satt að segja ekki fyrr en á allra síðustu árum sem Íslendingar hafa talið forfeður sína á fyrstu öldum byggðar í landinu víkinga eða talið sérstaka ástæðu til að hafa vígaferli sögualdar í hávegum. Orðið "víkingur" kemur ekki einu sinni fyrrir í Íslendingabók Ara fróða. Lesa má úr ýmsum Íslendingasagna tilhneigingu til að greina hetjur sagnanna frá réttnefndum víkingum, sjóræningjum og farandillvirkjum. "Víkingavæðingin" sem ferðaþjónustan hér á landi hefur staðið fyrir á undanförnum árum - og Njálsbrenna hin síðari er þáttur í - er angi af alþjóðlegri tísku, sem vissulega getur haft skemmtilegar og fræðandi hliðar ef vandað er til verka. En hún er umdeilanlegt fyrirbæri - jafnt sagnfræðilega sem siðferðislega - og Njálsbrennan á Hvolsvelli - eins og hún birtist í sjónvarpsfréttum - er óþægileg áminning um skort okkar Íslendinga á alvörukenndum skilningi á menningararfi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ein áhrifaríkasta - og um leið einhver dapurlegasta - myndin sem dregin er upp í fornbókmenntum okkar er af brennunni á Bergþórshvoli, Njálsbrennu sem svo hefur verið kölluð. Þar lét fjöldi heimilismanna, börn, konur og karlar, lífið í hefndaratlögu fjölmenns flokks hatursfullra vígamanna. Öldum saman töldu Íslendingar að brennan hefði raunverulega orðið með þeim hætti sem lýst er í Njáls sögu. Fornleifafræðingar grófu jafnvel eftir brunarústum á staðnum á fyrri hluta síðustu aldar. Atburðurinn varð tákn um grimmd þjóðveldisaldar á kvöldvökum baðstofanna og í sögukennslu skólanna kynslóð fram af kynslóð. Í rauninni skiptir engu máli hvort Njálsbrenna er frásögn um atburð sem varð, tómur skáldskapur eða hvort hún byggir aðeins að hluta til á sannsögulegri fyrirmynd, sem er líklegast. Atburðurinn í listrænni endursögn eða sköpun höfundarins, hver sem hann var, er stöðug áminning um harðneskjuna, hefndarhuginn og hatrið í mannfélaginu. Um leið birtir hann okkur næsta ofurmannlegan kjark fólks sem gekk á móti ægilegum örlögum af reisn. Þetta er rifjað upp vegna þess að um helgina var Njálsbrenna sviðsett sem liður í dagskrá Töðugjalda á Hvolsvelli þar sem einnig er staðsett vinsælt sýningarhús, Njálusetur. Myndin af heitum, ógnandi logunum í sjónvarpsfréttum Stöðvar tvö í fyrrakvöld stuðaði fleiri en einn áhorfanda og vakti upp þá spurningu hvort íslensk ferða- og afþreyingarþjónusta sé á réttri leið þegar jafn harmsögulegur atburður verður tilefni skemmtiatriðis við leik, söng og fremur óheflaða eftiröpun vígaferla sögualdar. Fornbókmenntirnar eru vissulega sameign okkar allra og ritskýring þeirra og hagnýting eru engin einkaréttindi fræðimanna. Þær eru einmitt lifandi í samtímanum vegna þess hve almenningur hefur tekið miklu ástfóstri við þær öld fram af öld. En það þýðir ekki að engu skipti hvernig með þær er farið og hvernig þær eru kynntar. Þeir sem vilja hagnýta sér hinn sögulega arf þjóðarinnar mega ekki láta eins og óvitar sem róta eftir leikfangi í gullakistu. Það ætti að vera sjálfsagður virðingarvottur við forfeður okkar að umgangast menningararfinn af yfirvegun og vandvirkni og með sómatilfinningu að leiðarljósi. Það er satt að segja ekki fyrr en á allra síðustu árum sem Íslendingar hafa talið forfeður sína á fyrstu öldum byggðar í landinu víkinga eða talið sérstaka ástæðu til að hafa vígaferli sögualdar í hávegum. Orðið "víkingur" kemur ekki einu sinni fyrrir í Íslendingabók Ara fróða. Lesa má úr ýmsum Íslendingasagna tilhneigingu til að greina hetjur sagnanna frá réttnefndum víkingum, sjóræningjum og farandillvirkjum. "Víkingavæðingin" sem ferðaþjónustan hér á landi hefur staðið fyrir á undanförnum árum - og Njálsbrenna hin síðari er þáttur í - er angi af alþjóðlegri tísku, sem vissulega getur haft skemmtilegar og fræðandi hliðar ef vandað er til verka. En hún er umdeilanlegt fyrirbæri - jafnt sagnfræðilega sem siðferðislega - og Njálsbrennan á Hvolsvelli - eins og hún birtist í sjónvarpsfréttum - er óþægileg áminning um skort okkar Íslendinga á alvörukenndum skilningi á menningararfi okkar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun