Nýtt þjóðfélag í sköpun 31. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Samtök verslunar og þjónustu birtu í gær nýjar tölur um hlutfall erlendra tekna þjónustugreina af heildargjaldeyristekjum landsmanna. Urðu þær 36,6% á síðasta ári sem er aukning um átta prósent frá árinu 2002 þegar hlutfallið var 33,9%. Til samanburður voru gjaldeyristekjur af sjávarútvegi í fyrra litlu meiri eða 39,5%. Þessar tölur segja okkur að nýtt þjóðfélag er í sköpun á Íslandi; árétta að einhæfni atvinnulífsins er liðin tíð. Sjávarútvegur, bæði veiðar og vinnsla, hefur löngum verið skilgreindur sem "undirstöðuatvinnuvegur" þjóðarinnar, ekki síst vegna framlags hans til gjaldeyrisöflunar. Án erlends gjaldeyris til að greiða fyrir innfluttar vörur og þjónustu má segja að íslenskt þjóðfélag sé óstarfhæft. Eru fáar þjóðir jafn háðar utanríkisviðskiptum og við Íslendingar. Vægi sjávarútvegs setti mark sitt á atvinnulíf og efnahagsmál á öldinni sem leið. Allt þjóðlífið var með einum eða öðrum hætti merkt áherslunni á sjávarútveginn. Afli, vinnsla og sala fiskafurða voru helstu fréttir fjölmiðla. Málefni atvinnugreinarinnar voru órjúfanlega tengd öllum kjarasamningum á vinnumarkaði. Hinar frægu "efnahagsaðgerðir" ríkisstjórna, sem voru fastur liður á þriggja mánaða fresti um langt árabil, miðuðu öðru fremur að því að tryggja að sjávarútvegsfyrirtæki væru ekki rekin með halla. Þessi áhersla leiddi til vondrar skekkju í hagstjórn og skaðaði uppbyggingu annarra atvinnugreina. Forsjárhyggjan olli sjávarútvegi einnig tjóni; það var ekki fyrr en kvótakerfið varð að markaðskerfi með framseljanlegum aflaheimildum á tíunda áratugnum sem greinin í heild náði raunverulegu flugi á eigin forsendum.Síðan hefur hún eflst og dafnað þannig að það er ekki hnignun sjávarútvegs sem veldur því að hann er að falla úr fyrsta sæti gjaldeyrisskapandi atvinnugreina. Því ræður stórsókn þjónustugreina og iðnaðar við ný og frjálsleg skilyrði atvinnulífsins. Hinn erlendi gjaldeyrir sem þjónustugreinar afla kemur að drýgstum hluta frá samgöngum, þ.e. flutningastarfsemi, síðan fjármálastarfsemi bankanna og loks frá erlendum ferðamönnum. Fyrirtæki í þessum þjónustugreinum og skyldum hafa innan sinna vébanda rúmlega sjötíu prósent allra Íslendinga á vinnumarkaði. Þau greiða jafnframt langmest allra lögaðila í opinber gjöld. Í þessu ljósi er ekki órökrétt sú uppástunga í Fréttapósti Samtaka verslunar og þjónustu í gær að tala um Íslendinga sem þjónustuþjóð fremur en fiskveiðiþjóð. Breytingarnar sem orðið hafa á íslensku hagkerfi á undanförnum árum hafa orðið ýmsum áhyggjuefni. Hafa áhrifamenn hvatt til þess að stjórnvöld setji starfsemi fyrirtækja þrengri skorður. Það væri misráðið. Hér eiga ekki að vera aðrar reglur um viðskiptalíf og atvinnuvegi en tíðkast í nágrannalöndum okkar og helstu viðskiptalöndum. Það er einmitt frjálsræðið og skynsamleg skattastefna ríkisstjórnarinnar sem hefur ráðið miklu um þá gleðilegu þróun sem orðið hefur í atvinnulífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Samtök verslunar og þjónustu birtu í gær nýjar tölur um hlutfall erlendra tekna þjónustugreina af heildargjaldeyristekjum landsmanna. Urðu þær 36,6% á síðasta ári sem er aukning um átta prósent frá árinu 2002 þegar hlutfallið var 33,9%. Til samanburður voru gjaldeyristekjur af sjávarútvegi í fyrra litlu meiri eða 39,5%. Þessar tölur segja okkur að nýtt þjóðfélag er í sköpun á Íslandi; árétta að einhæfni atvinnulífsins er liðin tíð. Sjávarútvegur, bæði veiðar og vinnsla, hefur löngum verið skilgreindur sem "undirstöðuatvinnuvegur" þjóðarinnar, ekki síst vegna framlags hans til gjaldeyrisöflunar. Án erlends gjaldeyris til að greiða fyrir innfluttar vörur og þjónustu má segja að íslenskt þjóðfélag sé óstarfhæft. Eru fáar þjóðir jafn háðar utanríkisviðskiptum og við Íslendingar. Vægi sjávarútvegs setti mark sitt á atvinnulíf og efnahagsmál á öldinni sem leið. Allt þjóðlífið var með einum eða öðrum hætti merkt áherslunni á sjávarútveginn. Afli, vinnsla og sala fiskafurða voru helstu fréttir fjölmiðla. Málefni atvinnugreinarinnar voru órjúfanlega tengd öllum kjarasamningum á vinnumarkaði. Hinar frægu "efnahagsaðgerðir" ríkisstjórna, sem voru fastur liður á þriggja mánaða fresti um langt árabil, miðuðu öðru fremur að því að tryggja að sjávarútvegsfyrirtæki væru ekki rekin með halla. Þessi áhersla leiddi til vondrar skekkju í hagstjórn og skaðaði uppbyggingu annarra atvinnugreina. Forsjárhyggjan olli sjávarútvegi einnig tjóni; það var ekki fyrr en kvótakerfið varð að markaðskerfi með framseljanlegum aflaheimildum á tíunda áratugnum sem greinin í heild náði raunverulegu flugi á eigin forsendum.Síðan hefur hún eflst og dafnað þannig að það er ekki hnignun sjávarútvegs sem veldur því að hann er að falla úr fyrsta sæti gjaldeyrisskapandi atvinnugreina. Því ræður stórsókn þjónustugreina og iðnaðar við ný og frjálsleg skilyrði atvinnulífsins. Hinn erlendi gjaldeyrir sem þjónustugreinar afla kemur að drýgstum hluta frá samgöngum, þ.e. flutningastarfsemi, síðan fjármálastarfsemi bankanna og loks frá erlendum ferðamönnum. Fyrirtæki í þessum þjónustugreinum og skyldum hafa innan sinna vébanda rúmlega sjötíu prósent allra Íslendinga á vinnumarkaði. Þau greiða jafnframt langmest allra lögaðila í opinber gjöld. Í þessu ljósi er ekki órökrétt sú uppástunga í Fréttapósti Samtaka verslunar og þjónustu í gær að tala um Íslendinga sem þjónustuþjóð fremur en fiskveiðiþjóð. Breytingarnar sem orðið hafa á íslensku hagkerfi á undanförnum árum hafa orðið ýmsum áhyggjuefni. Hafa áhrifamenn hvatt til þess að stjórnvöld setji starfsemi fyrirtækja þrengri skorður. Það væri misráðið. Hér eiga ekki að vera aðrar reglur um viðskiptalíf og atvinnuvegi en tíðkast í nágrannalöndum okkar og helstu viðskiptalöndum. Það er einmitt frjálsræðið og skynsamleg skattastefna ríkisstjórnarinnar sem hefur ráðið miklu um þá gleðilegu þróun sem orðið hefur í atvinnulífinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar