Bankar lækka vexti enn frekar 31. ágúst 2004 00:01 Langflestir viðskiptabankanna hafa nú lækkað vexti af lánum til íbúðakaupa niður í 4,2 prósent. Lækkunin kom í kjölfar þess að Lífeyrissjóður verslunarmanna hellti sér í slaginn um lántakendur og bauð lán með 4,3 prósenta vöxtum. Ný lán Lífeyrissjóðs Verslunarmanna bera 0,1 prósent lægri vexti en íbúðalán flestra viðskiptabankanna og 0,05 prósenta lægri vexti en Íbúðalánasjóður. Lánað er til allt að 30 ára, gegn fyrsta veðrétti í húseign. Þá munu vextir á eldri lánum sjóðsins lækka um 0,6 prósent frá og með morgundeginum. Virkir sjóðfélagar í Lífeyrissjóði Verslunarmanna eru um 40 þúsund og þeim standa lánin til boða. Engin launung er á því að þetta útspil miðar að því að koma í veg fyrir að fólk taki ný lán hjá viðskiptabönkunum og noti þau til að greiða upp lífeyrissjóðslán. Guðmundur Þórhallsson, forstöðumaður verðbréfabiðskipta, segir að taka verði mið af því að ekki sé hægt að sitja aðgerðarlaus, sá sem geri það endi í uppreiðslu með sín lán. Þetta sé því eins og hver önnur samkeppni sem verði að taka þátt í. Skömmu síðar bauð KB-banki til blaðamannafundar þar sem tilkynnt var að þeirra vextir myndu lækka úr 4,4 prósentum niður í 4,2 prósent, í öllum sveitarfélögum þar sem bankinn starfar. Ljóst er að hart er barist um viðskiptavinina í slagsmálum sem KB-banki átti upphafið að. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, segir að vextirnir hafi lækkað mjög mikið á stuttum tíma. Hann segir að vextir muni breytast til framtíðar en það muni verða í mun minni skrefum en undanfarið. Þeir geti eins hækkað eins og lækkað. Aðspurður hvort búast megi við meiri lækkun á næstu dögum segir Hreiðar að þeir verði að sjá til hvernig markaðsumhverfið þróist og hvernig samkeppnisaðilarnir bregðist við. Þá sagði hann að eitt af því sem bankinn væri að skoða núna væru óverðtryggð lán á hærri vöxtum. Viðbrögð keppinautanna létu ekki á sér standa, því í kjölfarið lækkuðu Landsbankinn, Íslandsbanki, SPRON og Sparisjóður Vélstjóra vexti af íbúðalánum niður 4,2 prósent, rétt eins og KB banki. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Langflestir viðskiptabankanna hafa nú lækkað vexti af lánum til íbúðakaupa niður í 4,2 prósent. Lækkunin kom í kjölfar þess að Lífeyrissjóður verslunarmanna hellti sér í slaginn um lántakendur og bauð lán með 4,3 prósenta vöxtum. Ný lán Lífeyrissjóðs Verslunarmanna bera 0,1 prósent lægri vexti en íbúðalán flestra viðskiptabankanna og 0,05 prósenta lægri vexti en Íbúðalánasjóður. Lánað er til allt að 30 ára, gegn fyrsta veðrétti í húseign. Þá munu vextir á eldri lánum sjóðsins lækka um 0,6 prósent frá og með morgundeginum. Virkir sjóðfélagar í Lífeyrissjóði Verslunarmanna eru um 40 þúsund og þeim standa lánin til boða. Engin launung er á því að þetta útspil miðar að því að koma í veg fyrir að fólk taki ný lán hjá viðskiptabönkunum og noti þau til að greiða upp lífeyrissjóðslán. Guðmundur Þórhallsson, forstöðumaður verðbréfabiðskipta, segir að taka verði mið af því að ekki sé hægt að sitja aðgerðarlaus, sá sem geri það endi í uppreiðslu með sín lán. Þetta sé því eins og hver önnur samkeppni sem verði að taka þátt í. Skömmu síðar bauð KB-banki til blaðamannafundar þar sem tilkynnt var að þeirra vextir myndu lækka úr 4,4 prósentum niður í 4,2 prósent, í öllum sveitarfélögum þar sem bankinn starfar. Ljóst er að hart er barist um viðskiptavinina í slagsmálum sem KB-banki átti upphafið að. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, segir að vextirnir hafi lækkað mjög mikið á stuttum tíma. Hann segir að vextir muni breytast til framtíðar en það muni verða í mun minni skrefum en undanfarið. Þeir geti eins hækkað eins og lækkað. Aðspurður hvort búast megi við meiri lækkun á næstu dögum segir Hreiðar að þeir verði að sjá til hvernig markaðsumhverfið þróist og hvernig samkeppnisaðilarnir bregðist við. Þá sagði hann að eitt af því sem bankinn væri að skoða núna væru óverðtryggð lán á hærri vöxtum. Viðbrögð keppinautanna létu ekki á sér standa, því í kjölfarið lækkuðu Landsbankinn, Íslandsbanki, SPRON og Sparisjóður Vélstjóra vexti af íbúðalánum niður 4,2 prósent, rétt eins og KB banki.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira