Ráðstafanir vegna atvinnuleysis 9. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þegar stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi voru í sjónmáli fyrir um það bil tveimur árum fylltust margir bjartsýni um að atvinnuleysi í landinu minnkaði verulega. Ýmsum sýndist jafnvel umfang framkvæmdanna slíkt að skortur yrði á vinnuafli sem aftur hefði í för með sér launaskrið á vinnumarkaði með tilheyrandi verðbólguáhættu. Þetta hefur ekki gengið eftir. Hagvöxtur hefur að vísu aukist og virðist ætla að aukast áfram en atvinnuleysið er enn umtalsvert. Yfir fimm þúsund vinnufærir einstaklingar hafa enga daglega launavinnu. Eðlilega velta margir því fyrir sér hverju það sæti. Í þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka, sem birt var á þriðjudaginn, er að finna forvitnilegar vangaveltur sem bregða ljósi á málið. Þar segir að aukinni vinnuaflsþörf við stóriðjuframkvæmdirnar hafi að miklu leyti verið mætt með innfluttu vinnuafli. Þess vegna hafi ekki skapast störf fyrir Íslendinga. Þá geri öflugar vinnuvélar og tækjabúnaður við framkvæmdirnar það að verkum að ekki sé þörf á jafn mörgum starfsmönnum og áður við sambærileg verkefni. Þessu til viðbótar telja sérfræðingar Íslandsbanka að við upphaf núverandi vaxtarskeiðs í efnahagslífinu hafi verið um að ræða allmikla vannýtta framleiðslugetu innan fyrirtækjanna. Það þýðir með öðrum orðum að um falið atvinnuleysi hafi verið að ræða. Fyrirtækin hafi ekki sagt upp starfsfólki þó að not fyrir það hafi verið lítil eða takmörkuð. Loks er bent á að ör þróun í upplýsingatækni kunni að skýra minni þörf fyrir vinnuafl. Allt eru þetta skynsamlegar ábendingar og umhugsunarverðar. Þær segja okkur að breytingar á atvinnulífinu sem áður tryggðu aukna atvinnu gera það ekki lengur. Ekki er það að öllu leyti vond þróun því hún þýðir að við getum aukið hagvöxt og bætt heildarlífskjörin án þess að þjóðfélagið lendi í vítahring verðbólgu eins og fyrr á árum. En þessi þróun vekur upp spurningar um verkefni fyrir þá sem eru atvinnulausir til lengri tíma. Eitthvert atvinnuleysi er eðlilegt og tímabundnar sveiflur í atvinnustigi þurfa ekki endilega að vera sérstakt áhyggjuefni. Það sem menn hljóta að staldra við sérstaklega núna er hve sá hópur sem hefur verið atvinnulaus í eitt ár eða lengur er orðinn fjölmennur. Hann telur nú á áttunda hundrað manns. Margir þessara atvinnuleysingja eru búnir hæfileikum og reynslu sem þjóðfélagið þarf að geta nýtt með einhverjum hætti. Í þessum hópi er margt fjölskyldufólk sem á erfitt með að láta enda ná saman í daglegu lífi vegna aðstæðna sinna. Atvinnuleysið skapar félagsleg vandamál sem eru óviðunandi fyrir okkar litla þjóðfélag. Ánægjulegu tíðindin í þjóðhagsspá Íslandsbanka eru þau orð að búast megi við að verulega dragi úr atvinnuleysi á næsta ári og þarnæsta. Það er að vísu tímabundin þróun að því er virðist en bót í máli. En ástæða er til að velta því fyrir sér hvort ekki sé með einhverjum hætti hægt að greiða götu þeirra sem ekki munu fyrirsjáanlega fá vinnu á næstu mánuðum. Getur ekki verið skynsamlegt fyrir ríki og sveitarfélög að leggja fé í markvissa ókeypis endurmenntun þessa fólks, svo sem á sviði upplýsingatækni, eða bjóða því aðrar námsleiðir og nýta þannig biðtímann á uppbyggilegan hátt? Aðgerðaleysi er versta böl hinna atvinnulausu. Eru ekki augljós hagræn rök fyrir því að verja opinberum fjármunum í námskeið og endurhæfingu atvinnulausra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þegar stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi voru í sjónmáli fyrir um það bil tveimur árum fylltust margir bjartsýni um að atvinnuleysi í landinu minnkaði verulega. Ýmsum sýndist jafnvel umfang framkvæmdanna slíkt að skortur yrði á vinnuafli sem aftur hefði í för með sér launaskrið á vinnumarkaði með tilheyrandi verðbólguáhættu. Þetta hefur ekki gengið eftir. Hagvöxtur hefur að vísu aukist og virðist ætla að aukast áfram en atvinnuleysið er enn umtalsvert. Yfir fimm þúsund vinnufærir einstaklingar hafa enga daglega launavinnu. Eðlilega velta margir því fyrir sér hverju það sæti. Í þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka, sem birt var á þriðjudaginn, er að finna forvitnilegar vangaveltur sem bregða ljósi á málið. Þar segir að aukinni vinnuaflsþörf við stóriðjuframkvæmdirnar hafi að miklu leyti verið mætt með innfluttu vinnuafli. Þess vegna hafi ekki skapast störf fyrir Íslendinga. Þá geri öflugar vinnuvélar og tækjabúnaður við framkvæmdirnar það að verkum að ekki sé þörf á jafn mörgum starfsmönnum og áður við sambærileg verkefni. Þessu til viðbótar telja sérfræðingar Íslandsbanka að við upphaf núverandi vaxtarskeiðs í efnahagslífinu hafi verið um að ræða allmikla vannýtta framleiðslugetu innan fyrirtækjanna. Það þýðir með öðrum orðum að um falið atvinnuleysi hafi verið að ræða. Fyrirtækin hafi ekki sagt upp starfsfólki þó að not fyrir það hafi verið lítil eða takmörkuð. Loks er bent á að ör þróun í upplýsingatækni kunni að skýra minni þörf fyrir vinnuafl. Allt eru þetta skynsamlegar ábendingar og umhugsunarverðar. Þær segja okkur að breytingar á atvinnulífinu sem áður tryggðu aukna atvinnu gera það ekki lengur. Ekki er það að öllu leyti vond þróun því hún þýðir að við getum aukið hagvöxt og bætt heildarlífskjörin án þess að þjóðfélagið lendi í vítahring verðbólgu eins og fyrr á árum. En þessi þróun vekur upp spurningar um verkefni fyrir þá sem eru atvinnulausir til lengri tíma. Eitthvert atvinnuleysi er eðlilegt og tímabundnar sveiflur í atvinnustigi þurfa ekki endilega að vera sérstakt áhyggjuefni. Það sem menn hljóta að staldra við sérstaklega núna er hve sá hópur sem hefur verið atvinnulaus í eitt ár eða lengur er orðinn fjölmennur. Hann telur nú á áttunda hundrað manns. Margir þessara atvinnuleysingja eru búnir hæfileikum og reynslu sem þjóðfélagið þarf að geta nýtt með einhverjum hætti. Í þessum hópi er margt fjölskyldufólk sem á erfitt með að láta enda ná saman í daglegu lífi vegna aðstæðna sinna. Atvinnuleysið skapar félagsleg vandamál sem eru óviðunandi fyrir okkar litla þjóðfélag. Ánægjulegu tíðindin í þjóðhagsspá Íslandsbanka eru þau orð að búast megi við að verulega dragi úr atvinnuleysi á næsta ári og þarnæsta. Það er að vísu tímabundin þróun að því er virðist en bót í máli. En ástæða er til að velta því fyrir sér hvort ekki sé með einhverjum hætti hægt að greiða götu þeirra sem ekki munu fyrirsjáanlega fá vinnu á næstu mánuðum. Getur ekki verið skynsamlegt fyrir ríki og sveitarfélög að leggja fé í markvissa ókeypis endurmenntun þessa fólks, svo sem á sviði upplýsingatækni, eða bjóða því aðrar námsleiðir og nýta þannig biðtímann á uppbyggilegan hátt? Aðgerðaleysi er versta böl hinna atvinnulausu. Eru ekki augljós hagræn rök fyrir því að verja opinberum fjármunum í námskeið og endurhæfingu atvinnulausra?
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar