Hlutur kvenna gleymist ekki 29. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ýmsir hafa veitt því athygli að stöðuveitingar og ráðningar í ábyrgðar- og stjórnunarstörf virðast oftar vekja upp umræður um jafnréttismál kynjanna hér á landi en í löndunum í kringum okkur. Skýringin er líklega ekki sú að íslenskar konur séu kröfuharðari og hörundsárari en kynsystur þeirra meðal nágrannaþjóðanna. Skýringin er fremur sú að staða íslenskra kvenna er á þessu sviði lakari en í flestum nálægum löndum eins og tölulegar upplýsingar sýna. Hvert nýtt tilvik þar sem karl er tekinn fram yfir jafnhæfa konu vekur því meiri athygli en ella. Algeng viðbrögð við kvörtunum af þessu tagi er að óeðlilegt sé að láta kynferði eitt ráða ferðinni. Grundvallaratriði sé að menntun, þekking og reynsla hvers einstaklings fái að njóta sín í starfi og þeir eiginleikar megi ekki falla í skuggann fyrir áherslum á kynferðið eitt. Margt er til í þessu. Blind kvótaskipting kynjanna við stöðuveitingar og starfsráðningar er tæpast til farsældar. En svolítil umhugsun um stöðu kynjanna á vinnumarkaði og annars staðar í þjóðfélaginu hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort það geti virkilega verið að hæfileikum fólks í þessu landi sé svo misskipt að drýgsti hlutur þeirra hafi af einhverjum dularfullum ástæðum fundið sér bólstað hjá karlkyninu. Er ekki meiri ástæða til að ætla að ástæðan fyrir því að konur verða sjaldnar en karlar fyrir valinu þegar ráðið er í há embætti og forystustörf að karlarnir sem fyrir eru eða halda um taumana bak við tjöldin séu meðvitað og ómeðvitað að standa vörð um það sem þeir telja vera hagsmuni sína; þeir séu þegar öllu er á botninn hvolft gamaldags, íhaldssamir og fordómafullir? Það var gott fyrir Þjóðleikhúsið og gott fyrir þjóðfélagið að Tinna Gunnlaugsdóttir var á dögunum ráðin þjóðleikhússtjóri. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra má gjarnan fylgja þeirri stöðuveitingu eftir. Tölur frá árinu 2002 sýna að af 56 forstöðumönnum stofnana á vegum ráðuneytisins voru aðeins fimmtán konur. Er þó hlutfallið þar konum síst óhagstæðara en í öðrum ráðuneytum. Forystumenn atvinnu- og viðskiptalífsins í landinu þurfa líka að taka sér tak. Tölur sýna að karlar eru langtum fleiri en konur í stjórnum fyrirtækja og stjórnunarstörfum. Nýleg athugun leiddi í ljós að í stjórnum fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands eru nítján karlar fyrir hverja eina konu. Fyrir dyrum stendur skipun dómara í Hæstarétt Íslands. Af níu dómurum við réttinn eru tvær konur og á önnur þeirra aðeins tvö ár eftir til starfsloka. Einkennilegt og óvenjulegt er að í umræðunum í aðdraganda skipunar í embættið hefur varla nokkur maður nefnt nafn eina kvenumsækjandans um embættið, Hjördísar Hákonardóttur, sem þó hefur ótvíræða hæfileika til starfans og yrði réttinum áreiðanlega ekki síður til styrktar en karlumsækjendurnir sem verið hafa í sviðsljósinu. Í staðinn hefur orðið mikill karlaslagur um embættið með háværri og óvæginni pólitískri umræðu um það hvort einn karlumsækjendanna hafi notið nægilegrar sanngirni í umsögn Hæstaréttar. Minnir sá atgangur svolítið á hross með blöðkur sem hlaupa af þvílíkum ákafa að marki að þau skeyta ekki um þótt vaðið sé yfir forað og kálgarð. Það hallar á konur í Hæstarétti og eðlilegt er því að sá sem fer með veitingarvaldið hugi af alvöru að því atriði þegar skipað er í embættið og láti hávaðann og þytinn frá hrossunum ekki villa sér sýn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ýmsir hafa veitt því athygli að stöðuveitingar og ráðningar í ábyrgðar- og stjórnunarstörf virðast oftar vekja upp umræður um jafnréttismál kynjanna hér á landi en í löndunum í kringum okkur. Skýringin er líklega ekki sú að íslenskar konur séu kröfuharðari og hörundsárari en kynsystur þeirra meðal nágrannaþjóðanna. Skýringin er fremur sú að staða íslenskra kvenna er á þessu sviði lakari en í flestum nálægum löndum eins og tölulegar upplýsingar sýna. Hvert nýtt tilvik þar sem karl er tekinn fram yfir jafnhæfa konu vekur því meiri athygli en ella. Algeng viðbrögð við kvörtunum af þessu tagi er að óeðlilegt sé að láta kynferði eitt ráða ferðinni. Grundvallaratriði sé að menntun, þekking og reynsla hvers einstaklings fái að njóta sín í starfi og þeir eiginleikar megi ekki falla í skuggann fyrir áherslum á kynferðið eitt. Margt er til í þessu. Blind kvótaskipting kynjanna við stöðuveitingar og starfsráðningar er tæpast til farsældar. En svolítil umhugsun um stöðu kynjanna á vinnumarkaði og annars staðar í þjóðfélaginu hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort það geti virkilega verið að hæfileikum fólks í þessu landi sé svo misskipt að drýgsti hlutur þeirra hafi af einhverjum dularfullum ástæðum fundið sér bólstað hjá karlkyninu. Er ekki meiri ástæða til að ætla að ástæðan fyrir því að konur verða sjaldnar en karlar fyrir valinu þegar ráðið er í há embætti og forystustörf að karlarnir sem fyrir eru eða halda um taumana bak við tjöldin séu meðvitað og ómeðvitað að standa vörð um það sem þeir telja vera hagsmuni sína; þeir séu þegar öllu er á botninn hvolft gamaldags, íhaldssamir og fordómafullir? Það var gott fyrir Þjóðleikhúsið og gott fyrir þjóðfélagið að Tinna Gunnlaugsdóttir var á dögunum ráðin þjóðleikhússtjóri. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra má gjarnan fylgja þeirri stöðuveitingu eftir. Tölur frá árinu 2002 sýna að af 56 forstöðumönnum stofnana á vegum ráðuneytisins voru aðeins fimmtán konur. Er þó hlutfallið þar konum síst óhagstæðara en í öðrum ráðuneytum. Forystumenn atvinnu- og viðskiptalífsins í landinu þurfa líka að taka sér tak. Tölur sýna að karlar eru langtum fleiri en konur í stjórnum fyrirtækja og stjórnunarstörfum. Nýleg athugun leiddi í ljós að í stjórnum fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands eru nítján karlar fyrir hverja eina konu. Fyrir dyrum stendur skipun dómara í Hæstarétt Íslands. Af níu dómurum við réttinn eru tvær konur og á önnur þeirra aðeins tvö ár eftir til starfsloka. Einkennilegt og óvenjulegt er að í umræðunum í aðdraganda skipunar í embættið hefur varla nokkur maður nefnt nafn eina kvenumsækjandans um embættið, Hjördísar Hákonardóttur, sem þó hefur ótvíræða hæfileika til starfans og yrði réttinum áreiðanlega ekki síður til styrktar en karlumsækjendurnir sem verið hafa í sviðsljósinu. Í staðinn hefur orðið mikill karlaslagur um embættið með háværri og óvæginni pólitískri umræðu um það hvort einn karlumsækjendanna hafi notið nægilegrar sanngirni í umsögn Hæstaréttar. Minnir sá atgangur svolítið á hross með blöðkur sem hlaupa af þvílíkum ákafa að marki að þau skeyta ekki um þótt vaðið sé yfir forað og kálgarð. Það hallar á konur í Hæstarétti og eðlilegt er því að sá sem fer með veitingarvaldið hugi af alvöru að því atriði þegar skipað er í embættið og láti hávaðann og þytinn frá hrossunum ekki villa sér sýn.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun