Metvelta á fasteignamarkaði 18. október 2004 00:01 Velta á fasteignamarkaði hefur aldrei verið meiri en síðastliðnar fjórar vikur samkvæmt hálf fimm fréttum KB banka. Í kjölfar nýrra fasteignalána frá innlánsstofnunum og lægri vaxta hefur verið slegið nýtt met á markaðinum en veltan á umræddum tíma nemur 19 milljörðum og 4,8 til 4,9 milljarðar í hverri viku að undanförnu. Þar á undan höfðu fasteignaviðskipti risið hæst í júní síðastliðnum, rétt áður en gamla húsbréfakerfið var lagt niður. Þá kom ein vika þar sem veltan náði nærri 4,9 milljörðum. KB banki segir ekki fara á milli mála að mikil endurfjármögnun hafi átt sér stað síðastliðnar vikur samhliða fasteignaviðskiptunum. Ef miðað er við 45% veðsetningarhlutfall og að greiddar séu upp allar áhvílandi skuldir þýðir það að uppgreiðslur lána hafi numið 8,5 milljörðum undanfarnar vikur. Af langsamlega mestu leyti er um lán Íbúðalánasjóðs um að ræða en markaðshlutdeild sjóðsins er um 65% af fasteignalánum. Líklegt er þó að uppgreiðslurnar séu mun meiri þar sem ekki liggja fyrir tölur um uppgreiðslur vegna endurfjármögnunar. Sömuleiðis er veðsetningarhlutfallið töluvert hærra á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni en veltan á fasteignamarkaði er að langmestu leyti á höfuðborgarsvæðinu. Bankinn telur ólíklegt að einhverjar skuldir séu yfirteknar þar sem eldri lán er mun óhagstæðari. Það virðist því vera mikil uppstokkun á lánamarkaði nú um stundir og bankarnir að sækja í sig veðrið á kostnað ríkisins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur Sjá meira
Velta á fasteignamarkaði hefur aldrei verið meiri en síðastliðnar fjórar vikur samkvæmt hálf fimm fréttum KB banka. Í kjölfar nýrra fasteignalána frá innlánsstofnunum og lægri vaxta hefur verið slegið nýtt met á markaðinum en veltan á umræddum tíma nemur 19 milljörðum og 4,8 til 4,9 milljarðar í hverri viku að undanförnu. Þar á undan höfðu fasteignaviðskipti risið hæst í júní síðastliðnum, rétt áður en gamla húsbréfakerfið var lagt niður. Þá kom ein vika þar sem veltan náði nærri 4,9 milljörðum. KB banki segir ekki fara á milli mála að mikil endurfjármögnun hafi átt sér stað síðastliðnar vikur samhliða fasteignaviðskiptunum. Ef miðað er við 45% veðsetningarhlutfall og að greiddar séu upp allar áhvílandi skuldir þýðir það að uppgreiðslur lána hafi numið 8,5 milljörðum undanfarnar vikur. Af langsamlega mestu leyti er um lán Íbúðalánasjóðs um að ræða en markaðshlutdeild sjóðsins er um 65% af fasteignalánum. Líklegt er þó að uppgreiðslurnar séu mun meiri þar sem ekki liggja fyrir tölur um uppgreiðslur vegna endurfjármögnunar. Sömuleiðis er veðsetningarhlutfallið töluvert hærra á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni en veltan á fasteignamarkaði er að langmestu leyti á höfuðborgarsvæðinu. Bankinn telur ólíklegt að einhverjar skuldir séu yfirteknar þar sem eldri lán er mun óhagstæðari. Það virðist því vera mikil uppstokkun á lánamarkaði nú um stundir og bankarnir að sækja í sig veðrið á kostnað ríkisins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur Sjá meira