Örlagarík lokavika í Bandaríkjunum Þórlindur Kjartansson skrifar 24. október 2004 00:01 Á þriðjudaginn í næstu viku er kjördagur í Bandaríkjunum. Líklegast munu úrslitin því verða ljós strax þá um kvöldið en í ljósi reynslunnar frá síðustu kosningum er auðvitað gjörsamlega útilokað að fullyrða um slíkt. Við þetta bætist að framboðin tvö hafa ráðið tugþúsundir lögfræðinga í þjónustu sína og veit það varla á gott um að málslyktir verði hamingjusamlegar og skjótfengnar. Víða í fjölmiðlum hefur komið fram að sitjandi forseti fái jafnan áþekkt atkvæðamagn og skoðanakannanir segja til um en áskorandinn heldur meira. Út frá þessari forsendu má draga þá ályktun að Kerry sé um þessar mundir sigurstranglegri. Á veðmálavefsíðunni Tradesports skiptast menn á bréfum og segir gengi þeirra til um það hversu líklegt menn telji að Bush eða Kerry vinni. Í dag (sunnudag) er Bush sagður eiga ríflega 58 prósent möguleika á endurkjöri. Líkurnar á sigri hans samkvæmt þessum veðbanka hafa farið heldur lækkandi upp á síðkastið en þó tekið kipp upp á við á síðustu dögum. Á vefsíðunni er einnig hægt að veðja um það hvernig úrslitin verða í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Þar er líka sérstakt veðmál í gangi um það hvort endanleg úrslit muni liggja fyrir þann 13. desember. Nú er staðan í veðbankanum sú að 85 prósent telja að það muni gerast en sú prósenta er á leið niður á við enda hafa ýmsar spurningar vaknað á síðustu vikum sem varpað geta kosningaferlinu í uppnám. Nú á síðustu metrunum í kosningabaráttunni leggja frambjóðendurnir áherslu á þau ríki þar sem enn er mjótt á munum og ganga sífellt lengra í málflutningi sínum til þess að sníða málstað sinn að þeim lykilkjósendum sem velt geta hlassinu í þeirra átt. Á frábærri vefsíðu New York Times getur að líta gagnvirkt kort af Bandaríkjunum. Á kortinu sést hvaða ríki teljast vera komin í örugga höfn annars frambjóðandans og svo er hægt að leika sér að því að merkja hin ríkin og sjá hvaða áhrif það hefur á niðurstöðu kjörmannakosningarinnar (þeir sem ekki þekkja kjörmannakerfið geta til dæmis lesið um það í þessari grein). Samkvæmt þessari síðu New York Times liggur nokkuð ljóst fyrir hvar 438 kjörmenn lenda en barist er um 538. Það eru því hundrað eftir. Stærstu bitarnir af þeirri köku eru Flórída (27 kjörmenn), Ohio (20 kjörmenn), Minnesota og Wisconsin (10 kjörmenn hvort). Önnur ríki sem ekki eru merkt öðrum frambjóðandanum eru: Oregon (7 kjörmenn), Nevada (5 kjörmenn), Nýja Mexíkó (5 kjörmenn), Colorado (9 kjörmenn) og Iowa (7 kjörmenn). Barátta frambjóðandanna mun nær einvörðungu snúast um þessi ríki fram að kosningum. Að mati New York Times má Kerry nú gera ráð fyrir að eiga 225 kjörmenn vísa en Bush 213. 270 þarf til að ná kjöri. Kerry nægir því að vinna Ohio og Flórída til að tryggja sér sigur. Ef við reiðum okkur á þá sem veðjað hafa á Tradesports til að meta hvar sigurinn lendir í hverju ríki þá breytist staðan. Þar er gert ráð fyrir að Bush vinni Nevada, Colorado, Iowa, Wisconsin, Flórída og Ohio en að Kerry vinni Oregon og Minnesota. Gangi þetta eftir mun Bush fá 291 kjörmann en Kerry 247. Þá bætist reyndar við óvissa um breytingar á kjörmannakerfinu í Colorado. (Um breytingar á kjörmannakerfinu Colorado má lesa hér). Það er hins vegar afar mjótt á munum um hvernig veðmálamenn telja að kosningin fari í Nýju Mexíkó og Ohio. Ef Kerry vinnur þau bæði (hann er naumlega yfir í Nýju Mexíkó en naumlega undir í Ohio) þá er Bush samt með meirihluta kjörmanna (271). Þá gæti hins vegar orðið úrslitaatriði hvernig kjörmannavali í Colorado verður háttað. Ef tillaga um breytingu verður samþykkt (og hún mun þá taka strax gildi) þá dugir Kerry að vinna Ohio til að ná 271 kjörmanni. Ef tillagan í Colorado, sem felst í því að kjörmönnum verði úthlutað til frambjóðenda í hlutfalli við atkvæðamagn en ekki að sá sem fær fleiri atkvæði vinni þá alla, tekur gildi má gera ráð fyrir að brjálæðið frá því fyrir fjórum árum verði endurtekið og úrslit kosninganna ráðist í hæstarétti Bandaríkjanna. Þar yrði tekin yrði afstaða til þess hvort kjörmannabreytingin í Colorado standist lög. Ef hún stenst lög þá vinnur Kerry en ef hún stenst ekki lög þá vinnur Bush. Og þá er bara eitt eftir. Það er að telja atkvæðin í hæstarétti Bandaríkjanna. Þar sitja níu dómarar og meirihluti ræður niðurstöðu. Repúblikanar eiga þar fimm menn og demókratar fjóra. Það skyldi þó aldrei vera að Kerry ætti að verja síðustu dögunum í að reyna að snúa einhverjum þeirra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Á þriðjudaginn í næstu viku er kjördagur í Bandaríkjunum. Líklegast munu úrslitin því verða ljós strax þá um kvöldið en í ljósi reynslunnar frá síðustu kosningum er auðvitað gjörsamlega útilokað að fullyrða um slíkt. Við þetta bætist að framboðin tvö hafa ráðið tugþúsundir lögfræðinga í þjónustu sína og veit það varla á gott um að málslyktir verði hamingjusamlegar og skjótfengnar. Víða í fjölmiðlum hefur komið fram að sitjandi forseti fái jafnan áþekkt atkvæðamagn og skoðanakannanir segja til um en áskorandinn heldur meira. Út frá þessari forsendu má draga þá ályktun að Kerry sé um þessar mundir sigurstranglegri. Á veðmálavefsíðunni Tradesports skiptast menn á bréfum og segir gengi þeirra til um það hversu líklegt menn telji að Bush eða Kerry vinni. Í dag (sunnudag) er Bush sagður eiga ríflega 58 prósent möguleika á endurkjöri. Líkurnar á sigri hans samkvæmt þessum veðbanka hafa farið heldur lækkandi upp á síðkastið en þó tekið kipp upp á við á síðustu dögum. Á vefsíðunni er einnig hægt að veðja um það hvernig úrslitin verða í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Þar er líka sérstakt veðmál í gangi um það hvort endanleg úrslit muni liggja fyrir þann 13. desember. Nú er staðan í veðbankanum sú að 85 prósent telja að það muni gerast en sú prósenta er á leið niður á við enda hafa ýmsar spurningar vaknað á síðustu vikum sem varpað geta kosningaferlinu í uppnám. Nú á síðustu metrunum í kosningabaráttunni leggja frambjóðendurnir áherslu á þau ríki þar sem enn er mjótt á munum og ganga sífellt lengra í málflutningi sínum til þess að sníða málstað sinn að þeim lykilkjósendum sem velt geta hlassinu í þeirra átt. Á frábærri vefsíðu New York Times getur að líta gagnvirkt kort af Bandaríkjunum. Á kortinu sést hvaða ríki teljast vera komin í örugga höfn annars frambjóðandans og svo er hægt að leika sér að því að merkja hin ríkin og sjá hvaða áhrif það hefur á niðurstöðu kjörmannakosningarinnar (þeir sem ekki þekkja kjörmannakerfið geta til dæmis lesið um það í þessari grein). Samkvæmt þessari síðu New York Times liggur nokkuð ljóst fyrir hvar 438 kjörmenn lenda en barist er um 538. Það eru því hundrað eftir. Stærstu bitarnir af þeirri köku eru Flórída (27 kjörmenn), Ohio (20 kjörmenn), Minnesota og Wisconsin (10 kjörmenn hvort). Önnur ríki sem ekki eru merkt öðrum frambjóðandanum eru: Oregon (7 kjörmenn), Nevada (5 kjörmenn), Nýja Mexíkó (5 kjörmenn), Colorado (9 kjörmenn) og Iowa (7 kjörmenn). Barátta frambjóðandanna mun nær einvörðungu snúast um þessi ríki fram að kosningum. Að mati New York Times má Kerry nú gera ráð fyrir að eiga 225 kjörmenn vísa en Bush 213. 270 þarf til að ná kjöri. Kerry nægir því að vinna Ohio og Flórída til að tryggja sér sigur. Ef við reiðum okkur á þá sem veðjað hafa á Tradesports til að meta hvar sigurinn lendir í hverju ríki þá breytist staðan. Þar er gert ráð fyrir að Bush vinni Nevada, Colorado, Iowa, Wisconsin, Flórída og Ohio en að Kerry vinni Oregon og Minnesota. Gangi þetta eftir mun Bush fá 291 kjörmann en Kerry 247. Þá bætist reyndar við óvissa um breytingar á kjörmannakerfinu í Colorado. (Um breytingar á kjörmannakerfinu Colorado má lesa hér). Það er hins vegar afar mjótt á munum um hvernig veðmálamenn telja að kosningin fari í Nýju Mexíkó og Ohio. Ef Kerry vinnur þau bæði (hann er naumlega yfir í Nýju Mexíkó en naumlega undir í Ohio) þá er Bush samt með meirihluta kjörmanna (271). Þá gæti hins vegar orðið úrslitaatriði hvernig kjörmannavali í Colorado verður háttað. Ef tillaga um breytingu verður samþykkt (og hún mun þá taka strax gildi) þá dugir Kerry að vinna Ohio til að ná 271 kjörmanni. Ef tillagan í Colorado, sem felst í því að kjörmönnum verði úthlutað til frambjóðenda í hlutfalli við atkvæðamagn en ekki að sá sem fær fleiri atkvæði vinni þá alla, tekur gildi má gera ráð fyrir að brjálæðið frá því fyrir fjórum árum verði endurtekið og úrslit kosninganna ráðist í hæstarétti Bandaríkjanna. Þar yrði tekin yrði afstaða til þess hvort kjörmannabreytingin í Colorado standist lög. Ef hún stenst lög þá vinnur Kerry en ef hún stenst ekki lög þá vinnur Bush. Og þá er bara eitt eftir. Það er að telja atkvæðin í hæstarétti Bandaríkjanna. Þar sitja níu dómarar og meirihluti ræður niðurstöðu. Repúblikanar eiga þar fimm menn og demókratar fjóra. Það skyldi þó aldrei vera að Kerry ætti að verja síðustu dögunum í að reyna að snúa einhverjum þeirra?
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun