Stendur okkur á sama? 13. nóvember 2004 00:01 Baráttunni um borgina Fallujah í Írak - borg sem er í um það bil fimmtíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Bagdað - virðist nú lokið með sigri Bandaríkjahers og íraska stjórnarhersins og ósigri íslamskrauppreisnarmanna sem ráðið höfðu lögum og lofum í borginni í hálft annað ár. Enginn átti svo sem von á öðrum úrslitum. Engir uppreisnarherir geta staðist öflugasta herveldi heims snúning. En þetta var dýrkeyptur sigur. Uppreisnarmennirnir - sem líka eru kallaðir skæruliðar og hryðjuverkamenn - voru um þrjú þúsund. Íbúar borgarinnar eru um 300 þúsund. Á meðan hinir fyrrnefndu börðust ýmist til síðasta blóðdropa eða komu sér undan til annarra borga til að halda baráttunni áfram lenti allur þorri borgarbúa á vergangi; fólkið flúði sprengjurnar sem rigndi yfir borgina og heimili þeirra og býr nú við skelfilegar aðstæður í nágrenninu þar sem skortir fæði, húsnæði, klæði og lyf. Vegna stríðsaðgerðanna hefur það aðeins notið takmarkaðrar aðstoðar alþjóðlegra hjálparsveita. Það var vitað frá upphafi að árásin á Fallujah yrði blóðugur bardagi. Þess vegna var beðið með hana fram yfir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Ekki þótti í aðdraganda kosninga bætandi á þær neikvæðu fregnir sem daglega berast frá landinu. En á sömu stundu og Bush forseti lýsti yfir sigri fóru fyrstu orrustuflugvélarnar í loftið og hófu að varpa sprengjum á víghreiður uppreisnarmanna í borginni. Bandaríkjamenn segja að ekki hafi verið komist hjá því að fara í þennan leiðangur. Í Fallujah hafi verið höfuðstöðvar mótspyrnuhreyfingarinnar í landinu, íraskra og erlendra ofstækismanna sem markvisst vinni gegn áformum um að koma á innlendri lýðræðisstjórn. Þaðan hafi verið stýrt sjálfsvígsárásum, mannránum og hvers kyns launráðum gegn stjórninni í Bagdað. Óhugsandi sé að áformin um frjálsar þingkosningar í Írak í lok janúar á næsta ári geti gengið eftir ef Fallujah og önnur álíka svæði séu í höndum andstæðinganna. Þetta mat er vafalaust rétt. Átökin í Írak eru þess eðlis að friðsamlegt samkomulag hefði aldrei náðst við hermdarverkamennina. Bandaríkjamenn áttu líklega aðeins tvo kosti, árás af því tagi sem við höfum orðið vitni að eða uppgjöf. Líklegt er að margir andstæðingar styrjaldarinnar í Írak telji að uppgjöf hefði verið betri kostur. Hefði hún ekki bjargað mannslífum og stórkostlegri eyðileggingu mannvirkja í þessari fornfrægu borg? Því verður varla öðru vísi svarað en játandi. En þá er rétt að hafa í huga að uppgjöf gagnvart uppreisnarmönnum í Fallujah hefði í reynd falið í sér allsherjaruppgjöf í Írak. Hún hefði falið í sér að áformin um að stofna lýðræðisríki í landinu yrðu að engu. Og hún hlyti að leiða til þess að Bandaríkjamenn færu frá Írak. En hvað tæki þá við? Dettur einhverjum í hug að Írakar fengju þá að búa við frið og frelsi? Flestir fréttaskýrendur eru sammála um að uppgjöf og brottför Bandaríkjahers við núverandi aðstæður mundi leiða til enn meiri skelfingar í landinu en nú er. En sigurinn í Fallujah nægir því miður ekki til að koma á röð og reglu í Írak. Átökin halda áfram og breiðast út. Þegar eitt bál hefur verið slökkt kviknar annað. Um margt minnir staða Bandaríkjanna í Írak á mann sem lent hefur í kviksyndi. Hver hreyfing skapar aukna hættu en um leið felur hreyfingarleysi dauðann í sér. Menn velta því fyrir sér hvort Bandaríkjamenn séu kannski, þrátt fyrir sigur í stórorrustum eins og þeirri um Fallujah, búnir að missa tökin á þróun mála í Írak. Að þeir séu lentir í svipaðri stöðu og í Víetnam forðum. Við því er ekkert einhlítt svar til. Aðeins framvindan sjálf svarar þeirri spurningu. Atburðarásin í Írak allt frá því að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra náðu völdum í landinu sýnir að hún var misráðin og vanhugsuð. Allir fagna því að harðstjóri eins og Saddam Hussein er ekki lengur við völd en við skulum ekki gleyma því að hans líkar drottna víða um heim - meðal annars með velþóknun og jafnvel stuðningi stjórnvalda í lýðræðisríkjum Vesturlanda. Rökstuðningurinn fyrir því að kollvarpa þyrfti stjórn Husseins með þeim hætti sem gert var hefur reynst innantómur. Ýmsir þeirra sem vöruðu við því að fara inn í Írak bentu einmitt á að atburðarás eins og sú sem nú hefur orðið væri óhjákvæmileg. Vestrænu lýðræði, mannréttindum og veraldarhyggju yrði ekki þröngvað upp á íslamskt ríki með hervaldi. Erum við Íslendingar kannski svo uppteknir af nærtækari og hversdagslegri vandamálum að við megum ekki vera að því að leiða hugann að hörmungunum í Fallujah? Stendur okkur kannski á sama? Vonandi ekki. En þegar um hægist á innlendum vettvangi þurfum við að ræða af alvöru hvað - ef eitthvað - við getum lagt til mála sem stuðlað getur að friðsamlegri þróun í Írak. Íslensk stjórnvöld lýstu yfir stuðningi við innrásina í upphafi þannig að segja má að sú staða leggi okkur ákveðnar siðferðilegar skuldbindingar á herðar. Fólkið sem hrakist hefur frá heimilum sínum í Fallujah á það inni hjá okkur.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Baráttunni um borgina Fallujah í Írak - borg sem er í um það bil fimmtíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Bagdað - virðist nú lokið með sigri Bandaríkjahers og íraska stjórnarhersins og ósigri íslamskrauppreisnarmanna sem ráðið höfðu lögum og lofum í borginni í hálft annað ár. Enginn átti svo sem von á öðrum úrslitum. Engir uppreisnarherir geta staðist öflugasta herveldi heims snúning. En þetta var dýrkeyptur sigur. Uppreisnarmennirnir - sem líka eru kallaðir skæruliðar og hryðjuverkamenn - voru um þrjú þúsund. Íbúar borgarinnar eru um 300 þúsund. Á meðan hinir fyrrnefndu börðust ýmist til síðasta blóðdropa eða komu sér undan til annarra borga til að halda baráttunni áfram lenti allur þorri borgarbúa á vergangi; fólkið flúði sprengjurnar sem rigndi yfir borgina og heimili þeirra og býr nú við skelfilegar aðstæður í nágrenninu þar sem skortir fæði, húsnæði, klæði og lyf. Vegna stríðsaðgerðanna hefur það aðeins notið takmarkaðrar aðstoðar alþjóðlegra hjálparsveita. Það var vitað frá upphafi að árásin á Fallujah yrði blóðugur bardagi. Þess vegna var beðið með hana fram yfir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Ekki þótti í aðdraganda kosninga bætandi á þær neikvæðu fregnir sem daglega berast frá landinu. En á sömu stundu og Bush forseti lýsti yfir sigri fóru fyrstu orrustuflugvélarnar í loftið og hófu að varpa sprengjum á víghreiður uppreisnarmanna í borginni. Bandaríkjamenn segja að ekki hafi verið komist hjá því að fara í þennan leiðangur. Í Fallujah hafi verið höfuðstöðvar mótspyrnuhreyfingarinnar í landinu, íraskra og erlendra ofstækismanna sem markvisst vinni gegn áformum um að koma á innlendri lýðræðisstjórn. Þaðan hafi verið stýrt sjálfsvígsárásum, mannránum og hvers kyns launráðum gegn stjórninni í Bagdað. Óhugsandi sé að áformin um frjálsar þingkosningar í Írak í lok janúar á næsta ári geti gengið eftir ef Fallujah og önnur álíka svæði séu í höndum andstæðinganna. Þetta mat er vafalaust rétt. Átökin í Írak eru þess eðlis að friðsamlegt samkomulag hefði aldrei náðst við hermdarverkamennina. Bandaríkjamenn áttu líklega aðeins tvo kosti, árás af því tagi sem við höfum orðið vitni að eða uppgjöf. Líklegt er að margir andstæðingar styrjaldarinnar í Írak telji að uppgjöf hefði verið betri kostur. Hefði hún ekki bjargað mannslífum og stórkostlegri eyðileggingu mannvirkja í þessari fornfrægu borg? Því verður varla öðru vísi svarað en játandi. En þá er rétt að hafa í huga að uppgjöf gagnvart uppreisnarmönnum í Fallujah hefði í reynd falið í sér allsherjaruppgjöf í Írak. Hún hefði falið í sér að áformin um að stofna lýðræðisríki í landinu yrðu að engu. Og hún hlyti að leiða til þess að Bandaríkjamenn færu frá Írak. En hvað tæki þá við? Dettur einhverjum í hug að Írakar fengju þá að búa við frið og frelsi? Flestir fréttaskýrendur eru sammála um að uppgjöf og brottför Bandaríkjahers við núverandi aðstæður mundi leiða til enn meiri skelfingar í landinu en nú er. En sigurinn í Fallujah nægir því miður ekki til að koma á röð og reglu í Írak. Átökin halda áfram og breiðast út. Þegar eitt bál hefur verið slökkt kviknar annað. Um margt minnir staða Bandaríkjanna í Írak á mann sem lent hefur í kviksyndi. Hver hreyfing skapar aukna hættu en um leið felur hreyfingarleysi dauðann í sér. Menn velta því fyrir sér hvort Bandaríkjamenn séu kannski, þrátt fyrir sigur í stórorrustum eins og þeirri um Fallujah, búnir að missa tökin á þróun mála í Írak. Að þeir séu lentir í svipaðri stöðu og í Víetnam forðum. Við því er ekkert einhlítt svar til. Aðeins framvindan sjálf svarar þeirri spurningu. Atburðarásin í Írak allt frá því að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra náðu völdum í landinu sýnir að hún var misráðin og vanhugsuð. Allir fagna því að harðstjóri eins og Saddam Hussein er ekki lengur við völd en við skulum ekki gleyma því að hans líkar drottna víða um heim - meðal annars með velþóknun og jafnvel stuðningi stjórnvalda í lýðræðisríkjum Vesturlanda. Rökstuðningurinn fyrir því að kollvarpa þyrfti stjórn Husseins með þeim hætti sem gert var hefur reynst innantómur. Ýmsir þeirra sem vöruðu við því að fara inn í Írak bentu einmitt á að atburðarás eins og sú sem nú hefur orðið væri óhjákvæmileg. Vestrænu lýðræði, mannréttindum og veraldarhyggju yrði ekki þröngvað upp á íslamskt ríki með hervaldi. Erum við Íslendingar kannski svo uppteknir af nærtækari og hversdagslegri vandamálum að við megum ekki vera að því að leiða hugann að hörmungunum í Fallujah? Stendur okkur kannski á sama? Vonandi ekki. En þegar um hægist á innlendum vettvangi þurfum við að ræða af alvöru hvað - ef eitthvað - við getum lagt til mála sem stuðlað getur að friðsamlegri þróun í Írak. Íslensk stjórnvöld lýstu yfir stuðningi við innrásina í upphafi þannig að segja má að sú staða leggi okkur ákveðnar siðferðilegar skuldbindingar á herðar. Fólkið sem hrakist hefur frá heimilum sínum í Fallujah á það inni hjá okkur.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar