Er rétt að biðjast afsökunar? 6. desember 2004 00:01 Ekki í mínu nafni! skrifar ungur maður, Stefán Friðrik Stefánsson, á vef Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, og mótmælir með þeim orðum áformum Þjóðarhreyfingarinnar að birta heilsíðuauglýsingu í bandaríska stórblaðinu The New York Times þar sem "við Íslendingar" mótmælum eindregið innrás Bandaríkjamanna í Írak og sérstaklega stuðningi íslenskra stjórnvalda við hana. Stefán Friðrik segir að Þjóðarhreyfingunni sé frjálst að nota eigið nafn til að tjá skoðanir sínar. "En þeim verður ekki veitt neitt umboð til að tala í nafni allra landsmanna", skrifar hann.Texta fyrirhugaðrar auglýsingar má lesa í heild á vef Þjóðarhreyfingarinnar. Þar er greint frá því að stuðningur stjórnvalda við innrásina í Írak gangi í berhögg við vilja Íslendinga eins og hann birtist í skoðanakönnunum. Afstaðan sé í ósamræmi við hefð íslenskrar utanríkisstefnu. Ákvörðunin hafi verið tekin með ólýðræðislegum hætti án samráðs við utanríkismálanefnd Alþingis eins og lagaskylda sé. Hvatt er til þess að nafn Íslands verði tekið af lista hinna "viljugu" bandalagsþjóða Bandaríkjamanna. Þá er íraska þjóðin beðin afsökunar á stuðningi íslenskra stjórnvalda við innrásina. Hugmyndina að auglýsingunni á Ólafur Hannibalsson. Hann hafði lesið um svipaða aðgerð norskra samtaka sem birtu fyrir skömmu afsökunarauglýsingu í dagblaðinu The Washington Post. Ólafur hreyfði málinu í grein í Fréttablaðinu fyrir nokkrum vikum og í framhaldinu kom hún til umræðu innan Þjóðarhreyfingarinnar, "grasrótarhreyfingar áhugafólks um lýðræði", eins og hún kynnir sig, en hreyfingin varð til í baráttunni gegn fjölmiðlafrumvarpinu í sumar sem leið. Þjóðarhreyfingin efndi til almenns borgarafundar fyrir nokkrum dögum til að ræða málið og hrinti í framhaldinu af stað fjársöfnun til að kosta auglýsinguna í New York Times. Það er mun dýrara að auglýsa í stórblaði eins og New York Times en Fréttablaðinu og Morgunblaðinu á Íslandi. Á vefsíðu Þjóðarhreyfingarinnar kemur fram að verðið er á bilinu þrjár til fimm milljónir króna eftir því hvar í blaðinu auglýsingin fær stað. Hreyfingin ætlar að gefa sér góðan tíma til að safna og er ekki stefnt að birtingu fyrr en í febrúar á næsta ári. Stefán Friðrik Stefánsson er ekki einn um að gagnrýna að auglýsingin eigi að vera í nafni íslensku þjóðarinnar. Torfi Kristjánsson skrifar um málið á vefritið Deigluna.com í gær og segir: "Í auglýsingunni er orðalagi ávarpsins þannig háttað að sterklega er gefið í skyn að þarna á bak við sé öll íslenska þjóðin. Það er því hálf hlálegt að hreyfing sem kennir sig við aðferðir lýðræðisins skuli falla svona kylliflöt í gryfju ólýðræðislegra aðferða. Þó að skoðanakannanir sýni að þorri þjóðarinnar sé á móti þessari stuðningsyfirlýsingu [ríkisstjórnarinnar] um þessar mundir, þá skapast engin réttur hjá hópi fólks til þess að fara fram í nafni allra Íslendinga". Og Torfi hreyfir fleiri aðfinnslum: "Margir gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar bentu á þann fylgikvilla stuðningsyfirlýsingarinnar að erlendir hryðjuverkamorðingjar gætu hugsanlega séð Ísland sem skotmark. Þetta eru réttmætar ábendingar, en maður hlýtur að spyrja sig hvort auglýsing í einu þekktasta dagblaði heimsins muni ekki vekja enn meiri óæskilega athygli á Íslendingum. Þó að samskonar félagsskapur í Noregi hafi beitt sömu aðferð, þá er aðferðin alveg jafn slæm". Torfi lýkur grein sinni með þessum orðum: "Sennilega væri þessum fjármunum betur varið við uppbyggingastarf í Írak, frekar en í vanhugsað einkaflipp nokkurra manna". Talsmenn Þjóðarhreyfingarinnar hafa sagt í fjölmiðlum að hugmynd þeirra hafi fengið góðar undirtektir. Eiga þeir von á að fjöldi manns muni leggja málinu lið með fjárframlögum. Það skýrist þó varla fyrr en með hækkandi sól hvernig málinu í heild reiðir af. Líklega væri það Þjóðarhreyfingunni fremur til styrktar að endurskoða texta auglýsingarinnar því það er frekar neyðarlegt að sitja undir sömu ásökunum og ríkisstjórnin, þ.e. að tala umboðslaust í nafni þjóðarinnar. Skynsamlegt væri líka að fulltrúar hreyfingarinnar ræddu aðrar aðfinnslur við áformin. Er með auglýsingunni verið að draga athygli að Íslandi sem er jafnvel hættulegri en aðild að lista hinna viljugu? Og hvers vegna er verið að ávarpa írösku þjóðina í bandarísku dagblaði sem örfáir Írakar munu nokkru sinni sjá? Hvað sem auglýsingunni líður er hitt tæpast umdeilt að meirihluti Íslendinga var og er andvígur innrásinni í Írak. Það sýna endurteknar skoðanakannanir. Það blasir líka við að málsmeðferð íslenskra stjórnvalda var ekki í samræmi við eðlileg vinnubrögð þegar teknar eru mikilvægar ákvarðanir í stjórnmálum. En hefur afsökunarbeiðni eins og sú sem Þjóðarhreyfingin áformar einhverja raunverulega þýðingu? Styrkir hún Ísland út á við og bætir fyrir aðildina að lista hinna viljugu? Fá íslensk stjórnvöld kannski réttmæta ráðningu á alþjóðavettvangi með þessum hætti? Eða er betur heima setið en af stað farið? Hvað segja lesendur Vísis? Orðið er frjálst.gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ekki í mínu nafni! skrifar ungur maður, Stefán Friðrik Stefánsson, á vef Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, og mótmælir með þeim orðum áformum Þjóðarhreyfingarinnar að birta heilsíðuauglýsingu í bandaríska stórblaðinu The New York Times þar sem "við Íslendingar" mótmælum eindregið innrás Bandaríkjamanna í Írak og sérstaklega stuðningi íslenskra stjórnvalda við hana. Stefán Friðrik segir að Þjóðarhreyfingunni sé frjálst að nota eigið nafn til að tjá skoðanir sínar. "En þeim verður ekki veitt neitt umboð til að tala í nafni allra landsmanna", skrifar hann.Texta fyrirhugaðrar auglýsingar má lesa í heild á vef Þjóðarhreyfingarinnar. Þar er greint frá því að stuðningur stjórnvalda við innrásina í Írak gangi í berhögg við vilja Íslendinga eins og hann birtist í skoðanakönnunum. Afstaðan sé í ósamræmi við hefð íslenskrar utanríkisstefnu. Ákvörðunin hafi verið tekin með ólýðræðislegum hætti án samráðs við utanríkismálanefnd Alþingis eins og lagaskylda sé. Hvatt er til þess að nafn Íslands verði tekið af lista hinna "viljugu" bandalagsþjóða Bandaríkjamanna. Þá er íraska þjóðin beðin afsökunar á stuðningi íslenskra stjórnvalda við innrásina. Hugmyndina að auglýsingunni á Ólafur Hannibalsson. Hann hafði lesið um svipaða aðgerð norskra samtaka sem birtu fyrir skömmu afsökunarauglýsingu í dagblaðinu The Washington Post. Ólafur hreyfði málinu í grein í Fréttablaðinu fyrir nokkrum vikum og í framhaldinu kom hún til umræðu innan Þjóðarhreyfingarinnar, "grasrótarhreyfingar áhugafólks um lýðræði", eins og hún kynnir sig, en hreyfingin varð til í baráttunni gegn fjölmiðlafrumvarpinu í sumar sem leið. Þjóðarhreyfingin efndi til almenns borgarafundar fyrir nokkrum dögum til að ræða málið og hrinti í framhaldinu af stað fjársöfnun til að kosta auglýsinguna í New York Times. Það er mun dýrara að auglýsa í stórblaði eins og New York Times en Fréttablaðinu og Morgunblaðinu á Íslandi. Á vefsíðu Þjóðarhreyfingarinnar kemur fram að verðið er á bilinu þrjár til fimm milljónir króna eftir því hvar í blaðinu auglýsingin fær stað. Hreyfingin ætlar að gefa sér góðan tíma til að safna og er ekki stefnt að birtingu fyrr en í febrúar á næsta ári. Stefán Friðrik Stefánsson er ekki einn um að gagnrýna að auglýsingin eigi að vera í nafni íslensku þjóðarinnar. Torfi Kristjánsson skrifar um málið á vefritið Deigluna.com í gær og segir: "Í auglýsingunni er orðalagi ávarpsins þannig háttað að sterklega er gefið í skyn að þarna á bak við sé öll íslenska þjóðin. Það er því hálf hlálegt að hreyfing sem kennir sig við aðferðir lýðræðisins skuli falla svona kylliflöt í gryfju ólýðræðislegra aðferða. Þó að skoðanakannanir sýni að þorri þjóðarinnar sé á móti þessari stuðningsyfirlýsingu [ríkisstjórnarinnar] um þessar mundir, þá skapast engin réttur hjá hópi fólks til þess að fara fram í nafni allra Íslendinga". Og Torfi hreyfir fleiri aðfinnslum: "Margir gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar bentu á þann fylgikvilla stuðningsyfirlýsingarinnar að erlendir hryðjuverkamorðingjar gætu hugsanlega séð Ísland sem skotmark. Þetta eru réttmætar ábendingar, en maður hlýtur að spyrja sig hvort auglýsing í einu þekktasta dagblaði heimsins muni ekki vekja enn meiri óæskilega athygli á Íslendingum. Þó að samskonar félagsskapur í Noregi hafi beitt sömu aðferð, þá er aðferðin alveg jafn slæm". Torfi lýkur grein sinni með þessum orðum: "Sennilega væri þessum fjármunum betur varið við uppbyggingastarf í Írak, frekar en í vanhugsað einkaflipp nokkurra manna". Talsmenn Þjóðarhreyfingarinnar hafa sagt í fjölmiðlum að hugmynd þeirra hafi fengið góðar undirtektir. Eiga þeir von á að fjöldi manns muni leggja málinu lið með fjárframlögum. Það skýrist þó varla fyrr en með hækkandi sól hvernig málinu í heild reiðir af. Líklega væri það Þjóðarhreyfingunni fremur til styrktar að endurskoða texta auglýsingarinnar því það er frekar neyðarlegt að sitja undir sömu ásökunum og ríkisstjórnin, þ.e. að tala umboðslaust í nafni þjóðarinnar. Skynsamlegt væri líka að fulltrúar hreyfingarinnar ræddu aðrar aðfinnslur við áformin. Er með auglýsingunni verið að draga athygli að Íslandi sem er jafnvel hættulegri en aðild að lista hinna viljugu? Og hvers vegna er verið að ávarpa írösku þjóðina í bandarísku dagblaði sem örfáir Írakar munu nokkru sinni sjá? Hvað sem auglýsingunni líður er hitt tæpast umdeilt að meirihluti Íslendinga var og er andvígur innrásinni í Írak. Það sýna endurteknar skoðanakannanir. Það blasir líka við að málsmeðferð íslenskra stjórnvalda var ekki í samræmi við eðlileg vinnubrögð þegar teknar eru mikilvægar ákvarðanir í stjórnmálum. En hefur afsökunarbeiðni eins og sú sem Þjóðarhreyfingin áformar einhverja raunverulega þýðingu? Styrkir hún Ísland út á við og bætir fyrir aðildina að lista hinna viljugu? Fá íslensk stjórnvöld kannski réttmæta ráðningu á alþjóðavettvangi með þessum hætti? Eða er betur heima setið en af stað farið? Hvað segja lesendur Vísis? Orðið er frjálst.gm@frettabladid.is
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar