Skáldskapur eða veruleiki? 19. desember 2004 00:01 Ársritið Andvari sem nýkomið er út flytur meðal annars grein eftir Gunnar Karlsson prófessor í Íslandssögu við Háskóla Íslands þar sem hann fjallar um nýleg rit um Jón Sigurðsson forseta og gerir sérstaklega að umræðefni sviðsetningar Guðjóns Friðrikssonar höfundar nýlegrar ævisögu forsetans í tveimur bindum. Segir hann að ekki sé alltaf auðvelt að greina á milli þess sem er skáldskapur og sagnfræði í bókum Guðjóns. Mörk sögu og skáldskapar er svo sem ekki nýtt umhugsunarefni. Skáld hafa löngum byggt verk sín á sögulegum heimildum. Kannski eru Íslendingasögurnar grein af þeim meiði ritlistarinnar. Skáldsögur Halldórs Laxness byggja oft á viðamikilli heimildakönnun höfundarins. Ein áhugaverðasta skáldsagan um þessi jól, Flóttinn eftir Sindra Freysson, byggir á margra ára rannsóknum höfundar á sögulegum staðreyndum. En sagan er vitaskuld skáldverk og ætlast ekki til að vera lesin öðruvísi. En hvað á að kalla sagnfræðirit sem innihalda skáldskap og blanda honum saman við staðreyndirnar svo að lesandinn getur illa greint á milli þess sem er satt og rétt og byggt á heimildum og hins sem er tilgáta eða tilbúningur höfundar? Verk Guðjóns Friðrikssonar um ævi Einars Benediktssonar og Jón Sigurðssonar forseta eru víðkunn. Þau urðu metsölurit og höfundur vann til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Um það er ekki deilt að hann hefur góð tök á efnivið sínum og hefur skapað afar skemmtileg rit. En til að gera efnið læsilegra tók hann þann kost að sviðsetja ákveðna atburði sem hann hefur ekki beinar heimildir fyrir. Lesendur geta ekki alltaf greint á milli þess sem er sviðsetning og þess sem er byggt á heimildum. Jafnvel fræðimenn, sem þekkja efnið, sjá ekki alltaf muninni við lesturinn. Höfundurinn hefur það sér til málsbóta að hann fer ekki í felur með vinnubrögð sín. Aðferð hans er viðurkennd og stunduð víða um heim. En auðvitað líður sagnfræðin fyrir þetta. Ekki er hægt að nota bækurnar með sama hætti og önnur sagnfræðiverk. Ýmsir hafa orðið til að benda á annmarkana á aðferð Guðjóns Friðrikssonar. Í ritdómi í DV fyrir tveimur árum hafði Ármann Jakobsson orð á því að að sviðsetningar í sagnfræðiverkum yrðu alltaf síðri raunverulegum skáldskap; ímyndunaraflið fengi sjaldan að njóta sín til fulls; sagnfræðingur yrði aldrei eins djarfur og höfundur sögulegrar skáldsögu gæti leyft sér. "Fyrir vikið velur hann jafnan hina ófrumlegri túlkun og hvaða tilgangi þjónar það?", spyr Ármann. Gunnar Karlsson prófessor vitnar í þessi skrif Ármanns í Andvara. Hann finnur líka ýmsa galla á aðferðinni og nefnir dæmi úr bókum Guðjóns þar sem honum finnst aðferðin leiða til misheppnaðrar útkomu. Gunnar skrifar síðan: "Guðjón Friðriksson virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að lesendur hans fái að vita hvað hann reisir nákvæmlega á heimildum. Þótt hann vísi skipulega til heimilda í aftanmálsgreinum reynist það ekki leysa vandann fullkomlega. Oftast þóttist ég geta greint skáldskap og staðreyndir nokkurn veginn í frásögn Guðjóns, og þó kemur fyrir að hann fari á helst til óljósan hátt þar á milli". Aðferð Guðjón Friðrikssonar er meðal annars beitt í nýútkominni ævisögu Héðins Valdimarssonar eftir Matthías heitinn Sæmundsson. Þar er oft erfitt að sjá muninn á skáldskap og sagnfræði og kann það að einhverju leyti að hafa verið ásetningur höfundar. Í ævisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson eru hins vegar engin slík vandamál á ferðinni. Höfundur beitir ekki sviðsetningaaðferðinni heldur rekur söguna eingöngu á grundvelli munnlegra og skriflegra heimilda. Líklega má það kallast smekksatriði hvort mönnum finnist skáldlegar sviðsetningar eiga heima í sagnfræðiritum. En mestu skiptir að lesandinn sé ekki látinn vera í vafa um hvort er á ferðinni skáldskapur eða sagnfræði. Annars er hætt við að mynd okkar af veruleikanum verði skakkari en ástæða er til.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Ársritið Andvari sem nýkomið er út flytur meðal annars grein eftir Gunnar Karlsson prófessor í Íslandssögu við Háskóla Íslands þar sem hann fjallar um nýleg rit um Jón Sigurðsson forseta og gerir sérstaklega að umræðefni sviðsetningar Guðjóns Friðrikssonar höfundar nýlegrar ævisögu forsetans í tveimur bindum. Segir hann að ekki sé alltaf auðvelt að greina á milli þess sem er skáldskapur og sagnfræði í bókum Guðjóns. Mörk sögu og skáldskapar er svo sem ekki nýtt umhugsunarefni. Skáld hafa löngum byggt verk sín á sögulegum heimildum. Kannski eru Íslendingasögurnar grein af þeim meiði ritlistarinnar. Skáldsögur Halldórs Laxness byggja oft á viðamikilli heimildakönnun höfundarins. Ein áhugaverðasta skáldsagan um þessi jól, Flóttinn eftir Sindra Freysson, byggir á margra ára rannsóknum höfundar á sögulegum staðreyndum. En sagan er vitaskuld skáldverk og ætlast ekki til að vera lesin öðruvísi. En hvað á að kalla sagnfræðirit sem innihalda skáldskap og blanda honum saman við staðreyndirnar svo að lesandinn getur illa greint á milli þess sem er satt og rétt og byggt á heimildum og hins sem er tilgáta eða tilbúningur höfundar? Verk Guðjóns Friðrikssonar um ævi Einars Benediktssonar og Jón Sigurðssonar forseta eru víðkunn. Þau urðu metsölurit og höfundur vann til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Um það er ekki deilt að hann hefur góð tök á efnivið sínum og hefur skapað afar skemmtileg rit. En til að gera efnið læsilegra tók hann þann kost að sviðsetja ákveðna atburði sem hann hefur ekki beinar heimildir fyrir. Lesendur geta ekki alltaf greint á milli þess sem er sviðsetning og þess sem er byggt á heimildum. Jafnvel fræðimenn, sem þekkja efnið, sjá ekki alltaf muninni við lesturinn. Höfundurinn hefur það sér til málsbóta að hann fer ekki í felur með vinnubrögð sín. Aðferð hans er viðurkennd og stunduð víða um heim. En auðvitað líður sagnfræðin fyrir þetta. Ekki er hægt að nota bækurnar með sama hætti og önnur sagnfræðiverk. Ýmsir hafa orðið til að benda á annmarkana á aðferð Guðjóns Friðrikssonar. Í ritdómi í DV fyrir tveimur árum hafði Ármann Jakobsson orð á því að að sviðsetningar í sagnfræðiverkum yrðu alltaf síðri raunverulegum skáldskap; ímyndunaraflið fengi sjaldan að njóta sín til fulls; sagnfræðingur yrði aldrei eins djarfur og höfundur sögulegrar skáldsögu gæti leyft sér. "Fyrir vikið velur hann jafnan hina ófrumlegri túlkun og hvaða tilgangi þjónar það?", spyr Ármann. Gunnar Karlsson prófessor vitnar í þessi skrif Ármanns í Andvara. Hann finnur líka ýmsa galla á aðferðinni og nefnir dæmi úr bókum Guðjóns þar sem honum finnst aðferðin leiða til misheppnaðrar útkomu. Gunnar skrifar síðan: "Guðjón Friðriksson virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að lesendur hans fái að vita hvað hann reisir nákvæmlega á heimildum. Þótt hann vísi skipulega til heimilda í aftanmálsgreinum reynist það ekki leysa vandann fullkomlega. Oftast þóttist ég geta greint skáldskap og staðreyndir nokkurn veginn í frásögn Guðjóns, og þó kemur fyrir að hann fari á helst til óljósan hátt þar á milli". Aðferð Guðjón Friðrikssonar er meðal annars beitt í nýútkominni ævisögu Héðins Valdimarssonar eftir Matthías heitinn Sæmundsson. Þar er oft erfitt að sjá muninn á skáldskap og sagnfræði og kann það að einhverju leyti að hafa verið ásetningur höfundar. Í ævisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson eru hins vegar engin slík vandamál á ferðinni. Höfundur beitir ekki sviðsetningaaðferðinni heldur rekur söguna eingöngu á grundvelli munnlegra og skriflegra heimilda. Líklega má það kallast smekksatriði hvort mönnum finnist skáldlegar sviðsetningar eiga heima í sagnfræðiritum. En mestu skiptir að lesandinn sé ekki látinn vera í vafa um hvort er á ferðinni skáldskapur eða sagnfræði. Annars er hætt við að mynd okkar af veruleikanum verði skakkari en ástæða er til.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar