Hátíð sumra barna 23. desember 2004 00:01 Jæja, þá er jólahelgin liðin, búið að troða út bumbuna, tæta út pakka og pinkla, horfa á gamlar bíómyndir í sjónvarpinu og börnin í spennufalli. Jólin eru jú fyrst og fremst hátíð barnanna - og væntanlega hefur hin massíva markaðssetning á öllu mögulegu og ómögulegu dótaríi skilað sér til þeirra; þau fengið það sem þau þráðu og töldu sig þurfa. Sum. Mikið af því sem börnin biðja um má flokka sem gerviþarfir - en gerviþörf er ekkert annað en birtingarmynd af þörf sem ekki er fullnægt. Hún er ósýnileg og yfirleitt ekki sett í orð. Þörf barna fyrir ást foreldra - beggja foreldra. Þau eru ófá börnin sem ekki hafa fengið að hitta annað foreldri sitt um jólin - frekar en aðra daga ársins, eða aðeins fengið að hitta "hitt" foreldrið eftir harðvítuga baráttu foreldrannaþar sem barnið er notað sem vopn og veit af því. Það hefur samviskubit gagnvart forsjárlausa foreldrinu vegna þess að það er í slæmri stöðu til þess að taka afstöðu með því. Það hefur samviskubit gagnvart forsjár foreldrinu fyrir að vilja hitta það forsjárlausa. Hefur samt þörf fyrir að hitta báða foreldra, njóta kærleika þeirra og umhyggju. Það vill of oft gleymast að lífið getur verið nokkru barni gott né fullnægjandi nema það njóti tilfinningasamskipta við báða foreldra. Svo við einföldum myndiina, þá er móðir að miklu leyti hlutverka-fyrirmynd telpna, sú kvenímynd sem drengir læra að lifa við. Á sama hátt er faðir að miklu leyti hlutverkafyrirmynd drengja, karlímyndin sem telpur læra að lifa við. Ef tilfinningasamskipti við annað hvort foreldrið vantar, verður til skortur; tilfinningaskortur hjá barninu. Sá skortur verður að varanlegri fötlun. Hún bara sést ekki. Fötlunin felst í því að barnið lærir ekki að umgangast það kyn sem það elst ekki upp við. Ein af afleiðingunum er sú að þegar barnið verður fullorðið velur það sér maka sem ekki er til staðar fyrir það, hvorki tilfinningalega né á annan hátt. Hvert barn á rétt á því að umgangast og njóta kærleika og umhyggju beggja foreldra - meira að segja samkvæmt lögum. Það vill þó brenna við að forsjárlausa foreldrið nenni ekki að umgangast barnið, eða forsjár foreldrið komi í veg fyrir samskiptin. Ástæðan er sært "egó" þeirra eftir mikil átök. Það vill oft gleymast að foreldrahlutverkið er allt annað en makahlutverk. Það er sama á hverju hefur gengið milli foreldranna, barnið á sinn rétt og hann ber að virða. Lengi býr að fyrst gerð, er orðatiltæki sem við eigum og í því felst algildur sannleikur. Það sem við gerum börnum okkar í uppeldinu hefur áhrif á líf þeirra - alltaf - jafnvel þótt þau verði hundrað ára. Það erum við sem stjórnum því að miklu leyti hvort börnin okkar verða gæfumenn eða ekki. Ef við uppfyllum ekki tilfinningaþarfir þeirra í æsku, þýðir ekkert að röfla yfir gerviþörfum þeirra - eða annarra - seinna. Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Jæja, þá er jólahelgin liðin, búið að troða út bumbuna, tæta út pakka og pinkla, horfa á gamlar bíómyndir í sjónvarpinu og börnin í spennufalli. Jólin eru jú fyrst og fremst hátíð barnanna - og væntanlega hefur hin massíva markaðssetning á öllu mögulegu og ómögulegu dótaríi skilað sér til þeirra; þau fengið það sem þau þráðu og töldu sig þurfa. Sum. Mikið af því sem börnin biðja um má flokka sem gerviþarfir - en gerviþörf er ekkert annað en birtingarmynd af þörf sem ekki er fullnægt. Hún er ósýnileg og yfirleitt ekki sett í orð. Þörf barna fyrir ást foreldra - beggja foreldra. Þau eru ófá börnin sem ekki hafa fengið að hitta annað foreldri sitt um jólin - frekar en aðra daga ársins, eða aðeins fengið að hitta "hitt" foreldrið eftir harðvítuga baráttu foreldrannaþar sem barnið er notað sem vopn og veit af því. Það hefur samviskubit gagnvart forsjárlausa foreldrinu vegna þess að það er í slæmri stöðu til þess að taka afstöðu með því. Það hefur samviskubit gagnvart forsjár foreldrinu fyrir að vilja hitta það forsjárlausa. Hefur samt þörf fyrir að hitta báða foreldra, njóta kærleika þeirra og umhyggju. Það vill of oft gleymast að lífið getur verið nokkru barni gott né fullnægjandi nema það njóti tilfinningasamskipta við báða foreldra. Svo við einföldum myndiina, þá er móðir að miklu leyti hlutverka-fyrirmynd telpna, sú kvenímynd sem drengir læra að lifa við. Á sama hátt er faðir að miklu leyti hlutverkafyrirmynd drengja, karlímyndin sem telpur læra að lifa við. Ef tilfinningasamskipti við annað hvort foreldrið vantar, verður til skortur; tilfinningaskortur hjá barninu. Sá skortur verður að varanlegri fötlun. Hún bara sést ekki. Fötlunin felst í því að barnið lærir ekki að umgangast það kyn sem það elst ekki upp við. Ein af afleiðingunum er sú að þegar barnið verður fullorðið velur það sér maka sem ekki er til staðar fyrir það, hvorki tilfinningalega né á annan hátt. Hvert barn á rétt á því að umgangast og njóta kærleika og umhyggju beggja foreldra - meira að segja samkvæmt lögum. Það vill þó brenna við að forsjárlausa foreldrið nenni ekki að umgangast barnið, eða forsjár foreldrið komi í veg fyrir samskiptin. Ástæðan er sært "egó" þeirra eftir mikil átök. Það vill oft gleymast að foreldrahlutverkið er allt annað en makahlutverk. Það er sama á hverju hefur gengið milli foreldranna, barnið á sinn rétt og hann ber að virða. Lengi býr að fyrst gerð, er orðatiltæki sem við eigum og í því felst algildur sannleikur. Það sem við gerum börnum okkar í uppeldinu hefur áhrif á líf þeirra - alltaf - jafnvel þótt þau verði hundrað ára. Það erum við sem stjórnum því að miklu leyti hvort börnin okkar verða gæfumenn eða ekki. Ef við uppfyllum ekki tilfinningaþarfir þeirra í æsku, þýðir ekkert að röfla yfir gerviþörfum þeirra - eða annarra - seinna. Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun