Magn eða gæði? 29. desember 2004 00:01 Hið árlega jólabókaflóð hefur verið með hvassara móti þetta árið en oft áður. Auglýsingaherferðir hafa verið skrumkenndari og óvægnari en hingað til hefur sést og samkeppnin virðist í allan stað harðari, bæði hvað varðar innlend skáldverk og þýdd. Það var mikið gefið út af bókum núna og má segja að að árið hafi fremur einkennst af magni en gæðum, svona stórt á litið. Við sem höfum verið að lesa, ekki til að dæma bækurnar, heldur vegna þess að við getum ekki annað, höfum verið eins og hakkamaskínur til þess að komast yfir ósköpin og höfum kannski nokkuð aðra skoðun á því hvaða bækur ættu að vera tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna - eða Bókmennta-Edduna. Það er eiginlega einkennilegt að aðrir en forleggjarar Eddu miðlunar skuli nenna að taka þátt í þessum verðlaunaskrípaleik ár eftir ár því slagsíðan hefur sjaldan verið eins áberandi og nú. Átta af tíu bókum sem tilnefndar eru, eru gefnar út hjá Eddu miðlun. Þess vegna verður hver og einn að koma sér upp sínum eigin lista og minn tilnefningalisti yfir skáldverk liti svona út: Andræði eftir Sigfús Bjartmarsson, Karitas eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, Flóttinn eftir Sindra Freysson, Samkvæmisleikir eftir Braga Ólafsson og Bítlaávarpið eftir Einar Má Guðmundsson. Hvað fræði og bækur almenns efnis, hefði ég valið Halldór eftir Halldór Guðmundsson, Barn að eiliífu eftir Sigmund Erni Rúnarsson, Héðinn eftir Matthías Viðar Sæmundsson, Íslendinga eftir Unni Jökulsdóttur og Andlit norðursins eftir Ragnar Axelsson. Ekki þar fyrir, það eru fleiri bækur all athyglisverðar. Skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur, Hér, verðlaunasaga Auðar Ólafsdóttur, Rigning í nóvember, Rauð mold eftir Úlfar Þormóðsson og Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann Ólafsson eru allt skáldsögur sem eru þaulhugsaðar, vel skrifaðar og virkilega ánægjulegar aflestrar. Einnig komu ýmsir yngri höfundar á óvart, einkum Steinar Bragi með Sólskinsfólkið, Hermann Stefánsson með Níu þjófalykla - og ekki síst Jökull Valsson með Börnin í Húmdölum. Sá síðastnefndi er höfundur sem spennandi verður að fylgjast með á komandi árum. Þessi fyrsta bók hans, einstök og alíslensk hrollvekja, lofar það góðu að líklega þarf enginn að óttast að hann leggi pennann á hilluna. Það merkilega er að bækur þessara yngri höfunda hafa lítið verið í umræðunni á meðan flóðbylgjan gekk yfir. Kannski er það kostur fyrir þá. Almenningur fær þá að uppgötva þá í rólegheitum - og fátt er skemmtilegra en að uppgötva perlur sem maður hefur, af einhverjum ástæðum, misst af í lífsins gauragangi. Af þýddum skáldsögum verður að segjast eins og er að þar eru þrjár bækur í sérflokki: Belladonna skjalið, Englar og djöflar og Dante klúbburinn - og í þessari röð. Ég fer ekki ofan af því að mér fannst Belladonna skjalið best af þeim þremur - sem er smekksatriði, en um það snýst þetta jú allt. Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hið árlega jólabókaflóð hefur verið með hvassara móti þetta árið en oft áður. Auglýsingaherferðir hafa verið skrumkenndari og óvægnari en hingað til hefur sést og samkeppnin virðist í allan stað harðari, bæði hvað varðar innlend skáldverk og þýdd. Það var mikið gefið út af bókum núna og má segja að að árið hafi fremur einkennst af magni en gæðum, svona stórt á litið. Við sem höfum verið að lesa, ekki til að dæma bækurnar, heldur vegna þess að við getum ekki annað, höfum verið eins og hakkamaskínur til þess að komast yfir ósköpin og höfum kannski nokkuð aðra skoðun á því hvaða bækur ættu að vera tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna - eða Bókmennta-Edduna. Það er eiginlega einkennilegt að aðrir en forleggjarar Eddu miðlunar skuli nenna að taka þátt í þessum verðlaunaskrípaleik ár eftir ár því slagsíðan hefur sjaldan verið eins áberandi og nú. Átta af tíu bókum sem tilnefndar eru, eru gefnar út hjá Eddu miðlun. Þess vegna verður hver og einn að koma sér upp sínum eigin lista og minn tilnefningalisti yfir skáldverk liti svona út: Andræði eftir Sigfús Bjartmarsson, Karitas eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, Flóttinn eftir Sindra Freysson, Samkvæmisleikir eftir Braga Ólafsson og Bítlaávarpið eftir Einar Má Guðmundsson. Hvað fræði og bækur almenns efnis, hefði ég valið Halldór eftir Halldór Guðmundsson, Barn að eiliífu eftir Sigmund Erni Rúnarsson, Héðinn eftir Matthías Viðar Sæmundsson, Íslendinga eftir Unni Jökulsdóttur og Andlit norðursins eftir Ragnar Axelsson. Ekki þar fyrir, það eru fleiri bækur all athyglisverðar. Skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur, Hér, verðlaunasaga Auðar Ólafsdóttur, Rigning í nóvember, Rauð mold eftir Úlfar Þormóðsson og Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann Ólafsson eru allt skáldsögur sem eru þaulhugsaðar, vel skrifaðar og virkilega ánægjulegar aflestrar. Einnig komu ýmsir yngri höfundar á óvart, einkum Steinar Bragi með Sólskinsfólkið, Hermann Stefánsson með Níu þjófalykla - og ekki síst Jökull Valsson með Börnin í Húmdölum. Sá síðastnefndi er höfundur sem spennandi verður að fylgjast með á komandi árum. Þessi fyrsta bók hans, einstök og alíslensk hrollvekja, lofar það góðu að líklega þarf enginn að óttast að hann leggi pennann á hilluna. Það merkilega er að bækur þessara yngri höfunda hafa lítið verið í umræðunni á meðan flóðbylgjan gekk yfir. Kannski er það kostur fyrir þá. Almenningur fær þá að uppgötva þá í rólegheitum - og fátt er skemmtilegra en að uppgötva perlur sem maður hefur, af einhverjum ástæðum, misst af í lífsins gauragangi. Af þýddum skáldsögum verður að segjast eins og er að þar eru þrjár bækur í sérflokki: Belladonna skjalið, Englar og djöflar og Dante klúbburinn - og í þessari röð. Ég fer ekki ofan af því að mér fannst Belladonna skjalið best af þeim þremur - sem er smekksatriði, en um það snýst þetta jú allt. Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar