Um Vestmanneyjagöng 12. janúar 2005 00:01 Sæll Egill Í stuttum pistli á síðu þinni ferð þú nokkrum orðum um hugsanleg göng milli lands og Eyja. Í pistlinum veltir þú því fyrir þér hversu margir munu aka þessi göng á dag og kemst að því að líklega verði það á bilinu 100 - 300. Í skýrslu sem Hagfræðistofnun HÍ gerði og var kynnt í apríl á síðasta ári segir m.a: "Verði ferðamynstur Íslendinga með líkum hætti má ætla að hér um bil 11.900 manns ferðist árið 2010 með langferðabifreið til eða frá Eyjum, en u.þ.b. 385.000 kjósi að aka í einkabifreið á milli. Sé sú tala umreiknuð í fjölda bíla á dag verður niðurstaðan sú að 527 einkabílar munu fara með Íslendinga um göngin daglega árið 2010." Einnig segir: "Vaxi vöruflutningar í líkum takti næstu áratugina má gera ráð fyrir að 35 vöruflutningabifreiðar fari um göng daglega árið 2010." Ég vil í framhaldi af þessu benda þér á linkinn á þessari skýrslu: http://www.xtreme.is/net/skraarsafn/gong//1082148955.pdf. Varðandi það að bera samgöngubót á Íslandi við Millau í Frakklandi sem kostaði 394 milljónir evra - um 33 milljarða íslenskra króna og tengir saman þéttbýlisstaðina París og Barcelona, þá finnst mér það mjög ósanngjarnt og í samanburði við þessa samgöngubót og þann fjölda sem hún tengir saman þá yrðu líklega engar samgöngubætur á Íslandi réttlætanlegar. Í dag er ríkið að leggja til um 500 milljónir í samgöngur til Vestmannaeyja og með því að endurnýja Herjólf þá er líklegt að sú tala mundi hækka. Í reiknilíkani sem Ægisdyr unnu í samvinnu við Íslandsbanka er eingöngu lagt til að ríkið haldi áfram að setja þessa upphæð í samgöngur til Eyja (nú í formi greiðslu upp í göng) og þá ætti að vera hægt að greiða upp göngin á um það bil 50 árum. Hér getur þú séð reiknilíkanið: http://www.xtreme.is/net/skraarsafn/gong//1082313436.xls Að lokum vil ég þakka þér fyrir góðan þátt sem ég reyni alltaf að horfa á. Ég met skoðanir þínar og þess vegna finnst mér mikilvægt að þú kynnir þér málið vel áður en þú tjáir þig um það. Ég hvet þig til að lesa skýrslu Hagfræðistofnunnar HÍ og það væri gaman að heyra álit þitt á málinu eftir þann lestur. Nú er ég alls ekki að segja að allir þurfi að vera sammála þessu en það er mikilvægt að það sé gagnrýnt á málefnanlegan hátt. kveðja Egill Arnar Arngrímsson Ægisdyr Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sæll Egill Í stuttum pistli á síðu þinni ferð þú nokkrum orðum um hugsanleg göng milli lands og Eyja. Í pistlinum veltir þú því fyrir þér hversu margir munu aka þessi göng á dag og kemst að því að líklega verði það á bilinu 100 - 300. Í skýrslu sem Hagfræðistofnun HÍ gerði og var kynnt í apríl á síðasta ári segir m.a: "Verði ferðamynstur Íslendinga með líkum hætti má ætla að hér um bil 11.900 manns ferðist árið 2010 með langferðabifreið til eða frá Eyjum, en u.þ.b. 385.000 kjósi að aka í einkabifreið á milli. Sé sú tala umreiknuð í fjölda bíla á dag verður niðurstaðan sú að 527 einkabílar munu fara með Íslendinga um göngin daglega árið 2010." Einnig segir: "Vaxi vöruflutningar í líkum takti næstu áratugina má gera ráð fyrir að 35 vöruflutningabifreiðar fari um göng daglega árið 2010." Ég vil í framhaldi af þessu benda þér á linkinn á þessari skýrslu: http://www.xtreme.is/net/skraarsafn/gong//1082148955.pdf. Varðandi það að bera samgöngubót á Íslandi við Millau í Frakklandi sem kostaði 394 milljónir evra - um 33 milljarða íslenskra króna og tengir saman þéttbýlisstaðina París og Barcelona, þá finnst mér það mjög ósanngjarnt og í samanburði við þessa samgöngubót og þann fjölda sem hún tengir saman þá yrðu líklega engar samgöngubætur á Íslandi réttlætanlegar. Í dag er ríkið að leggja til um 500 milljónir í samgöngur til Vestmannaeyja og með því að endurnýja Herjólf þá er líklegt að sú tala mundi hækka. Í reiknilíkani sem Ægisdyr unnu í samvinnu við Íslandsbanka er eingöngu lagt til að ríkið haldi áfram að setja þessa upphæð í samgöngur til Eyja (nú í formi greiðslu upp í göng) og þá ætti að vera hægt að greiða upp göngin á um það bil 50 árum. Hér getur þú séð reiknilíkanið: http://www.xtreme.is/net/skraarsafn/gong//1082313436.xls Að lokum vil ég þakka þér fyrir góðan þátt sem ég reyni alltaf að horfa á. Ég met skoðanir þínar og þess vegna finnst mér mikilvægt að þú kynnir þér málið vel áður en þú tjáir þig um það. Ég hvet þig til að lesa skýrslu Hagfræðistofnunnar HÍ og það væri gaman að heyra álit þitt á málinu eftir þann lestur. Nú er ég alls ekki að segja að allir þurfi að vera sammála þessu en það er mikilvægt að það sé gagnrýnt á málefnanlegan hátt. kveðja Egill Arnar Arngrímsson Ægisdyr
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar