Kaupsýslumenn eða knattspyrnumenn? 8. febrúar 2005 00:01 Síðasta ár var einkennilegt hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Sambandið hefur aldrei skilað meiri hagnaði heldur en í fyrra en á sama tíma var árangur íslensku landsliðanna, og þá sérstaklega A-landsliðs karla, afar dapur. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, var afskaplega ánægður með afkomu sambandsins enda skilaði hann 46 milljón króna hagnaði. Knattspyrnusamband Íslands veltir rúmum 450 milljónum á ári, er orðið þokkalegasta fyrirtæki og því er þörf á að menn með viðskiptavit komi nálægt rekstrinum. Á sama tíma er þetta jú knattspyrnusamband og það hlýtur að skipta einhverju máli hvernig gengur á vellinum. Eggert Magnússon er með bakgrunn úr viðskiptalífinu og það eru flestir sammála um að hann hafi fært rekstur knattspyrnusambandsins til nútímans. Hann er grjótharður samningamaður og hefur á þann hátt náð að verðleggja sjónvarpsrétt fyrir íslenska knattspyrnu hærra en menn hefðu trúað. Hann hefur verið duglegur við að búa til pening í gegnum landsleiki. Skemmst er minnast síðasta árs þar sem hann kom íslenska landsliðinu, upp á eigin spýtur, á mót í Englandi sem skilaði sambandinu á annan tug milljóna í tekjur. Hann var einnig driffjöðrin á bak við Ítalaleikinn fræga þar sem rúmlega tuttugu þúsund manns komu á völlinn en sá leikur skilaði sambandinu um fjörutíu milljónum í hagnað. Hann hefur einnig staðið fyrir kaupum KSÍ á bréfum í KB Banka, bréfum sem hafa vaxið og dafnað. Hann ætlar að byggja stærri stúku á Laugardalsvelli til að fá meiri pening í kassann, bæði vegna aukinnar aðsóknar og meiri veitingasölu. Á þessu má sjá að Eggert Magnússon er fyrirtaks kaupsýslumaður og hefur sem slíkur gert frábæra hluti fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stjórnunin á knattspyrnulegu hliðinni er hins vegar eitthvað allt annað. Þar hefur Eggert ekki verið mjög farsæll undanfarið. Hann hefur verið of seinn að grípa í taumana þegar árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur farið að hraka. Það á við í tilfelli Atla Eðvaldssonar sem sagði sjálfur upp löngu eftir að allt var komið í þrot og síðan hefur hann hangið lengur en tárum tekur að telja á þeim Ásgeiri Sigurvinssyni og Loga Ólafssyni, núverandi þjálfurum liðsins, sem virðast vera að keyra landsliðið niður í kjallara heimsknattspyrnunnar. Hann rak hins vegar þjálfara kvennalandsliðsins vegna lélegs árangurs sem var þó mun betri en karlalandsliðið hefur sýnt. Eggert hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að gera efstu deild kvenna meira spennandi, jafnvel þótt það hafi verið vitað í mörg ár að munurinn á milli bestu liðanna og hinna er of mikill. Hann hefur ekki viljað hlusta á fjölgun liða í efstu deild, leikmönnum, þjálfurum og knattspyrnuáhugamönnum til mikillar gremju. Allt þetta skiptir kannski ekki máli á meðan peningarnir koma í kassann. Á meðan kaupsýslumennirnir eru við stjórn er lítil ástæða til þess að ætla að þetta breytist eitthvað. Aðaláherslan verður lögð á að græða pening, það er bara bónus ef einhver árangur næst. Við ættum kannski bara að þakka fyrir það að við eigum menn eins og Eggert sem búa til gull úr því grjóti sem íslensk knattspyrna er? Óskar Hrafn Þorvaldsson -oskar@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Síðasta ár var einkennilegt hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Sambandið hefur aldrei skilað meiri hagnaði heldur en í fyrra en á sama tíma var árangur íslensku landsliðanna, og þá sérstaklega A-landsliðs karla, afar dapur. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, var afskaplega ánægður með afkomu sambandsins enda skilaði hann 46 milljón króna hagnaði. Knattspyrnusamband Íslands veltir rúmum 450 milljónum á ári, er orðið þokkalegasta fyrirtæki og því er þörf á að menn með viðskiptavit komi nálægt rekstrinum. Á sama tíma er þetta jú knattspyrnusamband og það hlýtur að skipta einhverju máli hvernig gengur á vellinum. Eggert Magnússon er með bakgrunn úr viðskiptalífinu og það eru flestir sammála um að hann hafi fært rekstur knattspyrnusambandsins til nútímans. Hann er grjótharður samningamaður og hefur á þann hátt náð að verðleggja sjónvarpsrétt fyrir íslenska knattspyrnu hærra en menn hefðu trúað. Hann hefur verið duglegur við að búa til pening í gegnum landsleiki. Skemmst er minnast síðasta árs þar sem hann kom íslenska landsliðinu, upp á eigin spýtur, á mót í Englandi sem skilaði sambandinu á annan tug milljóna í tekjur. Hann var einnig driffjöðrin á bak við Ítalaleikinn fræga þar sem rúmlega tuttugu þúsund manns komu á völlinn en sá leikur skilaði sambandinu um fjörutíu milljónum í hagnað. Hann hefur einnig staðið fyrir kaupum KSÍ á bréfum í KB Banka, bréfum sem hafa vaxið og dafnað. Hann ætlar að byggja stærri stúku á Laugardalsvelli til að fá meiri pening í kassann, bæði vegna aukinnar aðsóknar og meiri veitingasölu. Á þessu má sjá að Eggert Magnússon er fyrirtaks kaupsýslumaður og hefur sem slíkur gert frábæra hluti fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stjórnunin á knattspyrnulegu hliðinni er hins vegar eitthvað allt annað. Þar hefur Eggert ekki verið mjög farsæll undanfarið. Hann hefur verið of seinn að grípa í taumana þegar árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur farið að hraka. Það á við í tilfelli Atla Eðvaldssonar sem sagði sjálfur upp löngu eftir að allt var komið í þrot og síðan hefur hann hangið lengur en tárum tekur að telja á þeim Ásgeiri Sigurvinssyni og Loga Ólafssyni, núverandi þjálfurum liðsins, sem virðast vera að keyra landsliðið niður í kjallara heimsknattspyrnunnar. Hann rak hins vegar þjálfara kvennalandsliðsins vegna lélegs árangurs sem var þó mun betri en karlalandsliðið hefur sýnt. Eggert hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að gera efstu deild kvenna meira spennandi, jafnvel þótt það hafi verið vitað í mörg ár að munurinn á milli bestu liðanna og hinna er of mikill. Hann hefur ekki viljað hlusta á fjölgun liða í efstu deild, leikmönnum, þjálfurum og knattspyrnuáhugamönnum til mikillar gremju. Allt þetta skiptir kannski ekki máli á meðan peningarnir koma í kassann. Á meðan kaupsýslumennirnir eru við stjórn er lítil ástæða til þess að ætla að þetta breytist eitthvað. Aðaláherslan verður lögð á að græða pening, það er bara bónus ef einhver árangur næst. Við ættum kannski bara að þakka fyrir það að við eigum menn eins og Eggert sem búa til gull úr því grjóti sem íslensk knattspyrna er? Óskar Hrafn Þorvaldsson -oskar@frettabladid.is
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar