Kaupsýslumenn eða knattspyrnumenn? 8. febrúar 2005 00:01 Síðasta ár var einkennilegt hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Sambandið hefur aldrei skilað meiri hagnaði heldur en í fyrra en á sama tíma var árangur íslensku landsliðanna, og þá sérstaklega A-landsliðs karla, afar dapur. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, var afskaplega ánægður með afkomu sambandsins enda skilaði hann 46 milljón króna hagnaði. Knattspyrnusamband Íslands veltir rúmum 450 milljónum á ári, er orðið þokkalegasta fyrirtæki og því er þörf á að menn með viðskiptavit komi nálægt rekstrinum. Á sama tíma er þetta jú knattspyrnusamband og það hlýtur að skipta einhverju máli hvernig gengur á vellinum. Eggert Magnússon er með bakgrunn úr viðskiptalífinu og það eru flestir sammála um að hann hafi fært rekstur knattspyrnusambandsins til nútímans. Hann er grjótharður samningamaður og hefur á þann hátt náð að verðleggja sjónvarpsrétt fyrir íslenska knattspyrnu hærra en menn hefðu trúað. Hann hefur verið duglegur við að búa til pening í gegnum landsleiki. Skemmst er minnast síðasta árs þar sem hann kom íslenska landsliðinu, upp á eigin spýtur, á mót í Englandi sem skilaði sambandinu á annan tug milljóna í tekjur. Hann var einnig driffjöðrin á bak við Ítalaleikinn fræga þar sem rúmlega tuttugu þúsund manns komu á völlinn en sá leikur skilaði sambandinu um fjörutíu milljónum í hagnað. Hann hefur einnig staðið fyrir kaupum KSÍ á bréfum í KB Banka, bréfum sem hafa vaxið og dafnað. Hann ætlar að byggja stærri stúku á Laugardalsvelli til að fá meiri pening í kassann, bæði vegna aukinnar aðsóknar og meiri veitingasölu. Á þessu má sjá að Eggert Magnússon er fyrirtaks kaupsýslumaður og hefur sem slíkur gert frábæra hluti fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stjórnunin á knattspyrnulegu hliðinni er hins vegar eitthvað allt annað. Þar hefur Eggert ekki verið mjög farsæll undanfarið. Hann hefur verið of seinn að grípa í taumana þegar árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur farið að hraka. Það á við í tilfelli Atla Eðvaldssonar sem sagði sjálfur upp löngu eftir að allt var komið í þrot og síðan hefur hann hangið lengur en tárum tekur að telja á þeim Ásgeiri Sigurvinssyni og Loga Ólafssyni, núverandi þjálfurum liðsins, sem virðast vera að keyra landsliðið niður í kjallara heimsknattspyrnunnar. Hann rak hins vegar þjálfara kvennalandsliðsins vegna lélegs árangurs sem var þó mun betri en karlalandsliðið hefur sýnt. Eggert hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að gera efstu deild kvenna meira spennandi, jafnvel þótt það hafi verið vitað í mörg ár að munurinn á milli bestu liðanna og hinna er of mikill. Hann hefur ekki viljað hlusta á fjölgun liða í efstu deild, leikmönnum, þjálfurum og knattspyrnuáhugamönnum til mikillar gremju. Allt þetta skiptir kannski ekki máli á meðan peningarnir koma í kassann. Á meðan kaupsýslumennirnir eru við stjórn er lítil ástæða til þess að ætla að þetta breytist eitthvað. Aðaláherslan verður lögð á að græða pening, það er bara bónus ef einhver árangur næst. Við ættum kannski bara að þakka fyrir það að við eigum menn eins og Eggert sem búa til gull úr því grjóti sem íslensk knattspyrna er? Óskar Hrafn Þorvaldsson -oskar@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Skoðanir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Síðasta ár var einkennilegt hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Sambandið hefur aldrei skilað meiri hagnaði heldur en í fyrra en á sama tíma var árangur íslensku landsliðanna, og þá sérstaklega A-landsliðs karla, afar dapur. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, var afskaplega ánægður með afkomu sambandsins enda skilaði hann 46 milljón króna hagnaði. Knattspyrnusamband Íslands veltir rúmum 450 milljónum á ári, er orðið þokkalegasta fyrirtæki og því er þörf á að menn með viðskiptavit komi nálægt rekstrinum. Á sama tíma er þetta jú knattspyrnusamband og það hlýtur að skipta einhverju máli hvernig gengur á vellinum. Eggert Magnússon er með bakgrunn úr viðskiptalífinu og það eru flestir sammála um að hann hafi fært rekstur knattspyrnusambandsins til nútímans. Hann er grjótharður samningamaður og hefur á þann hátt náð að verðleggja sjónvarpsrétt fyrir íslenska knattspyrnu hærra en menn hefðu trúað. Hann hefur verið duglegur við að búa til pening í gegnum landsleiki. Skemmst er minnast síðasta árs þar sem hann kom íslenska landsliðinu, upp á eigin spýtur, á mót í Englandi sem skilaði sambandinu á annan tug milljóna í tekjur. Hann var einnig driffjöðrin á bak við Ítalaleikinn fræga þar sem rúmlega tuttugu þúsund manns komu á völlinn en sá leikur skilaði sambandinu um fjörutíu milljónum í hagnað. Hann hefur einnig staðið fyrir kaupum KSÍ á bréfum í KB Banka, bréfum sem hafa vaxið og dafnað. Hann ætlar að byggja stærri stúku á Laugardalsvelli til að fá meiri pening í kassann, bæði vegna aukinnar aðsóknar og meiri veitingasölu. Á þessu má sjá að Eggert Magnússon er fyrirtaks kaupsýslumaður og hefur sem slíkur gert frábæra hluti fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stjórnunin á knattspyrnulegu hliðinni er hins vegar eitthvað allt annað. Þar hefur Eggert ekki verið mjög farsæll undanfarið. Hann hefur verið of seinn að grípa í taumana þegar árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur farið að hraka. Það á við í tilfelli Atla Eðvaldssonar sem sagði sjálfur upp löngu eftir að allt var komið í þrot og síðan hefur hann hangið lengur en tárum tekur að telja á þeim Ásgeiri Sigurvinssyni og Loga Ólafssyni, núverandi þjálfurum liðsins, sem virðast vera að keyra landsliðið niður í kjallara heimsknattspyrnunnar. Hann rak hins vegar þjálfara kvennalandsliðsins vegna lélegs árangurs sem var þó mun betri en karlalandsliðið hefur sýnt. Eggert hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að gera efstu deild kvenna meira spennandi, jafnvel þótt það hafi verið vitað í mörg ár að munurinn á milli bestu liðanna og hinna er of mikill. Hann hefur ekki viljað hlusta á fjölgun liða í efstu deild, leikmönnum, þjálfurum og knattspyrnuáhugamönnum til mikillar gremju. Allt þetta skiptir kannski ekki máli á meðan peningarnir koma í kassann. Á meðan kaupsýslumennirnir eru við stjórn er lítil ástæða til þess að ætla að þetta breytist eitthvað. Aðaláherslan verður lögð á að græða pening, það er bara bónus ef einhver árangur næst. Við ættum kannski bara að þakka fyrir það að við eigum menn eins og Eggert sem búa til gull úr því grjóti sem íslensk knattspyrna er? Óskar Hrafn Þorvaldsson -oskar@frettabladid.is
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun