Elur á leti nemenda 22. febrúar 2005 00:01 Niðurfelling samræmdra prófa er til þess fallin að ala á leti grunnskólanemenda, að mati Haraldar Ólafssonar prófessors. Hann segir að nær væri að fjölga samræmdum prófum, enda sé fjöldi nemenda húðlatur. Félag grunnskólakennara leggur til við menntamálaráðuneytið að samræmd próf í grunnskólum verði lögð niður. Þau eru sögð gefa mjög takmarkaða mynd af hæfni nemenda og samræmd próf í 4. og 7. bekk leggi óeðlilegar kröfur á nemendur og geti haft mjög neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra. Haraldur Ólafsson telur slík próf þó vera mikilvæga mælistiku fyrir kennara, nemendur og foreldra. Það sé í þessum könnunum í 4. og 7. bekk sem viðvörunarljósin kvikni ef eitthvað er að í kennslunni eða hjá nemendum og of seint ef það uppgötvast í lokaprófi í grunnskóla eða inntökuprófi í framhaldsskóla. Samræmd próf 10. bekkinga hljóta heldur ekki háa einkunn hjá Félagi grunnskólakennara, sem segir þau orðin markmið skólastarfs og stýring, í stað þess að vera uppbyggilegt mælitæki. En Haraldar telur hættur vera samfara því að fella þau niður. Það sé hætta á því að kröfurnar fari ekki að miðast við getu nemandans heldur við það hvað nemandinn nenni að gera mikið. Og hann telur býsna marga grunnskólanemendur húðlata. Grunnskólakennarar leggja til að framhaldsskólar meti sjálfir hvort nemendur standist inntökuskilyrði. Í stað samræmdra prófa í 10. bekk væri hægt að bera fyrir þá stöðluð, greinandi stöðupróf sem nemendur gætu leyst þegar þeir væru reiðubúnir. Haraldur telur þó að þeir lötustu teldu sig aldrei tilbúna. Þá finnst honum eðlilegt að mikill hluti skólastarfs fari einmitt í undirbúning fyrir samræmd próf og ef eitthvað er mætti íhuga að fjölga samræmdum könnunum í 4. og 7. bekk. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Niðurfelling samræmdra prófa er til þess fallin að ala á leti grunnskólanemenda, að mati Haraldar Ólafssonar prófessors. Hann segir að nær væri að fjölga samræmdum prófum, enda sé fjöldi nemenda húðlatur. Félag grunnskólakennara leggur til við menntamálaráðuneytið að samræmd próf í grunnskólum verði lögð niður. Þau eru sögð gefa mjög takmarkaða mynd af hæfni nemenda og samræmd próf í 4. og 7. bekk leggi óeðlilegar kröfur á nemendur og geti haft mjög neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra. Haraldur Ólafsson telur slík próf þó vera mikilvæga mælistiku fyrir kennara, nemendur og foreldra. Það sé í þessum könnunum í 4. og 7. bekk sem viðvörunarljósin kvikni ef eitthvað er að í kennslunni eða hjá nemendum og of seint ef það uppgötvast í lokaprófi í grunnskóla eða inntökuprófi í framhaldsskóla. Samræmd próf 10. bekkinga hljóta heldur ekki háa einkunn hjá Félagi grunnskólakennara, sem segir þau orðin markmið skólastarfs og stýring, í stað þess að vera uppbyggilegt mælitæki. En Haraldar telur hættur vera samfara því að fella þau niður. Það sé hætta á því að kröfurnar fari ekki að miðast við getu nemandans heldur við það hvað nemandinn nenni að gera mikið. Og hann telur býsna marga grunnskólanemendur húðlata. Grunnskólakennarar leggja til að framhaldsskólar meti sjálfir hvort nemendur standist inntökuskilyrði. Í stað samræmdra prófa í 10. bekk væri hægt að bera fyrir þá stöðluð, greinandi stöðupróf sem nemendur gætu leyst þegar þeir væru reiðubúnir. Haraldur telur þó að þeir lötustu teldu sig aldrei tilbúna. Þá finnst honum eðlilegt að mikill hluti skólastarfs fari einmitt í undirbúning fyrir samræmd próf og ef eitthvað er mætti íhuga að fjölga samræmdum könnunum í 4. og 7. bekk.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira