Átök S-hópsins og Björgólfsfeðga 7. mars 2005 00:01 Langþráður draumur eigenda SH um sameiningu fisksölufyrirtækja á Ameríkumarkaði varð að veruleika með sameiningu SH og Sjóvíkur. Sjóvík keypti söluhluta SÍF í Ameríku síðastliðið haust, en margar tilraunir höfðu verið gerðar til sameiningar SÍF og SH. Til hliðar við þessi viðskipti eignaðist fjárfestingarfélagið Grettir, sem var í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar og Landsbankans, 34 prósenta hlut í Keri, sem er stærsti eigandi Samskipa og Olíufélagsins Essó. Auk þess er Ker stærsti hluthafi Eglu, sem á níu prósenta eignarhlut í KB banka. Stærstu eigendur Sjóvíkur eru Nordica Partners og Sund, sem er eignarhaldsfélag fjölskyldu Óla í Olís. Nordica Partners er meðal annars í eigu Gísla Reynissonar, kaupsýslumanns Riga í Lettlandi, og Jóns Þórs Hjaltasonar, viðskiptafélaga Ólafs Ólafssonar, stærsta eiganda Kers. Eftir viðskiptin ráða þessir aðilar 47 prósenta hlut í Gretti og eru stærstu hluthafarnir. Grettir á einnig sextán prósenta hlut í Straumi fjárfestingarbanka og benda viðskiptin nú til þess að áhugi Landsbankans á að ná tökum á Íslandsbanka í gegnum Straum kunni að hafa minnkað. Stærstu eigendur Kers, þeir Ólafur Ólafsson og Kristján Loftsson, eru allt annað en ánægðir með þessi málalok. Með þessum viðskiptum skiptu eigendur Sjóvíkur um lið og Kristján Loftsson, stjórnarformaður Kers, segir að þeir hafi gengið gegn munnlegu samkomulagi um forkaupsrétt hluthafa Kers. "Ég tel að þetta hafi verið lengi í undirbúningi. Á stjórnarfundum í Keri gengu á milli manna tillögur um útfærslu á forkaupsréttarákvæðum og óánægja með orðalag kom í veg fyrir að frá tillögunum væri gengið á aðalfundi." Hann telur því að fyrrverandi viðskiptafélagar hafi gengið gegn munnlegu samkomulagi með því að selja Gretti bréf sín án þess að bjóða bréfin núverandi hluthöfum til kaups. Barátta skipafélaga Samkvæmt heimildum voru eigendur SH, með Landsbankann í broddi fylkingar, afar áfjáðir í sameininguna við Sjóvík og hyggja á frekari sókn og sameiningar í Kanada í kjölfarið. Þeim var því mikið í mun að landa þessari sameiningu. Sjóvíkurmenn settu söluna á hlutunum í Keri á dagskrá og seldu þau bréf dýrt. Eigendur Grettis eru flís í auga ráðandi hluthafa í Keri og Grettismenn veðja á að þeir verði keyptir út með leiðindaálagi. Orðrómur er einnig á kreiki um að menn hafi haft hug á að kaupa hlut Kristjáns Loftssonar einni, en við það hefði staða Ólafs Ólafssonar verið orðin þröng. Kristján á sautján prósenta hlut í Keri en Ólafur 41 prósent. Þeir standa hins vegar saman og ráða félaginu. Þeir geta því beðið með að kaupa Gretti út úr félaginu, þótt þeir séu ekki áfjáðir í félagsskapinn. Að tjaldabaki þessara viðskipta liggja einnig ríkir hagsmunir í flutningastarfsemni. Samskip hafa verið að sækja í sig veðrið í samningum við innflutningsfyrirtæki, eins og Haga, en Eimskip náði samningum um flutninga Samherja. Þeir sem gleggst þekkja telja að Eimskip sé eins og staðan er nú með betra jafnvægi í nýtingu skipa í inn- og útflutningi. Á móti hefur Samskip byggt hratt upp erlendan rekstur og er félagið komið mun lengra á þeim vettvangi. Litlir kærleikar hafa verið milli félaganna og við þau viðskipti sem nú eru að baki munu átökin harðna. Ólafur og Kristján ráða yfir Keri og munu ekki gefa það eftir. Nú hefst störukeppni í félaginu þangað til semst um að kaupa Gretti út úr félaginu. Eigendur Sjóvíkur hafa átt langt samstarf við Ólaf Ólafsson í viðskiptum en hafa nú skipt um lið. Líklegt er að rykið verði að setjast áður en menn taka til við að leysa úr núverandi stöðu. Ólafur Ólafsson hefur marga fjöruna sopið í viðskiptum og er vanur að bíta frá sér. Ýmislegt á eflaust eftir að ganga á í baráttu Ólafs og Björgólfsfeðga á næstu mánuðum. Ólafur sneri á bankana þegar reynt var að sameina SH og SÍF og er í viðskiptalífinu talinn hafa að minnsta kosti einu lífi meira en kötturinn. Hagsmunir Ólafs og SH fara saman að einhverju leyti því SÍF á fjögurra prósenta hlut í SH eftir sameiningu við Sjóvík. Hin hliðin á þessum viðskiptum er svo framtíðaruppbygging í fisksölu í Ameríku og Asíu. Þar eru spennandi sóknarfæri með sameiningunni sem vonandi verða enn að bera ávöxt löngu eftir að átökin á milli eigenda Eimskipafélagsins og Samskipa verða gleymd. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Langþráður draumur eigenda SH um sameiningu fisksölufyrirtækja á Ameríkumarkaði varð að veruleika með sameiningu SH og Sjóvíkur. Sjóvík keypti söluhluta SÍF í Ameríku síðastliðið haust, en margar tilraunir höfðu verið gerðar til sameiningar SÍF og SH. Til hliðar við þessi viðskipti eignaðist fjárfestingarfélagið Grettir, sem var í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar og Landsbankans, 34 prósenta hlut í Keri, sem er stærsti eigandi Samskipa og Olíufélagsins Essó. Auk þess er Ker stærsti hluthafi Eglu, sem á níu prósenta eignarhlut í KB banka. Stærstu eigendur Sjóvíkur eru Nordica Partners og Sund, sem er eignarhaldsfélag fjölskyldu Óla í Olís. Nordica Partners er meðal annars í eigu Gísla Reynissonar, kaupsýslumanns Riga í Lettlandi, og Jóns Þórs Hjaltasonar, viðskiptafélaga Ólafs Ólafssonar, stærsta eiganda Kers. Eftir viðskiptin ráða þessir aðilar 47 prósenta hlut í Gretti og eru stærstu hluthafarnir. Grettir á einnig sextán prósenta hlut í Straumi fjárfestingarbanka og benda viðskiptin nú til þess að áhugi Landsbankans á að ná tökum á Íslandsbanka í gegnum Straum kunni að hafa minnkað. Stærstu eigendur Kers, þeir Ólafur Ólafsson og Kristján Loftsson, eru allt annað en ánægðir með þessi málalok. Með þessum viðskiptum skiptu eigendur Sjóvíkur um lið og Kristján Loftsson, stjórnarformaður Kers, segir að þeir hafi gengið gegn munnlegu samkomulagi um forkaupsrétt hluthafa Kers. "Ég tel að þetta hafi verið lengi í undirbúningi. Á stjórnarfundum í Keri gengu á milli manna tillögur um útfærslu á forkaupsréttarákvæðum og óánægja með orðalag kom í veg fyrir að frá tillögunum væri gengið á aðalfundi." Hann telur því að fyrrverandi viðskiptafélagar hafi gengið gegn munnlegu samkomulagi með því að selja Gretti bréf sín án þess að bjóða bréfin núverandi hluthöfum til kaups. Barátta skipafélaga Samkvæmt heimildum voru eigendur SH, með Landsbankann í broddi fylkingar, afar áfjáðir í sameininguna við Sjóvík og hyggja á frekari sókn og sameiningar í Kanada í kjölfarið. Þeim var því mikið í mun að landa þessari sameiningu. Sjóvíkurmenn settu söluna á hlutunum í Keri á dagskrá og seldu þau bréf dýrt. Eigendur Grettis eru flís í auga ráðandi hluthafa í Keri og Grettismenn veðja á að þeir verði keyptir út með leiðindaálagi. Orðrómur er einnig á kreiki um að menn hafi haft hug á að kaupa hlut Kristjáns Loftssonar einni, en við það hefði staða Ólafs Ólafssonar verið orðin þröng. Kristján á sautján prósenta hlut í Keri en Ólafur 41 prósent. Þeir standa hins vegar saman og ráða félaginu. Þeir geta því beðið með að kaupa Gretti út úr félaginu, þótt þeir séu ekki áfjáðir í félagsskapinn. Að tjaldabaki þessara viðskipta liggja einnig ríkir hagsmunir í flutningastarfsemni. Samskip hafa verið að sækja í sig veðrið í samningum við innflutningsfyrirtæki, eins og Haga, en Eimskip náði samningum um flutninga Samherja. Þeir sem gleggst þekkja telja að Eimskip sé eins og staðan er nú með betra jafnvægi í nýtingu skipa í inn- og útflutningi. Á móti hefur Samskip byggt hratt upp erlendan rekstur og er félagið komið mun lengra á þeim vettvangi. Litlir kærleikar hafa verið milli félaganna og við þau viðskipti sem nú eru að baki munu átökin harðna. Ólafur og Kristján ráða yfir Keri og munu ekki gefa það eftir. Nú hefst störukeppni í félaginu þangað til semst um að kaupa Gretti út úr félaginu. Eigendur Sjóvíkur hafa átt langt samstarf við Ólaf Ólafsson í viðskiptum en hafa nú skipt um lið. Líklegt er að rykið verði að setjast áður en menn taka til við að leysa úr núverandi stöðu. Ólafur Ólafsson hefur marga fjöruna sopið í viðskiptum og er vanur að bíta frá sér. Ýmislegt á eflaust eftir að ganga á í baráttu Ólafs og Björgólfsfeðga á næstu mánuðum. Ólafur sneri á bankana þegar reynt var að sameina SH og SÍF og er í viðskiptalífinu talinn hafa að minnsta kosti einu lífi meira en kötturinn. Hagsmunir Ólafs og SH fara saman að einhverju leyti því SÍF á fjögurra prósenta hlut í SH eftir sameiningu við Sjóvík. Hin hliðin á þessum viðskiptum er svo framtíðaruppbygging í fisksölu í Ameríku og Asíu. Þar eru spennandi sóknarfæri með sameiningunni sem vonandi verða enn að bera ávöxt löngu eftir að átökin á milli eigenda Eimskipafélagsins og Samskipa verða gleymd.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent