Dauði eða blessun landsliðsins 23. mars 2005 00:01 Nú er ljóst að Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, mun hvorki spila með liðinu gegn Króötum í undankeppni HM í Zagreb á laugardaginn né vináttuleikinn gegn Ítölum í Padova á miðvikudaginn eftir viku. Eiður Smári er meiddur á læri og var það sameiginleg ákvörðun Sveinbjörns Brandssonar, læknis íslenska landsliðsins, og læknis Chelsea að hann myndi ekki vera orðinn leikfær fyrir leikinn á laugardaginn. Eiður Smári hefur spilað undanfarna tuttugu og fimm leiki með liðinu í undankeppni EM og HM og verið, svo vægt sé til orða tekið, yfirburðamaður í liðinu. Hann hefur borið uppi sóknarleik íslenska landsliðsins undanfarið og spyrja menn sig hvort sóknarleikur liðsins verði fugl né fiskur án Eiðs Smára. Hann hefur skorað þrjú af fjórum mörkum íslenska liðsins í undankeppni HM og lagt upp fjórða markið. Hann hefur reyndar ef allt er tekið saman komið nálægt fjórtan af þeim fimmtán mörkum sem íslenska liðið hefur skorað í undankeppni EM 2004 og undankeppni HM 2006. Eina markið í þessum tveimur undankeppnum sem hann kom ekki nálægt var sigurmark Péturs Marteinssonar í Færeyjum í ágúst 2003. Hann hefur skorað átta mörk af þessum fimmtán og verið miðpunktur alls þess sem hefur verið framkvæmt í sóknarleik íslenska liðsins. Hann er eini framherji liðsins sem getur haldið boltanum og leikið á menn og það er óréttlátt að ætlast til þess að einhver geti tekið við hlutverki hans. Hann er karlmaður innan um börn í íslenska liðinu og því virðast ekki vera miklar líkur á því að íslenska liðið eigi eftir að vera mjög ógnandi í leiknum gegn Króötum. Á hinn bóginn gerir fjarvera hans það mögulegt fyrir landsliðsþjálfarana Ásgeir Sigurvinsson og Loga Ólafsson að breyta aðeins um áherslur í sóknarleiknum. Leikmenn íslenska liðsins hafa hingað til treyst meira en góðu hófi gegnir á Eið Smára með misjöfnum árangri. Nú þurfa aðrir leikmenn liðsins að taka ábyrgð, menn eins og Heiðar Helguson og það er spurning hvort Heiðar standist prófið. Líklegt er að Ásgeir og Logi fari endanlega algörlega ofan í skotgrafirnar, stilli upp ellefu verkamönnum sem berjast með hjartanu, hlaupa úr sér lifur og lungu en munu ekki verða líklegir til að skapa hættu inn í vítateig andstæðinganna. Við værum þá að horfa upp á endurhvarf til níunda áratugarins þar sem íslenska liðið treysti á hornspyrnur og aukaspyrnur til að skora mörk. Allt byggðist á sterkum varnarleik með mörgum mönnum og síðan var sótt upp á von og óvon. Án Eiðs Smára er hægt að bjóða upp á þessa leikaðferð án þess að misbjóða leikmönnum og það verður þó aldrei svo að fjarvera besta manns íslenska liðsins hvetji samherja hans til dáða, laði það besta fram í þeim og skili góðum úrslitum. Íslenska liðið hefur nefnilega alltaf verið best þegar enginn hefur trú á því - nokkuð sem er klárlega raunin í þessu tilfelli. Óskar Hrafn Þorvaldsson -oskar@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er ljóst að Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, mun hvorki spila með liðinu gegn Króötum í undankeppni HM í Zagreb á laugardaginn né vináttuleikinn gegn Ítölum í Padova á miðvikudaginn eftir viku. Eiður Smári er meiddur á læri og var það sameiginleg ákvörðun Sveinbjörns Brandssonar, læknis íslenska landsliðsins, og læknis Chelsea að hann myndi ekki vera orðinn leikfær fyrir leikinn á laugardaginn. Eiður Smári hefur spilað undanfarna tuttugu og fimm leiki með liðinu í undankeppni EM og HM og verið, svo vægt sé til orða tekið, yfirburðamaður í liðinu. Hann hefur borið uppi sóknarleik íslenska landsliðsins undanfarið og spyrja menn sig hvort sóknarleikur liðsins verði fugl né fiskur án Eiðs Smára. Hann hefur skorað þrjú af fjórum mörkum íslenska liðsins í undankeppni HM og lagt upp fjórða markið. Hann hefur reyndar ef allt er tekið saman komið nálægt fjórtan af þeim fimmtán mörkum sem íslenska liðið hefur skorað í undankeppni EM 2004 og undankeppni HM 2006. Eina markið í þessum tveimur undankeppnum sem hann kom ekki nálægt var sigurmark Péturs Marteinssonar í Færeyjum í ágúst 2003. Hann hefur skorað átta mörk af þessum fimmtán og verið miðpunktur alls þess sem hefur verið framkvæmt í sóknarleik íslenska liðsins. Hann er eini framherji liðsins sem getur haldið boltanum og leikið á menn og það er óréttlátt að ætlast til þess að einhver geti tekið við hlutverki hans. Hann er karlmaður innan um börn í íslenska liðinu og því virðast ekki vera miklar líkur á því að íslenska liðið eigi eftir að vera mjög ógnandi í leiknum gegn Króötum. Á hinn bóginn gerir fjarvera hans það mögulegt fyrir landsliðsþjálfarana Ásgeir Sigurvinsson og Loga Ólafsson að breyta aðeins um áherslur í sóknarleiknum. Leikmenn íslenska liðsins hafa hingað til treyst meira en góðu hófi gegnir á Eið Smára með misjöfnum árangri. Nú þurfa aðrir leikmenn liðsins að taka ábyrgð, menn eins og Heiðar Helguson og það er spurning hvort Heiðar standist prófið. Líklegt er að Ásgeir og Logi fari endanlega algörlega ofan í skotgrafirnar, stilli upp ellefu verkamönnum sem berjast með hjartanu, hlaupa úr sér lifur og lungu en munu ekki verða líklegir til að skapa hættu inn í vítateig andstæðinganna. Við værum þá að horfa upp á endurhvarf til níunda áratugarins þar sem íslenska liðið treysti á hornspyrnur og aukaspyrnur til að skora mörk. Allt byggðist á sterkum varnarleik með mörgum mönnum og síðan var sótt upp á von og óvon. Án Eiðs Smára er hægt að bjóða upp á þessa leikaðferð án þess að misbjóða leikmönnum og það verður þó aldrei svo að fjarvera besta manns íslenska liðsins hvetji samherja hans til dáða, laði það besta fram í þeim og skili góðum úrslitum. Íslenska liðið hefur nefnilega alltaf verið best þegar enginn hefur trú á því - nokkuð sem er klárlega raunin í þessu tilfelli. Óskar Hrafn Þorvaldsson -oskar@frettabladid.is
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun