Um jarðgöng og arðsemi 29. mars 2005 00:01 Egill, Smá athugasemd vegna þeirra umræðu sem er á vefnum þínum um jarðgangnamokstur og þá skoðun að ekki sé hægt að fullyrða, að engin arðsemi sé af jarðgangnaframkvæmdum á Siglufirði. Arðsemi samgöngumannvirkja eru reiknuð á ákveðinn hátt. Útreikningar hafa mismunandi áherslur og vægi, en byggja þó allir á svipuðum viðmiðum. Í útreikningum Vegagerðarinnar er skoðaður umferðakostnaður við framkvæmd, miðað við ef engin framkvæmd færi fram. Skoðað er hvort ávinningur af lækkun eldsneytis, ferða og rekstrakostnaðar bifreiða og vega sé meiri eða minni en kostnaður við framkvæmdina á líftíma mannvirkisins. Inn í þetta dæmi reiknast síðan vextir af fjármagninu á líftíma mannvirkisins. Einnig er meira og meira tekin inn í þessa reikninga fækkun slysa og töpuð mannsár vegna tímataps farþega við ferðir með eða án framkvæmda. Að auki er meira farið að skoða áhrif félagslegra þátta í þessum útreikningum. Verður t.d. meiri umferð um svæðið með framkvæmdunum eður ei. Þessa þætti er yfirleitt erfitt að leggja mat á, en með rannsóknum á félagslegum áhrifum þegar-byggðra-mannvirkja er hægt að leggja mat á þetta. Héðinsfjarðagöngin munu ekki skila hagnaði á líftíma sínum vegna þess hve fáir einstaklingar búa á Siglufirði og hve lítil umferð mun verða um mannvirkið. Ef einungið yrði litið til arðsemi af mannvikjum á Íslandi við framkvæmdaval, yrðu allar framkvæmdir næstu ára á Höfuðborgarsvæðinu. Ákvarðanir um framkvæmdarröðun eru því pólitískar og ekki byggðar á arðsemi eða þörfum. Varðandi atvinnustarfsemi, þá draga byggðakjarnar að. Fyrirtæki leita uppi staðsentingar annaðhvort nálægt hráefni eða fólki (starfskrafti). Mjög ólíklegt er að atvinnustarfsemi aukist á staðnum. Ef engin atvinnustarfsemi er í vexti þar núna, er líklegt að göngin muni ekki skapa ný atvinnutækifæri á Siglufirði. Það sem mun líkast til gerast á Siglufirði er þetta: Mestöll verslunarstarfsemi mun fara undir, þar sem allir sem hafa tækifæri til munu fara í ódýrari verslanir á Akureyri, einungis örlítil smávöruverslun mun því verða eftir (sjoppa og bensínstöð). Þjónustustarfsemi, líkt og sjúkrahús, lögregla ofl. mun að öllum líkindum sameinast Ólafsfirði í framtíðinni eða hverfa til Akureyrar þar sem það mun skila miklum sparnaði. Siglfirðingar munu í ríkara mæli sækja vinnu til Akureyrar eftir að göngin opna, og munu smátt og smátt finna sér dvalarstað nær nýjum atvinnustað sínum eða flytjast til Reykjavíkur, líkt og þeir hafa gert, þar sem tækifærin eru meiri. Göng til Siglufjarðar munu líkast til gera brottflutning þaðan hraðari. Kannski Akureyringar muni kaupa þar ódýrt húsnæði sem sumarbústaði, en mun róttækari og dýrari aðgerðir þarf til að halda lífi í staðnum. Kveðja, Guðjón T. Erlendsson London Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Egill, Smá athugasemd vegna þeirra umræðu sem er á vefnum þínum um jarðgangnamokstur og þá skoðun að ekki sé hægt að fullyrða, að engin arðsemi sé af jarðgangnaframkvæmdum á Siglufirði. Arðsemi samgöngumannvirkja eru reiknuð á ákveðinn hátt. Útreikningar hafa mismunandi áherslur og vægi, en byggja þó allir á svipuðum viðmiðum. Í útreikningum Vegagerðarinnar er skoðaður umferðakostnaður við framkvæmd, miðað við ef engin framkvæmd færi fram. Skoðað er hvort ávinningur af lækkun eldsneytis, ferða og rekstrakostnaðar bifreiða og vega sé meiri eða minni en kostnaður við framkvæmdina á líftíma mannvirkisins. Inn í þetta dæmi reiknast síðan vextir af fjármagninu á líftíma mannvirkisins. Einnig er meira og meira tekin inn í þessa reikninga fækkun slysa og töpuð mannsár vegna tímataps farþega við ferðir með eða án framkvæmda. Að auki er meira farið að skoða áhrif félagslegra þátta í þessum útreikningum. Verður t.d. meiri umferð um svæðið með framkvæmdunum eður ei. Þessa þætti er yfirleitt erfitt að leggja mat á, en með rannsóknum á félagslegum áhrifum þegar-byggðra-mannvirkja er hægt að leggja mat á þetta. Héðinsfjarðagöngin munu ekki skila hagnaði á líftíma sínum vegna þess hve fáir einstaklingar búa á Siglufirði og hve lítil umferð mun verða um mannvirkið. Ef einungið yrði litið til arðsemi af mannvikjum á Íslandi við framkvæmdaval, yrðu allar framkvæmdir næstu ára á Höfuðborgarsvæðinu. Ákvarðanir um framkvæmdarröðun eru því pólitískar og ekki byggðar á arðsemi eða þörfum. Varðandi atvinnustarfsemi, þá draga byggðakjarnar að. Fyrirtæki leita uppi staðsentingar annaðhvort nálægt hráefni eða fólki (starfskrafti). Mjög ólíklegt er að atvinnustarfsemi aukist á staðnum. Ef engin atvinnustarfsemi er í vexti þar núna, er líklegt að göngin muni ekki skapa ný atvinnutækifæri á Siglufirði. Það sem mun líkast til gerast á Siglufirði er þetta: Mestöll verslunarstarfsemi mun fara undir, þar sem allir sem hafa tækifæri til munu fara í ódýrari verslanir á Akureyri, einungis örlítil smávöruverslun mun því verða eftir (sjoppa og bensínstöð). Þjónustustarfsemi, líkt og sjúkrahús, lögregla ofl. mun að öllum líkindum sameinast Ólafsfirði í framtíðinni eða hverfa til Akureyrar þar sem það mun skila miklum sparnaði. Siglfirðingar munu í ríkara mæli sækja vinnu til Akureyrar eftir að göngin opna, og munu smátt og smátt finna sér dvalarstað nær nýjum atvinnustað sínum eða flytjast til Reykjavíkur, líkt og þeir hafa gert, þar sem tækifærin eru meiri. Göng til Siglufjarðar munu líkast til gera brottflutning þaðan hraðari. Kannski Akureyringar muni kaupa þar ódýrt húsnæði sem sumarbústaði, en mun róttækari og dýrari aðgerðir þarf til að halda lífi í staðnum. Kveðja, Guðjón T. Erlendsson London
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar