Er öllum orðið sama? 3. apríl 2005 00:01 Íslenska landsliðið í knattspyrnu steinlá enn eina ferðina og að þessu sinni 4-0 fyrir Króatíu í Zagreb. Líklegt er að landsliðið verði í kjölfarið ekki lengur talið eitt af þeim 100 bestu í heiminum sem er að sjálfsögðu ekkert minna en skandall. Þótt við séum fámenn þjóð hljótum við gera þá kröfu að við séum á meðal 100 efstu á FIFA-listanum. Engu að síður er þessi niðurstaða í fullu samræmi við gengi landsliðsins sem hefur ekki gert neitt af viti í rúmt ár og er svo sannarlega í frjálsu falli. Það sem kannski særir mest er að ekkert er gert til þess að stöðva þetta frjálsa fall. Almenningur pirraðist út í landsliðið fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar það var að ljúka einu lélegasta landsliðsári í manna minnum. Menn hristu af sér gagnrýnina, sögðust hafa verið óheppnir og það væri engin ástæða til þess að breyta um leikkerfi (sem reyndar var gert) eða menn í brúnni. Þau átök virðast hafa dregið allan kraft úr fólki sem flest svekkir sig ekki einu sinni á 4-0 tapinu. Það sem er kannski verst af öllu er að fólk virðist vera búið að missa trúna á liðið og nennir ekki einu sinni að gagnrýna það lengur. Með öðrum orðum þá er fullt af fólki orðið alveg sama um liðið. Það teljast vart jákvæðar fréttir fyrir formann KSÍ sem vill stækka Laugardalsvöll sem fyrst en tókst samt ekki að fylla völlinn í leik gegn Búlgörum þegar stemningin fyrir liðinu var miklu meiri en hún er í dag. Það væri gaman að vita hversu margir væru til í að borga þúsundir króna til að sjá Ísland mæta Búlgaríu í næstu viku. Eggert má þakka fyrir að það er langt í næsta heimaleik. Stemningin í liðinu, og fyrir liðinu, er orðin mjög lítil. Hún minnir mig um margt á lokadaga Atla Eðvaldssonar með liðið en í síðustu leikjum Atla þá skynjaði maður að leikmenn hefðu enga trú á honum né því sem hann hafði fram að færa. Leikmenn höfðu einfaldlega ekki trú á verkefninu og úrslitin voru í samræmi við það. Þjóðin trylltist, öskraði eftir blóði og Atli blæddi fyrir það. Ásgeir og Logi komu með ferska vinda inn í liðið í kjölfarið. Allt annað var að sjá stemninguna, leikmenn höfðu greinilega gaman að því sem þeir voru að gera á ný og ferskleiki einkenndi liðið. Stærsta breytingin fólst samt í því að liðið hafði trú á því sem það var að gera og það er ekki nema eitt og hálft ár síðan að íslenska liðið fór til Þýskalands og eygði von á umspilssæti um að komast á EM. Það sem meira er þá hafði landinn og leikmenn landsliðsins fulla trú á því að þeir gætu sigrað í Þýskalandi. Vonirnar og væntingarnar voru miklar, 2.000 þúsund manns fóru út og vonbrigðin voru mikil í kjölfarið. Nú nokkrum mánuðum síðar eru sömu leikmenn og þjálfarar og léku þennan eftirminnilega leik í Þýskalandi að tapa 4-0 í Króatíu og öllum finnst það mjög eðlilegt. Það er sami andi yfir liðinu og þegar Atli var að ljúka keppni og ekki var hægt að sjá á þeim sem léku í Zagreb að þar léku menn sem höfðu trú á árangri. Mín tilfinning var sú að menn ætluðu sér að sleppa eins vel frá dæminu og þeir gætu. Þetta eru nánast sömu menn og ætluðu að sigra þrefalda heimsmeistara Þýskalands á útivelli. Uppskeran var fjögurra marka tap og eitt íslenskt skot að marki í hvorum hálfleik. Þrátt fyrir að liðið sé á vonarvöl neita þjálfararnir að axla ábyrgð og formaðurinn, sem hefur sannað að hann er mjög kröfuharður, situr gjörsamlega meðvitundarlaus á kantinum og ypptir öxlum yfir genginu. Hann segir að málin verði skoðuð upp á nýtt þegar samningur þeirra félaga rennur út. Það er ekki ábyrg stjórnun á meðan liðið hrynur fyrir framan augun á honum. Kannski er mönnum í Laugardalnum alveg sama á meðan KSÍ heldur áfram að græða á tá og fingri? Svo getur vel verið að það sé algjör vitleysa að gagnrýna þetta landslið. Við getum víst hvort eð er ekki neitt segja menn og kröfurnar á liðið eru óraunhæfar. Samt ætluðum við að sigra í Þýskalandi fyrir einu og hálfu ári síðan. Svo eru margir að missa áhugann gagnvart liðinu. Ef sú þróun heldur áfram þá þurfa Ásgeir, Logi og Eggert ekki lengur að svara til saka fyrir gengi liðsins og þeir verða lausir við óþolandi, óraunhæfar kröfur íþróttafréttamanna og þjóðarinnar sem hafa það eitt unnið til sakar að hafa trú á liðinu. Hafði á reyndar betur við í dag. Eggert Magnússon ætti samt að hafa í huga að ef fólki hættir að standa á sama, og hættir að gera væntingar til liðsins, er hætt við að það fækki á landsleikjum. Þá deyr líka draumur hans um glæsilegan þjóðarleikvang endanlega og í kjölfarið verður allt eins hægt að leika landsleikina á Kópavogsvelli. En er ekki öllum sama? Getum við nokkuð hvort eð er? Henry Birgir Gunnarsson -henry@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu steinlá enn eina ferðina og að þessu sinni 4-0 fyrir Króatíu í Zagreb. Líklegt er að landsliðið verði í kjölfarið ekki lengur talið eitt af þeim 100 bestu í heiminum sem er að sjálfsögðu ekkert minna en skandall. Þótt við séum fámenn þjóð hljótum við gera þá kröfu að við séum á meðal 100 efstu á FIFA-listanum. Engu að síður er þessi niðurstaða í fullu samræmi við gengi landsliðsins sem hefur ekki gert neitt af viti í rúmt ár og er svo sannarlega í frjálsu falli. Það sem kannski særir mest er að ekkert er gert til þess að stöðva þetta frjálsa fall. Almenningur pirraðist út í landsliðið fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar það var að ljúka einu lélegasta landsliðsári í manna minnum. Menn hristu af sér gagnrýnina, sögðust hafa verið óheppnir og það væri engin ástæða til þess að breyta um leikkerfi (sem reyndar var gert) eða menn í brúnni. Þau átök virðast hafa dregið allan kraft úr fólki sem flest svekkir sig ekki einu sinni á 4-0 tapinu. Það sem er kannski verst af öllu er að fólk virðist vera búið að missa trúna á liðið og nennir ekki einu sinni að gagnrýna það lengur. Með öðrum orðum þá er fullt af fólki orðið alveg sama um liðið. Það teljast vart jákvæðar fréttir fyrir formann KSÍ sem vill stækka Laugardalsvöll sem fyrst en tókst samt ekki að fylla völlinn í leik gegn Búlgörum þegar stemningin fyrir liðinu var miklu meiri en hún er í dag. Það væri gaman að vita hversu margir væru til í að borga þúsundir króna til að sjá Ísland mæta Búlgaríu í næstu viku. Eggert má þakka fyrir að það er langt í næsta heimaleik. Stemningin í liðinu, og fyrir liðinu, er orðin mjög lítil. Hún minnir mig um margt á lokadaga Atla Eðvaldssonar með liðið en í síðustu leikjum Atla þá skynjaði maður að leikmenn hefðu enga trú á honum né því sem hann hafði fram að færa. Leikmenn höfðu einfaldlega ekki trú á verkefninu og úrslitin voru í samræmi við það. Þjóðin trylltist, öskraði eftir blóði og Atli blæddi fyrir það. Ásgeir og Logi komu með ferska vinda inn í liðið í kjölfarið. Allt annað var að sjá stemninguna, leikmenn höfðu greinilega gaman að því sem þeir voru að gera á ný og ferskleiki einkenndi liðið. Stærsta breytingin fólst samt í því að liðið hafði trú á því sem það var að gera og það er ekki nema eitt og hálft ár síðan að íslenska liðið fór til Þýskalands og eygði von á umspilssæti um að komast á EM. Það sem meira er þá hafði landinn og leikmenn landsliðsins fulla trú á því að þeir gætu sigrað í Þýskalandi. Vonirnar og væntingarnar voru miklar, 2.000 þúsund manns fóru út og vonbrigðin voru mikil í kjölfarið. Nú nokkrum mánuðum síðar eru sömu leikmenn og þjálfarar og léku þennan eftirminnilega leik í Þýskalandi að tapa 4-0 í Króatíu og öllum finnst það mjög eðlilegt. Það er sami andi yfir liðinu og þegar Atli var að ljúka keppni og ekki var hægt að sjá á þeim sem léku í Zagreb að þar léku menn sem höfðu trú á árangri. Mín tilfinning var sú að menn ætluðu sér að sleppa eins vel frá dæminu og þeir gætu. Þetta eru nánast sömu menn og ætluðu að sigra þrefalda heimsmeistara Þýskalands á útivelli. Uppskeran var fjögurra marka tap og eitt íslenskt skot að marki í hvorum hálfleik. Þrátt fyrir að liðið sé á vonarvöl neita þjálfararnir að axla ábyrgð og formaðurinn, sem hefur sannað að hann er mjög kröfuharður, situr gjörsamlega meðvitundarlaus á kantinum og ypptir öxlum yfir genginu. Hann segir að málin verði skoðuð upp á nýtt þegar samningur þeirra félaga rennur út. Það er ekki ábyrg stjórnun á meðan liðið hrynur fyrir framan augun á honum. Kannski er mönnum í Laugardalnum alveg sama á meðan KSÍ heldur áfram að græða á tá og fingri? Svo getur vel verið að það sé algjör vitleysa að gagnrýna þetta landslið. Við getum víst hvort eð er ekki neitt segja menn og kröfurnar á liðið eru óraunhæfar. Samt ætluðum við að sigra í Þýskalandi fyrir einu og hálfu ári síðan. Svo eru margir að missa áhugann gagnvart liðinu. Ef sú þróun heldur áfram þá þurfa Ásgeir, Logi og Eggert ekki lengur að svara til saka fyrir gengi liðsins og þeir verða lausir við óþolandi, óraunhæfar kröfur íþróttafréttamanna og þjóðarinnar sem hafa það eitt unnið til sakar að hafa trú á liðinu. Hafði á reyndar betur við í dag. Eggert Magnússon ætti samt að hafa í huga að ef fólki hættir að standa á sama, og hættir að gera væntingar til liðsins, er hætt við að það fækki á landsleikjum. Þá deyr líka draumur hans um glæsilegan þjóðarleikvang endanlega og í kjölfarið verður allt eins hægt að leika landsleikina á Kópavogsvelli. En er ekki öllum sama? Getum við nokkuð hvort eð er? Henry Birgir Gunnarsson -henry@frettabladid.is
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun