Geðleysur mótmæla Þórarinn Þórarinsson skrifar 3. maí 2005 00:01 Það hefur aldrei farið Íslendingum mjög vel að mótmæla. Það virðist litlu skipta hvað gengur á eða hvaða sjálfsögðu mannréttindi eru fótum troðin þá gerist lítið. Það fýkur í þjóðarsálina í eina viku eða svo. Spekingar blása í fjölmiðlum, kverúlantar rísa upp á afturlappirnar á máttlausum spjallrásum á netinu, einhverjir skrifa lesendabréf og hringja í kjaftaþætti í útvarpinu. Þegar mikið liggur við drattast nokkur hundruð hræður á Austurvöll og standa hnípnar í þöglum mótmælum. Það vantar alla heift, reiði og byltingarhug í Íslendinga sem taka bara máttlaust æðiskast og sætta sig svo við orðinn hlut. Það er í örfáum tilfellum sem samþjappaðir hópar ná í krafti baráttuvilja að snúa vörn í sókn og knýja fram réttlæti í ranglátri stöðu. Starfsmönnum RÚV tókst þetta í fréttastjóramálinu og blaðamannastéttin vann mikilvægan áfangasigur í fjölmiðlafrumvarpsmálinu síðasta sumar en virðist vindlaus nú þegar pólitísk sátt hefur myndast á Alþingi um skárri útgáfu af bjánalegum lögum.Alþjóðlegur dagur áhugaleysisFyrsti maí er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins en allt bendir til þess að barátta fyrir bættum lífskjörum þeirra sem minnst hafa úr að moða sé dottin úr tísku, í það minnsta á Íslandi. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup vilja tæp 72% landsmanna færa verkalýðsdaginn þannig að hann beri alltaf upp á fyrsta mánudegi í maí. Tilgangurinn er vitaskuld sá að búa til langa helgi auk þess sem sú hugmynd er komin fram að hefðbundnar kröfugöngur verði aflagðar og í staðinn standi verkalýðshreyfingin fyrir fjölskylduskemmtun þar sem fólk notar fríið til að koma saman og éta ís og kandíflos. Þetta lýsir fyrst og fremst fullkomnu virðingarleysi fyrir hefðinni að maður tali ekki um sigrum og ósigrum verkalýðsins í gegnum söguna. Er allt í svona miklu himnalagi hjá okkur að við þurfum ekki lengur að láta í okkur heyra fyrsta maí? Eða er málið kannski að nú er útlent vinnuafl fótum troðið á Íslandi og okkur er sama. Við viljum bara aðra verslunarmannahelgi og éta ís á meðan verktakar færa kjör og réttindi verkafólks aftur til miðalda.Meiri tíma til að mótmæla Það vekur athygli að samkvæmt Gallup hafa þeir sem hafa lægri fjölskyldutekjur en 250 þúsund krónur á mánuði síður áhuga á að færa daginn. 68% þeirra vilja ekki hrófla við 1. maí en 79% þeirra sem hafa fjölskyldutekjur hærri en 550 þúsund vilja flytja hann og fá lengri helgi. Það fólk mun væntanlega nota löngu helgina til alls annars en að berjast fyrir bættum kjörum verkamanna. Eina réttlætingin á færslunni og lengingu helgarinnar væri sú að fólk vildi fá góðan tíma til að mótmæla. Stemmningin í kringum fyrsta maí, minnkandi mæting í kröfugöngur og minni áhersla á grasrótarbaráttu verkalýðsins á þessum degi bendir þó til þess að það megi alveg eins slá hann af. Hinir og þessir hagsmuna- og þrýstihópar hafa gert daginn að sínum og í sjálfu sér er ekkert við það að athuga. Bleikir femínistar settu til dæmis skemmtilegan svip á mótmælendahópinn á sunnudaginn. Það er full ástæða til að hamra á jafnréttinu enda eru jafnréttismál í bullandi aftur á bak gír og staðan nú er síst betri en þegar Kvennaframboðið var stofnað. Félagið Ísland-Palestína lét einnig á sér kræla sem og iðnemar en undirritaður hefur aldrei skilið hvað iðnemar eru að vilja upp á dekk á þessum degi. Allt hefur þetta fólk þó helling til síns máls en á fyrsta maí á að berjast fyrir verkalýðinn, ekki reyna að hrinda öllu heimsins mótlæti.Græðgin sigrarÖmundur Jónasson hélt reisn í ávarpi sínu og gagnrýndi þau græðgissjónarmið sem lita alla umræðu um þessar mundir. Ögmundur sér átök tveggja heima kristallast í umræðunni um kjör þeirra sem minna mega sín; "annars vegar þess heims sem hugsar fyrst og fremst um notandann og notagildið og síðan heimsins sem hugsar um það eitt að veita arði og gróða niður í vasa fjármálafólks". Síðarnefndi heimurinn er að sigra og sú hugmynd að hrófla við 1. maí, færa hann og breyta er í takt við lífsgæðastefnu auðvaldsins. Allt er svo þægilegt og gott. Verkalýðsbaráttan er komin úr tísku enda eru nýju alþýðuhetjurnar auðmenn sem græða meira á mínútu en almennur verkamaður á hálfri starfsævi. Verði fyrsta maí breytt er um meiriháttar ósigur að ræða. Gjánni milli þings og þjóðar fer stöðugt stækkandi, framkvæmdavaldið heldur löggjafanum í gíslingu og sótt er að tjáningar- og prentfrelsi úr ýmsum áttum. Við þessar aðstæður á fólk ekki að dubba börnin sín upp og mæta á Ingólfstorg að horfa á Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst fara með gamanmál. Það á að bretta upp ermar, skilja börnin eftir heima, sveifla kröfuspjöldum í jötunmóð, öskra og jafnvel slást þar til réttlætið nær fram að ganga. Þó Íslendingar hafi ekki úthellt blóði í frelsisstríði og hafi þrasað sig til sjálfstæðis er óþarfi að láta allt yfir sig ganga, yppta öxlum og éta ís þann fyrsta maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur aldrei farið Íslendingum mjög vel að mótmæla. Það virðist litlu skipta hvað gengur á eða hvaða sjálfsögðu mannréttindi eru fótum troðin þá gerist lítið. Það fýkur í þjóðarsálina í eina viku eða svo. Spekingar blása í fjölmiðlum, kverúlantar rísa upp á afturlappirnar á máttlausum spjallrásum á netinu, einhverjir skrifa lesendabréf og hringja í kjaftaþætti í útvarpinu. Þegar mikið liggur við drattast nokkur hundruð hræður á Austurvöll og standa hnípnar í þöglum mótmælum. Það vantar alla heift, reiði og byltingarhug í Íslendinga sem taka bara máttlaust æðiskast og sætta sig svo við orðinn hlut. Það er í örfáum tilfellum sem samþjappaðir hópar ná í krafti baráttuvilja að snúa vörn í sókn og knýja fram réttlæti í ranglátri stöðu. Starfsmönnum RÚV tókst þetta í fréttastjóramálinu og blaðamannastéttin vann mikilvægan áfangasigur í fjölmiðlafrumvarpsmálinu síðasta sumar en virðist vindlaus nú þegar pólitísk sátt hefur myndast á Alþingi um skárri útgáfu af bjánalegum lögum.Alþjóðlegur dagur áhugaleysisFyrsti maí er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins en allt bendir til þess að barátta fyrir bættum lífskjörum þeirra sem minnst hafa úr að moða sé dottin úr tísku, í það minnsta á Íslandi. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup vilja tæp 72% landsmanna færa verkalýðsdaginn þannig að hann beri alltaf upp á fyrsta mánudegi í maí. Tilgangurinn er vitaskuld sá að búa til langa helgi auk þess sem sú hugmynd er komin fram að hefðbundnar kröfugöngur verði aflagðar og í staðinn standi verkalýðshreyfingin fyrir fjölskylduskemmtun þar sem fólk notar fríið til að koma saman og éta ís og kandíflos. Þetta lýsir fyrst og fremst fullkomnu virðingarleysi fyrir hefðinni að maður tali ekki um sigrum og ósigrum verkalýðsins í gegnum söguna. Er allt í svona miklu himnalagi hjá okkur að við þurfum ekki lengur að láta í okkur heyra fyrsta maí? Eða er málið kannski að nú er útlent vinnuafl fótum troðið á Íslandi og okkur er sama. Við viljum bara aðra verslunarmannahelgi og éta ís á meðan verktakar færa kjör og réttindi verkafólks aftur til miðalda.Meiri tíma til að mótmæla Það vekur athygli að samkvæmt Gallup hafa þeir sem hafa lægri fjölskyldutekjur en 250 þúsund krónur á mánuði síður áhuga á að færa daginn. 68% þeirra vilja ekki hrófla við 1. maí en 79% þeirra sem hafa fjölskyldutekjur hærri en 550 þúsund vilja flytja hann og fá lengri helgi. Það fólk mun væntanlega nota löngu helgina til alls annars en að berjast fyrir bættum kjörum verkamanna. Eina réttlætingin á færslunni og lengingu helgarinnar væri sú að fólk vildi fá góðan tíma til að mótmæla. Stemmningin í kringum fyrsta maí, minnkandi mæting í kröfugöngur og minni áhersla á grasrótarbaráttu verkalýðsins á þessum degi bendir þó til þess að það megi alveg eins slá hann af. Hinir og þessir hagsmuna- og þrýstihópar hafa gert daginn að sínum og í sjálfu sér er ekkert við það að athuga. Bleikir femínistar settu til dæmis skemmtilegan svip á mótmælendahópinn á sunnudaginn. Það er full ástæða til að hamra á jafnréttinu enda eru jafnréttismál í bullandi aftur á bak gír og staðan nú er síst betri en þegar Kvennaframboðið var stofnað. Félagið Ísland-Palestína lét einnig á sér kræla sem og iðnemar en undirritaður hefur aldrei skilið hvað iðnemar eru að vilja upp á dekk á þessum degi. Allt hefur þetta fólk þó helling til síns máls en á fyrsta maí á að berjast fyrir verkalýðinn, ekki reyna að hrinda öllu heimsins mótlæti.Græðgin sigrarÖmundur Jónasson hélt reisn í ávarpi sínu og gagnrýndi þau græðgissjónarmið sem lita alla umræðu um þessar mundir. Ögmundur sér átök tveggja heima kristallast í umræðunni um kjör þeirra sem minna mega sín; "annars vegar þess heims sem hugsar fyrst og fremst um notandann og notagildið og síðan heimsins sem hugsar um það eitt að veita arði og gróða niður í vasa fjármálafólks". Síðarnefndi heimurinn er að sigra og sú hugmynd að hrófla við 1. maí, færa hann og breyta er í takt við lífsgæðastefnu auðvaldsins. Allt er svo þægilegt og gott. Verkalýðsbaráttan er komin úr tísku enda eru nýju alþýðuhetjurnar auðmenn sem græða meira á mínútu en almennur verkamaður á hálfri starfsævi. Verði fyrsta maí breytt er um meiriháttar ósigur að ræða. Gjánni milli þings og þjóðar fer stöðugt stækkandi, framkvæmdavaldið heldur löggjafanum í gíslingu og sótt er að tjáningar- og prentfrelsi úr ýmsum áttum. Við þessar aðstæður á fólk ekki að dubba börnin sín upp og mæta á Ingólfstorg að horfa á Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst fara með gamanmál. Það á að bretta upp ermar, skilja börnin eftir heima, sveifla kröfuspjöldum í jötunmóð, öskra og jafnvel slást þar til réttlætið nær fram að ganga. Þó Íslendingar hafi ekki úthellt blóði í frelsisstríði og hafi þrasað sig til sjálfstæðis er óþarfi að láta allt yfir sig ganga, yppta öxlum og éta ís þann fyrsta maí.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun