Látum brotin ekki fyrnast Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2005 00:01 Fjórtán þúsund manns hafa skrifað undir stuðning við frumvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar alþingismanns um að fyrning kynferðsbrota gegn börnum verði felld niður í íslensku réttarkerfi. Allsherjarnefnd hefur haft frumvarpið til meðferðar í meira en ár og enn er ekki útséð um hvort það fær afgreiðslu áður en þingmenn halda í sumarfrí. Þar á bæ er ekkert verið að flýta sér. Kynferðisbrot gegn börnum er viðurstyggilegur glæpur. Þar er fullorðinn einstaklingur að svipta barn æsku sinni og notar traust þess og trúnað til að brjóta það sjálft niður, jafnvel fyrir lífstíð. Fólk hefur fylgst agndofa með ýmsum dómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum gegn börnum á undanförnum árum þar sem linkindin hefur ráðið för og lagabókstafurinn verið notaður glæpamanninum í hag. Þó svo að öll brot fyrnist með tímanum nema morð ættu önnur lögmál að gilda um kynferðisbrot gegn börnum. Þar er fullorðinn einstaklingur að nýta sér veika stöðu barns sem á sér ekki undankomu auðið. Lítið barn gengur ekki inn á lögreglustöð og kærir einhvern nákominn. Það tekur yfirleitt mörg ár eða áratugi fyrir þann sem fyrir níðingsskapnum verður að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum það sem hann hefur upplifað. Angistin sem fylgir öllu þessu ferli er svo djúpstæð. Undirskriftirnar fjórtán þúsund sýna ótvírætt að almenningur lýsir frati á núgildandi lög sem hljóða upp á að þessi brot fyrnist á fimm til fimmtán árum eftir að barnið hefur náð fjórtán ára aldri. Í nágrannalöndunum er þessum málum fyrir komið á annan veg. Þar fyrnast þessi brot mun seinna en hér tíðkast. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í íslensku samfélagi hefur komið æ meira upp á yfirborðið á seinni árum og þó er hætt við að aðeins toppurinn á ísjakanum sé kominn í ljós. Skýrslur frá samtökunum Stígamótum sýna að um helmingur þeirra sem þangað leita vegna slíkra mála eru eldri en 30 ára. Það þýðir einfaldlega að gerandinn er sloppinn og brot hans fyrnt, jafnvel þótt það hafi verið af grófasta tagi. Í því felst mikið óréttlæti. Hinn ungi og skeleggi þingmaður Ágúst Ólafur á heiður skilinn fyrir að leggja þetta mál fram. Vonandi fær það farsæla afgreiðslu hjá hinu háa alþingi og það sem fyrst. Það er þýðingarmeira mál en svo að það megi sofna inni í einhverri nefnd bara vegna þess að stjórnarandstöðuþingmaður talar fyrir því. Það skiptir allt of mörg fórnarlömb máli til að hægt sé að nota það sem baráttutæki í slag stjórnar og stjórnarandstöðu.Gunnþóra Gunnarsdóttir - gun@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnþóra Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Fjórtán þúsund manns hafa skrifað undir stuðning við frumvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar alþingismanns um að fyrning kynferðsbrota gegn börnum verði felld niður í íslensku réttarkerfi. Allsherjarnefnd hefur haft frumvarpið til meðferðar í meira en ár og enn er ekki útséð um hvort það fær afgreiðslu áður en þingmenn halda í sumarfrí. Þar á bæ er ekkert verið að flýta sér. Kynferðisbrot gegn börnum er viðurstyggilegur glæpur. Þar er fullorðinn einstaklingur að svipta barn æsku sinni og notar traust þess og trúnað til að brjóta það sjálft niður, jafnvel fyrir lífstíð. Fólk hefur fylgst agndofa með ýmsum dómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum gegn börnum á undanförnum árum þar sem linkindin hefur ráðið för og lagabókstafurinn verið notaður glæpamanninum í hag. Þó svo að öll brot fyrnist með tímanum nema morð ættu önnur lögmál að gilda um kynferðisbrot gegn börnum. Þar er fullorðinn einstaklingur að nýta sér veika stöðu barns sem á sér ekki undankomu auðið. Lítið barn gengur ekki inn á lögreglustöð og kærir einhvern nákominn. Það tekur yfirleitt mörg ár eða áratugi fyrir þann sem fyrir níðingsskapnum verður að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum það sem hann hefur upplifað. Angistin sem fylgir öllu þessu ferli er svo djúpstæð. Undirskriftirnar fjórtán þúsund sýna ótvírætt að almenningur lýsir frati á núgildandi lög sem hljóða upp á að þessi brot fyrnist á fimm til fimmtán árum eftir að barnið hefur náð fjórtán ára aldri. Í nágrannalöndunum er þessum málum fyrir komið á annan veg. Þar fyrnast þessi brot mun seinna en hér tíðkast. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í íslensku samfélagi hefur komið æ meira upp á yfirborðið á seinni árum og þó er hætt við að aðeins toppurinn á ísjakanum sé kominn í ljós. Skýrslur frá samtökunum Stígamótum sýna að um helmingur þeirra sem þangað leita vegna slíkra mála eru eldri en 30 ára. Það þýðir einfaldlega að gerandinn er sloppinn og brot hans fyrnt, jafnvel þótt það hafi verið af grófasta tagi. Í því felst mikið óréttlæti. Hinn ungi og skeleggi þingmaður Ágúst Ólafur á heiður skilinn fyrir að leggja þetta mál fram. Vonandi fær það farsæla afgreiðslu hjá hinu háa alþingi og það sem fyrst. Það er þýðingarmeira mál en svo að það megi sofna inni í einhverri nefnd bara vegna þess að stjórnarandstöðuþingmaður talar fyrir því. Það skiptir allt of mörg fórnarlömb máli til að hægt sé að nota það sem baráttutæki í slag stjórnar og stjórnarandstöðu.Gunnþóra Gunnarsdóttir - gun@frettabladid.is
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun