Félögin bera ábyrgðina 8. maí 2005 00:01 Það er mikið undir hjá handknattleikshreyfingunni næsta vetur. Áhuginn á íþróttinni virðist hafa náð sögulegu lágmarki í vetur og handknattleiksforystan sá sér ekki annað fært en að kollvarpa deildarfyrirkomulaginu á síðasta ársþingi. Það er hætt við að sú ákvörðun skili litlu ef félögin taka sig ekki saman í andlitinu og fara að huga að umgjörðinni hjá sér. Handboltinn stendur á tímamótum því næsta vetur verður boðið upp á nýtt deildarfyrirkomulag og flest lið munu mæta mikið breytt til leiks því fjölmargir leikmenn eru á förum og það verða nánast engar "stjörnur" í deildinni næsta vetur. Við þessu ástandi verða félögin að bregðast með því að bjóða áhorfendum upp á eitthvað annað aðlaðandi. Eitthvað sem fær fólk til þess að vilja fara á völlinn, því það á að vera gaman að fara á völlinn. Því miður er ekkert sérstaklega skemmtilegt að fara á völlinn í dag. Umgjörðin á handboltaleikjum í dag er engin og maður spyr sig að því hvað menn séu að gera. Það er nákvæmlega ekkert gert til þess að laða fólk í íþróttahús landsins og þarf því ekki að koma á óvart að aðsóknin versni með hverju árinu. Einhverra hluta vegna virðist vera í tísku að kenna HSÍ um allt sem miður fer í íslensku handboltalífi en ég blæs á slíkt og skelli skuldinni á forráðamenn félaganna. Það er á þeirra ábyrgð að skapa umgjörð á leikjum en ekki HSÍ. Það þarf í raun ekki að gera mikið til þess að búa til betri stemningu. Til að mynda væri hægt að skipuleggja uppákomur í leikhléi þar sem áhorfendur fá að taka þátt. Það þarf ekki að vera flókið. Svo væri líka metnaður í því að búa til stuðningsmannaklúbb þar sem meðlimir njóta ýmissa fríðinda hjá félaginu. Það er nauðsynlegt að gera vel við þá sem mest láta að sér kveða. Svo má ekki gleyma gamla góða lukkutröllinu sem hefur oft skilað sínu. Það er mikilvægt fyrir félögin að taka á þessum málum á næstu leiktíð því annars er hægt að byrja að moka yfir íslenskan handbolta. Ef félögin finna það ekki hjá sér sjálf að búa til umgjörð sem er sæmandi íslenskum handbolta verður HSÍ að taka málin í sínar hendur og skikka félögin til að vera með lágmarksumgjörð líkt og KKÍ gerir. Ef félögin geta ekki staðið við þær skuldbindingar er hægt að beita refsingum og það hörðum. Félög sem hvorki vilja né nenna að búa til umgjörð hjá sér hafa ekkert að gera í deild þeirra bestu. Aðgerða er þörf og það strax. Framtíð íslensks handbolta liggur hjá forystumönnum íslenskra handknattleiksfélaga. Takið ykkur taki og spýtið í lófana næsta vetur. Henry Birgir Gunnarsson - henry@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Það er mikið undir hjá handknattleikshreyfingunni næsta vetur. Áhuginn á íþróttinni virðist hafa náð sögulegu lágmarki í vetur og handknattleiksforystan sá sér ekki annað fært en að kollvarpa deildarfyrirkomulaginu á síðasta ársþingi. Það er hætt við að sú ákvörðun skili litlu ef félögin taka sig ekki saman í andlitinu og fara að huga að umgjörðinni hjá sér. Handboltinn stendur á tímamótum því næsta vetur verður boðið upp á nýtt deildarfyrirkomulag og flest lið munu mæta mikið breytt til leiks því fjölmargir leikmenn eru á förum og það verða nánast engar "stjörnur" í deildinni næsta vetur. Við þessu ástandi verða félögin að bregðast með því að bjóða áhorfendum upp á eitthvað annað aðlaðandi. Eitthvað sem fær fólk til þess að vilja fara á völlinn, því það á að vera gaman að fara á völlinn. Því miður er ekkert sérstaklega skemmtilegt að fara á völlinn í dag. Umgjörðin á handboltaleikjum í dag er engin og maður spyr sig að því hvað menn séu að gera. Það er nákvæmlega ekkert gert til þess að laða fólk í íþróttahús landsins og þarf því ekki að koma á óvart að aðsóknin versni með hverju árinu. Einhverra hluta vegna virðist vera í tísku að kenna HSÍ um allt sem miður fer í íslensku handboltalífi en ég blæs á slíkt og skelli skuldinni á forráðamenn félaganna. Það er á þeirra ábyrgð að skapa umgjörð á leikjum en ekki HSÍ. Það þarf í raun ekki að gera mikið til þess að búa til betri stemningu. Til að mynda væri hægt að skipuleggja uppákomur í leikhléi þar sem áhorfendur fá að taka þátt. Það þarf ekki að vera flókið. Svo væri líka metnaður í því að búa til stuðningsmannaklúbb þar sem meðlimir njóta ýmissa fríðinda hjá félaginu. Það er nauðsynlegt að gera vel við þá sem mest láta að sér kveða. Svo má ekki gleyma gamla góða lukkutröllinu sem hefur oft skilað sínu. Það er mikilvægt fyrir félögin að taka á þessum málum á næstu leiktíð því annars er hægt að byrja að moka yfir íslenskan handbolta. Ef félögin finna það ekki hjá sér sjálf að búa til umgjörð sem er sæmandi íslenskum handbolta verður HSÍ að taka málin í sínar hendur og skikka félögin til að vera með lágmarksumgjörð líkt og KKÍ gerir. Ef félögin geta ekki staðið við þær skuldbindingar er hægt að beita refsingum og það hörðum. Félög sem hvorki vilja né nenna að búa til umgjörð hjá sér hafa ekkert að gera í deild þeirra bestu. Aðgerða er þörf og það strax. Framtíð íslensks handbolta liggur hjá forystumönnum íslenskra handknattleiksfélaga. Takið ykkur taki og spýtið í lófana næsta vetur. Henry Birgir Gunnarsson - henry@frettabladid.is
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar