Tekst að berja í brestina? 24. maí 2005 00:01 Miklar vangaveltur eru nú uppi um framtíð R-lista samstarfsins í Reykjavík. Flokkarnir þrír sem að samstarfinu standa ásamt óháðum; Samfylkingin, Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn, hafa stjórnað borginni síðan vorið 1994 og ljúka sínu þriðja kjörtímabili næsta vor. Óhætt er að segja að R-lista samstarfið hafi marga fjöruna sopið undanfarin tólf ár og margt hefur breyst á þessum tíma. Ýmislegt bendir þó til þess að óvissan um framtíð listans hafi aldrei verið meiri en nú. Mesta breytingin sem listinn stendur frammi fyrir er skorturinn á afgerandi leiðtoga. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur farið fyrir R-listanum í þrennum undanförnum kosningum. Nú er hún orðinn formaður Samfylkingarinnar og algjör óvissa um hver verði leiðtogi hugsanlegs R-lista framboðs. Alls ekki er víst að það verði núverandi borgarstjóri Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Ingibjörg leiddi listann sem fulltrúi óháðra og það kallar á alls kyns flækjur að oddviti eins flokksins verði leiðtogi listans í kosningabaráttu. Þá er staða óháðra í mikilli óvissu og allt eins líklegt að ekki verði tekin frá sérstök sæti fyrir þá á hugsanlegum lista. Þar með losna tvö sæti sem reikna má með að Samfylkingin geri tilkall til. Reyndar hafa Vistri grænir velt þeiri hugmynd upp að fari svo að oddviti eins flokksins leiði listann fái viðkomandi flokkur tvö sæti á listanum en hinir flokkarnir þrjá. Litlar líkur er þó á því að fulltrúar Samfylkingarinnar gangist inn á þetta. Viðræður um framtíð samstarfsins hafa staðið milli flokkanna undanfarnar vikur en niðurstaða hefur ekki fengist enn. Miðað við að viðræðunefndin gaf sér upphaflega tíma fram til næstu mánaðamóta til að ganga frá málum, má gera því skóna að erfiðar gangi að ná saman en oft áður. Eftir því sem næst verður komist hefur ekki komið upp neinn verulegur málefnaágreiningur í viðræðum flokkanna fram til þessa. Hins vegar eru menn ekki á eitt sáttir um hvaða leið skal fara til að stilla upp sameiginlegum lista. Samfylkingin vill fara prófkjörsleið og vill Stefán Jón Hafstein forseti borgarstjórnar hafa það sem opnast til að hinn almenni óflokksbundni borgari geti haft eitthvað um það að segja hverjir veljist á listann. Hinir flokkarnir útiloka ekki prófkjörsleið en svo er að heyra að þeir hafi meiri áhuga á lokuðu prófkjöri. Þó er því hvíslað að Alfreð Þorsteinssyni oddvita Framsóknarmanna hugnist ekkert sérlega að fara í prófkjör yfirleitt því hann sætir vaxandi gagnrýni innan flokksins í Reykjavík og líklegt að andstæðingar hans muni leggja sig alla fram um að fella hann. Spurningin er hversu fast Samfylkingarmenn ætla að standa á prófkjörskröfunni eða hvort þeir eru tilbúnir til að gefa eftir. Staða þeirra til að gera kröfur er óneitanlega sterk eftir góðan sigur í Reykjavík í síðustu kosningum. Ýmsir innan flokksins telja reyndar tímabært að láta reyna á fylgið í borginni og láta það svo ráðast hvort litlu flokkarnir verði reiðubúnir til samstarfs eftir kosningar. Sigurður Þór Salvarsson -ssal@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Sigurður Þór Salvarsson Mest lesið Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Miklar vangaveltur eru nú uppi um framtíð R-lista samstarfsins í Reykjavík. Flokkarnir þrír sem að samstarfinu standa ásamt óháðum; Samfylkingin, Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn, hafa stjórnað borginni síðan vorið 1994 og ljúka sínu þriðja kjörtímabili næsta vor. Óhætt er að segja að R-lista samstarfið hafi marga fjöruna sopið undanfarin tólf ár og margt hefur breyst á þessum tíma. Ýmislegt bendir þó til þess að óvissan um framtíð listans hafi aldrei verið meiri en nú. Mesta breytingin sem listinn stendur frammi fyrir er skorturinn á afgerandi leiðtoga. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur farið fyrir R-listanum í þrennum undanförnum kosningum. Nú er hún orðinn formaður Samfylkingarinnar og algjör óvissa um hver verði leiðtogi hugsanlegs R-lista framboðs. Alls ekki er víst að það verði núverandi borgarstjóri Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Ingibjörg leiddi listann sem fulltrúi óháðra og það kallar á alls kyns flækjur að oddviti eins flokksins verði leiðtogi listans í kosningabaráttu. Þá er staða óháðra í mikilli óvissu og allt eins líklegt að ekki verði tekin frá sérstök sæti fyrir þá á hugsanlegum lista. Þar með losna tvö sæti sem reikna má með að Samfylkingin geri tilkall til. Reyndar hafa Vistri grænir velt þeiri hugmynd upp að fari svo að oddviti eins flokksins leiði listann fái viðkomandi flokkur tvö sæti á listanum en hinir flokkarnir þrjá. Litlar líkur er þó á því að fulltrúar Samfylkingarinnar gangist inn á þetta. Viðræður um framtíð samstarfsins hafa staðið milli flokkanna undanfarnar vikur en niðurstaða hefur ekki fengist enn. Miðað við að viðræðunefndin gaf sér upphaflega tíma fram til næstu mánaðamóta til að ganga frá málum, má gera því skóna að erfiðar gangi að ná saman en oft áður. Eftir því sem næst verður komist hefur ekki komið upp neinn verulegur málefnaágreiningur í viðræðum flokkanna fram til þessa. Hins vegar eru menn ekki á eitt sáttir um hvaða leið skal fara til að stilla upp sameiginlegum lista. Samfylkingin vill fara prófkjörsleið og vill Stefán Jón Hafstein forseti borgarstjórnar hafa það sem opnast til að hinn almenni óflokksbundni borgari geti haft eitthvað um það að segja hverjir veljist á listann. Hinir flokkarnir útiloka ekki prófkjörsleið en svo er að heyra að þeir hafi meiri áhuga á lokuðu prófkjöri. Þó er því hvíslað að Alfreð Þorsteinssyni oddvita Framsóknarmanna hugnist ekkert sérlega að fara í prófkjör yfirleitt því hann sætir vaxandi gagnrýni innan flokksins í Reykjavík og líklegt að andstæðingar hans muni leggja sig alla fram um að fella hann. Spurningin er hversu fast Samfylkingarmenn ætla að standa á prófkjörskröfunni eða hvort þeir eru tilbúnir til að gefa eftir. Staða þeirra til að gera kröfur er óneitanlega sterk eftir góðan sigur í Reykjavík í síðustu kosningum. Ýmsir innan flokksins telja reyndar tímabært að láta reyna á fylgið í borginni og láta það svo ráðast hvort litlu flokkarnir verði reiðubúnir til samstarfs eftir kosningar. Sigurður Þór Salvarsson -ssal@frettabladid.is
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar