Í skólanum er skemmtilegt að vera 1. júní 2005 00:01 Í skólanum í skólanum er skemmtilegt að vera ... við lærum þar að lesa á blað, eignast vini, verða stór, bera ábyrgð á okkur, taka ákvarðanir. Í skólanum verðum við fullorðin. Hvert skólastig hefur sinn sjarma og því lýkur á mikilvægum skilum i í lífi okkar. Grunnskólanum lýkur við tólf ára aldur þegar bernskan nær hápunkti sínum, miðstiginu lýkur við sextán ára aldur þegar gelgjuskeiðið er blessunarlega að baki og á tuttugasta ári, þegar fullorðinsárin taka lögformlega við, lýkur framhaldsskólanum með ákveðinni vígsluathöfn og höfuðfati og ungmenni stígur út í lífið. Nú stendur til að riðla þessu kerfi. Stúdentsprófið á að taka á þremur árum og nítján ára unglingar eiga að ganga út í lífið, stytta á lífsleikninámið um heilt ár og senda fólk 20% verr undirbúið út í samfélagið. Það þykir ekki endilega jákvætt að nítján ára fólk flytjist úr foreldrahúsum, hvað þá úr landi og beri sjálft ábyrgð á sínu lífi og lífsaðferðum. Fólk um tvítugt hefur strax haft heilt ár í viðbót til að sækja skemmtistaði, fara á fyllerí og skrópa í skólanum og komast að því hversu fánýt slík hegðun er. Í ýmsum samanburðarlöndum okkar ljúka unglingar framhaldsskólanámi átján ára. Átján ára unglingar þar eru ekkert þroskaðri en átján ára unglingar hér. Fyrstu tvö árin til þriggja ára BA prófs í háskóla fara hjá þeim unglingum iðulega í það nákvæmlega sama og árin milli átján ára og tvítugs gera hérlendis. Vináttu, partístand, og almennt að bragða á lífinu og öllu sem það býður upp á. Lokapróf fyrsta stigs háskólans í þessum löndum er því jafngildi íslenska stúdentsprófsins enda þarf fólk ekki einu sinni að ákveða í hverju það hyggst taka háskólaprófið fyrr en á síðasta árinu. BA próf í þessum löndum er svo verðfallið að það er orðið jafngildi stúdentsprófsins hérlenda. Þróunin í þessum löndum hefur orðið sú að nú er fólk nánast ekki talið háskólamenntað nema það hafi Mastersgráðu og eina stigið þar fyrir ofan, sem má þá telja annað raunstig háskólanáms er þá doktorsnám. Stytting náms til stúdentsprófs mun gengisfella stúdentsprófið og öll önnur námsstig, bæði fyrir ofan og neðan. Fólk þarf ekki bara að geta leyst verkefnin af hendi heldur líka að hafa þroska til að taka ábyrgð á eigin námi og lífi. Nítján ára ungmenni hafa nýverið fengið að alvöru ökuskírteini og ekki mega þau ennþá kaupa og veita áfengi þó þau geri það eflaust óspart. Er ekki allt í lagi að leyfa fólki að vera ungt og uppgötva lífið í eitt ár í viðbót? Unglingsárin eru frábær og engin ástæða til að stytta þau. Og að öllum líkindum ekki hægt. Með styttingu framhaldsskólans er verið að færa þau inn í háskólann sem þarf að koma til móts við nemendur sína og íslenska BA prófið verður von bráðar orðið að unglingaprófi og jafn gengisfallið og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Er betra að hafa rándýra unglinga í Háskólanum en menntaskólum landsins? Leyfum æsku landsins að taka út eðlilegan þroska innan skólakerfisins. Í skólanum er skemmtilegt að vera. Og hvað liggur á? Brynhildur Björnsdóttirbrynhildurb@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Í brennidepli Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Í skólanum í skólanum er skemmtilegt að vera ... við lærum þar að lesa á blað, eignast vini, verða stór, bera ábyrgð á okkur, taka ákvarðanir. Í skólanum verðum við fullorðin. Hvert skólastig hefur sinn sjarma og því lýkur á mikilvægum skilum i í lífi okkar. Grunnskólanum lýkur við tólf ára aldur þegar bernskan nær hápunkti sínum, miðstiginu lýkur við sextán ára aldur þegar gelgjuskeiðið er blessunarlega að baki og á tuttugasta ári, þegar fullorðinsárin taka lögformlega við, lýkur framhaldsskólanum með ákveðinni vígsluathöfn og höfuðfati og ungmenni stígur út í lífið. Nú stendur til að riðla þessu kerfi. Stúdentsprófið á að taka á þremur árum og nítján ára unglingar eiga að ganga út í lífið, stytta á lífsleikninámið um heilt ár og senda fólk 20% verr undirbúið út í samfélagið. Það þykir ekki endilega jákvætt að nítján ára fólk flytjist úr foreldrahúsum, hvað þá úr landi og beri sjálft ábyrgð á sínu lífi og lífsaðferðum. Fólk um tvítugt hefur strax haft heilt ár í viðbót til að sækja skemmtistaði, fara á fyllerí og skrópa í skólanum og komast að því hversu fánýt slík hegðun er. Í ýmsum samanburðarlöndum okkar ljúka unglingar framhaldsskólanámi átján ára. Átján ára unglingar þar eru ekkert þroskaðri en átján ára unglingar hér. Fyrstu tvö árin til þriggja ára BA prófs í háskóla fara hjá þeim unglingum iðulega í það nákvæmlega sama og árin milli átján ára og tvítugs gera hérlendis. Vináttu, partístand, og almennt að bragða á lífinu og öllu sem það býður upp á. Lokapróf fyrsta stigs háskólans í þessum löndum er því jafngildi íslenska stúdentsprófsins enda þarf fólk ekki einu sinni að ákveða í hverju það hyggst taka háskólaprófið fyrr en á síðasta árinu. BA próf í þessum löndum er svo verðfallið að það er orðið jafngildi stúdentsprófsins hérlenda. Þróunin í þessum löndum hefur orðið sú að nú er fólk nánast ekki talið háskólamenntað nema það hafi Mastersgráðu og eina stigið þar fyrir ofan, sem má þá telja annað raunstig háskólanáms er þá doktorsnám. Stytting náms til stúdentsprófs mun gengisfella stúdentsprófið og öll önnur námsstig, bæði fyrir ofan og neðan. Fólk þarf ekki bara að geta leyst verkefnin af hendi heldur líka að hafa þroska til að taka ábyrgð á eigin námi og lífi. Nítján ára ungmenni hafa nýverið fengið að alvöru ökuskírteini og ekki mega þau ennþá kaupa og veita áfengi þó þau geri það eflaust óspart. Er ekki allt í lagi að leyfa fólki að vera ungt og uppgötva lífið í eitt ár í viðbót? Unglingsárin eru frábær og engin ástæða til að stytta þau. Og að öllum líkindum ekki hægt. Með styttingu framhaldsskólans er verið að færa þau inn í háskólann sem þarf að koma til móts við nemendur sína og íslenska BA prófið verður von bráðar orðið að unglingaprófi og jafn gengisfallið og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Er betra að hafa rándýra unglinga í Háskólanum en menntaskólum landsins? Leyfum æsku landsins að taka út eðlilegan þroska innan skólakerfisins. Í skólanum er skemmtilegt að vera. Og hvað liggur á? Brynhildur Björnsdóttirbrynhildurb@frettabladid.is
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun