Íslenska er meira smooth Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 15. júní 2005 00:01 Á dögunum kom á markað nýr skyrdrykkur frá Norðurmjólk. Einlægir aðdáendur KEA-skyrsins biðu spenntir eftir nýja drykknum og margir urðu fyrir vonbrygðum þegar þeir sáu hvaða heiti hann hafði hlotið. Drykkurinn heitir Smoothie - sagt og skrifað upp á enska tungu og ískensk málnefnd fékk gæsahúð. Ef eitthvað er að marka umræðuna er íslensk málnefnd ekki ein um að vera ósátt við nafnið. Það eru nefnilega ýmsir aðrir sem eiga erfittt með að kyngja einhverju sem á að vera íslenskt en heitir samt Smoothie. Nú má ekki misskilja og halda að hér fari á eftir fasískur áróður í garð enskuslettna. Enskuslettur eru gagnlegar til síns brúks og mér dettur ekki í hug að stinga upp á því að við förum að kalla Húsavíkur jógúrt, júgurð eða sektum alla sem segja pítsa en ekki flatbaka. Hins vegar er algjör óþarfi að klína einhverju útlensku heiti á eins alíslenska vöru og skyr. Vöru sem er búin til á Íslandi, úr íslensku hráefni fyrir Íslendinga. Það er bara alveg út í hött! Það hefði ábyggilega mátt finna gott nafn á drykkinn - orð sem passar betur inn í málið en Smoothie. Hvaða kyn er t.d. Smoothie? Drekkur maður Smúþíinn eða Smúþíið? Hvernig er Smoothie í fleirtölu? Kaupir maður tvo Smúþía, tvö Smúþí eða tvær Smúþíur? Orðið Smúþí fellur illa að íslensku máli og skánar ekki einu sinni þótt maður reyni að skrifa það upp á íslenska vísu. Þetta virðist því vera hálfgert klúður hjá norðanmönnum og því miður er of seint og taka það til baka. Íslendingar eiga það til að snobba einum of mikið fyrir útlenskunni og stundum fær maður á tilfinninguna að hlutirnir þyki ekki hipp og kúl (afsakið sletturnar) nema þeir heiti einhverju útlensku nafni. Það er t.d. í tísku núna að láta fyrirtæki heita eitthvað sem endar á -group. Minnir svolítið á það þegar allt þurfti að heita punktur is um árið (þar erum við einmitt komin að nafninu á hinni skyrdrykkjategundinni en það er ekki til umræðu hér). Vissulega geta íslensk nöfn verið til travala á alþjóða markaði. Þannig væri vel skiljanlegt að ráðamenn Norðurmjólkur kysu að hafa erlent heiti á skyrdrykknum ef ætlunin væri að sækja á erlendan markað. Sú er hins vegar ekki raunin. Smoothie er ætlaður fyrir íslenskan markað og íslenska neytendur og ekki stendur til að flytja hann úr landi. Þegar íslensk málnefnd gerði athugasemd við nafnið sögðu forráðamenn Norðurmjólkur að ætlunin væri að höfða til ungs fólks og þess vegna hefði verið ákveðið að halda Smoothie nafninu. Er ekki dálítið lítið gert úr ungu fólki ef það er gengið að því sem vísu að það kaupi frekar vörur með útlensku nafni heldur en íslensku? Getur virkilega verið að Íslendingar séu svo ginkeyptir fyrir öllu sem kemur að utan að útlenskt ónefni eitt og sér sé nóg til þess að þeir stökkvi á vöruna og kaupi hana? Nafnið á drykknum er ekki það eina sem fer fyrir brjóstið á unnendum íslenskrar tungu. Umbúðirnar eru þannig úr garði gerðar að hægt er að taka pappann af og á bakhliðinni má finna leiðbeiningar fyrir líkamsæfingar. Ekkert út að það að setja enda um að gera að hvetja fólk til að hreyfa sig meira. Hins vegar er til háborinnar skammar að í þessum örstutta texta sem kennir fólki hvernig á að gera magaæfingar er allt morandi í stafsetningarvillum. Þar er manni sagt að hreyfa fæturnar (með r-i) og spenna magavöðvanna (með tveimur n-um) svo fátt eitt sé nefnt. Maður hefið ímyndað sér að þegar farið væri af stað með nýja vöru sem kostar milljónir í markaðssetningu mætti kannski eyða svona eins og 5000 kalli í prófarkalestur. Það virðist hins vegar hafa gleymst og fyrir vikið verður drykkurinn enn þá klúðurslegri. Eiginlega bara hlægilegur. Það skýtur svolítið skökku við að eina andsvarið sem Norðurmjólk getur komið með við vinsæla skyrdrykknum frá MS heiti útlensku ónefni og sé pakkað í umbúðir sem iða af stafsetningarvillum. MS hefur í gegnum árin verið dyggur málsvari íslenskrar tungu. Flestum landsmönnum er kunnugt íslenskuátak MS sem felst í alls konar aðgerðum er beinast að því að efla íslenska tungu. Kannski sitja þeir einmitt núna á skrifstofum sínum á Bitruhálsi og dunda sér við að laga villurnar á Smoothie umbúðunum með rauðum penna. Hugsa að þeir brosi alla vega út í annað. Á Íslandi er töluð íslenska og þótt við tölum um kók, pepsí, pestó, pasta, kornflex, banana, pítsur og pepperóní þá eigum við enn að velja íslensk heiti á þá hluti sem eru þróaðir og framleiddir á íslandi, úr íslensku hráefni, handa Íslendingum. Útlenskar umbúðir utan um íslenskar vörur á íslenskum markaði passa bara ekki. Það er ekki “smooth”.Þórgunnur Oddsdóttir - thorgunnur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Á dögunum kom á markað nýr skyrdrykkur frá Norðurmjólk. Einlægir aðdáendur KEA-skyrsins biðu spenntir eftir nýja drykknum og margir urðu fyrir vonbrygðum þegar þeir sáu hvaða heiti hann hafði hlotið. Drykkurinn heitir Smoothie - sagt og skrifað upp á enska tungu og ískensk málnefnd fékk gæsahúð. Ef eitthvað er að marka umræðuna er íslensk málnefnd ekki ein um að vera ósátt við nafnið. Það eru nefnilega ýmsir aðrir sem eiga erfittt með að kyngja einhverju sem á að vera íslenskt en heitir samt Smoothie. Nú má ekki misskilja og halda að hér fari á eftir fasískur áróður í garð enskuslettna. Enskuslettur eru gagnlegar til síns brúks og mér dettur ekki í hug að stinga upp á því að við förum að kalla Húsavíkur jógúrt, júgurð eða sektum alla sem segja pítsa en ekki flatbaka. Hins vegar er algjör óþarfi að klína einhverju útlensku heiti á eins alíslenska vöru og skyr. Vöru sem er búin til á Íslandi, úr íslensku hráefni fyrir Íslendinga. Það er bara alveg út í hött! Það hefði ábyggilega mátt finna gott nafn á drykkinn - orð sem passar betur inn í málið en Smoothie. Hvaða kyn er t.d. Smoothie? Drekkur maður Smúþíinn eða Smúþíið? Hvernig er Smoothie í fleirtölu? Kaupir maður tvo Smúþía, tvö Smúþí eða tvær Smúþíur? Orðið Smúþí fellur illa að íslensku máli og skánar ekki einu sinni þótt maður reyni að skrifa það upp á íslenska vísu. Þetta virðist því vera hálfgert klúður hjá norðanmönnum og því miður er of seint og taka það til baka. Íslendingar eiga það til að snobba einum of mikið fyrir útlenskunni og stundum fær maður á tilfinninguna að hlutirnir þyki ekki hipp og kúl (afsakið sletturnar) nema þeir heiti einhverju útlensku nafni. Það er t.d. í tísku núna að láta fyrirtæki heita eitthvað sem endar á -group. Minnir svolítið á það þegar allt þurfti að heita punktur is um árið (þar erum við einmitt komin að nafninu á hinni skyrdrykkjategundinni en það er ekki til umræðu hér). Vissulega geta íslensk nöfn verið til travala á alþjóða markaði. Þannig væri vel skiljanlegt að ráðamenn Norðurmjólkur kysu að hafa erlent heiti á skyrdrykknum ef ætlunin væri að sækja á erlendan markað. Sú er hins vegar ekki raunin. Smoothie er ætlaður fyrir íslenskan markað og íslenska neytendur og ekki stendur til að flytja hann úr landi. Þegar íslensk málnefnd gerði athugasemd við nafnið sögðu forráðamenn Norðurmjólkur að ætlunin væri að höfða til ungs fólks og þess vegna hefði verið ákveðið að halda Smoothie nafninu. Er ekki dálítið lítið gert úr ungu fólki ef það er gengið að því sem vísu að það kaupi frekar vörur með útlensku nafni heldur en íslensku? Getur virkilega verið að Íslendingar séu svo ginkeyptir fyrir öllu sem kemur að utan að útlenskt ónefni eitt og sér sé nóg til þess að þeir stökkvi á vöruna og kaupi hana? Nafnið á drykknum er ekki það eina sem fer fyrir brjóstið á unnendum íslenskrar tungu. Umbúðirnar eru þannig úr garði gerðar að hægt er að taka pappann af og á bakhliðinni má finna leiðbeiningar fyrir líkamsæfingar. Ekkert út að það að setja enda um að gera að hvetja fólk til að hreyfa sig meira. Hins vegar er til háborinnar skammar að í þessum örstutta texta sem kennir fólki hvernig á að gera magaæfingar er allt morandi í stafsetningarvillum. Þar er manni sagt að hreyfa fæturnar (með r-i) og spenna magavöðvanna (með tveimur n-um) svo fátt eitt sé nefnt. Maður hefið ímyndað sér að þegar farið væri af stað með nýja vöru sem kostar milljónir í markaðssetningu mætti kannski eyða svona eins og 5000 kalli í prófarkalestur. Það virðist hins vegar hafa gleymst og fyrir vikið verður drykkurinn enn þá klúðurslegri. Eiginlega bara hlægilegur. Það skýtur svolítið skökku við að eina andsvarið sem Norðurmjólk getur komið með við vinsæla skyrdrykknum frá MS heiti útlensku ónefni og sé pakkað í umbúðir sem iða af stafsetningarvillum. MS hefur í gegnum árin verið dyggur málsvari íslenskrar tungu. Flestum landsmönnum er kunnugt íslenskuátak MS sem felst í alls konar aðgerðum er beinast að því að efla íslenska tungu. Kannski sitja þeir einmitt núna á skrifstofum sínum á Bitruhálsi og dunda sér við að laga villurnar á Smoothie umbúðunum með rauðum penna. Hugsa að þeir brosi alla vega út í annað. Á Íslandi er töluð íslenska og þótt við tölum um kók, pepsí, pestó, pasta, kornflex, banana, pítsur og pepperóní þá eigum við enn að velja íslensk heiti á þá hluti sem eru þróaðir og framleiddir á íslandi, úr íslensku hráefni, handa Íslendingum. Útlenskar umbúðir utan um íslenskar vörur á íslenskum markaði passa bara ekki. Það er ekki “smooth”.Þórgunnur Oddsdóttir - thorgunnur@frettabladid.is
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun