Hvernig er þetta hægt? Þórlindur Kjartansson skrifar 16. júní 2005 00:01 Það þekkja það flestir að það getur verið erfitt að láta enda ná saman í fjármálum fjölskyldunnar. Algengt er að heyra að það skipti engu máli hvort tekjurnar hækki - það virðist bara alltaf enda þannig að um mánaðarmót stendur lítið eða ekkert eftir af mánaðarhýrunni. Fæst okkar búa hins vegar við þann undarlega veruleika að tekjur okkar nemi hundruðum milljóna króna á ári líkt og Michael Jackson. Í allri umfjölluninni um réttarhöldin yfir konungi poppsins hefur ítrekað komið fram að Jackson sé sennilega algjörlega blankur. Hjá honum hafa milljarðatekjur á síðustu áratugum ekki dugað til þess að endar nái saman og líklegt er að Jackson þurfi að selja meira og minna allar eignir sínar til að hafa upp í skuldir. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig menn fara að því að eyða milljónum króna á dag en þó er það ekki óalgengt í heimi stórstjarna að jafnvel svimandi tekjur dugi ekki fyrir lífstílnum. Atvinnumenn í íþróttum standa margir uppi slyppir og snauðir örfáum árum eftir að hafa sest í helgan stein þótt þeir hafi þénað stórkostlegar upphæðir. Eins er það alþekkt að sigurvegarar í lottói í Bandaríkjunum fara flestir á hausinn örfáum árum eftir að þeir hljóta vinninginn. Sú tilhneiging okkar flestra að stilla lífstílinn algjörlega eftir því hverjar tekjurnar eru er sennilega stærsta ástæðan fyrir því að svona getur farið. Þegar fólk skyndilega kemst í álnir, jafnvel eftir litla fyrirhöfn eða fyrir glópalán, virðist vera segin saga að fólk fari að hegða sér eins og það geti átt von á því að tekjustreymið verði óbreytt um ómunatíð. Þá er veruleikafirring á háu stigi, eins og virðst vera í tilfelli Jackson, ekki líkleg til þess að stuðla að skynsamlegum ákvörðunum í fjármálum heimilisins. Jackson virðist hafa einstaka getu til þess að eyða peningum í vitleysu og þótt það sé erfitt fyrir venjulegt fólk að ímynda sér hvernig hægt er að eyða hundruðum milljóna í verslunarferð þá hefur Jackson sýnt að allt er hægt ef viljinn - eða brjálsemin - er fyrir hendi. En þótt fjárhagsvandræði Jackson geti verið spaugileg í ákveðnu ljósi þá er hann líklega ekki eins ólíkur okkur flestum í þessu tilliti og við viljum vera láta. Hér á landi er í gangi mikið neyslufyllerí þar sem húsnæðislán og yfirdráttarlán eru notuð til þess að fjármagna kaup á hinum og þessum óþarfa. Á meðan svigrúm er til staðar þá líður flestum eins og þeir hafi vel efni á nýja sjónvarpinu, sumarbústaðnum og íbúðinni en hins vegar þarf gjarnan lítið til þess að endar hætti að ná saman. Úr því að manni á borð við Jackson tekst að rústa eigin fjármálum með óhófi þá gildir það sama um okkur hin. Vera má að Jackson hefði haft gott af því að heyra ráðleggingar gamallar íslenskrar konu sem hafði tekist að nurla saman dágóðum sjóði með því að lifa eftir tveimur ágætum reglum. Sú fyrri er: "Maður kaupir ekki það sem mann langar í, ekki það sem mann vantar, heldur aðeins það sem maður getur ekki verið án." Hin reglan var þessi: "Ef það er ekki til í Kaupfélaginu þá vantar mig það ekki." Þórlindur Kjartansson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það þekkja það flestir að það getur verið erfitt að láta enda ná saman í fjármálum fjölskyldunnar. Algengt er að heyra að það skipti engu máli hvort tekjurnar hækki - það virðist bara alltaf enda þannig að um mánaðarmót stendur lítið eða ekkert eftir af mánaðarhýrunni. Fæst okkar búa hins vegar við þann undarlega veruleika að tekjur okkar nemi hundruðum milljóna króna á ári líkt og Michael Jackson. Í allri umfjölluninni um réttarhöldin yfir konungi poppsins hefur ítrekað komið fram að Jackson sé sennilega algjörlega blankur. Hjá honum hafa milljarðatekjur á síðustu áratugum ekki dugað til þess að endar nái saman og líklegt er að Jackson þurfi að selja meira og minna allar eignir sínar til að hafa upp í skuldir. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig menn fara að því að eyða milljónum króna á dag en þó er það ekki óalgengt í heimi stórstjarna að jafnvel svimandi tekjur dugi ekki fyrir lífstílnum. Atvinnumenn í íþróttum standa margir uppi slyppir og snauðir örfáum árum eftir að hafa sest í helgan stein þótt þeir hafi þénað stórkostlegar upphæðir. Eins er það alþekkt að sigurvegarar í lottói í Bandaríkjunum fara flestir á hausinn örfáum árum eftir að þeir hljóta vinninginn. Sú tilhneiging okkar flestra að stilla lífstílinn algjörlega eftir því hverjar tekjurnar eru er sennilega stærsta ástæðan fyrir því að svona getur farið. Þegar fólk skyndilega kemst í álnir, jafnvel eftir litla fyrirhöfn eða fyrir glópalán, virðist vera segin saga að fólk fari að hegða sér eins og það geti átt von á því að tekjustreymið verði óbreytt um ómunatíð. Þá er veruleikafirring á háu stigi, eins og virðst vera í tilfelli Jackson, ekki líkleg til þess að stuðla að skynsamlegum ákvörðunum í fjármálum heimilisins. Jackson virðist hafa einstaka getu til þess að eyða peningum í vitleysu og þótt það sé erfitt fyrir venjulegt fólk að ímynda sér hvernig hægt er að eyða hundruðum milljóna í verslunarferð þá hefur Jackson sýnt að allt er hægt ef viljinn - eða brjálsemin - er fyrir hendi. En þótt fjárhagsvandræði Jackson geti verið spaugileg í ákveðnu ljósi þá er hann líklega ekki eins ólíkur okkur flestum í þessu tilliti og við viljum vera láta. Hér á landi er í gangi mikið neyslufyllerí þar sem húsnæðislán og yfirdráttarlán eru notuð til þess að fjármagna kaup á hinum og þessum óþarfa. Á meðan svigrúm er til staðar þá líður flestum eins og þeir hafi vel efni á nýja sjónvarpinu, sumarbústaðnum og íbúðinni en hins vegar þarf gjarnan lítið til þess að endar hætti að ná saman. Úr því að manni á borð við Jackson tekst að rústa eigin fjármálum með óhófi þá gildir það sama um okkur hin. Vera má að Jackson hefði haft gott af því að heyra ráðleggingar gamallar íslenskrar konu sem hafði tekist að nurla saman dágóðum sjóði með því að lifa eftir tveimur ágætum reglum. Sú fyrri er: "Maður kaupir ekki það sem mann langar í, ekki það sem mann vantar, heldur aðeins það sem maður getur ekki verið án." Hin reglan var þessi: "Ef það er ekki til í Kaupfélaginu þá vantar mig það ekki." Þórlindur Kjartansson
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun