Bókaflóð allan ársins hring Þórarinn Þórarinsson skrifar 30. júní 2005 00:01 Bækur eru þess eðlis að þær má grípa í hvar sem er og hvenær sem er. Bækur eru líka gefnar út allan ársins hring í siðmenntuðum löndum enda má slá því föstu að fólk sem á annað borð lesi bækur hafi þörf fyrir það alla 12 mánuði ársins. Íslenski bókamarkaðurinn hefur í gegnum tíðina verið alveg á skjön við þetta en hér er bókum hrúgað í verslanir frá október til desember og stólað á að þær verði ofan á í jólabókaflóðinu alræmda. Það kemst auðvitað engin venjulega manneskja yfir að lesa nema brota brot af þessu magni sem ætlast er til að hver og einn fjárfesti í á þessu þriggja mánaða tímabili þannig að maður skyldi ætla að það væri öllu gáfulegra að dreifa þessum ósköpum yfir lengri tíma.Tónlistarbransinn hefur fyrir löngu kveikt á þessu og á Íslandi er tónlist gefin út allan ársins hring og það sem meira er hún selst líka á sumrin. Það kemur vissulega sprenging í kringum jólin en það breytir því ekki að það er alltaf einhver hreyfing og sumir sjá sér beinlínis hag í því að gefa út utan fengitímans enda fá þeir þá meira svigrúm til að ná til kaupenda. Bubbi Morthens hikar til dæmis ekki við að gefa út tvær plötur í sumar. Bubbi selur allan ársins hring og þarf ekkert að vera að treysta á skilyrt innkaupaæði í desember. Sama myndi hiklaust gilda um Arnald Indriðason. Ný bók frá honum yrði rifin út jafnt í maí sem desember.Íslenski bókamarkaðurinn hefur tekið hressilegan þroskakipp undanfarin ár og bókaútgáfa þessa sumars hefur verið í meira lagi blómleg. Endurútgefnar jólabækur í kiljum taka sitt pláss auk alls konar ferða- og tómstundabóka sem eiga vissulega sitt blómaskeið á sumrin. Frumútgáfur erlendra reyfara eru einnig að sækja í sig veðrið og þar blanda sér í slaginn ekki minni spámenn en Ian Rankin, Henning Mankell og James Patterson. Nú þarf bara einhver að stíga skrefið til fulls og gefa út nokkrar nýjar, innbundnar, íslenskar skáldsögur frá vori til hausts og lyfta þannig íslenskri bóka- og lestrarmenningu upp í æðra veldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Bækur eru þess eðlis að þær má grípa í hvar sem er og hvenær sem er. Bækur eru líka gefnar út allan ársins hring í siðmenntuðum löndum enda má slá því föstu að fólk sem á annað borð lesi bækur hafi þörf fyrir það alla 12 mánuði ársins. Íslenski bókamarkaðurinn hefur í gegnum tíðina verið alveg á skjön við þetta en hér er bókum hrúgað í verslanir frá október til desember og stólað á að þær verði ofan á í jólabókaflóðinu alræmda. Það kemst auðvitað engin venjulega manneskja yfir að lesa nema brota brot af þessu magni sem ætlast er til að hver og einn fjárfesti í á þessu þriggja mánaða tímabili þannig að maður skyldi ætla að það væri öllu gáfulegra að dreifa þessum ósköpum yfir lengri tíma.Tónlistarbransinn hefur fyrir löngu kveikt á þessu og á Íslandi er tónlist gefin út allan ársins hring og það sem meira er hún selst líka á sumrin. Það kemur vissulega sprenging í kringum jólin en það breytir því ekki að það er alltaf einhver hreyfing og sumir sjá sér beinlínis hag í því að gefa út utan fengitímans enda fá þeir þá meira svigrúm til að ná til kaupenda. Bubbi Morthens hikar til dæmis ekki við að gefa út tvær plötur í sumar. Bubbi selur allan ársins hring og þarf ekkert að vera að treysta á skilyrt innkaupaæði í desember. Sama myndi hiklaust gilda um Arnald Indriðason. Ný bók frá honum yrði rifin út jafnt í maí sem desember.Íslenski bókamarkaðurinn hefur tekið hressilegan þroskakipp undanfarin ár og bókaútgáfa þessa sumars hefur verið í meira lagi blómleg. Endurútgefnar jólabækur í kiljum taka sitt pláss auk alls konar ferða- og tómstundabóka sem eiga vissulega sitt blómaskeið á sumrin. Frumútgáfur erlendra reyfara eru einnig að sækja í sig veðrið og þar blanda sér í slaginn ekki minni spámenn en Ian Rankin, Henning Mankell og James Patterson. Nú þarf bara einhver að stíga skrefið til fulls og gefa út nokkrar nýjar, innbundnar, íslenskar skáldsögur frá vori til hausts og lyfta þannig íslenskri bóka- og lestrarmenningu upp í æðra veldi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar