Sprengjurnar víkja fyrir söguþræði 11. júlí 2005 00:01 Fyrir okkur sem finnst gaman að fara í bíó eru sumarkvikmyndirnar áhættusamur iðnaður. Þar er Hollywood í gírnum og framleiðir kvikmyndir með mikið af áhættuatriðum, svölum náunga og einni fallegri konu. Ef marka má þær myndir sem við höfum fengið að sjá í ár virðist þó sem Hollywood sé að veðja á einhvern annan hest. Upphaf þessara svokölluðu "summerblockbusters" má ef til vill rekja til Jaws, þótt sú mynd sé langt frá því að vera "hefðbundin" sumarmynd. Hún var frumsýnd í Bandaríkjunum 20. júní árið 1975 og skilaði sjö milljónum bandaríkjadala sína fyrstu helgi. Þótt Spielberg sé vissulega einn af kóngunum í Hollywood er hann ekki konungur sumarmyndanna. Þeir Don Simpson og Jerry Bruckheimer gera tvímælalaust tilkall til þeirrar kórónu, þótt Simpson sé farinn yfir móðuna miklu. Þeir MTV-væddu Hollywood kvikmyndirnar þannig að myndir þeirra urðu smám saman eins og níutíu mínútna tónlistarmyndbönd. Þeir félagar fengu unga leikstjóra til liðs við sig en þeirra þekktastur er sennilega Michael Bay. Hann á myndir eins og The Rock, Bad Boys, Armageddon og Pearl Harbour að baki. Hasarmyndir með einföldum söguþræði þar sem "sló mó" senur og bílveltur skipta meginmáli. Don Simpson lét hafa eftir sér að það væri vissulega mikilvægt að vinna Óskarsverðlaun, ekki vegna viðurkenningarinnar heldur gætu þau þýtt milljónir í viðbót í miðasölukassann. Þá sagði hann ennfremur að þeir væru ekki skyldugir til þess að gera list né vera með einhverja yfirlýsingu. "Eina skyldan sem við höfum er að græða peninga." Þessi hugsjón skilaði sér heldur betur því þeir félagar gerðu hverja metsölumyndina af fætur annarri. Top Gun, Flashdance og Beverly Hills Cop verða varla myndir sem minnst verður fyrir listrænt innsæi eða flóknar fléttur. Þetta eru engu að síður meðal vinsælustu kvikmynda sögunnar. Þessar gerðir af myndum eru þó víðsfjarri í ár og vekur það upp þá spurningu hvort Hollywood sé loksins að segja skilið við MTV-væðinguna, blessunarlega gætu sumir sagt. Mynd Michael Bay,The Island, verður fyrsta myndin sem hann gerir án fulltingis Bruckheimer. Þar að auki eru aðalleikarnir tveir, Ewan McGregor og Scarlett Johansson þekkt fyrir leikhæfileika sína en ekki líkamsburði. Sumarmyndirnar í ár eru óvenjulegar að því leyti að þær eru dökkar í yfirbragði, fjalla um undirmálsfólk eða gera upp sakirnar við lærimeistara sína. Fyrsta sumarmyndin sem kom í hús var síðasta Stjörnustríðið. Eftir að George Lucas hafði mistekist að fá gamla Stjörnustríðsnirði til liðs við sig með fremur lélegum framhaldsmyndum var allt lagt undir fyrir síðustu myndina. Áhættan skilaði árangri og úr varð heldur dökk og ofbeldisfull mynd. Eftir að Anakin og Obi - Wan höfðu barist á banaspjótum var komið að "dæmigerðri" Hollywood mynd, Mr & Mrs. Smith. Hún skartaði Brad Pitt og Angelinu Jolie í aðalhlutverkum og ekkert var til sparað. Myndin reyndist fín skemmtun en fer vart í sögubækurnar sem sumarsmellur. Leðurblökumaðurinn var næstur á sviðið en töluverð spenna var fyrir þá mynd enda tæpur áratugur síðan Hollywood gekk af honum dauðum. Í ljós kom að glamúrinn, sem Hollywood hafði smurt ofan á þennan myrka einfara, hafði nú fengið að fjúka fyrir hálfgeðveikum milljarðamæringi. Myndin sló í gegn. War of the Worlds kom svo í kjölfarið. Þrátt fyrir að Spielberg og Cruise hafi valdið vonbrigðum með þessari mynd er hún alls ekki slæm. Hún er bara alls ekki jafn góð og vonast hafði verið eftir. Hún er merkileg fyrir þær sakir að í fyrsta skipti í Spielberg-mynd eru geimverurnar ekki komnar til að eignast vini. Hvort Spielberg hafi verið með hugann við næsta verkefni sitt sem á að fjalla um gíslatökuna í Munchen skal ósagt látið. War of the Worlds gerði einfaldlega ekki það sem hún átti að gera. Sin City er sú mynd sem gæti staðið uppi sem sigurvegari sumarsins. Hún hefur nú þegar velt War of the Worlds úr toppsætinu hér heima. Þá hefur hún fengið góða dóma hjá gagnrýnendum víða um heim. Tvær myndir eiga enn eftir að koma. The Fantastic Four og The Island. Sú síðarnefnda lítur vel út en sú fyrrnefnda gæti verið fíaskó sumarsins. Spurning hvort það er pláss fyrir fleiri ofurhetjur. Þá má ekki gleyma teiknimynd sumarsins sem að þessu sinni er Madagasgar en hún sló heldur betur í gegn vestra. Það skyldi engin vanmeta teiknaðar hetjur, það hefur Shreck sýnt svo um munar. Sumarmyndirnar í ár bera því þó vitni að sífellt minna fer fyrir innihaldslausu þvaðri. Sprengjurnar virðast smám saman vera að víkja fyrir söguþræðinum. Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir okkur sem finnst gaman að fara í bíó eru sumarkvikmyndirnar áhættusamur iðnaður. Þar er Hollywood í gírnum og framleiðir kvikmyndir með mikið af áhættuatriðum, svölum náunga og einni fallegri konu. Ef marka má þær myndir sem við höfum fengið að sjá í ár virðist þó sem Hollywood sé að veðja á einhvern annan hest. Upphaf þessara svokölluðu "summerblockbusters" má ef til vill rekja til Jaws, þótt sú mynd sé langt frá því að vera "hefðbundin" sumarmynd. Hún var frumsýnd í Bandaríkjunum 20. júní árið 1975 og skilaði sjö milljónum bandaríkjadala sína fyrstu helgi. Þótt Spielberg sé vissulega einn af kóngunum í Hollywood er hann ekki konungur sumarmyndanna. Þeir Don Simpson og Jerry Bruckheimer gera tvímælalaust tilkall til þeirrar kórónu, þótt Simpson sé farinn yfir móðuna miklu. Þeir MTV-væddu Hollywood kvikmyndirnar þannig að myndir þeirra urðu smám saman eins og níutíu mínútna tónlistarmyndbönd. Þeir félagar fengu unga leikstjóra til liðs við sig en þeirra þekktastur er sennilega Michael Bay. Hann á myndir eins og The Rock, Bad Boys, Armageddon og Pearl Harbour að baki. Hasarmyndir með einföldum söguþræði þar sem "sló mó" senur og bílveltur skipta meginmáli. Don Simpson lét hafa eftir sér að það væri vissulega mikilvægt að vinna Óskarsverðlaun, ekki vegna viðurkenningarinnar heldur gætu þau þýtt milljónir í viðbót í miðasölukassann. Þá sagði hann ennfremur að þeir væru ekki skyldugir til þess að gera list né vera með einhverja yfirlýsingu. "Eina skyldan sem við höfum er að græða peninga." Þessi hugsjón skilaði sér heldur betur því þeir félagar gerðu hverja metsölumyndina af fætur annarri. Top Gun, Flashdance og Beverly Hills Cop verða varla myndir sem minnst verður fyrir listrænt innsæi eða flóknar fléttur. Þetta eru engu að síður meðal vinsælustu kvikmynda sögunnar. Þessar gerðir af myndum eru þó víðsfjarri í ár og vekur það upp þá spurningu hvort Hollywood sé loksins að segja skilið við MTV-væðinguna, blessunarlega gætu sumir sagt. Mynd Michael Bay,The Island, verður fyrsta myndin sem hann gerir án fulltingis Bruckheimer. Þar að auki eru aðalleikarnir tveir, Ewan McGregor og Scarlett Johansson þekkt fyrir leikhæfileika sína en ekki líkamsburði. Sumarmyndirnar í ár eru óvenjulegar að því leyti að þær eru dökkar í yfirbragði, fjalla um undirmálsfólk eða gera upp sakirnar við lærimeistara sína. Fyrsta sumarmyndin sem kom í hús var síðasta Stjörnustríðið. Eftir að George Lucas hafði mistekist að fá gamla Stjörnustríðsnirði til liðs við sig með fremur lélegum framhaldsmyndum var allt lagt undir fyrir síðustu myndina. Áhættan skilaði árangri og úr varð heldur dökk og ofbeldisfull mynd. Eftir að Anakin og Obi - Wan höfðu barist á banaspjótum var komið að "dæmigerðri" Hollywood mynd, Mr & Mrs. Smith. Hún skartaði Brad Pitt og Angelinu Jolie í aðalhlutverkum og ekkert var til sparað. Myndin reyndist fín skemmtun en fer vart í sögubækurnar sem sumarsmellur. Leðurblökumaðurinn var næstur á sviðið en töluverð spenna var fyrir þá mynd enda tæpur áratugur síðan Hollywood gekk af honum dauðum. Í ljós kom að glamúrinn, sem Hollywood hafði smurt ofan á þennan myrka einfara, hafði nú fengið að fjúka fyrir hálfgeðveikum milljarðamæringi. Myndin sló í gegn. War of the Worlds kom svo í kjölfarið. Þrátt fyrir að Spielberg og Cruise hafi valdið vonbrigðum með þessari mynd er hún alls ekki slæm. Hún er bara alls ekki jafn góð og vonast hafði verið eftir. Hún er merkileg fyrir þær sakir að í fyrsta skipti í Spielberg-mynd eru geimverurnar ekki komnar til að eignast vini. Hvort Spielberg hafi verið með hugann við næsta verkefni sitt sem á að fjalla um gíslatökuna í Munchen skal ósagt látið. War of the Worlds gerði einfaldlega ekki það sem hún átti að gera. Sin City er sú mynd sem gæti staðið uppi sem sigurvegari sumarsins. Hún hefur nú þegar velt War of the Worlds úr toppsætinu hér heima. Þá hefur hún fengið góða dóma hjá gagnrýnendum víða um heim. Tvær myndir eiga enn eftir að koma. The Fantastic Four og The Island. Sú síðarnefnda lítur vel út en sú fyrrnefnda gæti verið fíaskó sumarsins. Spurning hvort það er pláss fyrir fleiri ofurhetjur. Þá má ekki gleyma teiknimynd sumarsins sem að þessu sinni er Madagasgar en hún sló heldur betur í gegn vestra. Það skyldi engin vanmeta teiknaðar hetjur, það hefur Shreck sýnt svo um munar. Sumarmyndirnar í ár bera því þó vitni að sífellt minna fer fyrir innihaldslausu þvaðri. Sprengjurnar virðast smám saman vera að víkja fyrir söguþræðinum. Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar