Er R-listinn Samfylkingar 19. júlí 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson varpaði sprengju inn í stjórnmálaumræðuna þegar hann ljáði orðs á því að Samfylkingin byði einn flokka fram Reykjavíkurlista, ásamt óháðum frambjóðendum, ef ekki semdist um áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks, Vinstrihreyfingarinnar - græns Framboðs og Samfylkingar um kosningabandalag í borgarstjórnarkosningum. "Ég er bjartsýnn á að það náist samstaða um Reykjavíkurlista eins og staðan er núna. Ef það fer svo að aðrir flokkar en Samfylkingin ákveða að taka ekki þátt í því þá tel ég að Samfylkingin ætti samt sem áður að bjóða fram með óháðum og þeim sem vilja undir merkjum Reykjavíkurlistans. Ég tel að undir öllum kringumstæðum eigi Samfylkingin að bjóða fram sem Reykjavíkurlisti, þó að annar eða báðir samstarfsflokkana vilji ekki vera með í slíkum lista."Heimskuleg yfirlýsing Svona mælti Össur í viðtali við Fréttablaðið sem birtist síðasta sunnudag. Viðbrögð fólks úr hinum flokkunum voru hörð þegar þau hafa birst. Þannig fór Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri-grænna í borginni, ekki í grafgötur með álit sitt á orðum Össurar þegar viðhorf hans voru könnuð í Fréttablaðinu á mánudag. "Mér finnst yfirlýsing Össurar í raun vera heimskuleg, það er í mínum huga ljóst að það verður ekkert sem heitir R-listi nema að honum standi flokkarnir sem stóðu að honum síðast." Þó Framsóknarmenn hafi ekki gert mikið af því að svara orðum Össurar opinberlega (Alfreð Þorsteinsson hefur til að merkja ekkert viljað tjá sig efnislega um þau þrátt fyrir að verða seint þekktur fyrir spara orð sín þegar sá gállinn er á honum), þrátt fyrir þetta má lesa nokkra gremju úr röðum Framsóknarmanna á vefnum Hrifla.is þó þar sé ekki minnst einu orði á Össur og hugmynd hans. Þar er hins vegar vefkönnun þar sem spurt er hversu marga borgarfulltrúa Samfylkingin fengi færi hún ein fram, valmöguleikarnir eru tveir, annars vegar einn borgarfulltrúi, hins vegar enginn. Falsaðar vörumerkingar Ögmundur Jónasson var heldur ekki hrifinn af orðum Össurar eins og lesa mátti á vef hans síðasta sunnudag. "Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Össur Skarphéðinsson alþingismann Samfylkingarinnar sem nú fer mikinn í fjölmiðlum. Hann vill að Samfylkingin bjóði fram undir heiti R-listans hvort sem aðrir flokkar verði með eður ei! Óháðir mega vera með segir Össur. Vissulega er það sjónarmið að Samfylkingin bjóði fram ein og sér, en þá á hún að gera það undir réttum formerkjum. Annað eru falsaðar vörumerkingar og viðfangsefni fyrir "Jóhannes neytanda" að skoða. Það sem verra er að Samfylkingarmenn sem tala á þennan veg sýna samstarfsmönnum sínum, hvort sem er í borgarstjórn eða annars staðar ekki mikla virðingu með svona tali. ... Formúla Össurar Skarphéðinssonar eins og hún birtist í fjölmiðlum þessa dagana gengur út á að halda merkimiðunum óbreyttum, jafnvel þótt innihaldið verði allt annað en það er nú. Væri þetta réttlátt gagnvart kjósendum? Í Vinstrihreyfingunni grænu framboði höfum við farið mjúkum höndum um Samfylkinguna um nokkurt skeið. En svo má brýna deigt járn að bíti." Það má því vera ljóst af þessu að eldi og brennisteini myndi rigna yfir Samfylkinguna gerði hún tilraun til að markaðssetja sig sem Reykjavíkurlista án samstarfs við hvort tveggja Framsóknarflokkinn og Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. (Reyndar hefur verið bent á að ekki sé hægt að nota nafn Reykjavíkurlistans nema með samþykki allra þeirra sem að honum standa í dag.) Reynslan af Nýjum vettvangi Svo má auðvitað geta þess að R-listi eins flokks og fylgifiska hefur verið reyndur áður, þó undir öðru nafni hafi verið. Nýr vettvangur varð til eftir að vinstrimenn í Reykjavík náðu ekki saman um sameiginlegt framboð fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Þá kviknaði hugmyndin í viðræðum manna úr Alþýðuflokknum og Borgaraflokknum, tveimur flokkum sem gerðu sér ekki ýkja miklar vonir um að ná miklum árangri í borgarstjórnarkosningum færu þeir fram einir. Þeim mistókst að fá aðra flokka til liðs við framboðið en Alþýðuflokkur ásamt fólki úr Alþýðubandalaginu og víðar buðu fram Nýjan vettvang. Árangurinn varð ekki í samræmi við væntingar. Framboðið náði einungis tveimur einstaklingum inn í borgarstjórn (Ólínu Þorvarðardóttir sem var óháð en gekk síðar til liðs við Alþýðuflokkinn og Kristínu Ólafsdóttur sem kom úr Alþýðubandalaginu). Sjálfstæðisflokkurinn vann hins vegar sinn stærsta sigur í sögunni og fékk tíu af fimmtán borgarfulltrúum í síðustu borgarstjórnarkosningunum undir forystu Davíðs Oddssonar. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Össur Skarphéðinsson varpaði sprengju inn í stjórnmálaumræðuna þegar hann ljáði orðs á því að Samfylkingin byði einn flokka fram Reykjavíkurlista, ásamt óháðum frambjóðendum, ef ekki semdist um áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks, Vinstrihreyfingarinnar - græns Framboðs og Samfylkingar um kosningabandalag í borgarstjórnarkosningum. "Ég er bjartsýnn á að það náist samstaða um Reykjavíkurlista eins og staðan er núna. Ef það fer svo að aðrir flokkar en Samfylkingin ákveða að taka ekki þátt í því þá tel ég að Samfylkingin ætti samt sem áður að bjóða fram með óháðum og þeim sem vilja undir merkjum Reykjavíkurlistans. Ég tel að undir öllum kringumstæðum eigi Samfylkingin að bjóða fram sem Reykjavíkurlisti, þó að annar eða báðir samstarfsflokkana vilji ekki vera með í slíkum lista."Heimskuleg yfirlýsing Svona mælti Össur í viðtali við Fréttablaðið sem birtist síðasta sunnudag. Viðbrögð fólks úr hinum flokkunum voru hörð þegar þau hafa birst. Þannig fór Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri-grænna í borginni, ekki í grafgötur með álit sitt á orðum Össurar þegar viðhorf hans voru könnuð í Fréttablaðinu á mánudag. "Mér finnst yfirlýsing Össurar í raun vera heimskuleg, það er í mínum huga ljóst að það verður ekkert sem heitir R-listi nema að honum standi flokkarnir sem stóðu að honum síðast." Þó Framsóknarmenn hafi ekki gert mikið af því að svara orðum Össurar opinberlega (Alfreð Þorsteinsson hefur til að merkja ekkert viljað tjá sig efnislega um þau þrátt fyrir að verða seint þekktur fyrir spara orð sín þegar sá gállinn er á honum), þrátt fyrir þetta má lesa nokkra gremju úr röðum Framsóknarmanna á vefnum Hrifla.is þó þar sé ekki minnst einu orði á Össur og hugmynd hans. Þar er hins vegar vefkönnun þar sem spurt er hversu marga borgarfulltrúa Samfylkingin fengi færi hún ein fram, valmöguleikarnir eru tveir, annars vegar einn borgarfulltrúi, hins vegar enginn. Falsaðar vörumerkingar Ögmundur Jónasson var heldur ekki hrifinn af orðum Össurar eins og lesa mátti á vef hans síðasta sunnudag. "Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Össur Skarphéðinsson alþingismann Samfylkingarinnar sem nú fer mikinn í fjölmiðlum. Hann vill að Samfylkingin bjóði fram undir heiti R-listans hvort sem aðrir flokkar verði með eður ei! Óháðir mega vera með segir Össur. Vissulega er það sjónarmið að Samfylkingin bjóði fram ein og sér, en þá á hún að gera það undir réttum formerkjum. Annað eru falsaðar vörumerkingar og viðfangsefni fyrir "Jóhannes neytanda" að skoða. Það sem verra er að Samfylkingarmenn sem tala á þennan veg sýna samstarfsmönnum sínum, hvort sem er í borgarstjórn eða annars staðar ekki mikla virðingu með svona tali. ... Formúla Össurar Skarphéðinssonar eins og hún birtist í fjölmiðlum þessa dagana gengur út á að halda merkimiðunum óbreyttum, jafnvel þótt innihaldið verði allt annað en það er nú. Væri þetta réttlátt gagnvart kjósendum? Í Vinstrihreyfingunni grænu framboði höfum við farið mjúkum höndum um Samfylkinguna um nokkurt skeið. En svo má brýna deigt járn að bíti." Það má því vera ljóst af þessu að eldi og brennisteini myndi rigna yfir Samfylkinguna gerði hún tilraun til að markaðssetja sig sem Reykjavíkurlista án samstarfs við hvort tveggja Framsóknarflokkinn og Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. (Reyndar hefur verið bent á að ekki sé hægt að nota nafn Reykjavíkurlistans nema með samþykki allra þeirra sem að honum standa í dag.) Reynslan af Nýjum vettvangi Svo má auðvitað geta þess að R-listi eins flokks og fylgifiska hefur verið reyndur áður, þó undir öðru nafni hafi verið. Nýr vettvangur varð til eftir að vinstrimenn í Reykjavík náðu ekki saman um sameiginlegt framboð fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Þá kviknaði hugmyndin í viðræðum manna úr Alþýðuflokknum og Borgaraflokknum, tveimur flokkum sem gerðu sér ekki ýkja miklar vonir um að ná miklum árangri í borgarstjórnarkosningum færu þeir fram einir. Þeim mistókst að fá aðra flokka til liðs við framboðið en Alþýðuflokkur ásamt fólki úr Alþýðubandalaginu og víðar buðu fram Nýjan vettvang. Árangurinn varð ekki í samræmi við væntingar. Framboðið náði einungis tveimur einstaklingum inn í borgarstjórn (Ólínu Þorvarðardóttir sem var óháð en gekk síðar til liðs við Alþýðuflokkinn og Kristínu Ólafsdóttur sem kom úr Alþýðubandalaginu). Sjálfstæðisflokkurinn vann hins vegar sinn stærsta sigur í sögunni og fékk tíu af fimmtán borgarfulltrúum í síðustu borgarstjórnarkosningunum undir forystu Davíðs Oddssonar. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun