Of seint í rassinn gripið? 26. júlí 2005 00:01 Í dag er KR heilum 20 stigum á eftir FH í Landsbankadeild karla og hafa þó Íslandsmeistararnir leikið einum leik færra en stórveldið í Vesturbænum. KR hefur tapað sjö leikjum af tólf í sumar og eftir síðasta tapið, gegn Keflavík, mátu stjórnarmenn KR ástandið svo að best væri að láta Magnús Gylfason fara frá félaginu. Strax í byrjun júní var byrjað að tala um stöðu Magnúsar hjá félaginu. Þrír tapleikir í röð þóttu ekki traustvekjandi á meðan FH og Valur voru að stinga af í deildinni. Svo vannst sigur á Þrótti en strax í kjölfarið voru KR-ingar kjöldregnir af Willum Þór og lærisveinum hans á Hlíðarenda. Aftur byrjaði að hitna verulega undir Magnúsi. Tap fyrir ÍA. Engin viðbrögð. Tap fyrir Fylki. Aftur ekkert. Jú, það var enn von í bikarnum - nú átti aldeilis að hefna fyrir tapið á Hlíðarenda og slá Valsmenn út úr bikarnum. Allt kom fyrir ekki. Tímabilið virtist alveg búið. Smá vonarglæta er góður 4-0 sigur vannst á Fram en svo kom skellurinn gegn Keflavík. Þá fyrst var mönnum öllum lokið og skipt var um þjálfara. Metnaðurinn hjá KR er mikill. Þar á bæ vilja menn titla og ekkert annað. Sumarið hjá KR var búið og það vissu allir, leikmenn, þjálfari og stjórnarmeðlimir. Og því vaknar spurningin - hverju á þessi breyting að skila? Voru forráðamenn KR virkilega svo óánægðir með leik liðsins að þeir óttuðust að liðið myndi falla í haust? Það er eina rökrétta skýringin. Ef eitthvað annað hefði átt að vera í spilunum hefði stjórnin átt að grípa til aðgerða miklu fyrr, þegar það var að einhverju öðru að keppa en bara að bjarga sér frá falli. Eftir tapið gegn Keflavík voru tveir kostir í stöðunni. Að leyfa Magnúsi að halda áfram, bjarga því sem hægt væri að bjarga og draga einhvern lærdóm af tímabilinu sem mislukkaðist svo svakalega. Hinn kosturinn, og sá sem var valinn, er að skipta um þjálfara og maður sé fenginn til að stýra liðinu frá falli. Þótt það takist stendur lítið sem ekkert eftir af tímabilinu. Það er bara horft fram á veginn og menn klappa hver öðrum á bakið og segja vongóðir "Það hefst bara næsta tímabil". Ef stjórnarmenn KR voru með það miklar væntingar fyrir þetta sumar hefðu þeir átt að grípa til aðgerða mun fyrr. Til dæmis þegar liðið var búið að tapa tveimur leikjum af fimm og liðið búið að leika illa. Til samanburðar má nefna sumarið 1997 er Lúkas Kostic var látinn fara eftir fimm leiki. Þá hafði liði unnið einn, tapað einum og gert þrjú jafntefli. Eftir að liðið skipti um þjálfara hélt það sér í efri hluta deildarinnar og vann um sumarið einn glæsilegasta útisigur íslensks félagsliðs í Evrópukeppninni. Sumarið í ár er búið hjá KR í sem víðasta skilningi. Það eina sem er eftir er að forða liðinu frá falli og gleyma svo öllu saman sem fyrst. Eiríkur Stefán Ásgeirsson - eirikurst@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er KR heilum 20 stigum á eftir FH í Landsbankadeild karla og hafa þó Íslandsmeistararnir leikið einum leik færra en stórveldið í Vesturbænum. KR hefur tapað sjö leikjum af tólf í sumar og eftir síðasta tapið, gegn Keflavík, mátu stjórnarmenn KR ástandið svo að best væri að láta Magnús Gylfason fara frá félaginu. Strax í byrjun júní var byrjað að tala um stöðu Magnúsar hjá félaginu. Þrír tapleikir í röð þóttu ekki traustvekjandi á meðan FH og Valur voru að stinga af í deildinni. Svo vannst sigur á Þrótti en strax í kjölfarið voru KR-ingar kjöldregnir af Willum Þór og lærisveinum hans á Hlíðarenda. Aftur byrjaði að hitna verulega undir Magnúsi. Tap fyrir ÍA. Engin viðbrögð. Tap fyrir Fylki. Aftur ekkert. Jú, það var enn von í bikarnum - nú átti aldeilis að hefna fyrir tapið á Hlíðarenda og slá Valsmenn út úr bikarnum. Allt kom fyrir ekki. Tímabilið virtist alveg búið. Smá vonarglæta er góður 4-0 sigur vannst á Fram en svo kom skellurinn gegn Keflavík. Þá fyrst var mönnum öllum lokið og skipt var um þjálfara. Metnaðurinn hjá KR er mikill. Þar á bæ vilja menn titla og ekkert annað. Sumarið hjá KR var búið og það vissu allir, leikmenn, þjálfari og stjórnarmeðlimir. Og því vaknar spurningin - hverju á þessi breyting að skila? Voru forráðamenn KR virkilega svo óánægðir með leik liðsins að þeir óttuðust að liðið myndi falla í haust? Það er eina rökrétta skýringin. Ef eitthvað annað hefði átt að vera í spilunum hefði stjórnin átt að grípa til aðgerða miklu fyrr, þegar það var að einhverju öðru að keppa en bara að bjarga sér frá falli. Eftir tapið gegn Keflavík voru tveir kostir í stöðunni. Að leyfa Magnúsi að halda áfram, bjarga því sem hægt væri að bjarga og draga einhvern lærdóm af tímabilinu sem mislukkaðist svo svakalega. Hinn kosturinn, og sá sem var valinn, er að skipta um þjálfara og maður sé fenginn til að stýra liðinu frá falli. Þótt það takist stendur lítið sem ekkert eftir af tímabilinu. Það er bara horft fram á veginn og menn klappa hver öðrum á bakið og segja vongóðir "Það hefst bara næsta tímabil". Ef stjórnarmenn KR voru með það miklar væntingar fyrir þetta sumar hefðu þeir átt að grípa til aðgerða mun fyrr. Til dæmis þegar liðið var búið að tapa tveimur leikjum af fimm og liðið búið að leika illa. Til samanburðar má nefna sumarið 1997 er Lúkas Kostic var látinn fara eftir fimm leiki. Þá hafði liði unnið einn, tapað einum og gert þrjú jafntefli. Eftir að liðið skipti um þjálfara hélt það sér í efri hluta deildarinnar og vann um sumarið einn glæsilegasta útisigur íslensks félagsliðs í Evrópukeppninni. Sumarið í ár er búið hjá KR í sem víðasta skilningi. Það eina sem er eftir er að forða liðinu frá falli og gleyma svo öllu saman sem fyrst. Eiríkur Stefán Ásgeirsson - eirikurst@frettabladid.is
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar