Voru slit R-listans mistök? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2005 00:01 Það hljóta margir að spyrja sig hvort Framsókn, Samfylking og Vinstri Grænir séu ekki nú að bíta sig í hnúana fyrir að slíta R-lista samstarfinu og efast um hvort rétt hafi verið gert. Sú könnun sem Fréttablaðið birti á mánudag bendir til að mikil vinna sé fyrir hendi, ætli flokkarnir að ná í sitt hverju lagi svipuðum árangri í borgarstjórnarkosningum og þeir gerðu saman. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkur hreinan meirihluta í borginni, 53,5 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. Samfylking fengi 29,7 prósent atkvæða og fimm borgarfulltrúa. Vinstri Grænir fengju 8,8 prósent atkvæða og einn mann inn, Björk Vilhelms væri ekki örugg ef listarnri væru eins. Framsókn fengju 4,8 prósent og engan borgarfulltrúa. Alfreð þyrfti aðrar leiðir til að koma sér í Orkuveituna. Samanlagt gerir það því 43,4 prósent sem segjast kjósa einhvern þann lista sem áður myndaði Reykjavíkurlistann. 2,2 prósent sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Ólafur F. Magnússon yrði þá að fara að einbeita sér að læknisstörfum og málefni húsafriðunar fengi annan vettvang fyrir hann. Til samanburðar má nefna að í síðustu borgarstjórnarkosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 40,2 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa. Reykjavíkurlistinn fékk 52,6 prósent atkvæða og átta borgarfulltrúa. Að fella meirihlutann með níu borgarfulltrúa væri glæsilegur sigur fyrir Sjálfstæðismenn. En það sem æstir stuðningsmenn þeirra R-listaflokka, sem vilju bjóða fram undir eigin nafni, ættu að velta fyrir sér, er niðurstaða þessarar skoðanakönnunar, ef fylgi R-listaflokkanna er reiknað saman. Með því að reikna með því að R-listinn fengi 43,4 prósent atkvæða, Sjálfstæðisflokkur 53,5 og Frjálslyndir 2,2 breytist myndin ekkert fyrir Frjálslynda. Þeir fengju áfram engan mann. En vinstri flokkarnir bæta við sig manni, á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Bara með því að reikna fylgið saman, sem auðvitað segir ekkert til um fylgi Reykjavíkurlistans sjálfs - það gæti verið meira eða minna en samanlagt fylgi flokkanna - tapa Sjálfstæðismenn manni og fengju átta menn kjörna í stað níu. R-listinn fengi sjö í stað sex Um það var mikið rætt þegar fylgst var með andarslitrum Reykjavíkurlistans, var hvort með því að slíta samstarfinu væri verið að færa Sjálfstæðismönnum borgina á silfurfati. Það er líklega of sögum sagt að halda slíku fram. Hins vegar má sýna fram á, með léttum útreikningi eins og í þessari könnun, að Sjálfstæðismenn græða heilan mann á því að flokkarnir ganga sundraðir til leiks. Fyrir öllu þarf að setja hefðbundna fyrirvara. Enn eru níu mánuðir til kosninga og Sjálfstæðisflokkur hefur áður komið vel út í skoðanakönnunum, án þess að uppskera í kosningum. Ein ástæðan er hvernig stjórnmálaflokkar raðast á hægri vinstri ásinn. Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn telst eini flokkurinn hægra megin við miðju, Framsókn í miðjunni og aðrir flokkar teljast yfirleitt vinstra megin við miðju. Það gæti verið erfitt að staðsetja Frjálslynda með þessum hætti, því flestir vita að forvígsmenn þess flokks komu frá Sjálfstæðisflokknum, en áherslurnar gefa til að kynna að flokkurinn sveigi til vinstri en ekki hægri. Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er einn þarna á hægri vængnum er líklegra að óákveðnir skipist frekar á aðra flokka. Í sumum skoðanakönnunum er spurt; "Er líklegra að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk" og svörum svo skipt bróðurlega á milli annarra flokka. Með þessu fækkar óákveðnum og hlutfallslega fækkar kjósendum Sjálfstæðisflokksins, að minnsta kosti samkvæmt könnuninni. En þetta gerir Fréttablaðið ekki þegar það lætur framkvæma könnun. Það er því möguleiki, að í öllum skoðanakönnunum blaðsins sé fylgi Sjálfstæðisflokksins ofmetið, í réttu hlutfalli við fjölda óákveðinna. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Það hljóta margir að spyrja sig hvort Framsókn, Samfylking og Vinstri Grænir séu ekki nú að bíta sig í hnúana fyrir að slíta R-lista samstarfinu og efast um hvort rétt hafi verið gert. Sú könnun sem Fréttablaðið birti á mánudag bendir til að mikil vinna sé fyrir hendi, ætli flokkarnir að ná í sitt hverju lagi svipuðum árangri í borgarstjórnarkosningum og þeir gerðu saman. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkur hreinan meirihluta í borginni, 53,5 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. Samfylking fengi 29,7 prósent atkvæða og fimm borgarfulltrúa. Vinstri Grænir fengju 8,8 prósent atkvæða og einn mann inn, Björk Vilhelms væri ekki örugg ef listarnri væru eins. Framsókn fengju 4,8 prósent og engan borgarfulltrúa. Alfreð þyrfti aðrar leiðir til að koma sér í Orkuveituna. Samanlagt gerir það því 43,4 prósent sem segjast kjósa einhvern þann lista sem áður myndaði Reykjavíkurlistann. 2,2 prósent sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Ólafur F. Magnússon yrði þá að fara að einbeita sér að læknisstörfum og málefni húsafriðunar fengi annan vettvang fyrir hann. Til samanburðar má nefna að í síðustu borgarstjórnarkosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 40,2 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa. Reykjavíkurlistinn fékk 52,6 prósent atkvæða og átta borgarfulltrúa. Að fella meirihlutann með níu borgarfulltrúa væri glæsilegur sigur fyrir Sjálfstæðismenn. En það sem æstir stuðningsmenn þeirra R-listaflokka, sem vilju bjóða fram undir eigin nafni, ættu að velta fyrir sér, er niðurstaða þessarar skoðanakönnunar, ef fylgi R-listaflokkanna er reiknað saman. Með því að reikna með því að R-listinn fengi 43,4 prósent atkvæða, Sjálfstæðisflokkur 53,5 og Frjálslyndir 2,2 breytist myndin ekkert fyrir Frjálslynda. Þeir fengju áfram engan mann. En vinstri flokkarnir bæta við sig manni, á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Bara með því að reikna fylgið saman, sem auðvitað segir ekkert til um fylgi Reykjavíkurlistans sjálfs - það gæti verið meira eða minna en samanlagt fylgi flokkanna - tapa Sjálfstæðismenn manni og fengju átta menn kjörna í stað níu. R-listinn fengi sjö í stað sex Um það var mikið rætt þegar fylgst var með andarslitrum Reykjavíkurlistans, var hvort með því að slíta samstarfinu væri verið að færa Sjálfstæðismönnum borgina á silfurfati. Það er líklega of sögum sagt að halda slíku fram. Hins vegar má sýna fram á, með léttum útreikningi eins og í þessari könnun, að Sjálfstæðismenn græða heilan mann á því að flokkarnir ganga sundraðir til leiks. Fyrir öllu þarf að setja hefðbundna fyrirvara. Enn eru níu mánuðir til kosninga og Sjálfstæðisflokkur hefur áður komið vel út í skoðanakönnunum, án þess að uppskera í kosningum. Ein ástæðan er hvernig stjórnmálaflokkar raðast á hægri vinstri ásinn. Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn telst eini flokkurinn hægra megin við miðju, Framsókn í miðjunni og aðrir flokkar teljast yfirleitt vinstra megin við miðju. Það gæti verið erfitt að staðsetja Frjálslynda með þessum hætti, því flestir vita að forvígsmenn þess flokks komu frá Sjálfstæðisflokknum, en áherslurnar gefa til að kynna að flokkurinn sveigi til vinstri en ekki hægri. Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er einn þarna á hægri vængnum er líklegra að óákveðnir skipist frekar á aðra flokka. Í sumum skoðanakönnunum er spurt; "Er líklegra að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk" og svörum svo skipt bróðurlega á milli annarra flokka. Með þessu fækkar óákveðnum og hlutfallslega fækkar kjósendum Sjálfstæðisflokksins, að minnsta kosti samkvæmt könnuninni. En þetta gerir Fréttablaðið ekki þegar það lætur framkvæma könnun. Það er því möguleiki, að í öllum skoðanakönnunum blaðsins sé fylgi Sjálfstæðisflokksins ofmetið, í réttu hlutfalli við fjölda óákveðinna. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun