Knattspyrnufíkn Þjóðarinnar 5. september 2005 00:01 Knattspyrnufíkn Íslendinga virðist vera óseðjandi. Þegar Ríkissjónvarpið hóf útsendingar frá leikjum í enska boltanum var einn leikur sýndur klukkan 15.00. Bjarni Fel í rokna formi. Stöð 2 keypti svo deildina og hóf útsendingar á sama tíma. Bætti svo um betur þegar Sýn fór að senda út boltann. Á tíma mátti jafnvel sjá tvo leiki á laugardegi í beinni útsendingu. Skjár einn náði svo óvænt að klófesta enska boltann fyrir tveimur árum. Hann hafði í umsjá Stöðvar 2 og Sýnar orðið að einu vinsælasta sjónvarpsefni þjóðarinnar. Margir fögnuðu enda var hann nú ókeypis. Ekki tóku allir undir þau fagnaðaróp vegna þess að þeim fannst boltavitleysan trufla hefðbundna dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar. Það var því strax útlit fyrir að Adam yrði ekki lengi í Paradís, enski boltinn myndi rata inná áskriftarstöð. Það hefur nú og gerst. Enski boltinn er sjónvarpsstöð þar sem hægt er að skipta milli fimm rása og aðdáendur stærstu liðanna eiga að geta séð liðið sitt spila um hverja helgi. Ofan á þetta er Sýn með meistaradeild Evrópu, sterkustu deild heims, þar sem stærstu lið álfunnar etja kappi um einn mikilvægasta titil sem nokkurt félagslið getur unnið. Þar að auki eru beinar útsendingar frá ítalska boltanum og spænska boltanum. Sýn hefur einnig hafið útsendingar frá ensku fyrstu deildinni og þá geta aðdáendur skosku liðanna Glasgow Celtic og Glasgow Rangers alltaf séð viðureignir þeirra liða. Ekki má gleyma Ríkissjónvarpsinu sem hefur verið með beinar útsendingar frá þýska boltanum. Það má heldur ekki gleyma því að knattspyrna er vinsælasta íþrótt í heimi. Knattspyrnusamböndin FIFA og UEFA eru stór fyrirtæki sem skila milljörðum í gróða. Sjónvarpsútsendingar eru seldar fyrir himinháar fjárhæðir og sjónvarpsstöðvar komast í feitt ef þær tryggja sér slíkan rétt. Margir töldu daga Sýnar talda þegar hún missti af enska boltanum, en áskrifendur Sýnar hafa haldið tryggð við sitt félag og bara bætt íþróttastöð Skjás eins við sig. Fíknin er óseðjandi. Þá má heldur ekki gleyma þeim sem standa inni á vellinum. Á áttunda og níunda áratugnum voru knattspyrnumenn yfirleitt mjög asnalegir og enginn vissi neitt um þeirra einkalíf. Á tíunda áratugnum varð hins vegar gjörbylting. Manchester United braust fram á nýjan leik og varð stórfélag. Það hugsaði þó ekki bara um árangur inni á vellinum heldur einnig utan hans. Leikmenn liðsins urðu stórstjörnur og voru markaðssettar sem slíkar. Má þar nefna David Beckham og Ryan Giggs. Í dag eru afleiðingar þessarar markaðsvæðingar þær að leikmenn eru seldir og keyptir fyrir fjárhæðir sem þekktust ekki fyrir tuttugu árum. Þeir eru stórstjörnur sem leikmenn eins og George Best segja engu síðri en poppstjörnur. "Það tók Christiano Ronaldo tíu mínútur að koma inn á af því að hann þurfti að fjarlæga allt glingrið áður," lét Best hafa eftir sér. Sjálfur varð Best fórnarlamb frægðarinnar þegar hann tók Bakkus fram yfir boltann. Sjónvarpsfíklar fá því úr nógu að moða á næstu mánuðum þegar deildirnar fara að rúlla fyrir alvöru. Ofan á þetta bætist svo að þeir sem hafa engan áhuga á knattspyrnu verða sennilega einir á ferli á næsta ári. Útsendingar frá HM 2006 hefjast nefnilega skömmu eftir að öllum deildarkeppnum lýkur/> Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Innlent Í brennidepli Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Knattspyrnufíkn Íslendinga virðist vera óseðjandi. Þegar Ríkissjónvarpið hóf útsendingar frá leikjum í enska boltanum var einn leikur sýndur klukkan 15.00. Bjarni Fel í rokna formi. Stöð 2 keypti svo deildina og hóf útsendingar á sama tíma. Bætti svo um betur þegar Sýn fór að senda út boltann. Á tíma mátti jafnvel sjá tvo leiki á laugardegi í beinni útsendingu. Skjár einn náði svo óvænt að klófesta enska boltann fyrir tveimur árum. Hann hafði í umsjá Stöðvar 2 og Sýnar orðið að einu vinsælasta sjónvarpsefni þjóðarinnar. Margir fögnuðu enda var hann nú ókeypis. Ekki tóku allir undir þau fagnaðaróp vegna þess að þeim fannst boltavitleysan trufla hefðbundna dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar. Það var því strax útlit fyrir að Adam yrði ekki lengi í Paradís, enski boltinn myndi rata inná áskriftarstöð. Það hefur nú og gerst. Enski boltinn er sjónvarpsstöð þar sem hægt er að skipta milli fimm rása og aðdáendur stærstu liðanna eiga að geta séð liðið sitt spila um hverja helgi. Ofan á þetta er Sýn með meistaradeild Evrópu, sterkustu deild heims, þar sem stærstu lið álfunnar etja kappi um einn mikilvægasta titil sem nokkurt félagslið getur unnið. Þar að auki eru beinar útsendingar frá ítalska boltanum og spænska boltanum. Sýn hefur einnig hafið útsendingar frá ensku fyrstu deildinni og þá geta aðdáendur skosku liðanna Glasgow Celtic og Glasgow Rangers alltaf séð viðureignir þeirra liða. Ekki má gleyma Ríkissjónvarpsinu sem hefur verið með beinar útsendingar frá þýska boltanum. Það má heldur ekki gleyma því að knattspyrna er vinsælasta íþrótt í heimi. Knattspyrnusamböndin FIFA og UEFA eru stór fyrirtæki sem skila milljörðum í gróða. Sjónvarpsútsendingar eru seldar fyrir himinháar fjárhæðir og sjónvarpsstöðvar komast í feitt ef þær tryggja sér slíkan rétt. Margir töldu daga Sýnar talda þegar hún missti af enska boltanum, en áskrifendur Sýnar hafa haldið tryggð við sitt félag og bara bætt íþróttastöð Skjás eins við sig. Fíknin er óseðjandi. Þá má heldur ekki gleyma þeim sem standa inni á vellinum. Á áttunda og níunda áratugnum voru knattspyrnumenn yfirleitt mjög asnalegir og enginn vissi neitt um þeirra einkalíf. Á tíunda áratugnum varð hins vegar gjörbylting. Manchester United braust fram á nýjan leik og varð stórfélag. Það hugsaði þó ekki bara um árangur inni á vellinum heldur einnig utan hans. Leikmenn liðsins urðu stórstjörnur og voru markaðssettar sem slíkar. Má þar nefna David Beckham og Ryan Giggs. Í dag eru afleiðingar þessarar markaðsvæðingar þær að leikmenn eru seldir og keyptir fyrir fjárhæðir sem þekktust ekki fyrir tuttugu árum. Þeir eru stórstjörnur sem leikmenn eins og George Best segja engu síðri en poppstjörnur. "Það tók Christiano Ronaldo tíu mínútur að koma inn á af því að hann þurfti að fjarlæga allt glingrið áður," lét Best hafa eftir sér. Sjálfur varð Best fórnarlamb frægðarinnar þegar hann tók Bakkus fram yfir boltann. Sjónvarpsfíklar fá því úr nógu að moða á næstu mánuðum þegar deildirnar fara að rúlla fyrir alvöru. Ofan á þetta bætist svo að þeir sem hafa engan áhuga á knattspyrnu verða sennilega einir á ferli á næsta ári. Útsendingar frá HM 2006 hefjast nefnilega skömmu eftir að öllum deildarkeppnum lýkur/> Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun