Kjarasamningar i stórhættu 13. september 2005 00:01 Undanfarin misseri hafa fjölmiðlar reglulega sagt fréttir af því að forsendur kjarasamninga séu að bresta. Nánast í hvert sinn sem Hagstofan hefur birt nýjar tölur um vísitölu neysluverðs hafa fjölmiðlarnir risið upp á aftufæturna og talað um að kjarasamningar séu í hættu. Það er fullkomlega skiljanlegt en þó innistæðan fyrir fréttunum hafi oft verið umdeilanleg er hún það ekki núna. Í síðustu kjaraviðræðum var samið til fjögurra ára til að reyna að tryggja stöðugleika í gegnum tímabil sem vegna stórframkvæmda, reyndar mestu framkvæmda Íslandssögunnar, er talið mjög viðkvæmt í efnahagslegu tilliti - tímabili þar sem hætta á þenslu í þjóðfélaginu er veruleg. Undanfarið hefur verðbólgan smám saman farið hækkandi. Það sem vekur ugg í brjóstum hagspekinga nú er að síðasta mæling Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs sýndi að það var ekki hækkun á eldsneyti og fasteignum sem hafði mest áhrif heldur hækkun á dagvöru, skóm og fatnaði. Þenslan er því orðin miklu raunverulegri en áður. Verðbólgan hækkaði um 1,9 prósent milli mánaða og hefur ekki hækkað jafnmikið milli mánaða síðan sumarið 2001. Á ársgrundvelli mælist verðbólgan 4,8 prósent og er hún þar með komin vel yfir efri þolmörk Seðlabankans sem eru fjögur prósent. Verkalýðshreyfingin samþykkti að gera þessa langtímakjarasamninga með því skilyrði að verðbólgan myndi haldast stöðug eða í kringum 2,5 prósent, sem er í takt við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Fram að þessu hefur verið umdeilanlegt hvort verðbólgan hafi verið umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans en nú er ekki lengur deilt um það. Í samræmi við síðustu kjarasamninga getur verkalýðshreyfingin því sagt samningunum upp í nóvember. Nefnd skipuð tveimur fulltrúm frá Samtökum atvinnulífsins og tveimur frá Alþýðusambandi Íslands funda nú um ástandið og ljóst er að tekist verður verulega á þeim fundum á næstu vikum ef marka má orð hagfræðinga SA og ASÍ í Fréttablaðinu í gær. Þá sagði Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, að mikill viðskiptahalli og mikill innflutningur neysluvarnings sýndi að kaupmátturinn væri einfaldlega of hár. Ólafur Darri Andrason hjá ASÍ sagði aftur á móti að kaupmáttur launatekna hefði verið að rýrna. Miðað við þessa ólíku sýn verður engin lognmolla við fundarborðið hjá þessum ágætu mönnum. En hvor þeirra hefur rétt fyrir sér? Ég hallast að því að báðir hafi þeir mikið til síns máls. Innflutningur neysluvarnings hefur aukist gríðarlega þar tala staðreyndir einfaldlega sínu máli. Það er hins vegar líka staðreynd að stærsti hópur launafólks hefur fengið þriggja prósenta launahækkun á síðustu tólf mánuðum en nú mælist verðbólgan 4,8 prósent á ársgrundvelli. Maður freistast til þess að halda að aukinn kaupmáttur fólks tengist ekki að öllu leyti launum eða skorti á vinnuafli heldur nýjum fasteignalánum bankanna. Lánin hafa ýtt fasteignaverði upp. Fólk hefur endurfjármagnað óhagstæð lán og margir átt góðan skilding aflögu sem líklega hefur ekki nema að litlu leyti farið í sparnað. Kannski eiga bankarnir einhverja sök á ástandinu. Þá á ég ekki við það að fasteignalánin sem slík hafi verið glapræði. Alls ekki - þau voru löngu tímabær kjarabót því vextir hér voru allt of háir. Ég við það að allir þessir ágætu þjónustufulltrúar sem tekið hafa við lánabeiðnum fólks síðustu mánuði hefðu kannski átt að eyða aðeins meiri tíma í að upplýsa fólk um sparnaðarleiðir. Tölurnar tala sínu máli í þeim efnum. Skyndilega lækkuðu yfirdrættir landsmanna verulega þegar byrjað var að bjóða upp á nýju lánin en nú eru þeir aftur að hækka. Mjög áhugavert verður að fylgjast með þróun viðræðna ofangreindrar nefndar á næstunni. Fulltrúum atvinnulífsins bíður ekki auðvelt verk. Að mínu viti væri fjarstæða hjá verkalýðshreyfingunni að fara fram á launahækkanir. Þær myndu auka þensluna. Miklu nær væri að semja um lækkun á matarskatti, aukin lífeyrisréttindi eða eitthvað í þá veruna. Almennt launafólk má hins vegar ekki standa eitt að því að varðveita stöðugleikann. Hið opinbera verður líka að koma þar að. Eins og ástandið er núna virðist sem útdeiling hinna svokölluðu Símapeninga í hinar ýmsu stórframkvæmdir muni verka eins og olía á eld. Jafnvel þó það eigi ekki að leggja í þær framkvæmdir fyrr en eftir einhvern tíma verður hið opinbera að fara varlega. Trausti Hafliðason - trausti@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Trausti Hafliðason Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa fjölmiðlar reglulega sagt fréttir af því að forsendur kjarasamninga séu að bresta. Nánast í hvert sinn sem Hagstofan hefur birt nýjar tölur um vísitölu neysluverðs hafa fjölmiðlarnir risið upp á aftufæturna og talað um að kjarasamningar séu í hættu. Það er fullkomlega skiljanlegt en þó innistæðan fyrir fréttunum hafi oft verið umdeilanleg er hún það ekki núna. Í síðustu kjaraviðræðum var samið til fjögurra ára til að reyna að tryggja stöðugleika í gegnum tímabil sem vegna stórframkvæmda, reyndar mestu framkvæmda Íslandssögunnar, er talið mjög viðkvæmt í efnahagslegu tilliti - tímabili þar sem hætta á þenslu í þjóðfélaginu er veruleg. Undanfarið hefur verðbólgan smám saman farið hækkandi. Það sem vekur ugg í brjóstum hagspekinga nú er að síðasta mæling Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs sýndi að það var ekki hækkun á eldsneyti og fasteignum sem hafði mest áhrif heldur hækkun á dagvöru, skóm og fatnaði. Þenslan er því orðin miklu raunverulegri en áður. Verðbólgan hækkaði um 1,9 prósent milli mánaða og hefur ekki hækkað jafnmikið milli mánaða síðan sumarið 2001. Á ársgrundvelli mælist verðbólgan 4,8 prósent og er hún þar með komin vel yfir efri þolmörk Seðlabankans sem eru fjögur prósent. Verkalýðshreyfingin samþykkti að gera þessa langtímakjarasamninga með því skilyrði að verðbólgan myndi haldast stöðug eða í kringum 2,5 prósent, sem er í takt við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Fram að þessu hefur verið umdeilanlegt hvort verðbólgan hafi verið umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans en nú er ekki lengur deilt um það. Í samræmi við síðustu kjarasamninga getur verkalýðshreyfingin því sagt samningunum upp í nóvember. Nefnd skipuð tveimur fulltrúm frá Samtökum atvinnulífsins og tveimur frá Alþýðusambandi Íslands funda nú um ástandið og ljóst er að tekist verður verulega á þeim fundum á næstu vikum ef marka má orð hagfræðinga SA og ASÍ í Fréttablaðinu í gær. Þá sagði Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, að mikill viðskiptahalli og mikill innflutningur neysluvarnings sýndi að kaupmátturinn væri einfaldlega of hár. Ólafur Darri Andrason hjá ASÍ sagði aftur á móti að kaupmáttur launatekna hefði verið að rýrna. Miðað við þessa ólíku sýn verður engin lognmolla við fundarborðið hjá þessum ágætu mönnum. En hvor þeirra hefur rétt fyrir sér? Ég hallast að því að báðir hafi þeir mikið til síns máls. Innflutningur neysluvarnings hefur aukist gríðarlega þar tala staðreyndir einfaldlega sínu máli. Það er hins vegar líka staðreynd að stærsti hópur launafólks hefur fengið þriggja prósenta launahækkun á síðustu tólf mánuðum en nú mælist verðbólgan 4,8 prósent á ársgrundvelli. Maður freistast til þess að halda að aukinn kaupmáttur fólks tengist ekki að öllu leyti launum eða skorti á vinnuafli heldur nýjum fasteignalánum bankanna. Lánin hafa ýtt fasteignaverði upp. Fólk hefur endurfjármagnað óhagstæð lán og margir átt góðan skilding aflögu sem líklega hefur ekki nema að litlu leyti farið í sparnað. Kannski eiga bankarnir einhverja sök á ástandinu. Þá á ég ekki við það að fasteignalánin sem slík hafi verið glapræði. Alls ekki - þau voru löngu tímabær kjarabót því vextir hér voru allt of háir. Ég við það að allir þessir ágætu þjónustufulltrúar sem tekið hafa við lánabeiðnum fólks síðustu mánuði hefðu kannski átt að eyða aðeins meiri tíma í að upplýsa fólk um sparnaðarleiðir. Tölurnar tala sínu máli í þeim efnum. Skyndilega lækkuðu yfirdrættir landsmanna verulega þegar byrjað var að bjóða upp á nýju lánin en nú eru þeir aftur að hækka. Mjög áhugavert verður að fylgjast með þróun viðræðna ofangreindrar nefndar á næstunni. Fulltrúum atvinnulífsins bíður ekki auðvelt verk. Að mínu viti væri fjarstæða hjá verkalýðshreyfingunni að fara fram á launahækkanir. Þær myndu auka þensluna. Miklu nær væri að semja um lækkun á matarskatti, aukin lífeyrisréttindi eða eitthvað í þá veruna. Almennt launafólk má hins vegar ekki standa eitt að því að varðveita stöðugleikann. Hið opinbera verður líka að koma þar að. Eins og ástandið er núna virðist sem útdeiling hinna svokölluðu Símapeninga í hinar ýmsu stórframkvæmdir muni verka eins og olía á eld. Jafnvel þó það eigi ekki að leggja í þær framkvæmdir fyrr en eftir einhvern tíma verður hið opinbera að fara varlega. Trausti Hafliðason - trausti@frettabladid.is
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar