Verðbólgan lægst á Íslandi
Verðbólga er hvergi minni í Evrópu en á Íslandi. Verðbólgan hér mældist 0,4 prósent í ágúst samkvæmt samræmdri vísitölu neyðsluverðs í EES-ríkjunum. Mest er verðbólgan í Lettlandi en verðbólgan er að meðaltali 2,2 prósent í Evrópu. Þessar niðurstöður fyrir Ísland eru talsvert frábrugðnar verðbólgutölum sem voru kynntar fyrr í mánuðinum. Það skýrist af því að húsnæðisverð er tekið með í íslensku neysluverðsvísitölunni en ekki þeirri evrópsku.