Skoðun

Árangurstengd laun

Sæll Egill.

Ég er grunnskólakennari og er mjög hugsi þessa dagana. Þegar við kennarar vorum í erfiðri kjarabaráttu fyrir ári síðan þá voru menn eins og Einar Oddur og Gunnar Birgisson með dómsdagsspár um það að ef kennarar fengju kjarabætur umfram ASÍ þá færi þjóðfélagið beint á hausinn. Á okkur voru sett lög og fengum við sömu kjarabætur og ASÍ nema hvað að það eru engin rauð strik í okkar samningum. Nú stefnir allt í það að ASÍ segi upp sínum

samningum en við kennarar erum bundnir á klafann fram til ársins 2008. Ég verð búinn að vinna upp verkfallið í maí 2006 og eftir þann tíma get ég litið á kauphækkun mína sem kjarabót.

Þú skrifar um árangurstengd laun bankaforstjóra á heimasíðu þinni. Ég spyr: Af hverju eru sum störf í þessu þjóðfélagi árangurstengd en önnur ekki? Af hverju eru þessir menn í þessari aðstöðu nú? Er það vegna menntunar sinnar? Væri ekki nær að árangurstengja laun okkur kennara? Ég myndi sætta mig við léleg grunnlaun ef ég fengi t.d. 0,1 % af árslaunum hvers nemanda sem ég kenndi þegar hann væri kominn út á vinnumarkaðinn, segjum t.d. millifertugs og sextugs. Með þessu fyrirkomulagi myndum við hækka laun kennara verulega án þess að þjóðfélagið færi á hausinn, Einari og Gunnari til mikillar ánægju.

Kveðja, Sigurður Haukur Gíslason

Grunnskólakennari í bæ Gunnars I. Birgissonar



Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×