Fresta verkefnum upp á 656 milljónir 14. júlí 2006 07:30 Frá Reykjanesbæ. Þremur kostnaðarsömum framkvæmdum verður frestað um átta mánuði til að stemma stigu við þenslu í samfélaginu. Framkvæmdum í Reykjanesbæ sem ráðast átti í og kosta samtals 656 milljónir króna hefur verið frestað um átta mánuði. Um er að ræða lagningu þjóðvegar frá Reykjanesbraut inn í miðjan bæinn sem kostar 256 milljónir, sameiningu bæjarskrifstofanna sem nú eru á tveimur stöðum og kostar 220 milljónir og framkvæmdir við Ráðstefnu- og tónlistarmiðstöð sem kostar 180 milljónir. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir gripið til þessara ráðstafana til að svara kalli forsætisráðherra um aðhald í framkvæmdum á næstu mánuðum til að stemma stigu við efnahagsþenslu í samfélaginu. Það gefur auga leið að þetta eru verkefni sem við teljum að þurfi að vinna en hins vegar er meira virði að rifa seglin, sagði Árni í samtali við Fréttablaðið. Árni bendir á að Reykjanesbær sé um margt ekki heppilegasta sveitarfélagið til að skera niður í framkvæmdum enda óvissa uppi í atvinnumálum bæjarbúa þegar fyrirséð er að um 600 íbúar missi vinnuna hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli í september. Það er mat Árna að nægilegt sé að fresta framkvæmdum þessara þriggja verkefna í átta mánuði. Gangi áætlun ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum eftir verði lag til að sigla á ný að átta mánuðum liðnum. En staðan verði vitaskuld metin þá. Ekki er öllum framkvæmdum Reykjanesbæjar slegið á frest. Grunn- og leikskóli eru til dæmis í byggingu og þeim verkefnum verður haldið áfram. Þá er unnið að gatnagerð í nýjum hverfum. Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað á umliðnum misserum og á þessu ári hefur þeim fjölgað um tvö prósent. 11.578 búa nú í bænum. Það er kraftur í bæjarfélaginu og kannski þess vegna hægt að rifa seglin, segir Árni. Hann vill ekki ganga svo langt að segja aðgerðir Reykjanesbæjar hvatningu til annarra sveitarfélaga um að ganga sömu leið; hver og einn verði að meta sína stöðu. En úr því að við treystum okkur til að svara þessu miðað við þær aðstæður sem hér eru þá hljóta önnur sveitarfélög að horfa til sinna möguleika. Að sögn Árna ríkti eining um aðgerðirnar í bæjarstjórn. Innlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Framkvæmdum í Reykjanesbæ sem ráðast átti í og kosta samtals 656 milljónir króna hefur verið frestað um átta mánuði. Um er að ræða lagningu þjóðvegar frá Reykjanesbraut inn í miðjan bæinn sem kostar 256 milljónir, sameiningu bæjarskrifstofanna sem nú eru á tveimur stöðum og kostar 220 milljónir og framkvæmdir við Ráðstefnu- og tónlistarmiðstöð sem kostar 180 milljónir. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir gripið til þessara ráðstafana til að svara kalli forsætisráðherra um aðhald í framkvæmdum á næstu mánuðum til að stemma stigu við efnahagsþenslu í samfélaginu. Það gefur auga leið að þetta eru verkefni sem við teljum að þurfi að vinna en hins vegar er meira virði að rifa seglin, sagði Árni í samtali við Fréttablaðið. Árni bendir á að Reykjanesbær sé um margt ekki heppilegasta sveitarfélagið til að skera niður í framkvæmdum enda óvissa uppi í atvinnumálum bæjarbúa þegar fyrirséð er að um 600 íbúar missi vinnuna hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli í september. Það er mat Árna að nægilegt sé að fresta framkvæmdum þessara þriggja verkefna í átta mánuði. Gangi áætlun ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum eftir verði lag til að sigla á ný að átta mánuðum liðnum. En staðan verði vitaskuld metin þá. Ekki er öllum framkvæmdum Reykjanesbæjar slegið á frest. Grunn- og leikskóli eru til dæmis í byggingu og þeim verkefnum verður haldið áfram. Þá er unnið að gatnagerð í nýjum hverfum. Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað á umliðnum misserum og á þessu ári hefur þeim fjölgað um tvö prósent. 11.578 búa nú í bænum. Það er kraftur í bæjarfélaginu og kannski þess vegna hægt að rifa seglin, segir Árni. Hann vill ekki ganga svo langt að segja aðgerðir Reykjanesbæjar hvatningu til annarra sveitarfélaga um að ganga sömu leið; hver og einn verði að meta sína stöðu. En úr því að við treystum okkur til að svara þessu miðað við þær aðstæður sem hér eru þá hljóta önnur sveitarfélög að horfa til sinna möguleika. Að sögn Árna ríkti eining um aðgerðirnar í bæjarstjórn.
Innlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira