Aðkoma ríkisins að rekstri Strætó skoðuð 19. júlí 2006 03:30 Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra „Almenningssamgöngur verða að vera raunhæfur valkostur fyrir fólk ef við ætlum að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur," segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Markmiðin sem hún á þar við snúa að útblæstri óæskilegra lofttegunda en það er ekki einvörðungu á þeim grundvelli sem ráðherra vill skoða málið. „Það eru mörg rök sem mæla með því, ekki bara fjárhagur fjölskyldnanna heldur er þetta líka spurning um kostnað við gerð samgöngumannvirkja, fyrir svo utan umhverfissjónarmiðin." Ástæður vangaveltna Jónínu eru fréttir af bágri fjárhagsstöðu Strætó bs. og samdrætti í rekstri fyrirtækisins. „Við heyrum um taprekstur strætisvagnanna og að breyta eigi leiðakerfinu og bjóða upp á færri ferðir. Menn hafa því spurt hvort ekki sé eðlilegt að ríkið komi að rekstri almenningssamgangna." Jónína vill ekki kveða upp úr um með hvaða hætti ríkið gæti komið að rekstri Strætó en ætlar að skoða málið gaumgæfilega. „Ég hyggst skoða hvernig við getum stuðlað að því að almenningssamgöngur verði raunhæfari valkostur en nú er. Ég vil ekki hvetja alla til að fara hjólandi né að mér finnist eðlileg krafa að hver og einn einstaklingur aki sínum einkabíl. Það hlýtur að vera til skynsöm millileið en almenningssamgöngurnar verða þá líka að þjóna þörfum fólksins." Strætó bs. greiðir árlega um 300 milljónir króna til ríkisins. Leggjast þar saman virðisaukaskattur, olíugjald og hefðbundin atvinnurekendagjöld. Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó, segir virðisaukaskatt ekki leggjast á fargjöld og því komi það í hlut fyrirtækisins að borga þá skatta sem til falla. Þá hafi kostnaður aukist um 35-40 milljónir króna við upptöku olíugjalds, þrátt fyrir að 80 prósent þess séu felld niður. Enn einn útgjaldaliðurinn sé svo virðisaukaskattur vegna vagnakaupa en reglur um afslátt af virðisaukaskatti vegna kaupa langferðabifreiða nái ekki til strætisvagna. Ásgeir nefnir sem dæmi að í næsta mánuði fái Strætó afhenta tíu nýja vagna sem kosta samtals um 200 milljónir. Af þeim viðskiptum renni um 20 milljónir í ríkissjóð. Ásgeir segist oft og reglulega hafa vakið athygli ríkisvaldsins á þessum atriðum en ekki hlotið hljómgrunn. Hann fagni því áhuga umhverfisráðherra. Innlent Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
„Almenningssamgöngur verða að vera raunhæfur valkostur fyrir fólk ef við ætlum að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur," segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Markmiðin sem hún á þar við snúa að útblæstri óæskilegra lofttegunda en það er ekki einvörðungu á þeim grundvelli sem ráðherra vill skoða málið. „Það eru mörg rök sem mæla með því, ekki bara fjárhagur fjölskyldnanna heldur er þetta líka spurning um kostnað við gerð samgöngumannvirkja, fyrir svo utan umhverfissjónarmiðin." Ástæður vangaveltna Jónínu eru fréttir af bágri fjárhagsstöðu Strætó bs. og samdrætti í rekstri fyrirtækisins. „Við heyrum um taprekstur strætisvagnanna og að breyta eigi leiðakerfinu og bjóða upp á færri ferðir. Menn hafa því spurt hvort ekki sé eðlilegt að ríkið komi að rekstri almenningssamgangna." Jónína vill ekki kveða upp úr um með hvaða hætti ríkið gæti komið að rekstri Strætó en ætlar að skoða málið gaumgæfilega. „Ég hyggst skoða hvernig við getum stuðlað að því að almenningssamgöngur verði raunhæfari valkostur en nú er. Ég vil ekki hvetja alla til að fara hjólandi né að mér finnist eðlileg krafa að hver og einn einstaklingur aki sínum einkabíl. Það hlýtur að vera til skynsöm millileið en almenningssamgöngurnar verða þá líka að þjóna þörfum fólksins." Strætó bs. greiðir árlega um 300 milljónir króna til ríkisins. Leggjast þar saman virðisaukaskattur, olíugjald og hefðbundin atvinnurekendagjöld. Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó, segir virðisaukaskatt ekki leggjast á fargjöld og því komi það í hlut fyrirtækisins að borga þá skatta sem til falla. Þá hafi kostnaður aukist um 35-40 milljónir króna við upptöku olíugjalds, þrátt fyrir að 80 prósent þess séu felld niður. Enn einn útgjaldaliðurinn sé svo virðisaukaskattur vegna vagnakaupa en reglur um afslátt af virðisaukaskatti vegna kaupa langferðabifreiða nái ekki til strætisvagna. Ásgeir nefnir sem dæmi að í næsta mánuði fái Strætó afhenta tíu nýja vagna sem kosta samtals um 200 milljónir. Af þeim viðskiptum renni um 20 milljónir í ríkissjóð. Ásgeir segist oft og reglulega hafa vakið athygli ríkisvaldsins á þessum atriðum en ekki hlotið hljómgrunn. Hann fagni því áhuga umhverfisráðherra.
Innlent Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira